Leita í fréttum mbl.is

Líf mitt er æsilegt og viðburðaríkt

 

Vá, hvað ég er búin að vinna mér inn fyrir fæði og uppihaldi hjá sjálfri mér í dag.

Ég byrjaði á að klúðra símanum aftur, í gær, hann virkaði ekki og Hive kannaðist ekki við bilun.  Húsband óð með nýlegan síma í búðina, eftir að ég hafði fullvissað hann um að hann væri í sambandi í þetta skiptið og bara stórgallaður.  Síminn var í lagi.  Eftir að hafa hundskammað Hive, á kurteislegan hátt, varð ég uppvís af að hafa kippt einhverju úr sambandi. Sko á símanum.  Svo ég gerði það aftur.  Sko fíflgerði sjálfan mig, varðandi þetta nauðsynlega heimilistæki.

Só???

What the fuck, mig langar að blóta svona alvöru í tilefni dagsins og nú er ég búin að því.  Þess vegna líður mér dásamlega.

Ég fó í Bónus, jájá og þar fuku 15 þúsund nýkrónur.  Fór létt með það.

Svo fór ég í Hagkaup til að kaupa kjöt, krydd og fleiri fína hluti, þar fuku 11 þúsund af gulli.

Það er ekki fyndið, hversu dýrt það er að safna forða inn á heimilið.

Og smá neytendakvörtun hérna.  Mig vantaði estragon.  Ekki til ferskt, ég keypti pottagaldra, engin efni innblönduð þar, sem maður þarf að skammast sín fyrir.  En hvað haldið þið?  Jú, galdrarnir eru horfnir úr pottunum hjá þeim því nú setja þeir kryddið í plaststauka.  Krydd í plasti, ég vil ekki sjá það.  Afturför.  Arg.

Og rósakálið maður minn. Vitið þið að konan í Hagkaup sem djöflaðist við að stafla upp ananas í grænmetinu,. horfði á mig eins og hálfvita þegar ég spurði um ferskt rósakál?  Hún sagði ískaldri röddu, um leið og hún ruddi vesalings hunangsmelónunum út í kant, til að koma yfirstéttaananasinum fyrir á fyrsta farrými; rósakál er aðeins til ferskt fyrir jólin fíbblið yðar.  Síðustu tvö orðin sagði hún reyndar í huganum. Líf mitt toppar allt sem er spennandi og geggjað. 

Og ég kom heim eftir þessar hörmungar og ég leit í spegil.  Þar blasti við þessi fullkomna persóna sem ég er, að utan sem innan og ég hugsaði:  Guð hlýtur að vera til, enginn mannleg vera hefði getað skapað þessa dásemd sem ég er.  Ég var yfirkomin af þakklæti fyrir þessa úthlutun almættisins mér til handa.

Farin að elda í allri minni fegurð og yndisleika.

Úje.

Ég er svo hoppandi glöð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hæ Jennsla mín...elsku segðu hvað þú ætlar að elda gott. Er með löngun í einhvern hrikalega gómsætan kvöldmat en dettur ekkert í hug. Þú ert hefðardama að versla kjöt og krydd í Hagkaupum í þessari dýrtíð.

Knúsaðu spegilinn þinn fyrir mig

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Unnur R. H.

Ef þú ert ekki frábær, þá er enginn það Samt er ég hissa með nýtt rósakál, hef fengið það í Hagkaup hér sem sagt í miklagarði..Er ekki alveg að skilja það. En ég sló þér við, eyddi í mat og nauðsynar heilar 28 þúsund krónur, og what fock hvað allt er orðið dýrt Hafðu  það sem allra best

Unnur R. H., 1.4.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er með lambaskanka.  Það er aftasta hlutann á lambalærinu.  Kryddað með rósmaríni og svo er ég með kartöflur, grænmeti og sósu.

Nei ég er ekki svona snemma í því, hélt að klukkan væri meira.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta eru bara endemis asnar þarna í Hagkaupum, sósakál er vorgrænmeti, fæst hér ferskt núna í hverri skonsu.  Sendi þér bara kassa með næstu ferð Heimsferða.......spurning hvern á ég að biðja fyrir þetta, hér eru allir með yfirvikt þar sem ljósakrónuglingrið viktar svo hrikalega mikið.   

 Hér verður kjúlli, Tika Masala í kvöldmatinn.   

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 16:38

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko, Hallgerður, ég borða ekki innmat, oj ég æli við tilhugsunina.

Þetta er víst kallað lambaleggir í kjötborðinu og nei ég var að versla mér bókina hans Sigurðar Pálssonar og stoppaði í snyrtivörudeildinni, keypti lítið matarkynns í Hagkaup.

Ía: Nammi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 16:49

6 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

haha hlítur að vera skemtilegt að vera þú allavega get ég alltaf hlegið af færslunum þínum.

Eyrún Gísladóttir, 1.4.2008 kl. 17:20

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ARGH...  

hugsa sér að vera ananas á fyrsta farrými í ávaxtaborðinu

Jóna Á. Gísladóttir, 1.4.2008 kl. 17:31

8 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Ekki amalegt að vera í skönkum hjá þér.

Gunnar Gunnarsson, 1.4.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband