Leita í fréttum mbl.is

Sögupersónan í mínum uppáhalds raunveruleikaþætti

 

Ég sit hérna núna vegna þess að ég nenni ekki að hreyfa mig.

Já, það er slæmt á mér ástandið.

Ég þarf að þvo þvott, þvo upp eina tvo diska og jafnmörg glös og ég þarf að skúra gólf.

Ég hef alltaf verið svo dugleg í vinnu, algjör vinnualki í gegnum tíðina (en vinnan hefur farið fram á stólum, að mestu leyti), en nú bregður svo við að ég er latari en dauður hlutur.

Mínar liljuhvítu hendur vilja ekki dýfa sér í skolpvatn, þrátt fyrir að vera með verjur.  Gular.

Minn eðli skrokkur vill ekki hreyfa sig nema til að dansa og fara á hnén við daglegar bænir sinnum þrír á dag.  Jú annars, hann vill vaða um stræti Londonborgar, ásamt vísakorti.  En það er ekki í boði.

Húsbandið bað mig að koma því á framfæri að svefnherbergisstríðið væri stórlega ýkt.  Sko, hans þáttur í því.  Já sæll.  Hann er enn við sama heygarðshornið.  Alltaf saklaus.

Honum finnst skrýtið að vera sögupersóna á blogginu og ég held að hann sé hræddur um að ég fari út í nánari lýsingar á herbergisaktíviteti á heimilinu.

Ég sagði honum að róa sig bara.  Hann væri ekki sögupersóna, heldur væri hann þátttakandi í raunveruleikaþætti Jennýjar Önnu í netheimum, sem er bara rétt að fara af stað.W00t

Later, farin að skúra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Hahaha ... æðisleg færsla hjá þér. Raunveruleikaþáttur Jennýar - alveg tær snilld náttúrulega. Gott hjá þér að hafa þarna ákveðið hreðjatak á húsbandi - bara hóta því að skella öllu í blogg sem miður fer - ef eitthvað fer miður það er að segja - ef hann heldur sig ekki á réttu mottunni, rottunni eða þannig séð...

Kannski þú getir notað eina slíka hótun, t.d. til að fá aðgang að feitu vísa og heitri verzlunarferð til London í kaupbæti og læti með meiru. Það er svo auðvelt að hleypa "frestunaráráttunni" fram þegar lítið er að t.d. vaska upp eða létt verk eru í augnsýn. Veistu, það er bara dásamlegt að leyfa sér að vera latur og hreyfingalaus, fyrir utan lyklaborðsputtana! Njóttu bara þessa yndislega dags Jenný mín og njóttu þess að hafa ákveðið vopn þér til handa í bloggformi til að halda föstu taki á you know what.. knús í daginn þinn ljúfust!

Tiger, 8.4.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Linda litla

Þúþarna orkuboltinn þinn, komdu yfir til mín þegar þú ert búin að skúra hjá þér.

Linda litla, 8.4.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Grey karlinn .

Gunnar Gunnarsson, 8.4.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Helga skjol

Hehehehe góð

Helga skjol, 8.4.2008 kl. 16:03

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Við fylgjumst auðvitað spennt með þessu ,,Gæding látum" þínum!

Gleðilegar skúringar!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.4.2008 kl. 17:23

6 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Raunveruleikaþáttur bloggheima újá

Svala Erlendsdóttir, 8.4.2008 kl. 17:38

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hreindýrið mitt kemur á morgun svo ég er sóði í dag.   Mopping 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 17:48

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Loksins er eitthvað að gerast hérna ma'r

Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2008 kl. 18:08

9 Smámynd: Ragnheiður

Ég var auðvitað súperkurteis við hann í gær og minntist ekki einu orði á svefnherbergisafbrot hans þegar ég hitti hann. Maður kann sig nú.

Mínir kallar hafa ótrúlega gaman af þegar ég hjóla í þá opinberlega á blogginu. Þá fyrst lesa þeir báðir með miklum áhuga hehe

Sjálfhverfir þessir kallar...

Var það nokkuð athugað annars í aparannsókninni?

Ragnheiður , 8.4.2008 kl. 18:10

10 identicon

Man vel eftir rósastríðinu.Áttu stóra kristalsljósakrónu?Yndisleg færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:15

11 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Hva eru ennþá að skúra Jenný?

Vona að þú hafir ekki slasað þig við heimilisstörfin, fest fótinn í skúringafötunni eða runnið á nýskúruðu gólfinu. Ætla bara rétt að vona að þú hafir ekki gleymt að krossa við slysatryggingu vegna heimilisstarfa á skattskýrslunni

Björg K. Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 19:02

12 identicon

OMG, koma meiri skrif úr svefnherberginu? Ertu nokt atta breytast í Ellý, kellíng?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:45

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jæja já, bara svo þú vitir það það á er ég búin að planta 50  hríslum hér á bæjarsvæðinu í dag og það er enginn, segi og skrifa enginn sem tekur eftir því.  Mínar hvítu hendur eru rauðbólgnar og allar neglur horfnar fyrir ofan sól og mána. Ég sé varla út úr augum enda með ógeðslega léleg gleraugu á nefinu. 

 Dísús, vona að dagurinn á morgun verði aðeins betri og þú í hreinsunarstuði og ég , O M G þarf að taka á móti gestum!!!! Siðan í lokin áður en ég dett út af, vona ég að Einar, þinn elskulegi verði búinn að gleyma þessari færslu um hitastigið í svefnherberginu áður en sól rís úr sæ. 

NB minn elskulegi gefur mér stundum svona óþarfa koment.   

Ía Jóhannsdóttir, 8.4.2008 kl. 21:14

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Konudýr mitt er líka svona 'Einar' inn við beinið.

Óþolandi svona fólk sem að getur ekki sofið með grýlukerti lafandi í nebbanum, eiginlega ekki alvöru íslendíngar.

Steingrímur Helgason, 8.4.2008 kl. 22:23

15 Smámynd: Fríða Eyland

Áfram Jenný, með raunveruleikabloggið (eymingja karlinn)  ...Góðar stundir og takk fyrir frábær skrif

Fríða Eyland, 8.4.2008 kl. 22:35

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er sem ég segi, eftir fimmtugt eiga hjón að hópa sig saman í sömu götu og eða bara kaupa blokk og svo geta karlar sofið saman sem vilja hafa kveikt á ofnum eða öfugt og það sama með konur!

Hahaha sérðu þetta ekki alveg fyrir þér?

Æi annars eigum við ekki bara að vera á einhverri stofnun eða einkahjúkrunarheimili?

Edda Agnarsdóttir, 8.4.2008 kl. 22:41

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar segir að herbergið sé  eins og líkhús.  Ég segi að það séu fyrirbyggjandi aðgerðir.  Ég meina maður verður að venja sig við það sem bíður.  Bæði eldinn og kuldann.  Muhahahaha

Takk öll fyrir innleggin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 22:45

18 identicon

Eru ekki alltaf svona eins og einn gestaleikari (lesist t.d. Anna) í hverjum episode???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 00:01

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Honum finnst skrýtið að vera sögupersóna á blogginu og ég held að hann sé hræddur um að ég fari út í nánari lýsingar á herbergisaktíviteti á heimilinu.

Ég sagði honum að róa sig bara.  Hann væri ekki sögupersóna, heldur væri hann þátttakandi í raunveruleikaþætti Jennýjar Önnu í netheimum, sem er bara rétt að fara af stað.W00t

Hahahaha Minn upplifir þetta svona svipað, nema að hann fær allskonar skemmtileg komment, og nú er hann farin að hafa gaman af þessu öllu saman.  Svona er lífið Jenný, við erum sennilega öll hér bloggvinir í raunveruleikaþætti MBL eller hur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:06

20 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég hélt þú ætlaðir að fara að skrifa um Dr Spock þegar ég sá myndina... :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.4.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30