Leita í fréttum mbl.is

Við getum ekki öll fallið í stafi

Nú er ég andvaka. 

Þá er að blogga.  Er nefnilega með hálfgildings móral yfir pirrufærslunni um Júróbandið og Bubba karlinn. Ætlaði ekki að subba út skjaldarmerkið hérna, en svona getur maður misst sig.

Bubbi er alveg fínn.  Það er bara offramboð af honum þessa dagana.

Júróbandið er hins vegar helvítis pein og ég fer ekki ofan að því.  Má maður hafa skoðun?

Sennilega er þetta angi af borgaralegri óhlýðni hjá mér, að þurfa að vera upp á móti því sem er "main stream".  Veit það ekki og er ekki mikið að velta því fyrir mér.

Stór hluti þjóðarinnar er yfirkomið vegna Júróvisjón.  Hinn hlutinn sirkabát er í tilfinningalegri alsælu þegar kóngurinn heldur stór-tónleika.

En það geta bara ekki allir fallið í stafi!

Þorrí, ég skal vera góð og gr. halda munninum á mér saman um íslenskar þjóðargersemar.

Og svo ræðst ég á einhvern karlakór næst.  Þá verður skellurinn minni.  Bæði fyrir mig og kórinn.

Karlakórinn Geysir - hír æ komm.

Og nú fer ég að sofa í hausinn á mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sona sona, fara að sofa - ekki láta Júróbandið halda fyrir sér vöku. Júróbandið passar ágætlega fyrir júróvision eins og hún er þetta árið. Við höldum bara áfram að ímynda okkur The girl in the golden dress á sviðinu í Serbíu. dúsepúa!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús Anna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 02:05

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér erum við - Jenný með Össuríska færslu og við Anna með Össurískar athugasemdir.

Ég get hins vegar ekki tjáð mig um Júróbandið eða lagið þess, því ég hef hvorki séð né heyrt - eins og apinn frægi... nema hvað ég get talað og geri það!

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 02:05

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

össurískt átti auðvitað að vera með litlu ö-i af því það er sk í því. Biðst forláts... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 02:06

5 Smámynd: Tiger

Það er ekkert annað en heilbrigt og holt að blása aðeins út ef maður er pirraður, líka þegar maður er bara smá pirraður - og jafnvel þó maður sé ekkert pirraður en langar bara til að hrista aðeins upp í hlutunum... Það gerir manni bara gott að ýfa aðeins öldurnar svo framalega sem öldurnar hendi ekki neinum fyrir borð. Borgaraleg óhlýðni er "inn" í dag, svo þú ert ekkert frábrugðin okkur hinum þar ljúfan.

Ég er sirka mitt á milli þess að vera lamaður af ást á Regínu og Ómar Friðrik - og þess að - jamm skollinn hafi það - henda mér í vegginn þinn þegar ég heyri á Bubba minnst, þoli kaddlinn bara ekki og hef aldrei gert. Og, by the way - mér finnst það í fínu lagi þó einhver æli eða kasti sér í vegg þó ég sé ekki beint mikið fyrir það sjálfur .. við eigum öll okkar sérkenni og vei þeim sem reynir að breyta okkur. Knús á þig í nóttina Jenný mín og sitji englarnir umhverfis þig og gæti þín. Over og át úr þessu væmnishjali mínu, im blushing already.

Tiger, 1.4.2008 kl. 02:40

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta júróvisionlag er hundleiðinlegt og þarf ekki að ræða það frekar. Ég kann ágætlega við lögin hans Bubba en þoli hann ekki í viðtölum. Nei við getum bara ekki öll fallið í stafi.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 02:59

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek undir þetta hjá Herði, vertu góð við karlana í Karlakórunum ég hreint út sagt elska þá, svona beinstífa í mörgæsadressunum sínum syngjandi eins og næturgalar.  Nei, í alvöru, ég hef ekkert á móti karlakórum en bara svona í bland. 

Kv. inn í góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 07:02

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóf er líklega bara best í öllu.... líka Bubba og Júróvisíon....

Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 07:20

9 Smámynd: Unnur R. H.

Vertu góð við kallana í kórnum Ég er búin að fá nett leið á honum bubba kalllinum, gæti alveg hugsað mér að hvílast á honum smástund. Kannski sonna 5 ár!

Unnur R. H., 1.4.2008 kl. 07:56

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegan 1. apríl - Júróbandið er vonandi aprílgabb..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.4.2008 kl. 08:10

11 Smámynd: Brynja skordal

Stál og hnífur er merkið mitt

Brynja skordal, 1.4.2008 kl. 08:40

12 identicon

hehehehehehehehe.Engin verslunarferð í dag.Góðan dag annars

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:54

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Jenný Anna. Ég deili þessari skoðun með þér - svona að mestu  Samt er ég ekkert andvaka - tiltölulega nývöknuð bara

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.4.2008 kl. 08:55

14 identicon

Segi eins og þú jenný fffffrrruuuuuuusssss held að það sé í lagi að vera pirraður annað slagið sé ekkert að því.

Ég verð pirruð alveg reglulega .

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:02

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

"Bubbi er fínn, það er bara offramboð á honum"

...ég er svooooo sammála.

Laufey Ólafsdóttir, 1.4.2008 kl. 09:33

16 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Bubbi eða Júróbandið - liggja á milli hluta hjá mér.  Þó er júróbandið mér kærara þar sem húsbandið er þar prímus mótor.......    Annars hef ég - eftir áralanga reynslu - passað mig á að láta ekki fíflunum fjölga í kringum mig.   Svo finnst mér líka gott að "þurfa ekki" að hafa skoðanir á "öllu".  Vonandi hefur þú sofið blítt og rótt og tilbúin í að gleðja okkur hin með þínum góðu skrifum! 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 09:41

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góðan daginn.....!

Einhver karlakór í sigtinu....!

Hafðu það gott í dag !

Sunna Dóra Möller, 1.4.2008 kl. 10:02

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska karlakóra bönin mín góð, hehe, en einhvers staðar verður kona að fá útrás.  Á ég að hrækja á Stjórnarráðið?

Gaman að sjá þig Sunna mín, ég sakna þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 10:10

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín kæra og góða Jenný Anna!

Nei, ekki er ég kennari eða leiðbeinandi, á þó marga ættingja fyrr og nú sem eru í þeim hópi.

Ég var hins vegar einfaldlega að bregðast við skrifum þínum eins og vera ber í athugasendakerfinu og í þetta sinn var ég já að andmæla þér nokkuð. En ekki því að bubbi pirri þig vegna þess að þér finnst hann of áberandi, sannalega ekkert að því og margir sem deila þeirri skoðun með þér og hafa raunar gert alla tíð í viðhorfi til Bubba, nei ekki frekar en að gera athugasend við álit þitt á Evróvisionframlaginu (sem ég vil sjálfur sem minnst vita af) heldur því hvernig þú setur þennan pirring þinn fram, að mér finnst háðslega og ÓSANNGJARNMT!

Þú vilt ekki meta fólk út frá sjúkdómum þess hvorki fyrr né nú, var heldur ekkert að segja að þú grðir það, en þú ættir samt sem áðður að vita og þekkja af eigin reynslu, að hefðun þeirra og framkoma sem eiga slðíka fortíð sem Bubbi, er oftar en ekki gjörbreytt og löskuð fyrir lífstíð. Það birtist til dæmis í skertri dómdgreind og röngum viðbrögðum eða meiri en tilefni er til við ýmsu áreiti.

Það er nú alveg hið besta mál í sjálfu sér Jenný, að þér og mörgum lfeiri finnst "síðasti söludagur" vera runnin upp hjá Bubba, eða hann ætti í það minnsta að fara nú að draga saman seglin. En hvernig hann á sjalfur að bregðast við því eða skynja það, held ég að gerist ekki öðruvísi en þannig, að fólk upp til hópa hætti að kaupa plöturnar hans eða mæta á tónleikana, blöð og ljósvakafjölmiðlar sækist ekki eftir því að fá hann til að spila og/eða spjalla eða búa til sjónvarpsþætti, sem þó ALLS EKKI er upp á teningnum enn að því er virðist!

Ekki ætlast þú til þess að hann hætti bara að spila og koma fram, jafnvel þótt ofansagt myndi gerast á svipstundu, 90% færri kæmu til dæmis á tónleika þá myndi hann samt ekki frekar en flestir aðrir bara hætta, en að sjálfu sér leiddi að hann kæmi líkast til sjaldnar fram.

Og því sem hér er haldið fram að frægðin hafi stígið Bubba sérstaklega til höfuðs, þá hefur hún gert það já í bókstaflegri merkingu, hún átt þátt í að skemma það, en hitt er bara rugl að hún hafi fyllt hann stærilæti eða ofmetnaði.

Hallelúja og hana nú haha mín kæra!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.4.2008 kl. 14:49

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir, ég vil ekki að Bubbi hætti að spila.  Þá er það frá.

Þetta er ekki svona mikið mál.  Mér finnst hann og fleiri "ovreexposed" og ég er ekki ein um þá skoðun og það fer í pirrurnar á mér og mun halda áfram að gera, þegar maður getur ekki lesið blöð án þess að ekki fréttir af fólki gargi á mann.

Njóttu þessa frábæra dags.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.