Leita í fréttum mbl.is

Viljinn sem vatnar

Nú á að bæta við fjórum plássum í Gistiskýlinu, sem er fyrir heimilislaust fólk.  Skýlið þar sem fólkið er rekið út á götu á morgnanna.

Gott að það sé bætt við rýmum.  En það er ekki nóg.

Getur borgin ekki farið að hunskast til að koma heimilisgámunum í gagnið?  Þeir standa tilbúnir og það tekur mánuði að finna staðsetningu fyrir viðkomandi húsnæði.

Það er viljann sem vantar, það er greinilegt.

Það getur ekki verið svona mikið mál að koma þessu af stað, ég trúi því ekki.

Er borin gjörsamlega lömuð með þennan nýja meirihluta?

Allir í ve... nei, nei, þið megið jafna ykkur frá síðustu áhendingu.


mbl.is Gistiplássum fjölgað í Gistiskýlinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Frábært að það er eitthvað verið að gera, það verður að gera eitthvað. Það eru 111 manns heimilislausir á Íslandi og það er alveg hræðilegt að vita til þess. Hefði nú ekki verið nær að nota einkavélarpeningana td fyrir þetta fólk. Ég er ennþá að ergja mig á þessari einkavél.

Linda litla, 9.4.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Já þetta er til skammar .Vonandi að menn bretti upp ermarnar og lagi til í þessum málum. 

Gunnar Gunnarsson, 9.4.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er í sjálfu sér frábært að það sé verið að bæta við rýmum en mætti samt gera miklu meira og miklu betra, sammála Lindu litlu.............ég er ennþá pirruð út af einkavélabruðlinu!!!

Ég hendi mér í vegg þar sem ég hef ekkert gert það í dag

Huld S. Ringsted, 9.4.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er alveg svakalegt, ég var einmitt að skrifa um þetta fyrr í dag.

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hélt að þetta væru færanlegir "gámar", sem á að setja niður hér og þar.  Ætli þetta þurfi ekki grendarkynningu og að fara fyrir skipulagsyfirvöld o.s.frv. í hvert skipti, áður en staðsetning er

ákveðin.

Sigrún Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:25

6 Smámynd: Rebbý

heyr heyr

Rebbý, 9.4.2008 kl. 20:30

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Kasta mér ekki vegg út af 200 þús. kr einkavél.

En hitt er til skammar fyrir okkur.

Þröstur Unnar, 9.4.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Var ekki 100 daga meirihlutinn búin að fá svona einmenningshús til landsins og finna stað fyrir þau allavega til að byrja með.  Man eftir Björk Vilhelms ganga um með fréttamanni Sjónvarps og sýna honum húsin og staðinn.  Það er kannski ekki stíll þessa meirihluta að hirða upp vinnu frá fyrrverandi meirihluta. En samt maður skilur ekki afhverju þessi hús eru ekki löngu komin í gagnið.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:06

9 identicon

Velferðarsvið Reykjavíkur er búið að vera í bulli og rugli í mörg ár og virðist vera eins sama hver er við völd því miður.Þekki það því miður allt of vel.Heil 4 pláss  og ætlast einhver til að fá hrós fyrir þau?Ég vona ekki

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:21

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja Guðrún: Það eru þau hús sem ég er að tala um.  Búin að vera tilbúin síðan um jól.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 22:01

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála það er skömm að því að ríkasta þjóð heims, skuli búa svona að fólki sem á hvergi höfði sínu að halla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 23:02

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það verður fínt að fá þessi hús fyrir heimilislausa, loksins þegar þau koma. Get samt ekki varist því að hugsa að þar sé verið að vinna í afleiðingum ... ekki orsök! Vogur er án efa frábær en nægir ekki! Farin að kasta mér í vegg, eða í bað.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:28

13 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt mín kæra

Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 00:54

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég bý í fjölbýlishúsi og það kemur stundum fólk og sefur þar...sem ekki hefur í nein hús að venda..

Nú á að setja upp myndavélar svo hægt sé að henda heimilslausum út á götu..þvílíkt þjóðfélag!!!

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 05:35

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Tilbúinn síðan um jól!  Jenný, þú segir fréttir!  Skyldi hann Óli F. vita af þessu? Eða er það Villi staðgengill núna?

Óskar: Afhverju býðurðu þeim ekki inn til þín, útigangsfólkinu, í stað þess að hneykslaðst á nágrönnum þínum sem vilja ekki skjóta skjólshúsi yfir heimilslausa á göngum og í þvottahúsum húsa sinna.  Ekki verða settar upp myndavélar inni hjá þér.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:52

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sá umfjöllun um þessi húsnæðisúrræði og myndar af þeim reyndar, um jólaleytið en þá var talað við Björk Vilhelms (eða í byrjun janúar var það svo ég sé nákvæm).  Ég held nú það.

Ég held að það skipti engu hvort Villi eða Ólafur viti af þessu, það vantar framkvæmdagenið í báða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 15:09

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er satt Jenný.  Þeir eru eins og Gög og Gokke!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986832

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband