Sunnudagur, 6. apríl 2008
Sukkfaraldur og "gourme heaven"
Í gær lét ég ábyrga hegðun í mataræði lönd og leið. Ég ákvað að gleyma sykursýkinni, ekki meðvitað auðvitað, nei,nei, og hellti mér út í ólifnað af verstu sort.
Ég borðaði ristað brauð með osti og sultu. Sultan er algjört nónó fyrir mig. Mikið djöfulli var það gott.
Ég borðaði hlussuna sem ég nota sem myndskreytingu, og þessi græna sykurbomba hefur orðið mér að falli af og til.
Ég gúffaði í mig lambahrygg með soðnum kartöflum, rósakáli og sósu. Sósan er nónó, með rjóma og alles, en hún fór með mig til gourme heaven og ég sé ekki eftir því.
Svo toppaði ég mitt óábyrga líferni með súkkulaðiköku og rjóma.
End of story.
Af og til, afskaplega sjaldan reyndar, missi ég mig svona og það geri ég af því ég er mannleg. Venjulega er ég töluvert ábyrg í mínu mataræði, enda eins gott ef ég ætla að lifa áfram. Ég verð reyndar að viðurkenna að mér leið ekki vel líkamlega í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa. Svo var ekki laust við að ég væri með smá samviskubit gagnvar mínum eðalskrokki, sem er algjörlega seldur undir dynti mína.
Ég neita því algjörlega þó, að ég sé að koma á stað faraldri.
Samkvæmt þessu þá geisar offitufaraldur á Íslandi. Rosaleg dramatík er þetta. Auðvitað má fólk alveg taka í gegn hjá sér mataræði, en ég held að þetta hangi saman við vinnutíma og almenna þrælkun launafólks í landinu. Fólk hefur ekki tíma til að elda almennilegan mat og grípur þess vegna næsta skyndibita.
Ég er dramadrottning og ég veit það, og ég er alltaf með fitumóral. Samt er ég ekki feit. Ég hrópa reglulega, þegar ég geng fram hjá spegli; djö.. er ég ógeðslega feit, við litlar vinsældir fjölskyldu minnar. Ég er svo rækilega heilaþvegin af tískuheiminum. Mér finnst hins vegar þetta faraldurstal algjörlega út úr kú og í hæsta máta óviðeigandi.
Við getum þá að sama skapi talað um áfengisfaraldur, varðandi drykkjumynstur Íslendingsins.
Fruuuuussss
Í mínum bókum eru faraldrar þeir sjúkdómar og hungur sem hrjá fólk sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og á vart lífsvon. Eins og í Afríku t.d.
Við hér á landi, getum einfaldlega tekið ákvörðun um að borða hollan mat, því valið er okkar.
Offitufaraldur hvurn andskotann!
ARG
Offitufaraldur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Skil þig vel. Verð hins vegar að viðurkenna að ég er seld undir þá sök að leyfa mér alltaf of mikið í mataræði og bera það með mér. Það er allt í lagi að sleppa sér ef maður hefur einhverja stjórn þess á milli en því er ekki að heilsa á þessum bænum.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.4.2008 kl. 09:49
Nákvæmlega.
Ég veit alveg afhverju ég er svona eins og ég er. Áralöng misnotkun á skrokknum, vitlaust étið og óábyrg hegðun. Ég lenti hins vegar ekki í faraldri -það veit ég
Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 09:50
hehe já það er ekki spurning. Líkur sækir líkan heim og allt það. Sama pæling að baki hjá okkur. Viltu svo hætta að birta mynd af Lindubuffi. Það verður einhver breyting á heilanum á mér þegar ég sé þessa mynd. Er ekki í rónni fyrr en ég fæ eins og eitt stykki.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 10:00
Við virðumst öll vera að glíma við sömu hlutina. Ég þykist loksins vera búin að ná tökum á mataræði mínu, en ég átti það til að ,,detta í það" .. allsvakalega. Ég set eiginlega all sem við innbyrðum um munninn undir sama hatt = snuðhattinn. Reykur, vín, matur .. allt til að róa okkur og gera okkur ,,glaðari" ..í stutta stund þó. En í þessu öllu er bara stundarfriður. Ófriðurinn sem þessi neysla veldur okkur endist miklu lengur en þessi stundarfriður.
Auðvitað þurfum við að borða og það er fátt skemmtilegra en að sitja með góðum vinum eða fjölskyldu og borða saman í laaangan tíma við matarborðið. Þá er auðvitað að kunna að velja það sem er á borðinu. Ég býð ennþá upp á tertur í saumó en borða þær ekki, fæ mér í staðinn fyrir sætindi: vínber, ferskan ananas, aðra ávexti eða grænmeti o.s.frv... stundum popp í staðinn á meðan aðrir borða hitt.
Veit þetta hljómar BORING .. hehe.. en fyrir mér er þetta ,,nýtt líf" ..ég er svo ótrúlega glöð með sjálfa mig í þessum nýja lífsstíl, tel mér trú um að heilsan hafi batnað, og upplifi jafnframt ákveðinn sigur .. Það er ég sem ræð yfir sjáfri mér, ekki alkóhólið eða maturinn ..sem stjórnar mér. Úff.. þetta er að verða að sunnudagsmorgunsprédikun .... Ég þekki bara þetta allt of vel - þetta gúff!
Annars stórt KNÚS ... og innilegar þakkir fyrir hlý orð í minn garð, þér að þakka Jenný að ég sofnaði voðalega sátt við sjálfa mig í gærkvöldi. Ég er enn á því óörugga stigi sjálfsmyndar að ég stækka við jákvæða umsögn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.4.2008 kl. 10:23
Gott hjá þér Jenný mín að leyfa þér að vera obbolítið mannleg og frábær matseðill gærdagsins! Ég hefði alveg verið til í að fá smá lambahrygg með tilheyrandi og súkkulaði með rjóma í eftirrétt. Tala nú ekki um lindubuff - kókósbollu - síríuslengju með lakkríslengju - appelsín með lakkrísröri .. og og og ... jamm.
Ég er víst einn af þeim "heppnu" eða þannig. Ég get úðað í mig gersamlega hverju sem er og mikið af því - án þess að fitna um gramm. Ég borða meira segja á nóttunni, 1 sinni til þrisvar yfir nótt. En ég brenni líka alveg gífurlega vel öllu sem ég borða og er auðvitað líka duglegur í sundi og útiverunni að auki. Ég finn mikið til með þeim sem hafa lélega brennslu, þekki slatta af yndislegu fólki sem borðar lítið sem varla nokkuð en er með handónýta brennslustöð í líkamanum og fitnar bara við það að heyra á góðan mat minnst..
Ég er algerlega sammála þér í sambandi við orðið "Faraldur" - þetta orð á ekki heima þar sem því er hent niður í tíma og ótíma. Orðið tengist í mínum huga líka hungur-neyð eða t.d. skordýrum sem fara um í milljónum og skemma uppskerur eða miklir sjúkdómar sem taka líf hundruða eða þúsunda..
Knús á þig Jenný mín og eigðu yndislegan sunnudag! Luv ya...
Tiger, 6.4.2008 kl. 10:41
Hvað ég þarf að taka hana Jóhönnu hér að ofan til fyrirmyndar. Dett í óhollustuna um helgar. Góður (fitandi)matur, rauðvín ( má nefna það hér er þaggi ?) og nammipoka yfir mynd. En ég fæ það líka rækilega í bakið daginn eftir. Er eins og útblásinn grís,fæ bjúg og liðverki. Afhverju geri ég mér þetta, líklega af því þetta er fíkn sem ég þarf að taka á.
M, 6.4.2008 kl. 10:53
Ég tek nú alveg fulla ábyrgð á mínum aukakílóum, kalla það faraldur er kannski orðum aukið
Eigðu góðan sunnudag Jenný mín
Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 10:59
Enginn skrattans faraldur! Ofát og óhemja sem við berum sjálf ábyrgð á. Ég er alveg í sama pakka og þú Jenný, en vil helst vera í pakkanum með Jóhönnu. Alger snilld hjá henni.
Björg Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 11:10
Ég held ég hafi lent í þessum faraldri
Sigrún Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 11:21
Sigrún: Jább, bráðsmitandi andskoti.
Björg: Góð.
Huld: Eigðu sömuleiðis ljúfan dag.
M: Það er bara að snúa við blaðinu. Einfalt mál og gangi þér vel.
Tigercopper: Takk fyrir þitt innlegg. Frábært.
Jóhanna: Takk fyrir frábært innlegg. Hvað varðar það sem ég skrifaði og viðbrögð þín við því (mömmufærsluna sko), þá fannst mér hún yndisleg og það er ekkert að því að gleðjast yfir hrósi. Bara aldeilis eðlilegt. En þú ert frábær penni. Annars læsi ég þig ekki svona út í hörgul. Knús.
Jónsí: Segðu systir góð. Hm.. eigum við að gifta okkur? Hahaha
Ragga og Steingerður. Við erum ekki fullkomin mannfólkið sem betur fer. Og hvað eigum við að laga þegar allt er smollið í gírinn? Mikið andskoti hlýtur það að vera leiðinlegt líf.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 12:35
Hafiði smakkað blinis klatta að rússneskum hætti? Það gerði ég í gær í fyrsta skipti dauðsvöng og smurði þessar miní lummur með lifrarkæfu og sultu. Rosalega fannst mér þetta gott og fyllandi en samt varð ég að verðlauna mig með sleikjó í desert. Þvílík óhollusta sem ég get látið eftir mér af því að ég hreyfi mig.
Allir út að ganga.
Eva Benjamínsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:47
Ég er á leiðinni í labbitúr Eva mín, en ég fer ekki í langfreðir eins og þú, þori ekki enn. Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 13:39
blinis, mmm, með reyktum laxi og sýrðum rjóma og dilli...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.4.2008 kl. 23:24
Nú þarf ég að komast í blinis. Hvar fæ ég það, hann, hana???
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.