Leita í fréttum mbl.is

Forgangsröðun.

 congo_kids_congolese_children_children_of_congo

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég þarf að forgangsraða í lífinu.

Þá meina ég hugsunum mínum og upplifunum.  Setja þær í rétta röð.

Stundum finnst mér ég eiga ógeðslega bágt.  Það er auðvitað ekki í lagi.  Ég hef það fínt og þá er ég ekki að miða við neitt nema sjálfa mig.  Ef mér líður vel, er allsgáð, á mat að borða, þak yfir höfuðið börnin, barnabörnin og húsband eru hraust, þá hef ég allt sem ég þrái fyrir mína eigin hönd.

Peningar eru nauðsynlegir og ekki verra að eiga þá, þ.e. afgang til góðra verka, en þeir eru ekki upphaf og endir alls.

Þegar ég fer í sjálfsvorkunn þá er ég með flott ráð við því.  Það kemur mér niður á jörðina og ég mæli með því.

Ég fer inn á netið og skoða hvernig almenningur hefur það í fátækum löndum heimsins, sem vestræn lönd hafa mergsogið reyndar.  Ég minni mig á öll götubörnin í heiminum sem eru seld undir þvílíka mannvonsku að það er varla hægt að horfast í augu við það.

Áður en ég er öll myndi ég gjarnan vilja gera eitthvað.  Eitthvað meira en að borga með einu barni í Úganda.  Heimurinn hefur skroppið saman og það er ekki lengur hægt að bera við fáfræði á högum annarra. Er þá ekki eðlilegt að við förum og tökum ábyrgð hvert á öðru?  Ekki bara við sem einstaklingar, heldur þjóðin öll.  Allar þjóðir.

Það varnar mér svefns, svei mér þá, hið fullkomna afskiptaleysi ríkra þjóða á mannlegum hörmungum í kringum okkur.

Og í ljósi þess að stundum hefur mér fundist lífið helvíti erfitt, þá hefur það í raun aldrei komist í tæri við hugtakið, ef maður setur það í víðara samhengi.

Ég hef það svo helvíti gott, þrátt fyrir misvitra stjórnmálamenn á egóflippi og sjálfsdýrkunarfylleríi. 

En það er bara ekki nóg.  Við eigum að taka ábyrgð hvort á öðru.

Og ég meina það.

Þá er að finna út úr því hvað ég get gert.

Hugs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég er hætt að styrkja utanlands...ég hinsvegar einbeiti mér að þeim sem minna mega sín innanlands. Ég á samt lítinn gutta í Uganda og hann er sætastur

Ragnheiður , 8.4.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Tiger

Ég hef aldrei styrkt neinn utanlands, fyrir utan það að kaupa sjálfur mat og gefa fátækum betlandi börnum að borða frekar en að láta þau fá pening því það er alltaf einhver á bakvið slíkt sem tekur allan pening..

Minn kærleikur liggur innanlands eins og hjá Ragnheiði og gef ég þar eins mikið af mér og ég sannarlega get. Sjálfboðavinna hjá góðu líknarfélagi og legg mitt af mörkum til langveikra aldraðara.

Svo mikið til í því sem þú segir að þegar maður vinnur eða sér þá sem há mikla baráttu uppá líf og dauða - þá verður maður lítill og skilur betur hve ótrúlega gott maður hefur það sjálfur. Það er alls ekki sjálfgefið að geta labbað, notað hendurnar og matað sig sjálfur eða bara yfir höfuð verið þátttakandi í hinu daglega lífi. Eigðu góðan dag Jenný mín.. og knús á þig.

Tiger, 8.4.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband