Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Dyggð undir dökkum hárum?
Ég las á Eyjunni að ríkustu menn heimst giftust yfirleitt dökkhærðum konum. Merkilegur fjandi, eða ekki, þar sem aðeins 1,8% af fólki í heiminum er alvöru ljóshært. Restin er með Clarol eða eitthvað annað litunarefni í hausnum.
En af hverju ætli þetta sé? Þar sem ég reikna með að konur eigi þátt í að byggja upp samband og koma sér í það líka (já ég veit, róttæk kenning) getur verið að dökkhærðar konur viti betur hvað þær vilja? Að þær miði út mennina með seðlana?
Auðvitað ekki. Flestar konur eru dökkhærðar inni við beinið, þó við sem svoleiðis er ástatt um, séum úthrópaðar í öllum ævintýrum og frásögum gegnum aldirnar.
Engin dyggð undir dökkum hárum í sögunum, nema í ævintýrinu um Mjallhvíti, auðvitað, en hún bætti úr því með því að vera albínói, með gegnsæa húð, hvíta sem mjöll. Svo var hún rjóð í kinnum, en þar held ég að hún hafi bara sólbrunnið þessi elska, því albínóar þola illa sól.
Svo vil ég koma því að, að Mjallhvít er með glataðan stílista. Kjóllinn hefur aldrei gert sig í mínum bókum.
Af mínum 6 systrum er ein 100% blondína, hinar nærri því. Ein er rauðhærð og ég er eins og skrattinn úr sauðarleggnum í hópnum.
Ætli ég sé rétt mæðruð?
Segi sonna.
Úti er ævintýri,.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 2986904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
hahaha nú hefurðu gleymt að taka lyfin þín eskan. Ég get samt tekið undir þessa kenningu hjá þér; sjáðu bara mig með músalitaða hárið, snarlitað alveg.. hef aldrei vitað hvað ég vill. Ætli það gagnist mér eitthvað að lita mig dökkhærða? Er það kannski ómark?
Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2008 kl. 22:47
Jóna mín, þetta er vandamál. Þú ert hvorki né. OMG. En Bretinn á enga sjóði þannig að það skiptir ekki máli.
Damn, gleymdi lyfjunum, takk fyrir að minna mig á
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 22:50
Ég er mjög dökkhærð.
Ég veit vel hvað ég vill.
Ég vill mann með mikið af peningum.
En ég hef aldrei orðið ástfangin af slíkum manni.
Vill þrátt fyrir allt frekar vera ástfangin en rík.
Eins og er ömurlegt að vera "ekki" rík
Frábær færsla hjá þér eins og venjulega.
Glataður kjóll og fröken Mjallhvít... og glatað nafn. Hverjum dettur í hug að skíra barnið sitt svona nafni
Hulla Dan, 8.4.2008 kl. 23:07
Ég var og er dökkhærð en hef gert heiðarlegar tilraunir árum saman til að vera ljóska og fer í strípur reglulega. Það hefur kannski orðið til þess að ég hef aldrei eignast fjáðan mann og geri varla úr þessu. Auk þess sem ég hef aldrei fundið nákvæmlega rétta hillu í lífinu - þarf alltaf að vera að breyta til.
Ætli háraliturinn og strípurnar hafi eitthvað með þetta að gera?
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:15
Það kom til mín vinur um daginn horfði á mig alvarlega og sagði:
- Mikið er ég fegin að þú skulir hafa valið að halda ljósa hárinu.
- Ljósa hárinu, sagði ég hissa, því ég hafði ekki klínt neinu í mig lengi, ég ræð ekkert við gráu hárin svo þetta er bara svona ljósgrátt og setti á mig húfu svo hann hætti að tala um þennan vikvæma part kvenlíkamans...Það var enginn bissniss í gangi, hélt kannski að hann langaði að versla málverk sem hann dáðist af um daginn. Glætan en ég var oftast ljóshærð, það er alveg satt
Eva Benjamínsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:51
Hún er nú líka íslensk þessi Mjallhvít...eftir því sem sagan segir. En ég hef alla tíð verið ljóska, og á sennilega ekki eftir að vera brunett héðan af, nú liggur mín leið í greyett hehehehe..
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:03
Ég er sko dökkhærð. Í hverju er þetta ríkidæmi annars mælt. Þetta passar t.d. í mínu tilfelli ef það er mælt í tónaflóði
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 00:03
alltaf góð
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 00:06
Rétt hjá Ásthildi. Teiknarinn hjá Disney sem teiknaði Mjallhvíti var Vestur-íslendingurinn Charlie Thorson og konan sem hann hafði sem fyrirmynd var íslensk kærasta hans, Kristín Sölvadóttir. Ég hef séð mynd af Kristínu og það er engin spurning. Hún var þó ekki í svona kjól á myndinni og líklega er hann hugarsmíð Charlies. Þú verður að taka þetta upp við ættingjana.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 00:54
Hahahahaha, ég er, nei ég var dökkhærð, er núna ljóshærð, og gráhærð, með dökku ívafi. Ætli sé átt við dökkhærða karlmenn líka? Ætli bara dökkhærðir karlmenn verði ríkir? - Ansans að hafa ekki pælt í þessu fyrr, þá hefði ég ekki verið að hanga þetta með þessum ljóshærðu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 01:05
Sem karlmaður þá votta ég það að við horfum alltaf á fyrst á hárið, svo á skóna, svo á brjóstamálið, síðast andlitið.
Er þetta nægjanlegt af klassískum staðalímyndum ósönnum í bili fyir virkandi femýnizdabeljur bloggsins ?
Halló, & í leiðinni, hver vill einhverjann dvergafíkil með áunnna íbítandi eplaöfund ?
Samúð mín er með speglinum..
Steingrímur Helgason, 9.4.2008 kl. 01:06
Dökkhærð og bý við ást-ríki auk þess sem við höfum svo sem hreiðrað vel um okkur í tilverunni, en ríkidæmi? hmmm hvorugt okkar hefur veitt neina auðkýfinga, hvorki ég á dökka hárið né eiginmaðurinn á rauða hárið sem tengdó sagði (réttilega) að yrði með tímanum músarbrúnt, sem er líklegast líka dökkt. Þannig að það er greinilega fleira til af dökkhærðu fólki en auðkýfingum og svo er þetta veraldarlán víst eitthvað fallvalt líka.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.4.2008 kl. 01:22
Farin í litun.
Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 02:02
Alltaf jafn hrikalega orðheppinn góða færsla eins og alltaf.
Helga skjol, 9.4.2008 kl. 06:44
Hallgerður: "Talandi um púffermar sem tröllríða tískunni nú um stundir, og að sjá harðrosknar kerlingar í púffermum fær mig til að hágráta": Nú henti ég mér í vegg, til að stöðva hláturinn. OMG
Steingrímur:"Halló, & í leiðinni, hver vill einhverjann dvergafíkil með áunnna íbítandi eplaöfund"; Þessi toppar allt á þessu ári, arg.
Þið öll: Allir í litun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 08:41
Anna: Ég er líka ágætlega efnuð í mínu hjónó, hvað varðar tónaflóð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 08:41
Og ég sem er með hárið litað ljóst...... þarf að breyta því, er reyndar búin að vera á leiðinni til þess. Læt skella mínum fagra brúna lit í það við tækifæri.
Eigðu góðan dag.
Linda litla, 9.4.2008 kl. 09:27
sko... Karlmenn treysta ekki ljóshærðum konum því feik ljóskurnar gefa okkur slæmt orð. Þess vegna er ég ljóska í felum múhahahaha!
Annars snýst þetta auðvitað allt um mýtur og annars konar rugl. Er þér hjartanlega sammála að kjóllinn hennar mjallhvítar er alveg way off. Hann hefur alltaf farið gríðarlega í taugarnar á mér.
...og ljóskur skemmta sér sko ekkert betur! Ég get alveg sveiað mér upp á það! Jæja, henda lit í hausinn á sér og blikka næsta milljónamæring. Kossar og kremjur til þín!
Laufey Ólafsdóttir, 9.4.2008 kl. 09:45
Dætur mínar eru æðsta átorítet í prinsessuklæðnaði. Þær hafa aldrei litið við þessum ömurlega púffermakjól og munu ekki gera úr þessu.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.4.2008 kl. 10:26
Laufey: Góð.
Ragnhildur: Ef einhver er marktækur á prinsessuklæðnað þá munu það vera dætur þínar og Jenný Una Eriksdóttir. Mjallhvít var plebbi, við verðum að feisa það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 10:43
Hey, common .. ég elska Mjallhvíti og mótmæli harðlega að hún sé kölluð "plebbi"! Annars er ætíð svo gaman af því að fylgjast með litlum prinsessum sem sannarlega fíla allt sem kallast prinsessudót og fatnaður. Enda er endalaust hægt að láta eftir þeim í þessum efnum því nóg er úrvalið sko... knús á þig Jenný.
Tiger, 9.4.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.