Leita í fréttum mbl.is

Stick´em up

 

Þegar stelpurnar mínar voru litlar, þá fengu þær jafnt bíla og dúkkur.  Það var bara svoleiðis.

Þær fengu hins vegar aldrei morðtól til að leika sér að, þó ekki væri og ég sá ekki að "stelpudótið" hugnaðist þeim frekar en bílarnir og bílabrautirnar.  Verkfærakassann notuðu þær óspart, foreldrum sínum til mikillar hrellingar.

Og svo komu jól.  Við bjuggum í Svíþjóð.  Pakkaflóðið með póstunum var ótrúlegt.  Það sem sló í gegn það árið voru barnahljóðfæri frá Guslu systur minni, sem alltaf hefur haft sjúklegan húmor, svo ekki sé meira sagt.  Kvikindið á henni. (Love you honey).  Þar sem ég kunni ekki við að "ritskoða" jólagjafirnar, þá tók við tími hinna viðurstyggilegu hljóða.  Sara fékk lúður sem gaf frá sér ískrandi tóna, sem smugu í gegnum merg og bein.  Maysan fékk ámóta hljóðmengara og þær systur fundu á sér vanlíðan foreldrana og æstust í spileríinu sem aldrei fyrr.  Ég óskaði mér þess, nærri því, að hún hefði sent þeim hríðskotabyssu og skriðdreka.

Ég trúi því seintað börn séu með eðlislægan smekk á leikföngum og að sá smekkur inniberi löngun drengja til að leika sér að byssum og öðrum "dæmigerðum" strákaleikföngum.

Það er fullorðna fólkið sem gefur, með hegðun sinni og uppeldisaðferðum, tóninn í hlutverkamynduninni.  Á heimilinu og úti í þjóðfélaginu.

Dæmi; barn í vöggu. 

Strákur: Gússígússí litli maður, voða ertu stór, svo stór og sterkur.

Stelpa: Er hún ekki fallegust af öllum litla sæta stelpan, gússígússí.

Ég skal trúa þessu þegar rannsóknin er framin á alvörubörnum.

Þetta með apana er ekki marktækt.

Við erum fjandinn hafi það ekki apar.  Ekki enn að minnsta kosti.

Og farið svo að sofa í hausinn á ykkur.


mbl.is Vísbendingar um eðlislægan áhuga stráka á „strákaleikföngum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú verð ég bara að deila af eigin reynslu.  Elsta barn mitt er stelpa. Hún eignaðist allskyns dót en var heilluð af dúkkum og stelpulegu dóti.  Svo fæddis bróðir hennar og hann fékk engin leikföng nema dót systur sinnar, hann var fljótur að sýna að hann vildi bíla og tæki, það fór ekkert á milli mála hvað hann vildi.  Svo kom barn númer þrjú sem var strákur líka og ég blandaði ofaní hann en strákadót varð á toppnum no matter what.  Svo ég segi enn og aftur þetta er genatískt.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, ég verð bara að taka undir með henni Ásdísi.   Þetta hlýtur, að vera genatískt.  Ég á rúmlega tveggja ára ömmustrák. Og það var ótrúleg sjón að sjá hann, tíu mánaða keyra skóna sína og sokkana, fram og til baka, og ef að formúlan var í sjónvarpinu þá var hann alveg heillaður.  Pabbi hans trúði ekki að þetta gæti verið genatískt svo hann fór með hann 11. mánaða á bílasýningu og þvílík hamingja sem birtist í andliti drengsins, þegar hann sá alla bílana, en toppurinn var, þegar hann var settur á bak mótorhjóli, hann lagðist niður og kyssti það og faðmaði, og lagði svo vangann á það.   Þessu hefði enginn trúað sem ekki sáu.

  Og pabbinn og föðurættin vissu ekki hvaðan drengurinn hafði þetta.  Ég veit það ekki heldur.  En báðir bræður mínir eru með bíladellu, elska bíla, gera við bíla,  og jafnvel smíða bíla.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.4.2008 kl. 01:02

3 identicon

Sæl,

Þú sagðist trúa þessu þegar rannsóknin er "framin" á alvöru börnum. En svona rannsóknir hafa verið gerðar áður, bæði á öpum og börnum, allt niður í eins dags gömul, eins og lesa má um í maí-tölublaði Scientific American árið 2005.

Það mun seint fást óumdeild niðurstaða í deilunni um "nature vs. nurture" en sannleikurinn liggur alveg örugglega ekki á öðrum hvorum pólnum, heldur einhverstaðar á milli þeirra.

Gunnar Jakob Briem (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 01:28

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Híhí! Þegar bróðir minn var lítill reyndum við, friðsamir heimilismenn að banna vopnanotkun á heimilinu. Þetta leiddi til þess að drengurinn notaði allt oddhvasst sem hníf og gerði sér skotvopn úr ótrúlegustu hlutum eins og t.d. sviðakjömmum. Tuskudýr voru vandlega bundin og strengd upp á löppunum og hann límdist við sjónvarpsskerminn ef hann sá glitta í blóð og ofbeldi. Á endanum var gefist upp og ýmsar eftirlíkingar af morðvopnum leyfðar.

Þetta er í dag hinn ljúfasti drengur

...og ég á myndir af honum í bleiku ballettdressi... pilsi og öllu!

Laufey Ólafsdóttir, 8.4.2008 kl. 01:55

5 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Sammála! 

Dætur mínar hafa alist upp við það líka að leika sér jafnt með bíla og verkfæri, einsog dúkkur og annað "stelpudót".  Ég fæ oft að heyra það hvers vegna ég hef ekki meira "prinsessudótarí" í kringum þær!  Ástæðan er einföld ég lít á leikföng sem þroskaverkfæri en ekki bara dót.  Ef við viljum ala börnin okkar upp í bardagahugleiðingum þá gefum við þeim byssur og önnur morðvopn, að öðrum kosti hugum við að því hvað þau leika sér að. 

Heili lítilla barna er einsog svampur.  Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.  Framkoma okkar í garð barnsins frá fyrstu tíð skiptir öllu máli fyrir persónuleika þess síðar.

Dætur mínar eru ekki mikið fyrir barbí.  Þær eru mest fyrir það sem er skapandi t.d. ímyndunarleikir t.d. mömmó, lita og mála, leira, lesa, púsla, spila og slíkt.  Þetta snýst nefnilega allt um hvatningu frá foreldrum og hvað við leggjum mesta áherslu á. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 8.4.2008 kl. 02:01

6 Smámynd: Tiger

 Ég fékk oftast bíla, báta og flugvélar í jóla - sem og afmælisgjafir í den. En stundum fékk maður bangsa eða eitthvað mjúkdýr og það var gaman - en byssur fengum við aldrei svo ég muni allavega. Ég er algerlega sammála þér með að ég trúi ekki fet á svona Aparannsóknir. Skal líka trúa ýmsu þegar það er rannsakað á manneskjum... knús í nóttina til þín Jenný mín og eigðu yndislegan dag á morgun. 

Tiger, 8.4.2008 kl. 03:43

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér Jenný. Ég hef margoft rekið mig á að foreldrar haldi ákveðnum leikföngum að börnum sínum. Á 2 dætur. Önnur var dúkkustelpa meðan hin vildi ekki sjá þær.Samt var endalaust verið að gefa henni dúkkur því hún átti að hafa gaman að þeim. Reyndar hafði ég áhyggjur af því á tímabili að hún hafð bara áhuga á að telja peninga...ég elskaði að liggja í drullunni í bílaleik.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.4.2008 kl. 06:39

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Segi eins og Laufey, vid reyndum ad "banna" vopnaleikføng á heimilinu..en einhvern veginn tókst syni mínum alltaf ad "búa" til byssur og hvadeina úr legókubbum og øllu tilheyrandi,thad var ótrúlegt bara hugmyndaflugid 

María Guðmundsdóttir, 8.4.2008 kl. 07:36

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég held að það sem Gunnar segi sé ansi lúnkið. þetta liggur einhvers  staðar þarna mitt á milli. Ian t.d. hefur sýnt dúkkum áhuga í gegnum tíðina, en hann finnur sér líka ýmislegt til að nota sem byssu (eigin fingur ef ekki vill betur til) og hann hefur aldrei á ævinni fengið leikfangabyssu. Þetta er eitthvað sem hann pikkaði upp úr Kalla Blómkvist eða eitthvað slíkt og það hefur greinilega heillað hann. Annars bara: knús inn í daginn göngugarpur.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2008 kl. 08:24

10 identicon

Daginn er á hraðferð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 08:56

11 identicon

Ég býst við þá að ég sé eitthvað öfug því að ég henti dúkkum útí horn og ekki mátti minnast á barbie..OJBARA

byssur bílar lego plamo réðu ríkjum hjá mé þannig ég er ekki sátt við að þetta sé genetískt :P

Tjásan (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 09:03

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það eru greinilega skiptar skoðanir um þetta mál.

Ég hef þá staðföstu trú að við mótum hegðun barnanna okkar með viðhorfum sem við höfum komið okkur upp, oft án þess að við tökum eftir því.

Jenný Una er t.d. núna á prinsessuskeiðinu og vill bara dúkkur, dúkkuvagna, prinsessukjóla og allt í bleiku.  Ég tek til baka að þetta geti ekki verið eðlislægt.  Ég á ekkert að fullyrða eitthvað sem ég veit ekki um, þangað til að annað hefur komið í ljós.

Takk fyrir umræðuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 09:08

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hef svo sem enga skoðun á því hvort eðlið eða innrætingin ráði vali barna á leikföngum. Ég vildi hins vegar taka undir með þér með gjafirnar sem ættingjar gefa og vekja með manni hugsanir um hvaða hvatir liggi þar að baki. Mamma gaf syni mínum einu sinni verkfærasett og sagði um leið og hún fékk honum pakkann: Réttu litlu barni hamar og allur heimurinn verður einn stór nagli. Sá sem á svona móður ...

Steingerður Steinarsdóttir, 8.4.2008 kl. 09:20

14 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Hún situr alltaf í mér, rannsóknin sem gerð var á framkomu fólks við kornabörn. Þau voru klædd í bleika og bláa galla, óháð kyni. Fullorðið fólk hnoðaðist með börnin í bláu göllunum, lét þau reyna á sig, kútveltast og hamast, en börnunum í bleiku göllunum voru rétt mjúk tuskuleikföng, stungið í þau snuði og reynt að fá þau til að liggja, sæt og góð og stillt. Af því að fólk gekk út frá því að þau væru öll stelpur.

Ef barn í bleikum galla grét lýsti fólk vanþóknum sinni á þeirri hegðan, "hún" væri eitthvað svo óvær og ómöguleg. Ef barn í bláum galla grét var það af því að "hann" var ósáttur og það þurfti að leysa.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.4.2008 kl. 09:55

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sonur minn heimtaði Barbiedúkku

Helga Magnúsdóttir, 8.4.2008 kl. 11:03

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sonur minn heimtaði Barbiedúkku þegar hann var á leikskóla og fékk hana vitanlega. Ég var dálítið hikandi að leyfa honum að fara með hana á leikskólann af ótta við að honum yrði strítt. En viti menn, fóru ekki aðrir strákar að "koma út úr skápnum" með sínar dúkkur.

Svo var það mjög fyndið að hann átti vitanlega He-Man dúkkur en afvopnaði þær alltaf þegar Barbie var með í leiknum. Honum fannst byssur og sveðjur greinilega ekki hæfa dömunni.

Helga Magnúsdóttir, 8.4.2008 kl. 11:06

17 identicon

Ég held að það sé allavega hvað börn vilja leika sér með. Ég þekki stelpur sem vilja bara barbí og vilja hafa allt bleikt á meðan aðrar vilja bara leika sér með bíla.

Svo er líka málið að börn eru eins og svampar og það sem þau nema þarf ekki að vera eitthvað sem er sagt heldur líka það sem ekki er sagt. Börn hafa t.d tilhneigingu til að kenna sjálfum sér um ef foreldrarnir skilja. Af hverju er það? Ég veit ekki um neitt foreldri sem hefur sagt við börnin sín að þau séu að skilja út að þeim. En samt kenna börnin sér um þetta.

Það sem mér finnst þetta sýna er hvað þau nema mikið úr umhverfinu og það sem þau nema er auðvitað staðalímyndir kynjanna. Strákar eru mjög ungir þegar þeir fara að nema að sumir litir eru "stelpulitir", að sum leikföng séu "stelpuleikföng". Þeir fá þessar hugmyndir frá öðrum strákum, úr kvikmyndum, úr tölvuleikjum, af netinu, úr leikfangabæklingum etc.

Svo vilja þeir ekki leika sér með bleiku dúkkuna af því að hún er svo "stelpuleg".

Ég held nefnilega að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað börnin okkar fá hugmyndir um lífið úr mörgum áttum og hvað viðhorf okkar og hugmyndir lita hugmyndir þeirra.

Guðrún (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 16:05

18 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Sorrí, las ekki þetta spjall, langaði bara að segja eitt eftir að hafa lesið greinina.  Hvernig lítur það út ef ég segi:

Stelpa: Voðalega ertu stór og sterk

Strákur:  Voðalega ertu lítill og sætur

Í báðum tilfellum ef ég talaði við fullorðna manneskju þá fengi ég einn á kjaftinn 

Garðar Valur Hallfreðsson, 9.4.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband