Sunnudagur, 30. mars 2008
Rífa, rífa, rífa
Ég var að þvælast í miðbænum á föstudaginn, m.a. til að ná í Jenný Unu á leikskólann.
Það var svo sannarlega í frásögur færandi. Þegar ég keyrði niður Laugaveginn (hvar ég bjó til sex ára), sem ég elska að hata og hata að elska (blönduðu kórarnir fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn sitja enn í minninu) fékk ég sjokk.
Nú skil ég hvað fólk er að tala um varðandi miðborgina. Að hún sé eins og slömm. Vissulega er langt síðan að kominn var tími á að lagfæra og breyta, en fjandinn fjarri mér hvað þessu hefur farið aftur.
Svo eru allar tómu búðirnar þar sem gluggarnir garga á mann og þeir segja; hér vill enginn vera, ekki nokkur kjaftur. Það er nefnilega sú tilfinning sem ég fékk við að skoða götumyndina.
Hvernig er það með meirihlutann í borginni? Ég hef þá tilfinningu að borgarstjórinn hafi mætt í vinnuna, tekið við lyklunum og farið heim og lagt sig. Þá sjaldan ég sé hann í fjölmiðlum þá er hann eins og nývaknaður og alveg; "jájá, ég er að vinna hérna minnir mig" fílingur. Núna segir hann að "efling" miðborgarinnar sé eitt af hans hjartans málum. Halló, drífa sig þá, vakna og hrista sig.
Birna Þórðar er góð, hún er skipuleggur gönguferðir á slóðir Slömmlordanna. Kjéllan flott. Eins dauði er annars brauð.
Ég vil að gömul hús séu vernduð. Þ.e. hús sem hafa menningarlegt gildi (Torfan), en þessi hús á Laugaveginum (man ekki númer hvað) sem fólk hefur verið að deila um og standa þarna forljót og ógeðsleg! Rífa, takk. Rífa, rífa, rífa.
Og svo er ekki í lagi með mig og suma aðra.
Við létum "Vini Hannesar" taka okkur í görnina. Samskotin eru djók. Mér fannst þetta trúverðugt, ég sver það. Hvað er að mér? Hvað er að Hannesi?
Setjum Magnús í málið - húsin á bálið.
Nú verður einhver súaður upp á aleiguna.
Dóntsúmítú.
Úje og gaman að liffinu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það á bara að rífa þessi hús í hvelli. Þó að það sé flott að halda í fortíðina þá er þetta að verða hreint rugl.
Hafðu það gott skvís og ég ætla ekki að skamma þig fyrir að hafa þvælst út með þennan ljóta hósta. Skamma bara kallinn þinn hehe
Ragnheiður , 30.3.2008 kl. 09:45
Sko ég stalst út, með hita og alles. Varð að ná í Jenný, það er svo gaman. Einar hefði getað farið einn, en amman vill láta hoppa upp í fangið á sér í gleðilátum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 09:57
það er orðið allt of langt síðan ég skoðaði miðborgina og laugavegin en þessar myndir sem maður er að sjá í fréttum úff ekki falleg sjón en er mikið fyrir að horfa á falleg vel upp gerð gömul hús en þetta má sko fjúka út í veður og vind fyrir mér ekki græt ég það myndin sem þú settir inn kemur ekki! En hafðu ljúfan sunnudag
Brynja skordal, 30.3.2008 kl. 10:08
Þetta er hið versta mál allt saman og bara afskaplega sorglegt. Hvernig gat þetta orðið svona? Þetta gerist ekki á einni nóttu heldur hægt og bítandi og allt í einu núna eru allir að vakna upp við vondan draum. Maður hlýtur að krefjast aðgerða og það strax! Mér fannst frábært að heyra Birnu Þórðar kalla Reykjavík "dömuna" sem á betra skilið. Mjög myndrænt og við hæfi.
Hugarfluga, 30.3.2008 kl. 10:26
Já ég er sammála það þarf að virkja og fegra miðbæ okkar íslendinga er ekki að nenna að hafa smáralind eða kringluna fyrir miðbæ en þannig stefnir það hraðbyr ef miðbærinn verður ekki virkjaður meira.
Eyrún Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 10:32
Ég er á sama stað og þú.. þ.e. fer ofsalega sjaldan niður á Laugaveg. Sá viðtal Helga Seljan við Davíð B. og Gísla Martein, standandi niðrí miðbæ og staðurinn líktist einhverju gettói í vanþróuðu löndunum (smá ýkjur). Ég fékk snert af áfalli. Hvað gerðist eiginlega!!
Jóna Á. Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 11:39
Í mínum huga er málið ekki svo einfalt að það eigi bara að rífa gömlu húsin. Langt í frá, því hvað á að koma í staðinn? Það hefur margsýnt sig að mörg hús sem virðast vera gömul hrófatildur verða glæsileg ef þau eru gerð vel upp.
Man einhver eftir Geysishúsinu, ástandi þess og útliti áður en það var gert upp? Það er prýðilegt dæmi um hús sem var gert glæsilegt með því að koma því í upprunalegt horf.
Hvað gerðist, spyr Jóna. Það sem gerðist var einfaldlega græðgi, græðgi verktaka sem sjá sér hag í því að láta húsin grotna niður til að mynda þrýsting á borgaryfirvöld svo þau gefi eftir og leyfi niðurrif og byggingu stórhýsa á lóðunum. Það skal grætt.
Ég skora á fólk að fara niður á Lindargötu og skoða hvernig er umhorfs þar núna. Og það nægir ekki að keyra þar um, það þarf að ganga hægt og rólega þarna um og drekka í sig hryllinginn. Gömlu húsunum var rutt í burtu og í staðinn hróflað upp gráum, ódýrum kössum sem minna helst á fangelsi. Þessir gráu kassar stinga skelfilega í stúf við þau hús sem eftir eru af gömlu Lindargötunni og hefur verið vel við haldið.
Ég hef fylgst nokkuð náið með þessum málum um árabil, og sem dæmi um hvað gerðist á Lindargötunni er hér brot úr frétt sem birtist í Fréttablaðinu 6. október 2006, fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan:
"Verndun götumyndar á húseignunum á Lindargötu 21, 23 og 25 hefur verið aflétt. Þetta var samþykkt í skipulagsráði og í borgarráði nýverið, að sögn Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Eigendur umræddra húsa hafa tjáð Fréttablaðinu að athafnamenn hefðu bankað upp á hjá þeim og viljað kaupa eignir þeirra á markaðsverði. Fengu þeir vikufrest til þess að svara tilboðunum.
Ljóst er að hugur ýmissa stendur til þess að fjölga íbúðum á tilteknum lóðum við Lindargötu. Til dæmis er nú til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa umsókn um breytingar á deiliskipulagi á Lindargötu 28, 30 og 32. Þar standa nú hús, en samkvæmt deiliskipulagi mega þau víkja.
Verið er að sækja um að byggja meira á umræddum lóðum heldur en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi, en þær umsóknir eru lagðar inn fyrir hönd lóðahafa."
Þetta er það sem var að gerast á Bergstaðastrætinu og hefur verið í fréttum. Þetta er líka það sem er að gerast á Laugaveginum, það á að rífa, rífa og rífa og byggja STÓRT.
Ég bendi þeim sam hafa áhuga á þessum málum í alvöru að skoða nýjustu færsluna hjá mér, hlusta á útvarpsþáttinn sem ég linka á og skoða myndbandsbrotið sem ég setti inn.
Fyrirgefðu langlokuna, Jenný... mér er mikið niðri fyrir.
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 11:59
Þetta er bara eins og í útlandinu. Ríkir menn kaupa hús og lóðir og reyna að flæma aðra burtu með drabbi, sóðaskap og slíku til að byggja stórt.
Svala Erlendsdóttir, 30.3.2008 kl. 12:13
Við erum með brunarústir á horni Austurstrætis og Lækjargötu, ekkert gerist. Þessi hús á Laugaveginum sem styrinn hefur staðið um, eru kofar sýnist mér, en annars er ég alls ekki niðurrifsmanneskja þegar hús eru annars vegar. En stundum er ekkert að vernda. Svo er önnur saga, byggingarlagið á nýjum húsum hér í borg. Mörg þeirra hreint ótrúlega ljót og skammsýnin allsráðandi.
Takk krakkar fyrir málefnaleg innlegg.
Lára Hanna þú þarft ekki að afsaka þig hér á mínu bloggi. Þitt framlag er alltaf vel þegið
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 12:17
Þegar þarf að byggja, eins og á horni Austurstrætis og Lækjargötu, á að byggja í sömu mynd og var. Það er ólíðandi aurapúkarnir kæmust hreinlega upp með það að kveikja í vernduðum húsum til að hrúga niður steypukössunum sínum.
Og já Birna Þórðar rokkar.
Elisabet R (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 12:27
Ég bý niðri í bæ (í gríðarlega fallegu uppgerðu járnklæddu timburhúsi, NB), geng Laugaveginn oft í viku og þetta er grátlegra en tárum taki. Vil ekkert endilega halda í alla kofa, hefði til dæmis vel viljað láta hina umdeildu 4-6 (eða var það 2-4) hverfa - nema vegna þess að það sem átti að koma í staðinn var svo mikill hryllingur.
Gef ekki mikið fyrir borgarstjórn eins og hún er, minni á að það átti nú aldeilis að taka til og gera fínt (sjá póst frá kallinum mínum síðan í fyrrasumar), en eina sem hefur gerst á þessum tíma síðan sjallarnir tóku við er að ástandið hefur snarversnað. Man ég ekki rétt annars að á meðan á 102 daga tímabilinu stóð hafi verið fest kaup á brunasárinu niðri í bæ og byrjað að leggja plön. Gengur það eitthvað? ég bara spyr...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 09:14
Borgarstjóri (þáverandi og verðandi) lofaði því á brunadag að eitthvað yrða gert í málinu STRAX og var með háspenntar yfirlýsingar og enn stendur þessi viðbjóður okkur til skammar.
Er miðbæjarmyndin ásýnd innra manns Íslendinga? Hm.. ég skal ekki segja en þetta er ótrúlegt hvernig borgin er til fara. Daman okkar. Kannski endurspeglast þarna verðmætamat íslenskra stjórnmálamanna, mér hefur dottið það í hug Hildigunnur.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 09:29
já, það er nefnilega einmitt það sem ég er svolítið hrædd um :'(
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.