Leita í fréttum mbl.is

Svo frábær - æðisleg - og klár

 543

Ég er ofsalega klár og greind kona.  Mér þykir ástæða til þess að taka það fram áður en ég skrifa þennan pistil, bara svo fólk fari ekki að halda eitthvað annað.  Ég skrifa nefnilega reglulega pistla um hversu utan við mig ég er.  Þegar ég læsi mig úti, fer inn í ókunnuga bíla, sem eru öðruvísi á litinn og af annarri tegund en sá sem tilheyrir mér.  Já allskonar niðurlægjandi rugl sem ég lendi í þrátt fyrir að vera allsgáð.  Ég er sem sagt mjög klár.  En bara stundum og ekki orð um það meir.

Ég vaknaði í morgun, já það er í frásögur færandi þegar kona er komin á minn aldur og reykir ennþá eins og mófó.

Það var ekki laust við að ég hugsaði mér gott til glóðarinnar.  Ætlaði að fá mér te í rólegheitum og lesa blöðin.  Borðtölvan var út.  Engin nettenging.  Dem, dem, dem, hugsaði ég og fór í lappann.  Þar sama.  Ég slökkti og kveikti á roudernum sem yfirleitt hefur verið sökudólgur þegar svona hefur gerst.  En nógó.  Allt við það sama.

Til að gera langa sögu stutta þá hef ég í pirringskasti reynt allar mögulegar leiðir.  Nokkuð lengi bara.  Að síðustu gafst ég upp eins og sá sanni alki sem ég er og ég leitaði mér hjálpar.  Þ.e. ég ætlaði að gera það, en síminn virkaði ekki heldur.  Vó, hvað ég pirraðist.  Fór í gemsann og hringdi og mér var bent á, af þokkalega almennilegum manni, að það væri sniðugt að hafa símann í sambandi.

Ó, ég roðnaði smá og fylltist svo heilagri reiði út í minn heittelskaða sem var að vinna í nótt og hefur kippt villingasímanum, sem hringir hátt og frekjulega, úr sambandi.

MIKIÐ ROSALEGA SEM ÉG SKAL EIGA VIÐ HANN ORÐ ÞEGAR HANN VAKNAR!! ÓMÆFOKKINGGODD!

Segi sonna.  Knúsa hann í kremju þegar hann vaknar og minnist ekki einu orði á farir mínar ósléttar.

Ég ætla ekki að láta það komast í hámæli hvað ég get verið grunn.  Þið kæru lesendur farið ekki lengra með það, er það?W00t

Kærar kveðjur frá Jenný Önnu heilafrömuði, sem er alltaf ljúf, alltaf glöð og alltaf góð.

Liveisóbjútíful!

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Ef það gleður þig eitthvað, þá hef ég lent í þessu

M, 14.3.2008 kl. 11:00

2 identicon

 þú á þér þjáningarvin í mér.Er eins og Villi viðutan suma daga.(óþægilega marga)

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:02

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

    (Það duga sko ekki minna en þrjár hlátursgusur núna!)

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehe..konur eru vitrari en karlar..hef alltaf sagt það...nema nokkrum sinnum..og ætla aldrei að gera það aftur..

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 11:21

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 11:24

6 Smámynd: Ragnheiður

Mér verður alltaf á að hlæja að þessum færslum þínum vegna þess að ég veit að þú ert súperklár kona. Ég elska þessar færslur þínar, eigðu góðan dag sætust.

Ragnheiður , 14.3.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að þú ert hætt við að taka þetta út á húsbandinu, hann  hefur bara verið svona þreyttur.  Farðu vel með þig um helgina mín kæra. Þú er gullmoli 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 13:21

8 identicon

Eitt af einkennum þess að vera klár er að vera utan við sig...:)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 13:27

9 Smámynd: Tiger

Frábær færsla, eins og alltaf. Gott að málin leystust þó farsællega og ekki var um alvarlega bilun að ræða - þannig séð... Knús á þig inn í helgina Jenný.

Tiger, 14.3.2008 kl. 13:42

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...það hefur ekkert með greind að gera hvort fólk er stundum "annars hugar" eða ekki.  Ég er sjálf í þessum viðutan hópi og kalla það "að vera algjör prófessor" og varla eru þeir svo mjög heimskir

Marta B Helgadóttir, 14.3.2008 kl. 14:50

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þessi er best, langtum best. Fyrirgefðu, en þetta er bara svo fyndið.Ulla

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.3.2008 kl. 15:39

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert ógisssssslega klár Næstum því eins sauðarleg og ég

Jónína Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband