Leita í fréttum mbl.is

Gengið á ofbeldi

 

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu á veitingastað á Akureyri í september s.l.

Gengið á eftir eftirfarandi er sem sagt 30 daga skilorðsbundið og 145 þúsund í bætur:

"fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 22. september 2007, á veitingastaðnum Vélsmiðjunni, Strandgötu 49, Akureyri, veist að [X], þegar hún var á leið út af salerni staðarins og ýtt henni til baka þangað inn, þannig að til átaka kom er hann varnaði henni útgöngu jafnframt því sem hann reyndi að loka hurð salernisins að þeim, með þeim afleiðingum að hún hlaut roða og eymsli vinstra megin á höku, um 2 cm roðablett vinstra megin á hálsi, stórt óreglulegt roðasvæði yfir allri vinstri öxl, roða á bringu rétt neðan við viðbein beggja vegna, eymsli yfir viðbeini vinstra megin og yfir 2 rifjum þar fyrir neðan, einnig væg eymsli yfir 1 rifbeini, auk andlegrar vanlíðunar vegna þessa."

Þetta kalla ég ekki minniháttar ofbeldi gott fólk.  Og mér er spurn, hvað hefði maðurinn fengið fyrir að berja á bíl nágrannans?  Er að velta því fyrir mér samræminu á milli árása á fólk annars vegar og á dauða hluti (eignaspjöll) hins vegar.

Þarna hélt Þorsteinn á hamrinum.

Þetta heitir minniháttar árás í dómskerfinu.

Get a live.

Dóminn má sjá hér í heild sinni.


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er náttlega ógeð en verðum við ekki bara að vona að svona ofbeldismenn "læri af reynslunni" (ok nú máttu lemja mig)

halkatla, 7.4.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Er ekki ,,inni" núna  að stofna reikning fyrir þá sem brjóta af sér svo þeir geti greitt sektir ?  .. þeir draga örugglega mikinn lærdóm af því   ..  það er að vísu mun fljótlegra að safna 145 þúsundum en 2 millum !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.4.2008 kl. 15:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna Karen: Ég er enginn stuðningsmaður hatursfullra refsipólitíkur, en ég vil að það sé samræmi á milli dóma.  Það á ekki að vera meira mál að stunda eignarspjöll en að skaða fólk, bæði andlega og líkamlega.  Það er málið.

Jóhanna: Jú, við út með baukhelvítið.  Við höfum nóg að gera við að bjarga "smáfuglunum".

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Tiger

Þarna kemur enn einn dómurinn sem henda má í föðurhús Sjálfstæðismannadómara. Fjandinn hafi það að maður skuli þurfa að sætta sig við minna hæfa dómara um allar tryssur og fá svona dóma í andlitið. Trúðu mér, ef hæfari metinn einstaklingur - eins og var í boði - hefði verið ráðinn til að halda í þennan hamar - hefði útkoman hugsanlega orðið fagmannlegri.

Strækum á innanhúsembættisveitingar stjórnmálamanna, tími til að þeir fari að hlusta á þar til gerðar nefndir sem sannarlega meta hæfi hvers og eins - hlutlaust - og hætti að vaða yfir álit og mat þessara nefnda. Þessar nefndir eru að vinna að því að sannarlega hæfir og góðir einstaklingar séu metnir, og að sjá til þess að sannarlega sá hæfasti sé fenginn til verksins. Nú hafa of oft minna hæfir einstaklingar sem tengjast Sjálfstæðismönnum fengið að vaða um allt dómskerfið... við ættum sannarlega að stræka á þetta.

Tiger, 7.4.2008 kl. 16:38

5 Smámynd: Helga skjol

Bara eins og í verstu lygasögu flestir dómar þessa lands.

Helga skjol, 7.4.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: halkatla

Jenný, ég sagði þetta líka með ömurlegasta hæðnistón sem um getur, en er ekki aðdáandi refsipólitíkur heldur. Einsog þú segir, samræmið er ekkert og almennt siðgæði fyrirfinnst ekki í íslenskum réttarsölum.

halkatla, 7.4.2008 kl. 16:58

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er barasta fáránlegt. Nú var verið að setja mann á fimmtugsaldri í gæsluvarðhald fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn dætrum sínum, 8 og 13 ára. Verður fróðlegt að sjá hvað hann fær.

Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 17:00

8 Smámynd: halkatla

sko við almenningur getum ekkert gert nema pirrast, rausað og "vonað" að hinir allra verstu ofbeldismenn læri af reynslunni. Gaman? Neibb, þetta er bara sjúkt ástand. Ég held að engir "hæfir dómarar" fari að breyta neinu þar um. Það hefur nefninlega skapast hefð

halkatla, 7.4.2008 kl. 17:02

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta var ódýr árás.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 17:19

10 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:19

11 identicon

Þetta er það sem ég er alltaf að segja ef það er ráðist á konu þá er það mynniháttar........enn karl þá er það alltaf mjög alvarlegt....skrítið finnst ykkur ekki ha.....kv binalina

binalina (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:56

12 Smámynd: Linda litla

Ég hef alltaf sagt það, að það verður eitthvað að hræra í þessu dómskerfi hérna á Íslandi. Dómar eru svo lágir að fólk brýtur af sér aftur og aftur, og ekki nóg með, þá hafa fangar í dag það svo gott að það er eins og að þeir séu í leyfi þarna inni.

Mín skoðun.

Linda litla, 7.4.2008 kl. 19:12

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Konur hafa alltaf haft minni réttindi enn menn á Íslandi, enda þykir ekkert lengur sérstakt mál að konur séu lamdar..

..undarleg skilaboð til samfélags sem eykur á um skilaboð að það sé í lagi að berja konur og níðast á smábörnum og ofbeldið er trappað upp með hjálp af dómurum!

Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 20:44

14 identicon

Ekki hægt að dæma manninn í fangelsi því það er ekki hefð fyrir því að dæma menn í fangelsi fyrir ofbeldisbrot nema að fórnarlambið verði mállaust, slefandi hró í bleyju inn á stofnun það sem eftir er. Miðað við dóma í kynferðisbrotamálum þá eru dómar í ofbeldismálum brandari. Sennilega því það eru langoftast karlar sem verða fyrir ofbeldi en konur fyrir nauðgunum. Það virðist vera að líf karla sé minna metið en kvenna. 

Karl (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband