Leita í fréttum mbl.is

Köllum skóflu, skóflu

Ég var að lesa Moggann.  Ég byrjaði á því nánast um leið og ég opnaði augun.  Það er fyrirbyggjandi aðgerð hjá mér að tékka á blöðunum um helgar, taka út stöðuna á vígvellinum í Reykjavík, mannfall og áverka, svo ég sé fyrirfram aðvöruð.

Þá sá ég að maður hafi hlotið stungusár í Austurborginni!!!  Halló, Austurborginni, þetta gerðist hér í Breiðholtinu.

Fyrir mér sem innfæddum Vesturbæing þá er Austurborgin eða bærinn, hverfið fyrir ofan Hlemm.  Á mínum sokkabands voru í gangi bullandi fordómar gegn þessum bæjarhluta.  Einfaldlega vegna þess að þar ægði saman fólki úr öllum áttum, þar var byggt og byggt og þar voru krakkar algjörir bölvaðir villingar.  Það var til klíka sem hét Austurbæjarklíkan og hékk á Austurbar.  Sá "bar" var sjoppa í Austurbæjarbíó.  Krakkarnir í þessum bæjarhluta voru bölvuð hrekkjusvín.  Strákarnir voru samt ógissla sætir.

Nú er einhver pólitísk rétthugsun að þjá Moggann, ef ég skil þetta rétt.  Nú skal varast að bendla Breiðholtið við allt ofbeldið sem þar er framið.  Er ekki í lagi heima hjá fólki?  Ég bý í Seljahverfinu og hér er allt rólegt, fuglasöngurinn alveg að drepa mig bara, en þetta er stórt hverfi.

Af hverju má ekki segja eins og er.  Það var enn einn ofbeldisgjörningurinn framin í Breiðholti í nótt?  Hvernig væri að kalla skóflu, skóflu?  Ég vil vita hvað gerist hvar, þó ekki væri nema til að taka á mig sveig fram hjá vettvangi glæpsins.  Sama hvar er í borginni.  En auðvitað geri ég mér grein fyrir að þá færi ég ekki langt.  Reykjavík er að verða eins og Harlem, svei mér þá, hvergi vært vegna ofbeldisseggja.

En kæra fólk.  Austurbær nær alveg niður í Fossvog, þegar haldið er upp Breiðholsbrautina þá erum við komin í Breiðholtið.  Já B-R-E-I-Ð-H-O-L-T-I-Ð.

Góðan laugardag.  Líka Austurbæingar.

Konan í hringiðunni talar frá átakasvæðinu.

Yfir og út.


mbl.is Hlaut stungusár í átökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Geturðu ekki tekið teygjubyssuna á fuglakvikindin? Svo skaltu panta moggann með blindraletri, þá geturðu lesið hann án þess að opna augun

Jóna Á. Gísladóttir, 5.4.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

.

Gunnar Gunnarsson, 5.4.2008 kl. 10:53

3 identicon

yndisleg.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:56

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég var að hugsa þetta sama, þegar ég las fréttina.  Takk fyrir að skilgreina "austurbæinn".

Kv. frá húsmóður í AUSTURBÆ.

Sigrún Jónsdóttir, 5.4.2008 kl. 11:01

5 identicon

Mér verður sífellt hlýrra til þín!

Linda María (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 12:20

6 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert nú mesta krúttið en það er rétt hjá þér, þú færir ekki neitt. Meira að segja framið afbrot hér á mínu svæði, svæði hinna sauðmeinlausu ásamt Ólafi og Dorrit, hér var stolið vespu !

Ég er auðvitað búin að setja húsið á sölu, get nú ekki búið innan um svona krimma

Ragnheiður , 5.4.2008 kl. 12:23

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég tók eftir því að "erill" vinur þinn var ekki nefndur á nafn í morgunfréttum, heldurðu að hann hafi haft vit á því að fara inn á Vog? ég er sátt við þessa skilgreiningu þína á austur - vestur.  Eigðu ljúfan dag mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 12:37

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 heyr heyr..skófla er alltaf skófla...nema skófla sé.. 

María Guðmundsdóttir, 5.4.2008 kl. 12:40

9 identicon

Þetta var ekki í Breiðholtinu, heldur í Kópavoginum (sjá Textavarpið, síðu 104 í dag). Það ku vera gott að búa í Kópavogi... Heykvísl er heykvísl, skófla er skófla.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 13:53

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baldur: Dem, dem, dem, var það Kópavogur?  Enn meira hneyksli því Kópavogur verður ADREI Austurbær í Reykjavík.  Eða er það?  Heykvísl er sko ábygglega heikvísl.  Hehe.

Ásdís: Erill er farinn í meðferð.  Í spennitreyju en í meðferð.  Við getum ekki verið of kröfuhörð hérna.

Ragga: Nú er að setjast að í Engey.  Þar er ofbeldisfrítt umhverfi, amk. ennþá

María: Satt segirðu vúman.

Linda: Hehe, ég venst.  Slowly but surely.

Sigrún mín: Ekkert að þakka.

Jóna: Söngur bördía í hverfinu er yndislegur, í hófi, eins og altl annað.  Dirrindí.

Love you godd people.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 14:06

11 identicon

Alltaf þegar ég finn þörf hjá mér að berja fólk eða brjótast inn,,Þá læt ég það aldrei bitna á nágrönnum mínum,,Þeir þekkja fljótt því sem ég stel,og svo eiga þeir auðveldara með að launa líku líkt..Það kæri ég mig ekkert um..Því fer ég niður í miðbæ,, Ég kann því illa að kenna mér um það sem gerist hér í breiðholtinu,með ofangreindum níðskrifum,,Hins vegar er ljóst að einhver gerði eitthvað sem einhverjum mislíkar,og gott eitt að viðkomandi tjái sig þar um við rétta aðila,,Þá þarf hinn sami að hafa gott vald á rússnesku og pólsku,,

Bimbó (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 16:45

12 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Og ég sem bý í neðra Breiðholtinu,jisus er ég í hættu???

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 19:31

13 Smámynd: Tiger

Æi já, ég er svo sammála þér Jenný. Hvort sem glæpur er framinn í Grafarvog, Garðabæ, miðbænum eða í Breiðholti - þá á að segja rétt og satt frá því í fréttum. En, það er jú kannski rétt - kannski eru fréttamenn eða yfirvaldið hrætt við að klína of miklu á ákveðna staði, hvort sem það er breiðholtið eða Kópavogurinn... Knús á þig ljúfan!

Tiger, 6.4.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2987209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.