Leita í fréttum mbl.is

Háhælar og blingbling

 

61

Þessi dagur hefur verið frábær.  Hjá mér sko, en ekki svo mikið hjá sjoppueigendum í Breiðholtinu, en það er önnur saga.

Toppur dagsins var afmælisfundurinn í Laugardagshöll, sem var stoppuð með fólki.  Mínu fólki. 

Ef ég verð einhverntíma fyrir "trúarlegum áhrifum" eða "andlegri vakningu" þá er það á svona fundum.

Það er svo gaman að vera edrú megin í lífinu.

Í kvöld hef ég hitt fullt af skemmtilegu fólki, allir í hátíðaskapi.

Margir voru á leiðinni á tónleikana í Háskólabíó þar sem verið er að safna fyrir öflugri sendi fyrir AA-útvarpið.

En ég fór heim, ég er svo mikill heimavöndull stundum.

Ég skutlaði af mér þeim háhæluðu, slengdi blingblinginu ofan í skúffu, ruddi málningunni af andlitinu og nú sit ég hér, sápuþvegin í framan, með hárið í allar áttir og hamra á lyklaborðið. 

Augun í mér eru geðveikisleg og starandi.

Ók það er ekki rétt, þetta með augun sko, en mig langaði til að tóna færsluna út í hryllingssögu.

En það má ekki.

Það er föstudagurinn langi.

Knús inn í nóttina.

Þessi alki fer edrú að sofa, jájá.

Cry me a river!


mbl.is Tónleikar fyrir 12 spora sendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gormur geturðu verið ! Á flækingi og kíktir ekki til mín ? Já ég veit, ég er í hina áttina. Þarft ekki einu sinni blingbling til að kíkja hehe

Ragnheiður , 21.3.2008 kl. 23:02

2 identicon

Þessi afmælisfundir á föstudaginn langa eru víst alltaf mjög hátíðlegir. Greinilega góður dag hjá okkur systrum í anda - knús til þín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný nú spyr ég bara eins og fávís kona af því að ég er svo mikill  ,,útlendingur"  hvað er þetta nýyrði hjá ykkur hér á blogginu  BLÆTI!!!!!! Ég er alveg heimaskítsmát og langar alveg rosalega til að fá skilgreiningu á þessu ,,nýyrði"  eða hef ég ekki fylgst nógu vel í tímum hér í gamla daga.  Þóttist hafa lært ylhýra málið okkar þokkalega vel í skóla.    NB þetta er ekki athugasemd heldur einskær forvitni.   Mér finnst ég vera stundum svo aftanlega á kúnni hvað varðar íslenskukunnáttu, tók mig langan tíma að fatta hvað teymi var.  Fékk bréf fyrir nokkrum árum þar sem stóð öldrunarteymi og horfði bara á orðið eins og fáráðlingur. Varð síðan að geta í eyðurnar og það tókst, en BLÆTI!!!!!!!!!!!!  Skil ekki bops.

Ía Jóhannsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gott að koma heim og henda þeim háhæluðu út í horn!

Góða nótt.

Edda Agnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blæti  -  fettis, er það ekki rétt þýðing??  Til hamingju með daginn Jennslan mín  Child Basket Child BasketChild Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er þýðing á enska orðinu "fetish".  Blæti hefur tvær orðabókarskýringar:  1) fórnardýr, fórn (e-ð sem er fórnað)  og 2) hlutur sem er dýrkaður sem goðvera, skurðgoð.

Blæti er komið af orðinu "blót" og það orð, þ.e. blót, getur líka þýtt blæti eða fórn(ardýr).

Semsagt... af þessu mætti með góðum vilja draga þá ályktun að trú forfeðra okkar, hinna heiðnu landnámsmanna, hafi verið "fetish"! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Til lukku með daginn

Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.3.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna: Takk fyrir að setja þetta svona flott upp, þ.e. skýringuna á blæti.

Ía: Nú veistu það.

Ragga: Er á leiðinni, alltaf á leiðinni.

Edda: Dásamlegt að henda af sér fjötrunum.

Ásthildur: Þú hafðir það líka.

Hallgerður: Er 163 cm á góðum degi.

Ragnhildur: Takk.

Anna mín kæra andans systir: Ég á ekki orð til að lýsa stemmingunni, en hún var yndisleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 23:45

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, til hamingju með daginn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:45

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Lára Hanna og Ásdís þið eðalkvinnur.  Jamm, ég var svona farin að pæla í þessu hvort þetta væri ekki skilt enska orðinu ,,fetish" sem almennur Breti ætti bágt með að skilja í dag. 

 Nú er það engin spurning ég kaupi mér nýju íslensku orðabókina þegar ég kem heim í apríl.  Þetta bara gengur ekki lengur.  Farin að skammast mín fyrir orðaforðann en samt,  halló  BLÆTI mér finnst þetta bögun, alveg sama hvað íslenskufræðingar eða nýyrðanefndin segja. Langsótt líka þar sem við getum rakið þetta aftur í Goðafræðina. 

Takk fyrir að upplýsa mig fávísa konuna hér í Tékklandi.

Ía Jóhannsdóttir, 22.3.2008 kl. 00:01

11 Smámynd: Hugarfluga

Frábært að dagurinn hafi verið góður! Hælarnir hafa pottþétt ekki skemmt fyrir sko. Best að fara að sofa edrú, hvort sem maður er alki eða ekki. Gúnatt min skat og mundu eftir að nota tannþráð á þunnudaginn til að stinga páskaeggjaungann úr tönnunum. Þessar appelsínugulu lappir eru andstyggð að tyggja. Jamm.

Hugarfluga, 22.3.2008 kl. 00:23

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ía: Komið á hreint, blæti, blæti, blæti.  Jájá. Hehe

Fluva: Krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 01:03

13 identicon

Góðan daginn vinkona.Stóri fundurin er ávallt snilldin ein.Komst ekki því miður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 09:35

14 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Oh mig langaði svo að fara á fundinn og tónleikana en komst ekki.

Hafðu það gott um páskana

Sædís Ósk Harðardóttir, 22.3.2008 kl. 09:49

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Birna og Sædís: Þið komið næst.  Þetta fleytir manni langt andlega, þ.e. stóri fundurinn.  Yndisleg samkennd. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 09:54

16 identicon

Sæl Jenný

Ég vil leiðrétta þig með að þetta er ekki AA-útvarp heldur 12 spora útvarp. Á því er mikill munur eins og flestir félagar í AA vita. AA samtökin lána ekki nafn sitt og halda sig utan þjóðmálaumræðu.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband