Föstudagur, 14. mars 2008
Fórnarlambspistill - Búhú
Frá því um áramót hef ég fengið þrjú stykki flensur. Gott ef tvær þeirra voru ekki samanhangandi. Þ.e. önnur kom áður en hin fór. Ég veit það ekki, veit bara að ég þjáðist. Það var ekkert vægt við þessar árásir á líkama minn. Ekkert. Ég fékk hita, hósta, höfuðverk, það rann úr augunum á mér, beinverkirnir voru ekki af þessum heimi og ég hélt að dagar mínir væru brátt taldir. Kannski eru þeir það, sko dagarnir. Ég veit ekkert um hvenær ég drepst.
Ég eins og fjöldi annarra manna og kvenna, rýk ekki á Læknavaktina þó ég fái pest. Kannski væri það skynsamlegt til að ná sér í pensillín eða annað myglulyf, en ég er alin upp við að stökkva ekki til læknis um leið og eitthvað bjátar á. Enda er ég þeirrar gerðar (því miður) að halda að veikindi hverfi af sjálfu sér, bara ef maður gefur þeim langt nef.
Vegna þess að margir eru sömu skoðunar og ég, þá held ég að þetta bókhald þeirra á Læknavaktinni gefi ekki áreiðanlega mynd af veiruárásum þessa vetrar sem bráðum er liðinn. Við hetjurnar () sitjum heima og þjáumst. Sko við sem teljum okkur alvarlega veik en förum samt ekki fet. Við komumst aldrei í statistíkina hjá Landlæknisembættinu.
Ég mæli reyndar ekki með því að fólk láti eiga sig að fara til læknis ef það veikist. Það gefur alls ekki góða raun.
Þegar ég var yngri gat ég gefið skít í veikindi mín og þau hurfu, vúps, eins og hendi væri veifað, en núna, og þetta hef ég margprófað, eru þau eins og óvelkomnir boðsgestir sem fara ekki, þrátt fyrir að maður sé búin að sýna þeim fullkomna fyrirlitningu og nánast reka þá á dyr.
Það er setið sem fastast.
Hóst!
P.s. Er fólk búið að ná því að ég á rosalega bágt? Eða átti það. Sko á meðan ég lá í flensUNUM.
Sippohoj!
Úje
Inflúensan væg í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Helvítis pestinn, hún ætlar allt að drepa! Systir mín er búin að vera tvisvar þrisvar veik í flensu í vetur, barnabörnin mín í Sverige eru alltaf veik og hin systa mín er búin að vera tvisvar veik eftir áramót.
Ég hef bara orðið veik í maga (stuttan tíma) og einu sinni slojleiki svona eins og byrjun á flensu. Og hana nú! Er sprautuð fyrir flensu.
Edda Agnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 16:25
Já margskonar pöddur í gangi . Það fóru rúmar 4 vikur í flensufár á mínum bæ, tók hver við af öðrum og líklega tvennskonar flensur, jakk
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 14.3.2008 kl. 16:35
Knús á þig knúsídúlla, ég hef alveg sloppið við flensu na na na na na. Vorkenn vorkenn vorkenn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 17:41
Ég var svona fyrstu 3 mánuðina sem ég var reyklaus en ekki meir.Jú ég vorkenni þér mikið hehehehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:03
Samúð er frí.
Sendi þér hér með tvo & hálfann hellíng af samúð.
Ég er líka svo veiiiiiikkkkurrrr.....
Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 18:06
Ég vorkenni þér alveg roooooooooooosalega! Heyrðirðu samúðina í röddinni?
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 18:08
Vorkenni þér ekki neitt!! Þér er nær að vera að reykja þetta úti......
Hrönn Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 20:53
Ég vorkenni þér alveg svakalega.
Kveðja, Þjáningarsystir
Huld S. Ringsted, 14.3.2008 kl. 20:55
Úff já ég er sammála. Þeir hafa ekki réttar heimildir þarna á læknavaktinni. Í þessari fjölskyldu hafa 4 fjölskyldumeðlimir af fimm, veikst eftir áramótin. Andstyggð. Og tekur óóóóógeðslega langan tíma að ná sér út úr þessum andskota.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.3.2008 kl. 22:04
Ég er svo hrædd um að verða veik af því að lesa um öll þessi veikindi sem eru að hrjá fólk út um allt. Æ - sko, nú hnerraði ég, æ, nú kemur annar ... og ... hóst, ... hóst .... úff ... EN ...
Láttu þér batna Jennslan mín
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:27
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:41
..flensan er nú væg hjá mér í þetta skiptið.
En ég er nú samt með klósettpappírsrúllu á skrifborðinu, í stofunni og í svefnherberginnu líka..búin að setja inn eina aðferð á bloggið mitt sem er mjög ódýr, en er reyndar mest notuð í Afríku.
Gömul húsráð virka oft betur en rándýr meðul sem verið er að okra á í öllum apatekum Íslendinga..ætti kannski að senda Landlækni þessa hugmynd...hann er að reyna að spara allt heilbrigðiskerfið í rúst , svo kannski ég geti kennt honum ódýrar aðferðir við nefrennsli og flensu..
Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 22:55
Þú færð aldeilis meðaumkunina hér að ofan en konur eins og ég og þú (hef það á tilfinningunni að við séum asskoti líkar) hlaupum ekki til læknis bara af því að okkur er illt hér eða þar. Það er bara þannig. Ég er núna með sáran háls (hóst, reyki) illt í eyra, so? Slitinn vöðva í handlegg (sjálfgreining) Búin að vera hálf farlama í hálft ár en til læknis fer ég ekki, vinn á þessu sjálf með teygjum og öðru sem ég er sjálfsagt að gera kolvitlaust. Á þessu heimili finnast ekki einu sinni verkjatillandi lyf og stundum er það bara ansi hvimleitt því auðvitað þarf maður stundum að stilla líkamann til friðar.
Ía Jóhannsdóttir, 14.3.2008 kl. 23:27
Líttu við á Páskaeggjaglogginu mínu ef þú nennir
Ía Jóhannsdóttir, 14.3.2008 kl. 23:54
Elsku flensu kellingin.**vorkenn, vorkenn, vorkenn** og líka soldið knús.
SKO! var ekki bara soldið gott að láta vorkenna sér, öll að koma til erþakki
Svala Erlendsdóttir, 15.3.2008 kl. 00:52
Er þetta bara ekki úlpuleysið? Það er nefnilega sannarlega hægt að úlpa af sér flensu og fleira óvelkomið.. *flaut*. Farðu vel með þig og vertu í hlýjunni um helgina, ekki gott að vera með flenzu um Páskana. Knús í helgina þína Jenný.
Tiger, 15.3.2008 kl. 02:15
Hef alltaf haldið því fram að það er óhollt að reykja.... úti Vorkenni þér alveg rosalega Góðan bata
Jónína Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 06:35
Innlitskvitt
Góða helgi,
Kv. Lovísa.Lovísa , 15.3.2008 kl. 08:23
Takk fyrir samúðarkveðjurnar, er í kasti, vegna þess að mér er löngu batnað. Nananabúbú! En takk samt.
Farið vel með ykkur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.