Fimmtudagur, 13. mars 2008
Útaf með dómarana
Ég er loksins búin að opna augun.
Íslenskir dómstólar eru hvorki fyrir konur né börn.
Aftur og aftur sér maður dóma þar sem framið hefur verið alvarlegt ofbeldi á konum og börnum og ofbeldismaðurinn sleppur með nokkra mánaða fanglesi.
"Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt rúmlega fertugan karlmann í eins árs fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir gróft ofbeldi og nauðgun gegn þáverandi unnustu sinni. Manninum var einnig gert að greiða konunni rúmlega 600 þúsund í skaðabætur og að greiða allan sakarkostnað."
Ég segi eins og Beta vinkona mín, að íslenskir dómstólar gæta ekki hagsmuna kvenna. Þeir eru að gefa út veiðileyfi á konur með því að segja að það megi hálfdrepa okkur svona nánast án óþæginda fyrir glæpamennina.
Við stofnum á endanum okkar eigin dómstól.
Þannig er nú það.
Héðan í frá vænti ég einskis frá þessu batteríi.
ARG
Dæmdur í fangelsi fyrir ofbeldi og kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Femínistablogg, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 17:56
Alveg rétt hjá þér Jenný! Ætli mafían sé ekki búin að éta upp dómaranna líka eins og svo margt annað á Íslandi..fyrirgefðu orðbragðið..
Óskar Arnórsson, 13.3.2008 kl. 18:29
Eftir hverju er farið þegar dæmt er í svona málum, það er enginn smá munur á milli dóma ens og þessi sem dæmdur var fyrir nauðgunina í Vestmannaeyjum var hann ekki dæmdur í 4 ár ??? mig minnir það.
Frenjan , 13.3.2008 kl. 18:35
Þetta er alveg rétt hjá þér og satt.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.3.2008 kl. 18:36
Þarna kemur ástæðan kristaltær fram sem varð til þess að ég spurði eins og fávís kona á bloggsíðu minni nýlega. Báðir þungu (eðlilegu) dómarnir fyrir nauðganir hafa það sameiginlegt að um er að ræða erlenda karla.
Getur það verið Jenný Anna að refsiramminn sé nýttur betur í svoleiðis málum ? Ja sá spyr sem ekki veit.
Annars sammála, þessir dómar eru alveg ómögulegir !
Ragnheiður , 13.3.2008 kl. 18:39
Fáránlegt
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 13.3.2008 kl. 19:18
Sammála Ragnheiði að það virðist vera svona af þeim dómum sem fallið hafa síðustu tvö ár að erlendir ofbeldismenn fái þyngri dómana en íslendingarnir fái þau skilaboð að þeir megi gera það sem þeim sýnist við sitt kvenfólk.
Margrét (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 19:44
Það er mikið til í því sem þú ert að ræða um.
Guðjón H Finnbogason, 13.3.2008 kl. 19:44
Þetta volaða viðriðni hefði átt að fá í það minnsta 2oára fangelsi og að borga stúlkunni að minnsta kosti 60 milljónir. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:21
Svanhildur Karlsdóttir, 13.3.2008 kl. 20:24
Hvað er hægt að segja Þetta er auðvitað bara SKANDALL Tillaga mín er sú að það þurfi hreinlega að kjósa dómara af þjóðinni. Þá veit maður alla vegna hvað þeir sem maður kýs standa fyrir.
Blómið, 13.3.2008 kl. 20:35
Svo langar Jón Steinar Gunnlaugsson svo mikið að fá að útskýra svona dóma
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:40
Sorglegt.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:01
Til hvers er verið að hvetja konur til að kæra sambýlismenn sína eða eiginmenn? Það skilar ekki neinu nema ef vera skyldi auknu ofbeldi þegar þeir ganga burt úr réttarsalnum.
Manni fallast hendur.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.3.2008 kl. 21:11
Ótrúlegt að ekki séu nýtt þær lagalegu heimildir sem eru til í slíkum tilfellum heldur fá flestir þessir menn bara einhverja skítadóma svona rétt til að sýnast.
Arg verð svo reið
Dísa Dóra, 13.3.2008 kl. 21:34
Mikið rétt hjá þér Guðlaugur, hér er verið að hengja bakara fyrir smið!
H. Vilberg (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:16
Jenný, alltaf á eftir með málið, & kyngreinir alltaf vandann...
Steingrímur Helgason, 13.3.2008 kl. 22:24
þú þekkir mína afstöðu og hún hefur ekkert breyst - miðað við skoðanirnar hér þá virðist tími raunsæis vera að renna upp hjá flestum. Að hengja sig í smáatriði er stórt vandamál sem tefur umræðuna óendanlega en það verður að yfirstíga hið snarasta útaf alvöru málsins, auk þess er komið árið 2008 og þetta ástand í réttarkerfinu mun fara í Íslandssögubækurnar og því lengur sem dregst að laga það því stærri kafli verður tileinkaður siðferðislegu niðurbroti yfirvalda og dómara í landinu hér á okkar timum
Ísland ætti að taka harða afstöðu gegn öllu sem tengist misnotkun á fólki og byrja á því að laga sitt dómskerfi - takk fyrir!
halkatla, 13.3.2008 kl. 23:17
Var búin að kommenta hjá Betu og þótt þarna sé þyngri dómur á ferð en sá sem hún talaði um þá er þetta enn skandall.
Var ekki Hannes Hólmsteinn að fá á sig a.m.k. þrefalda þessa upphæð fyrir brot á höfundarrétti???
Undarlegt með eindæmum.
Laufey Ólafsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:00
Erlendir sakamenn eru alls ekki að fá harðari dóma en íslenskir, sjáið bara Litháíska glæpaliðið sem réðst á Lögregluna - tveir þeirra sýknaðir og þriðji 60 daga "skilorð" .. sem sagt engin refsing fyrir að ráðast á lögreglu á Íslandi - eru skilaboðin sem dómsvaldið er að senda út í heim... það þarf að fara að breyta löggjafanum til að dæma megi grimmar í grimmum glæpum. Ofbeldisdómar eru alltof vægir, hvort sem um er að ræða glæpi gegn börnum, konum eða karlmönnum..
Tiger, 14.3.2008 kl. 01:22
Já, þetta er undarlegt mat dómara á,"viðbjóðslegum hrottaskap" mannsins, og það sem hann gerir líka blessaðri litlu stúlkunni, sem verður vitni að þessum óþverraskap, er í raun nauðgun á andlegri líðan barnsins. Það er komin tími á að dómarar, taki það líka inn í dómana hvaða áhrif svona atburður hefur á börn sem þurfa að horfa upp á slíka hluti sem þarna er líst. Ég get bara ekki kommenterað á svona hluti ég verð svo reið, að ég lamast.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.3.2008 kl. 01:35
Mér hefur lengi fundist að karlmenn yfleitt ættu að fara í einhverju skylduskoðun byrja t.d. um fermingu, t.d. hormónamælingar það er mikið "bjagað" við marga eins og við sjáum. Hvernig er með hrossin. Eru þau ekki gelduð, til að vera meðfærilegri. Þurfum við kannske að fara eins með óþæga dónalega stráka, sem geta engan veginn tamið sig ?
vigdís ágústsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:13
Hormónamæla, hm? Hegðun fylkgir skapi en er líka lærð og þess vegna væri gott að temja drengi (fólk) eins og dýrin eru tamin, þá meina ég ekki eins, í bókstaflegri merkingu heldur sú reglufesta sem fylgir tamningu dýra.
Edda Agnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 10:03
Þakka ykkur öllum fyrir fjöruga umræðu. Sumir mættu aðeins skerpa sig og fara í smá upplýsingaöflun sjálfum sér til handa.
Ofbeldi á konum og börnum er ein ljótasta birtingarmynd kvennakúgunar og það er út frá þeim punkti sem ég skrifa þessa færlsu. Þess vegna kyngreini ég. Það þýðir ekki að allir aðrir dómar í ofbeldismálum þar sem karlar eru þolendur, séu í lagi, ég var bara ekki að fjalla um þá hér.
Í gær var karlmaður úrskurður í 4 mánaða fangelsi fyrir að ráðast að bíl með kylfu og dælda hann. Eignaspjöll virðast vera alvarlegra mál en hrottaleg árás á konu, þar sem ofbeldið er framið á heimili hennar (að hluta til) fyrir framan barnið hennar.
Guðlaugur: Kannski skil ég ekki verklagsreglur dómara og það er í lagi, ég er engin lögfræðingur og þarf þess ekki. Mitt viðmið er byggt á almenntri réttlætiskennd og lögin ættu að fara að endurspegla hana fyrr en seinna. Þá er ég ekki að fara fram á annað en að það sé samræmi milli afbrots og refsingar, þegar fólk brýtur af sér. Einkum og sér í lagi er ég búin að fá mig fullsadda af ofbeldisdómum sem klappa gerandanum á bakið. Svona sussusussumáekki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 10:13
Guðlaugur, má semsagt ekki tala um neinn annan hrottaskap en "ofbeldið í Breiðuvík"? Heldurðu að menn séu ekki að nauðga konum og börnum á hverjum degi þrátt fyrir það eða? Voðalega er málflutningur þinn annars vitlaus, þú talar um hluti sem þú veist ekkert um og sakar fólk hér um að vita ekki nóg um réttarkerfið af því að það er ekki dómarar (sem er vitaskuld hrós) og vilt meina að enginn bloggari hafi minnst einu orði á Breiðuvík, sem er hlægilegt! (og hvað með það þó Vigdís tali einsog fórnarlamb? það er mun skárra en að afsakar afglöp í réttarkerfinu og vilja sem flesta nauðgara og aðra ofbeldismenn valsandi um göturnar - flest fórnarlömb þessara skepna vita hvað klukkan slær og þau þurfa ekkert að skammast sín) Það hefur síðan ákaflega mikið verið rætt og skrifað um Breiðuvíkurhryllinginn á bloggum, í langan tíma. Þó að það sé enginn dómari nærri til að lesa það þá var það samt skrifað. Alveg einsog með nauðganir, þótt dómurum finnist þær ómerkilegur glæpur þá gerast þær samt og eru yfirleitt hrottalegar og hafa skelfileg áhrif á samfélagið. Þið sem viljið meina að allt sé í svo góðum málum með réttarkerfið eruð fullkomlega samsek í því að viðhalda blæðandi sárum innan fjölskyldna og í mannlegum samskiptum öðrum, fórnarlömb fá ekki næga hjálp né viðurkenningu, yfirvöld hafa algjörlega brugðist, og ykkur er alveg sama!
Ásdís (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:17
Guðlaugur, áttarðu þig ekki á að réttlætiskennd fólks er misboðið. Óánægjan ein og sér er ákall um breytingar. Þegar fólk hefur misst traust á dómskerfinu verður batteríið að breyta um stefnu - en fyrst verður yfirvaldið að heyra óánægjuraddir. Minnihluti ber traust til dómskerfisins eins og skoðanakannanir sýna og þú tilheyrir þessum minnihluta. Það er óskandi að refsirammi dómara verði endurskoðaður þannig að þeim sé gert kleyft að refsa harðar rétt eins og búið er að breyta sektum við of hröðum akstri.
Óánægjuraddir eru alltaf byrjunin á bættri stöðu.
Mjög þörf umræða hér á ferð og ég vona að dómarar fari að taka til máls líka.
Eva S. (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:18
Það er hægt að endurtaka æ ofan í æ að "lögin sem dæmt er eftir séu frá Alþingi komin og dómarar dæmi eftir þeim", en sú fullyrðing verður ekkert réttari við endurtekningu.
Vissulega er fyrri hlutinn réttur. Lögin eru komin frá Alþingi. Og sýna vilja löggjafarþingsins. Hins vegar er alveg ljóst að dómarar fara hvergi nærri því að nýta þann refsiramma sem Alþingi hefur sett í lög. Og dómstólarnir virðast ætla að vísa endalaust til venju í dómaframkvæmd, að samræming verði að vera í dómum o.s.frv. Það vafðist samt ekkert fyrir þeim að breyta dómvenjunni í fíkniefnamálum, þar hafa refsingarnar þyngst mjög bratt og áreiðanlega í takt við almenna réttarvitund.
Mér er slétt sama hversu oft er vísað til fordæma og venju: Það er ekkert sem rétlætir skilorðsbundna málamyndadóma í hryllilegum ofbeldismálum.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.3.2008 kl. 10:43
Hvernig líst ykkur þá á dóminn þar sem móðir er dæmd til að greiða 9 milljónir í skaðabætur og 1 milljón í málskostnað af því að 11 ára dóttir hennar skellti hurð á kennara, hvort sem það var vegna þess að hún var á flótta undan einelti eða bara af ærslaskap.
600 þús + málskostnaður fyrir gróft ofbeldi og nauðgun.
vs.
10 milljónir fyrir að skella hurð á kennara.
Ég bara spyr ??
http://www.visir.is/article/20080314/FRETTIR01/80314018Einsr (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:44
Ég get alveg vænt dómara um linkind, gerði það áður en ég kláraði BA-próf í lögfræði vorið 2006 og geri það enn. En menntun í lögfræði, sem er alls 5 ára nám og vissulega erfitt, er ekki eitt og hið sama og réttlætiskennd. Þeirri kennd almennings er misboðið.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.3.2008 kl. 17:00
Úps, sorrý, ætlaði sko alls ekki að sjokkera þig (??!!)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.3.2008 kl. 20:37
......var réttarfar hluti hluti af BA náminu, Ragnhildur?
Margrét (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:31
Hér er allt logandi í debatt. Ragnhildur go girl!
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2008 kl. 12:38
Réttarfar var kennt, ójá. Og refsiréttur. Ákaflega upplýsandi, hvorutveggja.
Mér sýnast bloggheimar nú ekki loga bara þegar menn eru ákærðir fyrir t.d. nauðgun, en dómarar komast að þeirri niðurstöðu að þeir séu ekki sekir um slíkt brot.
Það sem fólki ofbýður er þegar menn eru ákærðir fyrir nauðgun og dæmdir fyrir nauðgun, en refsingin, eða öllu heldur skortur á henni, ofbýður réttlætiskennd fólks. Það er mergurinn málsins.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 15.3.2008 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.