Leita í fréttum mbl.is

Óminni alkans

 61

Það er til marks um hvað ég var í tómu tjóni á fyllerísárunum, að ég varð mjög hissa þegar ég sá að bloggið væri 2 ára.  Ég hélt að bloggið á Mogganum væri búið að vera við líði til margra ára. 

Þannig að bloggið er aðeins eldra en edrúmennskan mín.  Kostulegt hvað margt hefur farið fram hjá mér í "víninu".

Þegar fólk innbyrgðir áfengi og pillur eins og ég gerði, þá er stöðugt óminni það eina sem maður gengur að nokkuð vísu.

Eftir að af mér rann hef ég fengið sannanir á færibandi fyrir þessu.  Ég get horft á flestar bíómyndir frá 2003 og fram að meðferð, eins og ég sé að sjá þær í fyrsta sinn.  Það er plús.  Mínusinn er að húsband spyr aftur og aftur, alveg forviða; "ertu að segja mér að þú munir ekki eftir þessari mynd"? og ég alveg; nei, ég man andskotann ekkert eftir henni, hættu að spyrja.  ARG".  Honum finnst ég gangandi frávik mannsheilans.

Og bækurnar sem ég las.  Jesús minn.  Ég er að segja ykkur frá mega sparnaði hérna.  Ég ástundaði auðvitað mín bókarkaup í ruglinu, eins og ég var vön, og las.  Og ég las.  Enda þurfti ég stundum að negla mig niður í bækur, gleyma mér, svo ég missti ekki vitið.  Ég held að ég hafi notið bókanna, en ég man það ekki.  Því hafði ég nóg að lesa, fyrsta edrúárið mitt.  Efni bókanna hringdi ekki bjöllum, hvað þá meira.

Svo eru allir "litlu" hlutirnir sem duttu úr hausnum á mér.  Við hverja ég hafði talað.  Hverju ég hafði  logið til að flikka upp á ástandið og blekkja mína nánustu, til að halda andlitinu.  Öll samtölin sem fólk hefur vísað í og ég man ekki rassg... eftir.  En ég sný þessu upp í gamanmál, enda ekki til annars en að hlægja að þessu, nema ég gráti auðvitað, en ég er löngu búin að gráta út minn kvóta í lífinu.

Að lokum, til merkis um sjálfsblekkinguna og þá staðreynd að maður trúir því staðfastlega að enginn viti að maður er alltaf fullur og í tómu tjóni.

Ég talaði við Dúu vinkonu mína, sem var ein af þeim sem alltaf stóð með mér, var til staðar fyrir mig án þess að leggja mér lífsreglurnar og beið bara róleg eftir að ég áttaði mig.

Samtal:

Alkinn ég: Dúa; veistu, ég held að ég sé alkahólisti!!!

Dúan: Já er það? Whistling

Eftir að samtalinu lauk, henti Dúa sér í vegg.  Eins og ástand mitt hafi farið fram hjá henni eða nokkrum öðrum sem var í sambandi við mig.  En ég elska hana fyrir að hafa ekki sagt neitt á þeim tíma.  Ég hefði bara farið að gráta.

Ég elska þig Dúskurinn minn.InLove

Lífið er eitt stórt andskotans kraftaverk.  Þrátt fyrir snjó á miðju vori.

Allir edrú í boðinu.

Jenný minniskubbur hefur talað.

Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það hefði ekkert þýtt að segja, þú hefðir ekki hlustað fyrr en þú varst tilbúin í það.

Dúa er yndisleg

Knús á þig

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Mikið áttu nú skilið að uppgötva svona jákvæða hluti við vímuna eftir á, þ.e. að geta horft á allar myndirnar og lesið bækurnar aftur. Aldrei er góð bók of oft lesin...

Ég fór nú eiginlega hjá mér við að lesa þetta. Ég get nefnilega horft á bíómyndir aftur og aftur, án þess að muna nokkurn skapaðan hlut. Kata er alveg bit á þessu: "Við sáum þessa mynd í fyrra!! Manstu ekkert?".

Mig rámar kannski í eitthvað, en allt plott er löngu horfið. Og ástæðan er ekki víma við áhorf, ég sver! Svo minniskubburinn minn er greinilega í enn lakari ástandi en þinn, það lekur hreinlega allt af honum.

Til hamingju með edrú- og bloggafmæli, hvenær sem þessir dagar renna upp.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.4.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

kær kveðja  Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

æi þetta er svona færsla sem kallar fram bæði hláturs- og grát-tár. Er sem sagt ekki endilega málið að skella því framan í alkann að hann sé alki? Bíða rólegur eins og Dúa gerði. Sem er auðvitað bara krúttlegt. En kannski erfiðara ef maður býr með manneskjunni.

Þú heppin manneskja að geta lesið allar þessar bækur aftur, sem nýjar  

Jóna Á. Gísladóttir, 9.4.2008 kl. 12:07

5 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 9.4.2008 kl. 12:11

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Já thad er jákvætt ad geta lesid allt aftur...en segi eins og einhver..ég get horft á sumar myndir oft og man ekkert eftir ad hafa séd thær ádur...svo thad eru fleiri med lélega minniskubba...

                             

María Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mér finnst þú bara rík að muna alltaf eftir afmælinu þínu. Mikið hef ég verið heppin þegar sá dagur rann upp að ég kom alkóhóli ekki inn fyrir mínar varir og átti mjög bágt með vökvann fyrir dagrenninguna. Ætla nú að grafast fyrir um þetta tímabil svo ég geti boðið í afmæli, eða hvaðkastað mér á vegg knús, gangi vel

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:47

8 Smámynd: Tiger

Sterk og mikil færsla hérna hjá þér Jenný, sýnir hvað þú ert sjálfri þér sönn og heiðarleg með þitt í dag - sem er til mikilla fyrirmyndar! Ef þú ert að tala um Jónínu Dúu - þá skil ég vel að þú sért hrifin af henni, hún virðist sannarlega vera dásamleg manneskja og líkar mér mjög vel við hana sem bloggvin.

Knús á þig edrú kona, guð og gæfan fylgi þér um allt ljúfan.

Tiger, 9.4.2008 kl. 13:33

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Love u Dúa

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2986904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.