Leita í fréttum mbl.is

Krossablæti????

404px-Christian_cross_svg

Ég er trúuð kona á einkarekstursbasis.  Það er eini einkareksturinn sem ég kem nálægt.  Þetta þýðir að ég er blanda ekki saman trú og trúarbrögðum, hver sem þau eru.  Trúarofsi hræðir mig, hefur alltaf gert og vísast hefur ofsatrúarelementið í mannfólkinu leitt okkur í blóðug stríð og útrýmingar á heilum þjóðum, allt í nafni málstaðarins.  Þetta á auðvitað við um pólitískt trúarofstæki líka.

Ég er samt enn að verða hissa.

Ekki getur það verið pjúra heimska og fáfræði sem fær kaþólikkana á Filipseyjum til að negla sig á krossa?  Er það?  Nei, svarið getur ekki verið svo einfalt.  Við eigum glás af trúarnötturum á Íslandi og mér vitanlega negla þeir sig ekki upp á krosstré á föstudaginn langa.  Þeir gera það þá inni á sínum einkaheimilum í algjörri kyrrþey (omg, ég vona ekki). 

Hvaða element er þetta þá ef ekki kemur til fáfræði eða knöpp heilastarfsemi?

Ég er, fjandinn hafi það, alveg KROSS-bit yfir þessu dýrkunarformi.

Blóð, sviti og tár, gerir ekkert fyrir mig, eflaust ekki fyrir Jesús (sem mér þykir vænt um) og alls ekki fyrir fólkið á Filipseyjum, eða hvað?

Er það endorfínrúsið sem verið er að sækjast eftir?

Hvað ætli Guði finnist um þetta hátarlag? Eða Jesús?

Hm..

Einhver??

Má ég þá heldur biðja um krúttlega Vantrúarbingóið á Austurvelli.

Svo dúllurassaleg gjörð!

Síjúgæs!


mbl.is Krossfestingar á Filippseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir hljóta að fá eitthvað kikk út úr þessu blessaðir, eða adrenalín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hef aldrei skilið þessa seramoníu. Stundum reynt það þegar birtar eru myndir af þessu í fjölmiðlum - eina niðurstaðan er að mér hefur fundist þetta helst líkjast athyglisýki.

Edda Agnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er algjör klikkun. Mætti ég þá frekar biðja um bingó!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2008 kl. 15:42

4 identicon

Furðuleg hegðun þessar misþyrmingar.En mér er slétt sama hvort fólk spilar bingó eða á spil á páskum.En ef það eru sett lög um eitthvað ber okkur að fara eftir þeim þótt asnaleg séu.Spila bingó heima til dæmis.Annars var ég trúarspíran að koma úr kirkju.Enn ekki hvað? hehehehehe.Var að hlusta á leikara lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar.Þvílík snilld sem þetta skáld er og lesturinn var svo magnaður.Svo kom leikur á flygil og selló.Hver þarf páskaegg? spyr ég bara.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:00

5 Smámynd: Árni þór

Góður punktur hjá Birnu lög eru sett til að farið sé eftir þeim

Árni þór, 21.3.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Tiger

Krossfestingar, þyrnikórónur og gaddavírar - naglar og aðrir hlutir notaðir til að blóðga og limlesta fólk - limlesta það og eftirláta þeim sár sem gróa oft á tíðum illa og skilja eftir sig mikil ör og sár sem lengi sitja - well - hvað getur maður sagt - þvílík heimska!

Það að nokkur lifandi manneskja skuli halda að þetta sé Guði þóknanlegt, það finnst mér algerlega óskiljanlegt. Allir ættu að vita að hann vill engri sálu svo illt að hún þurfi að blæða eða líða vítiskvalir, bara til að "þóknast" honum??? Hvað er að sumum? En þetta er náttúrulega bara mitt álit, ég tel að þetta sé honum ekki þóknanlegt og hann sé ekki ánægður með svona skelfilega heimsku - trú, ofsatrú eða hvað fólk sem stundar þetta vill kalla það - heimska í mínum huga.

Rétt eins og mér finnst alger óþarfi að fara í kirkju til að segja honum að ég trúi á hann, þarf ekki að vera staddur á heilagri jörðu til að fara með bænir... ég get talað til hans, beðið bænir - skammað hann - þakkað honum - dýrkað hann - bölsótast honum - allt bara þar sem ég er staddur hverju sinni, þarf enga kirkjumottu til að geta þetta. Hann er aldrei lengra í burtu en það augnablik sem það tekur að hugsa til hans. Hann er í öllu því góða sem við gerum okkur og öðrum - en ég hugsa að hann væri síst í öllum þeim sárum, gaddavírum og nöglum sem heimskir menn nota til að blóðga sig með. En - þetta er svo sem bara mitt álit og mín trú - sem þarf svo sem ekkert að vera réttari en hver önnur...

Tiger, 21.3.2008 kl. 18:19

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Law and Order var athyglisverður þessa vikuna. Um var að ræða prest sem var í raun að þjálfa her barna til þess að berjast gegn múslimum. Hann trúði því að eina  ráðið væri að beita sömu brögðum og byggja upp her manns sem væri tilbúinn til þess að deyja fyrir trúna. Þetta var sami öfgahugsunarhátturinn og sést hjá sjálfsmorðssveitum múslima, nema þarna var um að ræða kristna menn. Af því að Law and Order byggir næstum því alltaf á atburðum sem í raun gerast þá fær það mig til að hugsa um hversu algengur þessi hugsunarháttur er og það hræðir mig. Öfgamenn er alltaf skelfilegir, hverju svo sem þeir trúa.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.3.2008 kl. 18:30

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Impraði á þessari frétt við minn elskulega í morgun.

Hann: Ha hvað meinarðu, for ever!!!!!!!! 

Ég: Nei bara svona í djóki, fá eitthvað út úr þessu

Hann:  Ertu ekki að grínast, ekki fengi ég neitt út úr....

Búið! Föstudagurinn langi og helgislepjan í gangi á þessu heimili eða þannig.

Ía Jóhannsdóttir, 21.3.2008 kl. 20:49

9 identicon

Díta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 21:00

10 identicon

Þetta er einhver oftúlkun á ritningarversum í Opinberunarbókinni og fl. stöðum í Biblíunni um að þeir sem hafa þjáðst í jarðnesku lífi vegna trúar sinnar, þeir munu vera í einhverri sérstakri klíku hjá þeim himnafeðgum. Sérstakur bónus ef þú drepst.

Margar kristnar trúarhreifingar hafa notað þetta til að kúga meðlimi sína og lofa þeim sérstökum bónus hjá Guði í staðinn.

Kjartan Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 22:05

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Kristín, ef svona hegðun væri nú bara til í sjónvarpsþáttum! :'(

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 22:48

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég bara reyni ekki að skilja svona klikkhausa, gæti það hvort sem er aldrei....

Jónína Dúadóttir, 22.3.2008 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband