Leita í fréttum mbl.is

Múslimar og kvennakúgun

burka_graduation

Ég horfði á sænsku heimildarmyndina "Det svider í hjärtat" í kvöld á RÚV.  Hún fjallaði um unga múslima á Norðurlöndunum, aðallega þá sænsku, og möguleg tengsl þeirra við hryðjuverkasamtök.  Einnig var reynt að komast til botns í því hvað veldur, að strákar úr þessu umhverfi þrá það eitt að deyja píslarvættisdauða.

Þessi mynd stóð ekki undir mínum væntingum og svaraði svo sem engu, en hún var athyglisverð eigi að síður.  Það var fylgst með ungum manni frá Gautaborg sem hafði verið í afbrotum en tekið múslímska trú.

Til að gera langa sögu stutta, þá er ástæða þess að ég fór að blogga um þetta, tvö "örlítil" atriði í myndinni.  Kona ætlar að heilsa Lennart hinum trúaða, með handabandi en hann setur höndina fyrir aftan bak og konan segir fyrirgefðu!!!

Hann getur ekki tekið í höndina á konu. Konan óhrein, óæðri.  Fyrirgefðu hvað?  Erum við að tapa okkur í aðlögunarhæfni hérna?

Hitt atriðið er úr íbúð sama manns, hann fer með mat inn í herbergi til konu sinnar, sem hann segir trúaða og geti þess vegna ekki verið í herbergi með ókunnugum karlmönnum.  Þetta gerist í Gautaborg dagsins í dag, rétt hjá þar sem ég bjó, gæti verið hérna í Breiðholtinu bara.

Ég er svo klofin í þessu máli.  Ég vil skilja og virða öll trúarbrögð á meðan þau standa ekki fólki fyrir þrifum, meiða og skemma.  Ég get aldrei, þó ég lifi til eilífðar, skilið að fólk geti lifað eins og ekkert sé og látið það vera hluta af lífssýn sinni að konur og stúlkubörn séu minna virði og réttlausari en karlmenn.

Ég missi gjörsamlega kúlið og víðsýnina og verð bálreið og pirruð.  Mér finnst það vont.  Það er alls ekki hlaupið að því að sýna umburðarlyndi þegar svona er í pottinn búið. 

Ég get svo sem ekki gert annað en að andvarpa yfir örlögum kynsystra minna í múslímskum löndum en hvað með okkur hér á Vesturlöndum?  Trúfrelsi er eitt en hvað með jafnréttislög?  Er það mögulegt að við sjáum konur með búrkur á Íslandi áður en langt um líður?  Væri það leyfilegt undir merkjum trúfrelsis eða skarast kvennakúgun trúarbragðanna á við landslög?

Andskoti sem þetta liggur þungt á mér.

Einhver?

En ég er samt alveg í því að vera umburðarlynd, en því sleppir algjörlega þegar kvennakúgunin ullar framan í mann og það frá minni elskulegu Gautaborg.

Arg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann getur ekki tekið í höndina á konu. Konan óhrein, óæðri.  Fyrirgefðu hvað?  Erum við að tapa okkur í aðlögunarhæfni hérna?

Veistu Jenný mín, að ég vil vera umburðarlynd og réttsýn manneskja, en þegar maður upplifir svona lagað, þá fer maður að hugsa, hvað er að hjá okkur að við meðtökum þvílíkt og annað eins í okkar samfélagi, og lokum augum og eyrum.  Og svo annað, hvað er fólk sem er með svona kreddur að sækja í önnur samfélög, þar sem allt önnur gildi eru ? Af hverju í ósköpunum er fólk eins og þessi piltur ekki bara heima hjá sér, þar sem þetta er viðtekinn venja.  Og af hverju samþykkjum við að þetta sé í lagi í okkar samfélagi ?  Ég er alveg viss um að ef við förum til landa eins og þessi trú er upprunnin í, og ætlum okkur að lifa samkvæmt okkar siðvenjum, þá yrði okkur snarlega annað hvort í besta falli vísað úr landi, eða hreinlega sett í fangelsi.  En veistu það má alls ekki tala um þetta, vegna þess að það heitir á máli sumra rasismi  Og samkvæmt því er ég hér með og reyndar löngu síðan orðin rasisti í augum slíkra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 01:13

2 identicon

Þið sem viljið fjölmenningu, þetta er hluti af henni og hættið að kvarta yfir því.  Þið konur sem dásamið fjölmenninguna verðið bara að venja ykkur við að hjá múslimum eruð þið settar skör neðar(eða tveim) en karlarnir(þ.m.t. ungir synir).  Ef þið sættið ykkur ekki við það þá verðið þið að berjast gegn þessu svokallað fjölmenningarsamfélagi, því í gegnum það er þessu andskoti að skjóta rótum hérna í okkar heimshluta.

kalli (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 01:37

3 Smámynd: Linda

Ég tek undir með Ásthildi og þér Jenný þetta er skelfilegt og óhuggnalegt.

kv.

Linda, 26.3.2008 kl. 02:01

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Innan allra trúarbragða er fólk sem afbakar kenningarnar og fremur glæpi í skjóli trúarinnar, ég virði hins vegar öll trúarbrögð  sem slík, og er hlynnt fjölmenningarsamfélagi, það þýðir ekki að ég samþykki kúgun gegn konum eða aðra glæpi. 

Ég þekki múslima og þeir eru svo sannarlega ekki allir svona , frekar en að allir kristnir séu öfgamenn eða trúarnöttarar, málið er að fólk finnur sér ýmis skálkaskjól til að kúga aðra, t.d. í gegnum trúna. 

Það ætti að vinna gegn hverskonar misrétti hvar svo sem það finnst, óháð trúarbrögðum. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.3.2008 kl. 02:48

5 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er allt nokkuð snúið.  Ekki síst fyrir okkur sem viljum hafna rasisma.  Það er einfalt að segja múslimum að pilla sig heim til sín ef þeir geta ekki aðlagast okkar siðum.  Á sama tíma erum við,  það er að segja Bandaríkjamenn með stuðningi Íslendinga,  búin að hrekja næstum 5 milljónir Íraka frá heimilum sínum.  Gera þá að flóttamönnum.  Þar af 2,2 milljónum í neyð.  Það er hægara sagt en gert að segja þeim að pilla sig heim og verða hluti af rösklega milljón manns sem innrás OKKAR í Írak hefur skilið eftir sig á forsendum upploginna ástæðna og falsaðra sönnunargagna. 

  Engu að síður er full ástæða fyrir okkur að samþykkja ekki skoðanir og viðhorf sem stangast algjörlega á við okkar,  ja,  segjum bara nútíma þjóðfélag.  Í Biblíunni segir að konur skuli þegja á mannamótum og margt annað bull sem jafnvel íslensk harðlínu trúfífl líta framhjá.  Eða eru ekki að hampa.  Það er helst að þau hampi því að hommar séu viðurstyggð samkvæmt skilgreiningu Biblíunnar.

  Þar fyrir utan:  Dæmi um einstaka trúarofstækismenn múslima eða annarra á ekki að heimfæra upp á milljónir manna.  Múslímar heims eru 1200 milljónir.  Ég veit ekki hvað hátt hlutfall þeirra er bókstafstrúarofstækisfólk.  Boxarinn Muhameð Ali,  strákarnir í Wu Tang Clan,  Cat Stevens og fjölmargir aðrir múslimar eru mjög fjarri því sem til að mynda talibanar standa fyrir.

  Er böðullinn frá Texas,  Brúskur,  fulltrúi vestrænna kristinna manna?  Eða Gunnar í Krossinum?

  Ég átta mig alveg á þínum punkti,  Jenný.  Og ég er jafn ringlaður í öllum þessum mótsögnum,  öfgum og því öllu. 

Jens Guð, 26.3.2008 kl. 03:28

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Jenný

Fín grein hjá þér.

Ég bý í Bretlandi og hér um slóðir ganga konur í svörtum pokum með blæju fyrir öllu andlitinu á eftir sportklæddum eiginmönnum sínum. Í hvert sinn sem ég sé þannig pör geng ég upp að manninum og spyr hann hvað hann hafi í pokanum. Síðan kasta ég kveðju á konuna. Yfirleitt reiðast eiginmennirnir og hreyta einhverjum ónotum í mig.

Þeir Bretar sem staðið hafa mig að þessu eða ég hef sagt frá þessu og þeim finnst ég mjög vogaður, sumum ókurteis en aðrir segja mig hætta lífinu  með þessu háttarlagi.

Ég get alveg skilið að ekki sé hægt að banna ákveðin klæðnað, en mér finnst lágmark að banna andlitsblæjuna sem er ekkert annað en tákn niðurlægingar fyrir konur. Þar að auki á að vera hægt að bera kennsl á þá sem athafna sig að einhverju leit á almannafæri. Annað verður almenn menntun að lagfæra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.3.2008 kl. 04:18

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kalli: Ég vil fjölmenningu, elska fjölmenningu og tel hana af hinum góða.  Þannig að það sé á hreinu.

Jens: Þú nærð algjörlega því sem ég er að fara.

Takk krakkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 08:53

8 identicon

Sá myndina og þótti sum atriðin sem snéru að konum sláandi.En þetta eru ekki nýjar fréttir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:17

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Tek undir með Hrafnhildi Ýr. Þekki marga múslima sem ekki hegða sér svona. Mikilvægt að gera mun á trúarnötturum og venjulegu fólki sem þekkir mun á trú og hefðum.

Fjölmenningarsamfélagið byggist á menntun og fræðslu fyrir alla menningarhópa en allir menningarhópar verða að lúta reglum samfélagsins. Umburðarlyndi er líka nauðsynlegt en ekki fyrir kúgun og ofbeldi. 

Laufey Ólafsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:26

10 identicon

Ég er svo sammála þér. Ég bjó í hálfgeru „gettói“ úti í Danmörku og það sem hræddi mig mest við íslam var staða kvenna. Þær voru einangraðar og mállausar og svo fældu slæðurnar frá - maður þorði ekki að yrða á þær af ótta við að móðga þær eða eitthvað. Í skólanum hjá syni mínum hitti maður nokkrar þessara kvenna, sú þeirra sem var slæðulaus brosti alltaf sínu breiðasta til allra og var að rembast við að tala dönsku en hinar litu aldrei á mann heldur héldu sig við hlið eiginmanna sinna. Ég þakka fyrir að dætur mínar séu fæddar í vestrænum heimi - ég myndi aldrei óska þeim hlutskipti þessara kvenna.

Held samt að vestrænar konur geti ekki þröngvað sinni lífsýn upp á þessar konur. Konur sem eru sömu trúar og frjálslyndari hafa meiri möguleika á að ná til þeirra. Þær þurfa sjálfar að fara í frelsisbaráttu - eða það held ég án þess að þykjast vita hvað best sé að gera til að bæta stöðu þessara kvenna.

 Með kveðju  

Eva Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:35

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill hjá þér Jenný.

Ég reyni að vera víðsýn og umburðarlynd þegar önnur trúarbrögð eiga í hlut, reyni og reyni og finnst ég eiga að halda áfram að reyna það og gengur bara nokkuð vel svo lengi sem fjarlægðin er mátulega mikil!!

Hinsvegar skjótast fram klærnar á manni algjörlega oförvarendes þegar þetta er komið heim í stofu hjá manni (í TV) þessi framkoma við konur þó einungis séu þeirra siðir sem orsaka framkomuna - ekkert persónulegt um þá tilteknu konu/mann. 

Ég horfði á þessa mynd og bjó í Gautaborg í 4 ár á skólaárunum í gamla daga og mér leið svipað og þér, lenti í conflict við sjálfa mig.

Þau eru mörg vítin að varast í þessum málum, ekki vill maður gerast einn allsherjar besserwisser heldur,  eins og hver annar heimskur ameríkani sem aldrei hefur komið út fyrir sína eigin borg hvað þá fylki eða land, og ætla svo helst að breyta öllum heiminum í það horf sem hann er, séð frá þeirra eigin nafla.

Marta B Helgadóttir, 26.3.2008 kl. 14:26

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Marta takk fyrir þetta.  Ég skil nákvæmlega hvað þú ert að fara.  Maður er alveg í báðar áttir.

Takk öll fyrir frábæra og málefnalega umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 14:48

13 identicon

Flest ef ekki öll trúarbrögð kúga konur, trúarbrögð eiga stóran hluta í hlutskipti kvenna í gegnum tíðina.
Skipulögð trúarbrögð eiga ekkert umburðarlyndi skilið.
Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Ég skil ekki trúaðar konur PUNKTUR

DoctorE (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 14:57

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég fór í námsleyfi erlendis fyrir um tíu árum síðan, og leigði þá íbúð með samnemenum mínum m.a. tveim múslimum,  manni og konu.   Á kvöldin sátum við oft, lengi, við að kryfja málefni dagsins, og þ.á.m. trúarbrögð.  Þau vildu bæði meina að slík framkoma sem að þú lýsir hér, að taka ekki í hendina tilheyrði sömu ofsatrúarhópum og það að bera blæju, og væru undantekning, í heimalöndum þeirra.  En sögðu mér líka, að í þeirra löndum "var þetta" svona, hjá öllum, hér áður þ.e. áður en handþvottur og sápa urðu almenn eign, þetta hafi verið varúðarráðstöfun v/sýkingarhættu.  Því við notum iðulega hægri hendi til notkunar á salernispappír, og ætlumst svo til að geta snert ókunnugan, eins og ekkert sé, með sömu hendi.  Já, þeir nota þá vinstri.  Því lenti vinkona mín, sem er örvhent, í veseni, á Indlandi, engin vildi taka í hendina á henni, meðan fólk heilsaði mér með hægri. Og það voru hindúar. -  En auðvitað eigum við, að setja skýrar,  umgengnisreglur, á okkar forsendum, fyrir dvalarleyfi, allra sem hingað koma, til lengri eða skemmri tíma, hér á landi. Og við eigum að vera með þessar reglur á hreinu, og nota þær í daglegu samneyti við hvert annað.  Bara smá innlegg í umræðuna með kærri kveðju.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:13

15 Smámynd: halkatla

múslimar eru augljóslega eins mismunandi og fjölbreyttur hópur og allir aðrir hópar, það þarf ekki að taka það fram að þeir séu ekki allir einsog þeir allra allra verstu í hópnum. Það þarf hinsvegar að fræða fólk um Islam og hvað sú trúarkenning stendur fyrir í raun, þeir sem tjá sig mest um Islam og gæði hennar vita yfirleitt allra minnst um málið í raun og það er sorglegt. Þeir byggja allt sitt á einhverjum indælum múslimum sem þeir þekkja eða hafa hitt. Það tengist trúarbrögðunum, reglum þeirra, sögu og kenningum nákvæmlega ekki neitt þótt fjöldinn allur af indælu fólki fæðist í múslimaríkjum einsog annarsstaðar.

það er nefninlega mun auðveldara fyrir fólk einsog okkur að sjá til þess með áframhaldandi varúðarleysi og tillitssemi einsog við höfum hingað til sýnt, að konur missi aftur það sem áunnist hefur hjá þeim í okkar tíma og rúmi, heldur en að okkur takist að rétta hlut kvenna um allan heim þannig að þær verði allsstaðar meðteknar sem jafngildir einstaklingar og karlmenn, sem ráða hvernig þær klæða sig, stunda kynlíf etc. Ég stend hörð á því að það að taka af konum rétt til að sýna andlit sitt eða að ákveða sjálfar hvort þær fari út, í heimsóknir eða hvaðeina, sé afmennskun og það er 100% rétt hjá mér svo mikið er víst, en afmennskun er náttlega sama og dehumanization.  

Mínar hetjur eru baráttukonur múslima sem stofna kvennaathvörf þarsem það er ólöglegt og fólk sem reynir að hjálpa "eignum" annarra fær morðhótanir og er oft drepið, og ég elska þá múslima sem þora að yfirgefa þessa trú jafnvel þótt þeir þurfi að vera á flótta undan eigin fjölskyldu allt sitt líf. Við getum svo engan vegin sett okkur í þeirra spor eða skilið hvað það er að vera múslimi, fæddur sem múslimi í múslimasamfélagi (hvar sem er í heiminum) fyrir okkur er normal að velja hvort við trúum eða ekki og allt slíkt, en hjá miklum meirihluta múslima er það alls ekki þannig.

(sorrí, smá ritgerð - pistillinn þinn er mjög flottur btw) 

halkatla, 26.3.2008 kl. 16:08

16 identicon

Skúli kristni, þú getur fundið jafn ljóta hluti og ljótari í þinni heitt elskuðu bók.
Trúarbrögð hafa alltaf verið helsti óvinur kvenna... vá ég er alltaf að segja það sama, vonandi prentast þetta inn í ykkur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:44

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með handabandið, þe. að karlmenn taka ekki í hönd konu honum óskyldum (og konur ekki í hönd karls) þá þarf það ekkert að vera dæmi um fyrirlitningu eða kúgunarviðhorf.  Gæti alveg eins túlkast sem virðing! 

 En hugmyndin samt er, held eg, að forðast líkamlegann kontakt... gæti leitt til freistiga.

Reyndar er svipaður (eða bara alveg sami) siður hjá trúuðum gyðingum.  Og einnig forðast hindúar líkamlega snertingu við ókunna konu og kona við mann.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2008 kl. 22:05

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er aldeilis að gengur á hér.

Skúli:  Ég veit að þú leggur heljarmikla orku í að koma á framfæri andúð þinni á múslimum.

Ég stuðaðist af þessu tiltekna atriði, ég stuðast líka oft og mikið vegna kúgunnar kristinnar manna á hvorir öðrum og þá einkum og sér í lagi börnum.

Ég var að velta því fyrir mér með færslunni hvaða viðbrögð við myndum sýna við burkuklæddum konum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 23:11

19 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Bókin Frjáls eftir Aajan Hirsi Ali fjallar einmitt um umburðarlyndi vesturlanda gagnvart bókstafstrú. Aajan er mjög gagnrýning á það, kannski um of til að ná eyrum þeirra sem þyrftu að heyra.

Samt sem áður þörf umræða. Hvet alla til að lesa þessa bók.

Kristjana Bjarnadóttir, 27.3.2008 kl. 00:41

20 identicon

Takk fyrir góðan pistil Jenný, sem hefur orðið hvati að fróðlegri umræðu. Ég er endalaust að glíma við þetta sjálf. Ég var mjög upptekin af umburðarlyndinu fyrst þegar ég tók að ferðast um  heiminn, og reyna að skilja hlutina frá forsendum heimafólks. En ég uppgötvaði líka að það að skilja er ekki það sama og samþykkja. Í mínum huga eru ákveðin grundvallarmannréttindi sem eru mikilvægari en allar venjur og hefðir, sama hversu djúpar rætur slíkar hefðir eiga sér í viðkomandi menningu.

Þetta með að heilsa karlmönnum sem eru múslimar, þá er það eitthvað sem ég reyni að virða ef ég ferðast á þeim slóðum - en á sama hátt og ég reyni að aðlaga mig á ferðalögum, þá finnst mér engin ástæða til að ég sé að rembast mikið við að aðlaga mig að hefðum gesta sem koma að heimsækja mig á mínar heimaslóðir.  Þeir sem heimsækja okkur og kjósa að aðlaga sig ekki að lágmarks kurteisivenjum í okkar heimshluta verða að eiga það við sig - en þurfa þá líka að taka afleiðingum þess að mörg okkar upplifum þessa gesti sem bæði ókurteisa og móðgandi.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:04

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh ég vildi að ég gæti kommentað hérna ...en ég meika ekki að byrja að svara sumu fólki hérna. Hluti af þvi felur sig á bak við flokkinn sinn og aðrir ekki, veit ekki hvort er verra

Heiða B. Heiðars, 27.3.2008 kl. 12:19

22 identicon

Skúli ég bið þig um að lesa bókina þína, þar kemur fram mikið ógeð um konur... meira að segja boðorðin tala um konur í sömu hendingu og þau tala um þræla, asna og uxa.

Munurinn á þessu dæmi öllu liggur í því að kristni hefur verið þvinguð í mannlegt siðgæði á síðustu tímum... það er ekki langt síða að það var sénslaust fyrir konu að verða prestur... margir eru á móti slíku enn þann dag í dag.

Lestu bókina þína áður en þú dæmir aðra álíka bækur og mundu það að benda á eitthvað verra en þína trú gerir þína trú ekkert betri.

Trúarbrögð eru afmennskun, hvort sem það er islam, kristni eða whatever... trúarbrögð eru ekkert nema typpabrögð, sköpuð fyrir typpi til þess að stjórna píkum og bara öllu



 

DoctorE (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:04

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"...hvaða viðbrögð við myndum sýna við burkuklæddum konum."

Já, ég hugsa að það mundi bara líða yfir margann íslendinginn !

En eg segi fyrir minn hatt, að eg mundi ekki sýna nein viðbrögð þó eg mætti búrkuklæddri konu. 

En fyrst er ég sá slíkt erlendis (sem ferðamaður) þá varð mér óneitanlega starsýnt á viðkomandi manneskju.  En smá saman vandist maður því og eftir dálítinn tíma hætti maður að spekulera í því.

Ég man ekki eftir að hafa séð uppákomu eins og Svanur minnist á; Karlmaður með poka í eftirdragi o.s.frv. (en ég var bara ferðamaður og hef ekki langtímareynslu eins og hann.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 14:41

24 identicon

Einar hvað annað get ég sagt..
Trúuð frekjutyppi vilja meina að við séum lifrur sem púpumst út og fljúgum til macho einræðisgeimgaldrakarls... ef það er ekki afmennskun þá veit ég svei mér ekki hvað afmennskun er.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:01

25 identicon

Ég vona að fólk sé aðeins að opna augun fyrir þessu ,ég held að þessi trúarbrögð geti ekki sameinast á meðan annað setur bann við að bæði kynin séu jöfn,konur hafa bara allsekki sama rétt og karlmaðurinn hjámúslimum.

Hannes Halldórsson, (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:48

26 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það er ekki rasismi að berjast fyrir jafnrétti!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.3.2008 kl. 17:37

27 identicon

Góðan daginn Jenný,

Má maðurinn ekki vera feimin?

Það eru ekki allir karlmenn sem eru það ófeiminir að geta tekið fallega konu handabandi...

Er það ekki bara gott og blessað af eiginkona mannsins vill ekki sitja með ókunnugum karlmönnum? Og sé feimin og hógvær eins og karlinn.

Er það ekki bara í fínu lagi eins og það er í lagi þegar kalli og sigga sem skella sér uppíbústað um helgar með vinum sínum fá sér vel niðrí því með vinum sínum og fara síðan í vilta hópreið saman?

Við þurfum nú ekki öll að stunda saurlífi er það? ;-)

Haukur Þór Þorvarðarson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:55

28 identicon

Jenný,

Mæli með bókinni Girls of Riyadh eftir Rajaa Alsanea ef þú hefur áhuga að kynnast raunverulegu lífi kvenna í Íslam.

Bókin fæst á Amazon.

http://www.amazon.com/Girls-Riyadh-Novel-Rajaa-Alsanea/dp/1594201218

Haukur Þór Þorvarðarson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:22

29 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

USs svona tal er rasismi þú gætir mógað einhvern múslima :(

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.3.2008 kl. 02:00

30 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hæ Haukur ég man eftir gömlu blogg síðuni þinni þar sem þú viðurkenndir þinn stuðning við sharia lög

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.3.2008 kl. 02:00

31 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Síðan varstu að reyna að afsanna þrónunarkenninguna með einhverjum versum úr kóraninum

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.3.2008 kl. 02:03

32 Smámynd: Njáll Harðarson

Fín grein, mig langar til að benda ykkur á nýlegt innlegg frá Hollandi, en þar eru menn farninr að óttast um hag sinn gagnvart múslimum. Kíkið á þessa mynd um Múslima Krítik unna af Geert Wilders - Ekki við hæfi barna eða þeirra sem eru viðkvæmir

http://www.liveleak.com/view?i=7d9_1206624103

 lifið heil

Njáll Harðarson, 28.3.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.