Leita í fréttum mbl.is

Imelda kjéddlingin - snæddu hjarta!

pgbtgrettoblackpape

Í morgun hef ég verið svakalega bissí.  Ég hef verið á æfingu.  Sko ein, hérna heima hjá mér. 

Á morgun er stóri dagurinn hjá Jökli Bjarka, elsku ömmustráknum, en hann fermist á morgun.  Það er kirkja, veisla og svo fundur hjá mér á morgun.  Nóg að gera.

Þegar svona stórir dagar renna upp, verður maður að tjalda til sínu besta skarti.

Ég keypti mér ógó flotta háhælaða í London í janúar.  Jösses hvað þeir eru flottir.  Þeir sem eru reglulegir lesendur á síðunni minni vita að ég er með skóblæti.  Get ekki átt of marga.  Alleg satt.

Þessir skór eru sem sagt ástæða þess að í morgun hef ég verið á æfingu.

Þetta var einhvernvegin svona:

Svartur náttsloppur, svartar náttbuxur (togaðar og teygðar með öflugu hnéfari) og silfurlitaðir háhælaðir með háum tréhæl.  Vó hvað ég var ekki að slá í gegn, nema til fótanna. 

En hér gekk ég að verkum mínum (lalalalala) í góðu bara, og plammaði um allt, í öllum mínum erindagjörðum.  Skórnir eru ekki að svíkja.  Þeir eru frábærir í útliti sem og, að notagildi.

Amman mun slá í gegn á morgun, það er á hreinu.

Í péessi vil ég koma því á framfæri að það er synd og skömm að geta ekki gengið um á flottum skóm á þessu landi, alltaf.  Ekki að ég hafi látið það stoppa mig í gegnum tíðina, sko veðurfarið.  Man t.d. eftir mér á Háaleitisbrautinni á háum hælum í voðaveðri, þar sem skaflarnir náðu mér upp í júnóvott.  En ég lét ekki deigan síga og dinglaði mér tíguleg í gegnum hindranirnar án þess að hrasa eða missa kúlið.

Ég er töffari dauðans og Imelda farðu og legðu þig!

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Má ég vera fyrst til að heimta myndir af konunni í skónum með fermingarbarninu á morgun ...möst að skórnir sjáist.

...og til hamingju kæra fjölskylda með Jökulinn á morgun!!! Gangi ykkur vel og eigiði góðan dag.

Laufey Ólafsdóttir, 15.3.2008 kl. 15:41

2 identicon

Ég á geggjaða hælaskó sem gera mig 180 cm að hæð.Ég er annars 167.Svolítið skringilegt göngulagið á þeim skóm en þegar ég var í glösum(pilluglösum og sollís) var þetta ekkert mál.Eða kanski tók ég bara  ekki eftir göngulaginu hehehehehehe.Ferðu í kjól til kirkju eða í spariskóm og náttfötum ?heheheheheheheh

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 16:55

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

   

Annars man ég þá tíð þegar ég átti háhælaða inniskó, hvað þá annað. Skúraði á þeim hvað þá annað. Skil ekki hvað var að mér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.3.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Berglind Inga

Gott að þú tókst tíma í æfingar, það er ekki hægt að amman gangi eins og rækja í fermingunni!  Én ég tek undir með fyrsta ræðumanni, við viljum mynd af skónum

Berglind Inga, 15.3.2008 kl. 19:16

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú verður flottasta amma í heimi, engin spurning. Til hamingju með ömmustrákinn þinn og bara öll ömmubörnin þau eru hvert öðru fallegra.  Og ég efast ekki um að þau verði stolt af fallegu og flottu ömmunni á háuhælunum á morgun.  Góða helgi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.3.2008 kl. 20:55

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Til hamingju með ömmubarnið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.3.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með ömmubarnið á morgun

Huld S. Ringsted, 15.3.2008 kl. 21:56

8 identicon

Þú verður flottust í þessari fermingu - næst á eftir fermingarbarninu

Knús til ykkar

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 23:06

9 identicon

Vá töff skór

Þú verður flott gella á  morgun til hamingju.

Með ömmuprinsinn .

Vallý (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 23:33

10 Smámynd: Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir

Þú verðu megabeib það er öruggt.

Njótið dagsins og innilega til hamingju

Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir, 16.3.2008 kl. 01:18

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe vona að Imelda hafi tekið góðan lúr og æfingin skili sér í dag

Jóna Á. Gísladóttir, 16.3.2008 kl. 09:58

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.