Leita í fréttum mbl.is

Átógraf frá Helga Seljan?

Sumt verður maður að blogga um, vegna þess að það slær mann sem einstakt. 

Ég hélt aldrei að ég ætti eftir að hjala af ánægju vegna sjónvarpsviðtals við stjórnmálamann. 

Ég er nefnilega ekki haldin persónudýrkunar elementinu margfræga og svo skipti ég reglulega um skoðanir á stjórnmálamönnum og öðrum líka, ef út í það er farið.  Það þarf s.s. slatta til að imponera mig.  Enn er ég þó nokkuð glöð með mitt fólk hjá VG enda eru þeir í stjórnarandstöðu og ýta vel á.  Ég vona og held að þeir myndu halda kúlinu og sannfæringunni, kæmust þeir í stjórn.  Ég læt þau njóta vafans þar til annað kemur í ljós.

En aftur að hrifningarvímunni sem ég fór í, í gær þegar ég horfði á Kastljósið.  Viðtalið við ISG olli þessu hrifningarfári.  Ekki Solla sjálf, þó mér þyki mikið í hana varið og ég hafi löngum stutt hana bæði í kjörklefa (ekki síðast af skiljanlegum) og í hjartanu, heldur framganga Helga Seljan.

Það er helvíti hart að maður skuli svo sjaldan, núorðið verða vitni að því að fréttamenn gangi á stjórnmálamenn, fylgi eftir spurningum sínum og ýti vel á, til að fá svör. (Þ.e. vinni vinnuna sína, en siti ekki eins og lamaðir áhangendur poppstjarna þegar þær mæta goðunum). Það ætti að vera regla en ekki tilefni til rosalegrar aðdáunar.  Ég er enn í andlegu yfirliði.

Hm.. ég var nærri því búin að hringja í Mr. Seljan og biðja um átógraf.  Hætti við það, hann er að austan eins og ég, gæti misskilist.

Bíð með það þangað til seinna.

Újess í boðinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrikalega sem mér fannst hann flottur! Ég væri til í að fá eiginhandaráritun á brjóstið ;) - verandi eilífðargrúpppía......

Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, stofnum aðdáendaklúbb kringum drenginn.  Pældu í því að það skuli líða yfir mann þegar einhver sýnir almennilega fagmannstakta í vinnunni.  Þetta þjóðfélag er á leið til helvítis, ég meinaða.

Er ekki hægt að láta manninn vera á báðum rásum, ég meina á Stöð 2 líka svo að við getum farið að horfa báðum megin?  Svona eins og ég gerði áður en allt varð að eilífum sunnudegi á stöð 2.

Arg

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: M

Sá viðtalið og mikið var hann góður. Með bein í nefinu.

M, 9.4.2008 kl. 13:28

4 Smámynd: Tiger

Ég er sammála þér með þennan sjónvarpsmann, hann hefur mikið gott að bera og kallar greinilega ekki allt ömmu sína. Það væri sannarlega óskandi að fleiri fréttamenn og TV-fólk tæki hann sér til fyrirmyndar í stað þess að leyfa viðmælendum að vaða um allt á skítugum skónum án þess að ná nokkurn staðar nokkru af viti úr þeim. Sumir fréttamenn eru líka hreinlega óðir í því að "sýna áhorfendum hve kaldir þeir eru og hreinlega vaða yfir viðmælendur sína" - en það gerir Helgi Seljan ekki svo ég viti til... fínn náungi!

Knús á þig Jenný mín og eigðu yndislegan dag!

Tiger, 9.4.2008 kl. 13:45

5 Smámynd: halkatla

velkomin í hóp aðdáenda hans!! Helgi er náttúrulega bara gúrú og kann svo sannarlega að grilla þetta lið þegar á þarf að halda

halkatla, 9.4.2008 kl. 14:00

6 Smámynd: halkatla

og við erum náttúrulega öll að austan

halkatla, 9.4.2008 kl. 14:01

7 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Já ég er sammála því að Helgi stóð sig vel þarna. Ég hef oft verið óánægð með hann, fundist hann illa undirbúinn að leggja meiri áherslu á hörkuna gagnvart viðmælandanum heldur en að hlusta og koma með gáfulegar spurningar. En þarna tókst honum að halda þessum hlutum í jafnvægi og úr varð stórgott viðtal.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 9.4.2008 kl. 14:02

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þar kom að því að við erum ekki sammála.

Afsakið meðan ég æli. Mér finnst hann bæði hlutdrægur og athyglissjúkur. Væri til í að sjá hann taka aðra stjórnmálamenn með svipuðum "takti" en það gerir hann ekki. Hann er enganveginn heilsteyptur karakter í sinni fréttamennsku.

Ég er hlutdræg þegar ISG á í hlut, af persónulegum en ekki pólitískum ástæðum og vil að það komi fram í þessu samhengi. 

Marta B Helgadóttir, 9.4.2008 kl. 14:07

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

No comment   sá ekki þáttinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.4.2008 kl. 15:25

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér fannst Helgi standa sig óvenju vel, líkast því sem hann gerði þegar hann var að byrja fyrst hér fyrir sunnan.  En hann hafði líka afbragðsgóðan stjórnmálamann,  til að spyrja út úr.   Hreinskiptinn, hreinskilinn og heiðarlegan Stjórnmálamann sem talar opinskátt um það sem er gert, og það sem betur má fara.  Einn athyglisverðasti pólitíkus sem Ísland hefur átt, og nú skil ég afhverju sumir fyrrverandi X forsætis og aðrir áhangendur, hafa reynt allt til að koma í veg fyrir að hún kæmist til áhrifa í Íslenskri pólitík.  - Það er ekki bara afþví að hún er kona, það er vegna þess að þeir komast ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana.  - Og þetta viðtal bar vitni um það.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:38

11 identicon

Ég er bullandi vanhæfur í þessu máli en ýmislegt sem Marta skrifar samþykki ég. En... fréttamenn, þar með Helgi sjálfur, sleppir mönnum stundum ansi billega. En þetta er stíll, og stjórnmálamenn ráða menn til að æfa sig í svona debatti. Fréttamenn eru þarna til að finna veiku punktana. Getur verið að kvenstjórnmálamenn fái harðari strokur? Annars er ég glaður yfir bæ mínum í dag. Handhafar jafnréttisvogarinnar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:49

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég held að sé meira saumað að konum svona almenn og yfirleitt.

Ég vil að ALLIR stjórnmálamenn fái sama trítmennt og Solla í gær.

Það sem ég var aðallega að bera saman að þessu sinni, var drottningarviðtalið við Hannes Hólmstein hjá Sigmari um daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 18:05

13 Smámynd: Linda litla

Ég missti auðvitað af þessu eins og öllu öðru sjónvarpsefni.

Linda litla, 9.4.2008 kl. 18:18

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hef ekki séd thetta í netsjónvarpinu ennthá, en er sammála thvi ad thad hefur alltaf vantad beinskeitta spyrla sem eru ekkert ad skafa af hlutunum. Svo ef Helgi er á theim buxunum thá bara frábært loksins ad einhver spyr af viti en er ekki i rassakyssingum i beinni

María Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 19:13

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kem alveg af fjöllum að sjálfsögðu þar sem ég hef ekki séð umræddan þátt með Helga en hef nú alltaf fundist hann koma vel fyrir og vera manneskjulegur. 

Ertu að austan Jenný, hvaðan þá?  Ég er ættuð úr Mýrdalnum og austar.  Kem af Jóni eldklerk. 

Ía Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 19:35

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Börnin góð, þið þurfið ekki að vaða í villu og svima.  Ég linkaði á viðtalið í færslunni.  Bjarga sér.

Foreldrar mínir eru báðir ættaðir af austfjörðum Ía mín.  Mamma frá Hafnarnesi og pabbi frá Seyðisfirði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 19:38

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Aha, móðuramma mín var ættuð frá Seyðisfirði en flutti þaðan ung.  Á held ég enn ættfólk búandi þar en því miður ekkert samband.  Nei datt þetta bara í hug, þú gætir alveg verið ein af þessum brjálæðingum sem hafa fylgt minni föðurfjölskyldu, allir kolvitlausir listamenn og pólitíkusar.  Ég kippi víst í kynið eða svo er mér sagt.

Ía Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 19:51

18 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Jamm kvitta hér með að ég er austfirðingur

and bloddí proud

Lilja Kjerúlf, 9.4.2008 kl. 21:20

19 identicon

Ég hef oft gagnrýnt það hvað spyrlar í Kastljósi eru lítið beittir í spurningum sínum og ég hef ekki verið sátt við það hvað Helgi er oft miklu harðari við kvenviðmælendur en karla. Ég hef séð hann láta stjórnmálakarlmenn sleppa ótrúlega vel frá málum sem hefði verið hægt að þjarma rækilega að þeim fyrir og áttu það skilið en síðan hefur hann sett aðra (oftar konur) í hakkavél.

Ég hef svona frekar blendnar tilfinningar til hans og myndi líklega ekki ganga í aðdáendaklúbbinn. Við verðum bara að finna einhvern annan til að geta verið í sama klúbbi

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:11

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála mér fannst hann flottur í kvöld.  Svona eiga menn að vera.  Alveg eins og þegar hann saumaði að Frú Bjartmars Helgi bara flottur.

Hef annars rætt við hann og drattast með honum daglangt, hann er mjög málefnalegur og virðist góður drengur og heiðarlegur, svona í návígi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 23:01

21 Smámynd: María Guðmundsdóttir

og gleymdi madur svo ekki ad láta vita ad ég er audvitad ættud frá Seydisfirdi lika bara fædd thar og uppalin takk fyrir

María Guðmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 08:19

22 identicon

Mér hefur um um nokkurt skeið þótt Helgi vera langbesti fréttamaðurinn á báðum stöðvum. Ég sá þetta viðtal og það styrkti mig bara í þeirri skoðun.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband