Leita í fréttum mbl.is

Bölvuð meðalmennskan

bb 

Það er tónlist, tónlist, tónlist úr öllum andskotans áttum.  Þið fyrirgefið en ég er smá pirruð.  Bubbafríinu er lokið, hann er að fara að halda tónleika í Austurbæ, 2500 kr. miðinn, gamalt og nýtt á kassagítar.  Maðurinn er óþreytandi.  Hann er kannski blankur.  Ók, hann er svona göfugur, vill endilega leyfa okkur örfáu sem höfum misst af honum á hverjum degi í fjölmiðlum, í sjónvarpinu eða útvarpinu, tækifæri til að uppfæra í okkur Bubbaelementið.  Sumir þekkja aldrei sinn vitjunartíma.

Fyrirgefið á meðan ... þið vitið hvað og já þetta fer í taugarnar á mér. Mun leita mér hjálpar.  Gremja skilar litlu ef nokkru, en þetta er mitt blogg og ég má. 

Sjálfsdýrkendur fara í taugarnar á mér.  Madonna ætlar að endurgera fokkings Casablanca, stemmingsmynd og klassíker, sem er ekki einu sinni stórbrotið listaverk, jú í samspili ljóss og skugga kannski, með sjálfa sig í hlutverkinu sem Ingrid Bergman var í.  Halló vúman, farðu og fleygðu þér.

Og Júróvisjón.  Ómægodd, ég er örugglega ekki best til þess fallin að sjá út hvað er vænlegt til sigurs í þessari ömurlegu lagakeppni, en ég er nokkuð viss um að við ríðum ekki feitum hesti frá þessari í ár og reyndar gæti mér ekki verið meira sama.  En kæru keppendur fyrir Íslands hönd.  Það nægir ekki að sleppa dönsurunum úr atriðinu.  Sleppið laginu og sjálfum ykkur líka og við skulum tala saman.

Svona get ég orðið pirruð yfir litlu.  Fjandinn fjarri mér að ég sé að svekkja mig yfir því, ég er dauðfegin að við skulum eiga meðalmenn í kippum, líkt og aðrar þjóðir, sem tilvalið er að pirra sig á.  Bjargar heilmörgu.

Af hverju var Bjartur hennar Andreu ekki valinn í þessa guðsvoluðu keppni?

En að annari og skemmtilegri sönglist.

Ábreiðukeppnir eru svo sem ekki merkilegar pc en American Idol er fínt.  Flottir söngvarar og Simon Cowell "for starters". Whistling

Þessi er til að hrópa húrra fyrir.

Mílæk.

Ég hálf skammast mín fyrir pirringinn, en ég læt hann flakka.  Njótið vel, elskurnar.  Svona er ég góð.

Ó já, meðan ég man svo ég verði ekki kærð fyrir óviðeigandi tengingu við frétt!  Stones, Stones, sko Rolling f... Stones.

Úje


mbl.is Scorsese filmar Stones
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehehehehehehehehe.Sofðu rótt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Oooohhh hann var svo geðveikislega flottur í Idolinu í kvöld. Það fór bara fyrir brjóstið á mér að fá ekki að vita hver sá um útsetninguna á fokking laginu

Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að þetta sé sama útsetning og hjá Cris Cornell Jónsí mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér finnst sniðug hugmynd, að sleppa laginu, en halda dönsurunum, í Euró-keppninni.  - Og taka aftur inn gömlu búningana með vængjunum. Þá held ég að þetta gæti bara vel gengið.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:03

5 Smámynd: Brynja skordal

Fæ Aldrei leið á tónlistinni hans Bubba Einn af mínum uppáhalds og já ég þori að viðurkenna það En já sammála með þennan í Amerikan idol hann var æðislegur í kvöld sofðu vel mín kæra þrátt fyrir pirring

Brynja skordal, 1.4.2008 kl. 00:05

6 identicon

ja hér þú ert bara í mínu skapi í dag hehehe

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 00:09

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hjördís: Það gengur ómögulega.  Á hverju á ég þá að pirra mig?  Selvfölgeliheder í kommentakerfinu?

Lilja Guðrún: Vængirnir gætu gert útslagið.  hehe

Brynja: Mér er nú ekki svo leitt sem ég læt.  Hef gaman af mörgu sem Bubbi hefur gert, en mér finnst hann mætti aðeins slaka á.  Ekki hægt að opna blað án þess að það séu "fréttir" af honum.  En mér finnst hann hafa átt þrusugóða takta.

Eyrún: Hehe, já smá pírípú eins og dætur mínar segja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 00:39

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvernig er hægt að pirra sig á einhverju sem manni er í raun alveg sama um Jenný mín góð? Svo finnst mér dálítið dapurlegt að þú skulir vera að láta svona út í Bubba, ættir að vita sem er, að hans áralanga áfengis- og eiturlyfjaneysla hefur markað hann til hins verra fyrir lífstíð.Og þetta með vitjunartíman sem hann á að þekkja, ætli séu ekki komin hátt í 15 ár eða eitthvað frá því sjálfur Steinar Berg Hélt því fram í beinni útgsendingu í sjónvarpi, að Bubbi væri búin að vera! (er raunar enn lengra síðan held ég!?) Ég þarf ekki að tíunda hve þetta var arfavitlaust mat hjá honum!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.4.2008 kl. 00:50

9 Smámynd: Brynja skordal

Held ég hafi alveg skilið þig jenný mín vildi bara koma mínu á frammfæri

Brynja skordal, 1.4.2008 kl. 01:23

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir: Ertu kennari?  Eða leiðbeinandi?  Mér finnst þú vera svolítið í því. 

Sko það er hægt að pirra sig á einu og öðru, einfaldlega af því manni langar til þess.  Ég kæri mig ekki um að meta fólk út frá sjúkdómum sem það hefur gengið með, hvorki nú né áður.  Mér finnst bara offramboð af Bubba Morteins, nú um stundir, hvorki meira né minna.  Vona að það fái að sitja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 01:26

11 identicon

Offramboð - góð lýsing - en hvað finnst þér þá um forskeytið „stór“ fyrir framan alla tónleikana sem eru auglýstir með þessum mönnum?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 01:39

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Don´t get me started.  Arg, svo liggur við að ég sé í rusli hérna yfir að leyfa mér að vera pirruð yfir stöðugu ofmötun á örfáum hræðum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 01:48

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skil þig... Vandinn er í hve litlu samfélagi við búum, held ég. Ég er stórhrifin af Bubba sem tónlistarmanni. En það hvarflar ekki að mér að horfa á "Bandið hans Bubba", hef ekki séð einn einasta þátt. Hlusta ekki á neina tónlist neins staðar nema ég sé í sérstöku skapi til þess. Þögnin er fallegasta tónlistin - svona alla jafna.

Ætli það sé ekki vegna þess hvað ég horfi lítið á sjónvarp og les aldrei auglýsingar sem ég fæ sjaldan leið á fólki... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:57

14 Smámynd: Tiger

Ég er bæði sammála þér - og ósammála - en svona er lífið. Ég er alveg til í að henda Bubba í vegg - svo satt að hans vitjunartími er löngu kominn, líka Madonna - í vegg - því ég gruna að Guðrún okkar í Færeyjum muni lesa annað úr því að segjenni Madonnu að fleygja sér sko... *flaut*.

En ég er algerlega ósammála þér með Júróframlagið okkar. Mér finnst lagið æðislegt, fjörugt og mér finnst það fokking grípandi. Ég iða af löngun í að fara að dansa þegar ég heyri það - og það segir mér að lagið sé gott og eigi eftir að gera það fínt bara. Mér finnst Regína og Ómar bæði tvö æðisleg líka, bæði gullfalleg og sóma sér mjög vel á sviði. Finnst það reyndar snilld að losna við dansarana - því þó það sé til að fá inn sterkari bakraddir - þá fókusar það líka á söngvarana sjálfa og það er gott því sviðsljósið elskar þau og gælir við þau. Allavega er ég - eins og þú lest - virkilega mikið hrifinn af Regínu og Ómar Friðrik. En... hver er Bjartur hennar Andreu?? :Þ

Tiger, 1.4.2008 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband