Fimmtudagur, 13. mars 2008
Markaðstorg blebbismans
Ég þekki ekki marga sem sem segjast hafa gaman af Evróvisjón. Þvert á móti, þá virðist ég bara þekkja fólk sem telur þessa keppni mestu plebbaráðstefnu sem til er í músík. Þar er ég sjálf og mín fjölskylda meðtalin.
En getur verið að við séum öll að fokka með sannleikann, að við séum duldir aðdáendur keppninnar en þorum ekki að viðurkenna það? Að Dallas heilkennið margfræga vaði uppi? Við horfum en neitum að viðurkenna það? Hm...
Ekki ég...
Fyrr á árum sat ég límd yfir Evróvisjón. Það var áður en heimurinn opnaðist og músík varð aðgengilegri. Það var eiginlega fatatískan sem ég hafði mestan áhuga á. Fékk hugmyndir. "Those were the days".
Nú kemst engin plata með tærnar þar sem Evróplatan hefur hælana. Samt halda allir áfram að þverneita að þeir horfi á keppnina. Þekki ég þá eintóma kverúlanta sem eru með sjúklegan músíksmekk? Jeræt.
S.l. þrjú ár hef ég aðeins horft á tvö framlög, þ.e. Íslands og Svíþjóðar. Í fyrra var Eki flottur. Í ár er lagið svo leiðinlegt, uppstillt og fullt tilgerðar að ég fyllist aumingjahrolli. Ég ætla ekki að kveikja á sjónvarpinu nema til að hlusta á Sigmar tala, því hann er svo launfyndinn andskoti. Ég kem til með að setja á "mute" á meðan lögin eru flutt. Það er á hreinu.
Ég ætla að vaða á ættingja og vini og KREFJA þá um sannleikann. Eru þeir að kaupa Evróvisjónplötuna á bak við mig? Þekki ég bara laumunerði?
Má ég þá frekar biðja um Silvíu Nótt!! Ég er ein af þeim sem elskaði hana og hélt áfram að finnast hún megakrútt, líka eftir að hún setti Ísland í tómt tjón. Hræsnarar þið sem kusu stelpuna og afneituðu henni svo þegar djókið gekk ekki upp.
Eftir að hafa skrifað þennan pistil hefur sannleikurinn runnið upp fyrir mér.
Það eina góða við Evróvisjón er Gleðibankinn (af því hann var fyrstur) og þulirnir okkar í gegnum tíðina, því þeir hafa verið svo andskoti skemmtilegir að þeir ættu að vera á plötu.
Farin í meðferð dagsins.
Hér er móment sem ég vil ekki gleyma í Evróvisjón 1974
Evróvisjónáhugi sem aldrei fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég horfi alveg á þetta ef ég er ekki í vinnunni, hef verið mörg undanfarin ár í vinnunni þegar þetta er sýnt. Mér finnst gaman að þessu. Og hana, þá þekkirðu einn. Ég fer samt ekkert að gráta (voðalega) ef ég missi af þessu.
Ragnheiður , 13.3.2008 kl. 09:29
Ragga: Einn, híhí er að telja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 09:31
Hvor þulurinn var betri...Kolla Halldórs eða Gísli Marteinn? Þau sömdu og fluttu svo mun betri lög síðar. En Júróið kom þeim á kortið.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:08
Já Jenný, einu sinni var gaman að horfa á Eurovision en ekki lengur, dætur mínar fylgjast með þessu af miklum áhuga en ég er yfirleitt eitthvað annað að bardúsa á meðan.
Hvað varðar plötuna, það er mikið búið að suða um það hér að kaupa hana en einhvern veginn hef ég náð því hingað til að skipta um umræðuefni, mig langar ekki að hafa þessi lög í botni hér alla daga
Huld S. Ringsted, 13.3.2008 kl. 10:25
Ég er yfirlýstur Eurovision nörd. Ég fíla þessa keppni í ræmur, en ég sakna svona hallærislegra keppnismyndbanda sem sýna náttúrufegurð keppnislandsins - nú eru bara uppstoppaðir kalkúnar á sviði og eistar í sjóræningjabúningum.
Markús frá Djúpalæk, 13.3.2008 kl. 10:26
Ekki græt ég nú ef ég missi af þessu en verð að viðurkenna að mér finnst nú samt lúmskt gaman af þessu - tja nema svona kannski allra síðust árin - ætli það séu merki um háan aldur??
Gleymi ALDREI þegar ABBA vann og þessi hljómsveit heillaði mig frá upphafi og hefur verið mitt uppáhald síðan
Dísa Dóra, 13.3.2008 kl. 10:37
Við höldum alltaf júróvisjónpartí en yfirleitt er enginn að horfa á lögin. Glápum á stigagjöfina.
Mér finnst reyndar alltaf kynningarlagið best...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.3.2008 kl. 10:37
Eurovision er eins nauðsynlegur partur af lífinu og árstíðarnar. Bara möst. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér Eurovision diskana.
Ég horfði á ABBA myndbandið og hárin risu á handleggjunum á mér að nostalgíu-vellíðunartilfinningu. Meira hvað þetta fólk lagði heiminn að fótum sér.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.3.2008 kl. 10:46
Í minni fjölskyldu voru alltaf haldin Eurovision-partí þar sem börnin bjuggu til kjörseðla fyrir alla til að velja besta lagið, giska á hvar Ísland lenti í röðinni og svoleiðis. Svaka spenningur hver væri getspakastur. Nú eru börnin orðin stór og nenna þessu ekki lengur og þá nenni ég ekki að horfa á Eurovision. Sakna þessara partía samt smá.
Helga Magnúsdóttir, 13.3.2008 kl. 11:00
Hef lúmskt gaman af svona keppni og horfi alltaf á. Það er alveg merkilegt hvað þessi lög síast inní kollinn á manni. Raula með lögum frá 1974 til dagsins í dag. Númer hvað er ég í eurovisionnördalistanum ?
M, 13.3.2008 kl. 11:11
Já, á þessum tíma var líka mikið lagt í. Hljómsveitir sem ætluðu að meika það fóru í Eurovision. Meira að segja fólk eins og Cliff Richard, Olivia Newton-John, Lulu og Julio Iglesias kepptu í þessu. Svo breyttist eiginlega allt eins og hendi væri veifað þegar MTV varð til. Þá varð til grundvöllur fyrir flytjendur að koma tónlist sinni á framfæri með nýjum og öflugum hætti. Menn voru meira að segja að velta því fyrir í alvöru að leggja keppnina af. Það má segja að símakosningin, þeas bein þátttaka áhorfenda heima í stofu hafi blásið nýju lífi í Eurovision. Svo er hún alltaf að þróast, eins og núna eru tvær undankeppnir því það eru bara 5 þjóðir öruggar á úrslitakvöldinu, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Spánn ásamt sigurvegara síðasta árs Serbíu. Tíu þjóðir komast áfram úr hvorri undankeppni og þeim hefur verið stillt upp þannig að minni hætta verði á nágranna og vinaþjóðakosningu en verið hefur. Ísland keppir á seinna undanúrslitakvöldinu 22. maí og mætir þar m.a. Danmörku, Hvíta-Rússlandi, Tyrklandi og Albaníu. Aserbadjsan og San Marino eru að taka þátt í fyrsta skipti í ár og keppa á fyrra kvöldinu. Við skulum vona að þetta blási nýju lífi í keppnina, ekki veitir af.
Markús frá Djúpalæk, 13.3.2008 kl. 11:13
ég held að þorri fólks sitji ekki límt yfir þessu. fólk kemur gjarnan saman í júrósamkvæmum. þótt kveikt sé á sjónvarpinu, er það í raun bara mallandi í bakgrunni. fólk situr og kjaftar, eins og fólk gerir gjarnan í samkvæmum. síðan þagna allir og hlusta á íslenska lagið. halda svo áfram að kjafta saman, þá um frammistöðu íslands. kannski ein og ein hræða sem raunverulega er að fylgjast með keppninni.
Brjánn Guðjónsson, 13.3.2008 kl. 11:34
Hér risu hárin og sælutilfinning hríslaðist um mig alla og augun flutu í tárum. Mér er svo skítsama um þetta Júóvisíon að það hálfa væri nóg. En ABBA voru flottust, ég meina það. Sá húsið hennar Anne Frid úr fjarðlægð þegar ég sigldi á Göte-Canal fyrir rétt rúmu ári. Býr glæsilega pían. Sástu MamaMia í London Jenný?
Flottur stjörnugítarinn tala nú ekki um Napoleon.
Ía Jóhannsdóttir, 13.3.2008 kl. 11:37
Áhuginn hefur minnkað með árunum hjá mér, viðurkenni það alveg. Líklega vegna slaks gengis íslensku laganna. Klíkuskapur ríður röftum þarna og smekklausir Evrópubúar kunna ekki að meta þessi klikkaðislega góðu lög sem við höfum sent í gegnum tíðina. Var t.d. viss um að Selma kæmist áfram, líka Eiríkur og fleiri og fleiri. Norrænu þættirnir (með Eirík f. Íslands hönd) þar sem lögin eru krufin til mergjar eru mikil snilld, eiginlega bara skemmtilegri en keppnin sjálf.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2008 kl. 12:52
Ég hef gaman af að horfa á Júróvisjón. Mér finnst þetta skemmtilegt efni og ég fylgist líka spennt með úrslitunum. Ég er ánægð með lagið sem fer út í ár. En besta júróvisjónlagið er náttúrlega spaugstofulagið; Þetta er júróvisjón lag, ekta júróvisjón lag....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:05
Ergo ég er plebbi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:06
Elsku plebbarnir mínir, hehe, þið sem horfið á Júró, góða skemmtun, þið sem hlustið á þulinn, ennþá betri skemmtun
Gurrí: Sammála um að norrænu þættirnir með Eika og félgöum eru ómissandi. Á þá horfi ég alltaf.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 13:34
Amen
Á þetta sameiginlegt með þér hvað varðar föt, útlit og skrautti í kringum keppnina.
Edda Agnarsdóttir, 13.3.2008 kl. 13:44
Nördí nörd. Ég held að norrænu þættirnir verði blásnir af þetta árið.
Markús frá Djúpalæk, 13.3.2008 kl. 14:40
Ég hafði húmor fyrir eurovision á meðan allir sungu á sínu tungumáli en núna er djókið alveg runnið í sandinn. Allt eins. Keppnin er best á mute enda eru tískuundrin sem þar finnast efni í mastersritgerð og njóta sín betur þegar eyrunum er hlíft.
Kv. Fúll á móti sem ekki kaupir diskinn
Laufey Ólafsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:22
Já ég er sammála þér Jenný eruovision er svo hrútleiðinlegt( samt mæti ég nú alltaf í eurovision partíið)en fer ekkert leint með hvað mér finst um þessa keppni er bara að hitta hópinn.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.