Leita í fréttum mbl.is

Hinn massívi maður

Ég klikkaði á þessa frétt vegna þess að ég hélt að Michelin hefði verið að framleiða einhver voðadekk sem sættu gagnrýni frá fólki af öllum stærðum og gerðum.  Hélt jafnvel að þetta væri ný uppfinning af settöppi sem myndi fljúga á þjóðvegum heimsins, án tillits til líkamsþunga bílstjóranna.

Michelin maðurinn á pláss í hjartanu á mér.  Nokkuð stórt enda ekki mikið þar fyrir (djók).

Michelin maðurinn er þessi kraftalegi, stóri maður sem á erfitt með hreyfingar vegna mikils vöðvamassa.  Hann er á sterum eða væri það ef hann kynni að afla sér upplýsinga eftir eðlilegum leiðum.  Hann er traustur, þögull, massívur og þjónustulundaður.  Það er hægt að senda hann eftir allskonar, út um allt, án vandræða.  Hann spyr einskis.

Af hverju ætli ég sé búin að troða þessu frummanni inn í hjartað á mér?  Jú, það er ástæða fyrir því.  Ég á vinkonu sem lenti á séns með þessum manni fyrir margt löngu.  Hann var alveg eins og að ofan greinir.  Það var jafn auðvelt eða jafnvel auðveldara að vera með Michelin manninn í eftirdragi, heldur en handtösku eða regnhlíf.  Hann fúnkeraði eins og lifandi innkaupavagn og flutningsfyrirtæki þessi elska, án þess að ég fari nánar út í það.

Margir hlutir voru keyptir og mikið var flutt á meðan hann stóð við.  Auðvitað notaði ég tækifærið á meðan það gafst. 

En ég vissi aldrei hvað hann hét, ef hann þá hét eitthvað og var ekki ímyndun ein.

En ég sannfærðist um að upplifun mín hafði verið raunveruleg því ég sá börnin hans í sjónvarpinu um daginn.  Mig minnir að það hafi verið Júróvisjón.  Allt strákar og allir tónlistarmenn.  Ji hvað mér létti.

En fréttin er sem sagt ekki um Michelin manninn.  Hún er um veitingahúsagagnrýnendurna Michelin.

Ójá.


mbl.is Gagnrýnendur Michelin af öllum stærðum og gerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hehe, dóttir kunningja mömmu og pabba var eitt sinn trúlofuð svona vöðvafjalli. Foreldrar hennar spurðu hana eitthvert skiptið á hverju hann hefði nú áhuga, hvort hann talaði um menningu, nei, pólitík, nei, þjóðmál, nei, framandi staði, nei, íþróttir: JAAAÁ!

hún sagði honum upp örfáum dögum síðar...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fyndið. Ég hef alltaf sett Mitchelin manninn í samband við speek. En þegar ég pæli í þessari mynd af honum blessuðum.. þá er ég ekki svo frá því að hann sé ýkt massaður kallinn.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.3.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.3.2008 kl. 05:13

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það væri fínt að hafa aðgang að einum svona, annað slagið

Jónína Dúadóttir, 21.3.2008 kl. 07:40

5 identicon

Ég fór einu sinni í húsbílaferðalag.Bare einu sinni.Á speglum bílsins vöru svona kallar.Ca 20 cm á hæð.auglysing var það og ekki mátti taka gripinn af.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 10:04

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sem endranær ertu frábær Jenný.

Heiða Þórðar, 21.3.2008 kl. 10:58

7 Smámynd: Rebbý

býðst hér og nú til þess að gefa Michelin stjörnuna á veitingastöðum hvenær sem einhver vill 

Rebbý, 21.3.2008 kl. 11:41

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Innlitskvitt Jenný mín ég skil ekki vövða - eikkað!

Edda Agnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 11:43

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Matthildur okkar Helgadóttir á titilinn Michelin 2007 borða og alles, meira að segja dekk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2008 kl. 12:03

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Michelin maðurinn er fyrsti "mjúki" karlmaðurinn  Páskaknús  Child Basket 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 12:37

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það þekkja greinilega allir Michelinmanninn og margir eru hrifnir af börnunum hans.  Hehe

Takk fyrir umræðuna.

Matthildur rokkar!

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband