Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ég er nörður og norn
Ég er svo bloggin í dag. Hausinn á mér snýst í þúsund hringi og ekki mátti hann við miklu. Óþarfi að fokka í því sem aumt er. En nornir þurfa að vera bjútífúl líka. Ég er búin að ræsa "kóstinn" og er á leiðinni í búð.
Ég gerði snögga birgðakönnun á innihaldi snyrtibuddu.
Það fyrsta sem þarfnast endurnýjunar er snyrtibuddan. Hún er forljót, orðin sjúskuð og svo er hún með Burberry-mynstri. Téééékkk og ojbara.
Maskari; aldur óræður, líklegur til að vera búin að syngja sitt síðasta (Frumburður; hvernær varstu í Boston? Það er laaaaaangt síðan er það ekki?), held að hann sé að verða hálfsárs. Téééééékkkk
Augnblýantar; alls konar litbrigði, held ég, en ég á ekki yddara. Ekki nema von að maður sé svart-hvítur til andlitsins. Kaupa yddos. Téékkítékkí.
Varablýantar; tveir, ljótir, held ég líka, sama vandamál. Enginn er yddarinn og litirnir óræðir.
Baugafelari; nýkeyptur í Londres (Í Harrods for crying out loud). Ekkert að kaupa þar. Tékk.
Meik; Nýrr, flott og fyrir aldraðar konur, svo gott að það felur ekki aðeins baugana, það strikar út karaktereinkenni og stífar á mér fésið. Eða nærri því. Verð að þegja með það. Mörgum finnst það plús. Tékkk.
Varalitir; í öllum mögulegum litbrigðum. Með þessu áframhaldi verð ég að nota þrjá í einu. Kaupi samt einn í viðbót. Hafið heyrt um að það eru notaðar fituríkar lýs í varóinn? Nebb, grunaði það. Las það í merkilegri bók.
Svo ætla ég á smá rand með Jenný Unu og húsbandi. Við förum stundum í svona krúttferðir með hana og gerum skemmtilega hluti. Dagskrá opin. Hún talaði viðstöðulaust við foreldra sína í gær um að amma mín og Einar minn sækja mig í leikskóla minn á morgun.
Ég held nú það.
Man ekki eftir meiri sminki í augnabliknu sem mig vantar.
Kona þarf að líta vel út í kreppunni. Þegar ólin er hert, þá herpist saman á manni andlitið og verður eins og gamli handavinnupokinn.
Nörðurinn kveður. Yfir og út.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Finnst þú frábær amma Jenný
M, 2.4.2008 kl. 13:01
Það er aldrei mikilvægara að líta vel út en akkúrat þegar allt er að fara lóðbeint til helvítis.
Tékk.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.4.2008 kl. 13:15
Ragnhildur hittir naglann þráðbeint á höfuðið! Er hægt að koma í uppfærslu á snyrtistofu Jennýjar eftir innkaupin?
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 13:18
M: Takk.
Ragnhildur: Ég bjarga mér á kústinum úr Ragnarökunum.
Lára Hanna: Ávallt velkomin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 13:21
Var reyndar búin að heyra þetta með innihald varalits. Gamli sóknarpresturinn minn, notaði þetta á okkur, hann benti okkur á rauðu lýsnar á fjörusteinunum, og sagði okkur að þessar pöddur væru aðaluppistaðan í varalit oj.
Við gleymdum þessu fljótlega eftir fermingu.
En meikið þitt fyrir aldraðar konur hljómar vel, er hægt að fá uppgefið tegundarheiti?
Sigrún Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 13:41
Góða ferð!
María Kristjánsdóttir, 2.4.2008 kl. 14:12
Verður eins og gamli handavinnupokinn hafði ekki heyrt þetta með varalitinn en hvaða meik er þetta kona svona segðu frá gangi þér vel í innkaupum og MUNDU að fjárfesta í yddara Góða skemmtun með ömmu skvísunni
Brynja skordal, 2.4.2008 kl. 14:37
Já, kosturinn við það að vera karlmaður er ótvíræður hérna. Í það fyrsta á ég enga snyrtibuddu, enda algerlega óþörf hérna megin. Ég þarf og nota nákvæmlega ekkert á andlitið, ekki einu sinni raksápu - enda raka ég mig ætíð bara úr hreinu volgu vatni. Það eina sem ég þarfnast er rakvél og hana hef ég átt árum saman, en blöðin í hana kaupi ég ætíð erlendis og duga þau mér ætíð út árið hvert sinn. Ég er bara bjútífúll án allrar utanaðkomandi hjálpar náttúrulega.. Fyrir sirka 20 árum sýndi leiðsögumaður okkur kaktus fullan af lús, kramdi nokkrar til að sýna okkur rauða litinn - og sagði okkur að blóð lúsarinnar væri notað í varaliti, skondið en frekar óaðlaðandi hugsun um að maður þurfi að kyssa lúsablóðlitaðar varir sinnar heittelskuðu....
Opnar skemmtiferðir með afa og ömmu er eitthvað sem situr lengi lengi í minni barnanna. Yndislegar minningar standa lengi vel og þegar afi og amma eru horfin löngu seinna - lifa minningar um dásamlega tíma með þeim. Þú Jenný mín - ert að byggja upp minningaframtíð dúllunnar og mun hún sannarlega muna hve góð amma þú ert/varst alltaf. Endalaust yndislegt að heyra af því þegar afar og ömmur gefa börnunum tíma og athygli, aldrei of mikið af slíku í umferð - og börnin búa lengi að og verða miklu betri manneskjur þegar fram sækir - því þau læra svo mikið af okkur hinum eldri. Knús á þig Jenný mín og hafðu yndislegan dag.
Tiger, 2.4.2008 kl. 14:40
eins gott að vera vel græjaður Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 14:59
Bjútífúl vóman, þú sigrar heiminn þegar þú verður búin að flikka svona uppá þig, hvenær kemur þú í Kastljósi?? hlakka til að sjá þig læv knús frá mér sem á bara einn augnablýant, einn maskara, einn yddara og 4 varaliti.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 15:08
Svona kostnaður er auðvitað bara hreinn og klár viðhaldskostnaður og ætti að fara beint til frádráttar á skattskýrslu!
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 15:08
Úgerðarkostur kvenna er margfaldur á við okkur rakakremuðu karla. Ef dömubindi væru auglýst örlítið kröftugra þá myndi ég kaupa það og bera...svona til að sannreyna auglýsinguna.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:24
Ég held að það sé meira í þinni snyrtibuddu en minni!
Huld S. Ringsted, 2.4.2008 kl. 16:17
Ó mín verður Bjútýbeib eftir þessa yfirhalningu, ekki það að þú hafir mátt mikið við því.
Þú ert langflottasta amman í bænum.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:17
Ég fór einmitt sl.helgi og fjárfesti í meiki (langaði að byrja að prófa að nota aftur svoleiðis,lít betur út með það ,en var áður bara með sólarpúður),varagloss,litur fyrir augabrúnir,ilmvatn.......fékk af launum flotta bleika snyrtibuddu með smá dóti í Þannig að nú er frk.Kata stöðugt á ferðinni með snyrtibudduna góðu Þar er bara flottasta snyrtidótið geymt (átti nýlegan maskara og augnblýant,en það er möst allavega blýanturinn) Þú ert nú örugglega orðin birg af snyrtivörum núna ,og jafnvel komin með nýja snyrtibuddu til að spóka þig með
Katrín Ósk Adamsdóttir, 2.4.2008 kl. 16:35
Punt er pjatt.
Eru þetta hrogn þarna í nýju haumyndinni þinni?
Þröstur Unnar, 2.4.2008 kl. 18:06
s
Þröstur Unnar, 2.4.2008 kl. 18:07
En hvað fær Jenný Una? Er ekki til sonna fyrir börn? Roslega áttu gott að vera með henni í bíltúr. Knús darlingur.
Edda Agnarsdóttir, 2.4.2008 kl. 18:12
Alveg furðulegt með þessa yddara annað hvort týnast þeir eða virka ekki shit. Þess vegna fjárfesti ég fyrir nokkrum árum í svona skrúflingi sem er hægt að fylla á. Mæli með svoleiðis græju.
Vona að þið Einar hafið notið dagsins með dúllunni ykkar.
Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:18
Ía: Við nutum svo sannarlega dagsins. Yndislegur dagur.
Edda. Hún fékk perlukassa til að búa til hálsfestar og alls kynns skartgripi. Hún valdi það sjálf.
Þrösur: Auli þetta eru perlur. Ertekki í lagi?
Kata: Flott
Guðrún: Ég má varla við meiri fegurð það er satt. Best ég hendi helvítis draslinu. Hehe
Huld: Drífa sig, kaupa nauðsynjar.
Gísli: Þetta er okkar lokaði heimur. Æi
Lára Hanna: Það er rétt, ég spara slippana.
Ásdís: Ég var búin að lofa að fara í Kastljós í þessum mánuði. Við sjáum hvað gerist.
Ásthildur: Segðu.
Tigercopper: Takk fyrir þetta.
María: Takk.
Brynja og Sigrún: Þetta sem ég er með núna heitir L´Oreal (þræl ódýrt) Age-Pre-Perfect.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 19:49
Pjatt er svo skemmtilegt.
Takk fyrir mig.
Marta B Helgadóttir, 2.4.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.