Leita í fréttum mbl.is

Femínistar athugið

 

Einu sinni ætlaði ég að sækja um í löggunni.  Það kom ekki til að góðu.  Viðhorf lögreglunnar til heimilisofbeldis og nauðgana urðu kveikjan að þessari bráðsnjöllu hugmynd minni.  Við vorum nokkrar sem ætluðum að vaða í lögregluna og þrífa þar út úr dyrum.  Það skyldi hrista upp í andskotans feðraveldinu.

Umsóknareyðublaðið var komið í hús og ég settist einbeitt og ákveðin niður með penna í hönd og var tilbúinn að láta blekið frussa.

Og ég fyllti í reitina fyrir nafn, kennitölu, lögheimili, hjúskaparstöðu, fyrri störf.

Svo fór að syrta í álinn.  Spurt var um skothæfni.  hlaupagetu, sundhraða og gott ef ekki hástökksstatus líka (man þetta ekki út í hörgul, því það er orðið langt síðan).

Ég varð hálf klessuleg þar sem ég sat með umsóknina.  Jú, ég gat synt, hlaupið gat ég þokkalega, en sá mig ekki fyrir mér á sprettinum í júníforminu.  Ég hata byssur, þannig að þarna dó áhuginn eiginlega alveg. 

Svo var spurt um hæð.  Jebb, hæð.  Ég með mína 162 cm. minnkaði umtalsvert.  Svo var ég í grennri kantinum, þannig að hver einasti aukvisi hefði getað kastað mér eins og bolta, beint í mark.

Ég gafst alla leiðina upp.  Það var þá sem ég áttaði mig á að líkamleg geta er það sem blívur hjá löggunni, ekki sú geta sem á heimili í höfuðkúpunni. Ég er nú reyndar að fíflast með þetta. 

Ég veit að nú eru breyttir tímar.  Það er flott að fólk skuli þurfa að sækja lögregluskólann og viðhorfin hjá þessum elskum gagnvart ofbeldisbrotum hafa eflaust breyst töluvert.

Hm.. ætti ég að sækja um?  Ég hleyp ekki mikið, syndi eins og fokkings selur og er sexý í svörtu.

Viljið þið rétta mér umsóknareyðublaðið um leið og þið farið út af síðunni.

Danke!

Femínistar á besta aldri, í guðanna bænum sækið þið um í löggunni, það er bráðnauðsynlegt.

Later jejejeje.


mbl.is Auglýst eftir lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ok....syndir eins og selur.....ætlarðu að synda á eftir bófunum hehe,??? líst að öðru leiti vel á þá hugmynd að þú verðir löggukona... þú gætir bugað þá með snörpu og beittu orðalagi..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krumma: Takk fyrir þetta.  Ég sæki um eða þannig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG ætlað að sækja um 1976 en hætti við, var samt búin að taka vaktir fyrir norðan og solleiðis, voða gaman, en ég held að ég hefði orðið lin lögga, alltaf svo trúuð á það góða, sérstaklega hjá unga fólkinu, kannski hefði það virkað vel??  þú tekur þá bara á klofbragði með limrum 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 20:06

4 identicon

Þegar ég las fyrstu línurnar kom mér strax hæð þín í hug.Það er búið að afnema hæðartakmarkanir hahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já þú gætir bugað hvern sem er með ræðuna eina að vopni

Steinn Hafliðason, 2.4.2008 kl. 20:19

6 identicon

Jenný !  Ef þú ferð í lögguna þá skal ég koma með þér.  Ég skal mæta með hundinn, skúringamoppuna, ryksuguna mína og bleikar slaufur til að skreyta með.

Það er díll.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Ef Femmar verða löggur upp til hópa, þá gerist ég glæpon.

Þröstur Unnar, 2.4.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Flott ábending hjá þér. Það er eitthvað að samfélaginu ef konur eru ekki cirka jafnmargar og karlar í þessum mikilvægu störfum. Við enduðum afmælishátíð Femínistafélagsins í gær með því að hengja borða á héraðsdóm Reykjavíkur  með  slagorðinu "Gerum við inni fyrst", sjá þessa mynd hérna:

154

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.4.2008 kl. 21:11

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Einu sinni ætlaði ég líka að sækja um í löggunni en hætti við þegar mér var bent góðfúslega á að stækka pínu fyrst! en ég efa það ekki að þú yrðir fín lögga, þu yrðir ekki í vandræðum með að tala hann Eril til.

Huld S. Ringsted, 2.4.2008 kl. 21:22

10 Smámynd: halkatla

ég er að pæla, fyrst að þið eruð mörg/flest með svona hrikalegan áhuga á því að gerast laganna verðir, afhverju styttiði ykkur ekki leið og stofnið gengi sem berst gegn glæpum í staðinn? Það er miklu svalara, þið fáið að ráða búningunum, snertið ekki byssur, æfið pósur að hætti Charlies Angels í sexí búningum osfrv osfrv og BJARGIÐ HEIMINUM

halkatla, 2.4.2008 kl. 21:34

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta með líkamsburði, minn karl var í löggunni heilt sumar.  Hann hætti af því að honum fannst ekki nógu mikið að gera.  Vill alltaf vera að eða þannig hehehe.. En hann er grannur og ekki mjög hár.  Hann var líka dyravörður í mörg ár.  Málið er að likamsburðir hafa ekkert með getu þeirra að gera, heldur skapferlið.  Að kunna að lempa fólk til, og fá það til að fara friðsamlega.  Ofbeldi er andstyggilegt hvort sem lögreglan á í hlut eða glæpamennirnir.  En ég skora hér með á Jenný og hinar femmurnar að sækja um í lögreglunni.  Þið getið ef til vill komið skikki á kynferðisofbeldið.  Hugsunin er til alls fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 21:57

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Pólís pulsa!  .. Áfram stelpur,..."þori ég, get ég vil ég .....lalalala .. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.4.2008 kl. 22:25

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Var lögga í sjö ár. Þá var ég komin með upp í kok af að fara alltaf í sömu húsin vegna heimilisofbeldis. Eiginkonurnar grétu og báðu okkur vinsamlegast að meiða ekki manninn á meðan við vorum að járna hann snarvitlausan. Neituðu að fara í kvennaathvarfið því það væri svo mikil skömm fyrir karlinn. Stundum langaði mig næstum því að berja þessar konur sjálf til að koma vitinu fyrir þær. Mér skilst að þetta hafi mikið lagast og konur séu orðnar ákveðnari og fari fyrr að leita sér hjálpar. En maður verður sko örugglega femínisti af því að vera smátíma í löggunni. Kvenlöggur eru líka miklu fleiri núna. Þegar ég var vorum við bara fimm.

Helga Magnúsdóttir, 2.4.2008 kl. 22:26

14 Smámynd: Brynja skordal

Já svo færðu endalust mikið af kleinhringjum hugsa sér

Brynja skordal, 2.4.2008 kl. 22:48

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Lögreglustjórinn í Reykjavík er ekki sérlega hávaxinn...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.4.2008 kl. 22:59

16 Smámynd: Brynja skordal

Heyrðu nú er það ljótt bloggvinir farnir að koma í drauma manns já Jenný þú komst og skammaðir mig fyrir að setja þig neðar á bloggvinalistanum þú varst ofar sko en svo hef ég eitthvað verið að raða þarna eða nýjir komið inn og volla þú lent neðar og ég þorði ekki annað en að breyta fyrst þú ert farinn að vitja mín í draumalandinu kona

Brynja skordal, 2.4.2008 kl. 23:00

17 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Blessuð skelltu þér í stangastökkið og lærðu að munda bissuna og sæktu um í löggunni. Getur svo farið í víkingasveitina seinna, allir þar í svörtu og sexý

Svala Erlendsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:50

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elskan góða nótt ekki gætið farið í löggu starfið úff ég mundi ekki höndla það.

Knús inn í nóttina

Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 23:59

19 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Systir mín ætlaði einu sinni í lögguna en hún var þá komin af barnsaldri og hefði þurft að yngjast um jafn mörg ár og cm sem hún þurfti að bæta við hæðina.  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 3.4.2008 kl. 00:04

20 Smámynd: Linda litla

Eru virkilega einhver hæðamörk í lögguna ?? MEga dvergar ekki vera löggur ? Hættu nú alveg, hvað heyrir maður næst, mega löggur kannski ekki vera meira en 85 kg ??

Góða nótt Jenný og dreymi þig fagra drauma.

Linda litla, 3.4.2008 kl. 00:09

21 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það hefur þó ekki verið búningurinn sem heillaði, þegar þú varst að sækja um í löggunni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.4.2008 kl. 00:13

22 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hefði alla vega viljað fá þig í lögguna. Einhvern tíma þegar ég var orðið alveg óð út í rannsóknarlögregluna (út af lélegum rannsóknum á heimilisofbeldismálum í það sinnið) var mér boðið að koma í heimsókn og skoða starfsemina, og þeir sem tóku á móti mér voru í mikilli vörn, sögðust vilja gera betur. En svo hefur þetta gengið allt of hægt! Samt er ástandið hjá saksóknara jafnvel enn verra og við vitum hvernig dómar eru að falla. Þetta er ótrúlegt! Jenný í lögguna!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.4.2008 kl. 00:18

23 identicon

Jenný: Heldurðu að ég yrði góð lögga

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:20

24 identicon

PS. Þetta var spurning   ?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:20

25 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Fyrir mörgum árum, mjög mörgum árum fór ég til Florída í heilsufrí ásamt góðum félaga mínum. Heislufríið kom til vegna örþreytu eftir að hafa ólátast með Brunaliðinu í einu stóru gleymskukasti sumarlangt. Það var þegar Jón var og hét. Út í Flórída bjó ég í vellystingum praktuglega í heilan mánuð og man svo sem ekkert mikið eftir þeim yndislega tíma. Sá sem ég bjó hjá hafði náð að höndla svolítið af grasi af tegundinni Columia gold fyrir okkur félagana og á fögrum sólríkum degi var ekið út fyrir Orlandóþorp og lagt í fallegum skógarlundi. Rúllaðar voru eftir hefðinni nokkrar rettur og fuglarnir sungu dirrindí. Þá gerist það. Lögreglubíll kemur á fullri ferð eftir veginum í átt til okkar. Það verður uppi fótur og fit. Um það bil er lögreglubíllinn stövar í rykmekki fyrir framan okkur hafa hafa tugir snyrtilegra Marihuana vindlinga flogið útí skóg ásamt mánaðarbirgðum af grasi. Út úr löggubílnum hendist lögga í fullum skrúða, skundar til okkar, hendir lögguhúfunni á húddið á bílnum sem við vorum á og segir glottandi á sínu ylhýra.. „got a joint guys“ Var þetta vinur, vinar okkar sem hafði látið lögguna vita af komu íslensku gestanna og sendingunni.

Pálmi Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 01:14

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pálmi: Góður.  Mátulegt á ykkur

Anna: Við í lögguna

Anna: Don´t get me started með saksóknara.  ARG

LG: Nebb, ekki búningurinn, þetta var hugsjón.

Brynja: Dreymi þig fallega Muhahahahahaha

Matthildur Þetta er catch 22

Linda: Já það eru/voru hæðarmörk

Takk fyrir innlitið

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 11:22

27 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hey, ef miss world getur þetta, þá ættir þú að geta þetta. :P

Jón Ragnarsson, 3.4.2008 kl. 17:04

28 identicon

Og hvernig ætlar Jenný svo að redda málunum þegar hún er komin í lögguna?

Berja út játningar? 

Snorri Selur (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband