Miðvikudagur, 12. mars 2008
Algjör lúser
Í dag tókst mér að læsa mig úti.
Ég var ein heima, húsband hjá lækni og ég var að henda rusli. Ég bograðist með ruslið fram á gang og skellti kyrfilega í lás á eftir mér. Fannst einhvernvegin að ég væri að fara eitthvað.
Klæðnaðurinn var geggjaður. Hippakjóll, sandalar og hárið í hnút og allar áttir. Ómáluð, nýkomin úr baði. Jess.
Ég hringdi hjá nágrönnunum, hvergi svar, fyrr en á síðustu hurð. Fékk að hringja og húsband inni hjá lækni lofaði að koma eins fljótt og hann gæti.
Nú kom í bakið á mér þessi regla, að mingla ekki við nágranna mína, en í denn var ég í heví sambandi við þá og ég er enn með köfnunartilfinningu. En nú eru breyttir tímar og fólk löngu hætt að hanga inni hjá hvort öðru. Ég gat engan veginn sest upp hjá ókunnugu fólki, brosti því blíðlega og reyndi að láta sem ég sæi ekki undrunarsvipinn á andliti mannsins sem leyfði mér að hringja, vegna útgangsins á mér.
Mér leið eins og hálfvita.
Ég fór niður í neðstu kjallaratröppu og sat þar í ca. 45 mínútur og mig langaði ógeðslega í sígarettu. Það er varla hægt að vera meiri lúser. Jú annars, ef ég hefði verið í baðsloppnum, sem ég oftar en ekki hendi mér í eftir bað.
Svo kom minn heittelskandi og hann var glottandi. Ég sá það og veit það en hann neitaði að staðfesta viðkomandi munngeiflu. Ég hellti mér yfir hann þegar við komum inn. Hann lagaði kaffi og glotti. Ég beið eftir hinni fleygu setningu sem kemur alltaf þegar ég læsi mig úti eða týni lyklum (gerist nokkrum sinnum á ári) og hún kom fyrr en varði:
"Jenný mín, hefurðu eitthvað pælt í að hengja útidyralyklana um hálsinn á þér?".
Arg og ég hendi mér í vegg.
Súmítúðebón
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hahahahahaha Lyklabarn lyklabarn Þú ert ótrúlega fyndin Jenný. ég get svo svarið það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 17:15
Hehehe æi þú segir svo skemmtilega frá, sé þetta ljóslifandi fyrir mér
Svanhildur Karlsdóttir, 12.3.2008 kl. 17:21
En óheppilegt þú ert nú meiri lúserin Þetta hefur svosem hent mig líkaEn þú er svo fyndin Jenný
Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 17:25
Oh, pirrandi að læsa sig úti ... .. en plís - ekkert niðurbjótandi lúsertal! ... ætlaði að segja kjaftæði en fannst það of gróft! Þú ert á hraðri uppleið komin í hva..4. sæti held ég í blogggleði ??? ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2008 kl. 17:35
P.s. svo ertu nátttúrulega ótrúlega fyndin !
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2008 kl. 17:57
Muna að fara ekki út fyrir hússins dyr nema máluð og með uppsett hárið
Svala Erlendsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:23
og ekki í neinu frúar velúr heimadressi, bara galadressinu
Svala Erlendsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:24
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:47
eheh já ég mæli með að þú fáir svona band um hálsinn með lykli..en annars gerði ég þetta reglulega á tímabili og þá var það auðvita að kallinn lét sína bíllykla á vitlausan stað og ég tók hans en ekki mína svo ég fór með aukalykla til vinkonu minnar svo hún gæti opnað fyrir mig..
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.3.2008 kl. 18:47
Tíhí ... þetta er ástæðan fyrir því að ég fer aldrei með ruslið nema í árshátíðardressinu. Je ræt. Fyndið.
Hugarfluga, 12.3.2008 kl. 19:06
Hehehehe, mæli með að húsbandið fari alltaf út (fram) með ruslið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2008 kl. 19:16
Það er ekki gaman að lenda í þessu, þar tala ég af reynslu, en ógeðslega fyndið að lesa um slíkar ófarir hjá öðrum...
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 19:26
Jenný!! Ætlarðu að verða lyklabarn í Breiðholtinu?
Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 19:31
Æi klaufinn.....
Jónína Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 20:06
Það er ekkert eins pínlegt og að horfa á útidyra hurðina lokast og sjá blikkmyndir í huganum í leiðinni af lyklunum
Huld S. Ringsted, 12.3.2008 kl. 20:13
Æi snilld
Berglind Inga, 12.3.2008 kl. 20:44
hehehe, minns skilur dyrnar alltaf eftir opnar þegar farið er út með ruslið og tekur jafnframt úr lás, skyldi dragsúgurinn loka dyrunum
belti og axlabönd
Brjánn Guðjónsson, 12.3.2008 kl. 20:46
Velkomin í hópinn.
Ég var alltaf að læsa mig úti og
Húsbandið mitt þurfti að keyra 24 km til að koma og opna.
Fyrir mig
Vally (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:14
Sé þetta alveg fyrir mér Saumaðu litla vasa á alla hippakjólana þína og hafðu auka lykla í öllum
Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 22:43
Maggi Eiríks samdi lag sem heitir Fæddur lúser. Einhvers staðar í textanum eru þessar línur sem þú getur sungið fyrir þennan heittelskandi svona til að segja honum að þú elskir hann þrátt fyrir munngeifluna.
Fyrir fæddan lúser
var furðulegt að hitta þig
og lífs míns ljós í myrkrinu
var að þú skyldir elska mig.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:02
Þú þyrftir eiginlega að heita Pétur, þá gætum við kalla þig .......... LYKLA PÉTUR
Linda litla, 12.3.2008 kl. 23:34
Taktu allavega með þér sígó, þegar þú ferð næst út með ruslið. Annars geturðu sagt að þú sért að gera könnun um viðmót náungans.- Sko, EF, þetta kemur fyrir aftur. Sem það gerir auðvitað ekki, ef þú manst alltaf eftir, að taka með þér sígó.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:51
Ætla nú ekkert að vera kvikindislegur eins og margur hér frú Jenný, þetta getur nú hent alla og í öllum bænum hættu að nota þessa ljótu slettu, það er miklu hallærislegra en nokkurn timan að loka sig úti fyrir slysni!
Og hvurslags aumingjaskapur var þetta í nágrananum að leyfa þér ekki að biða hjá sér þó ekki væri nema á stól fram í forstofunni!?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.3.2008 kl. 00:16
Eins og færslan er skemmtileg þá skellti ég samt ekki upp úr fyrr en við lokasetninguna: "Ég hendi mér í vegg." Snilldar niðurlagssetning! Hehehe!
Jens Guð, 13.3.2008 kl. 00:24
Iss... ég læsti mig úti um hánótt á nærbuxunum og hlírabol!! Vorkenni þér ekki mikið í hippafötunum :)
Heiða B. Heiðars, 13.3.2008 kl. 01:05
Þú ert algjör snilldarpinni, góðan daginn lady Fíóna.
Kveðjuknús. milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2008 kl. 07:56
hehe híhí haha Belti og axlabönd eins og Brjánn segir. Annars er ég bara fegin nágrannanna vegna að þú tókst ekki upp á því að skokka út með ruslapokann á Evu klæðunum.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.3.2008 kl. 08:24
Hhahaha ég elska svona færslur í bítið á morgnanna.
Ía Jóhannsdóttir, 13.3.2008 kl. 08:33
Já þetta er typískt sem að myndi henda mig, en síðan fékk ég þá góðu hugmynd að fela lykil fyrir utan húsið,þannig að ég gæti þá reddað mérÞví þetta var orðið djók, en málið er að ég setti hann á geggjaðan stað og hef ekki fundið hann enn.
En eins og svo margir segja, ætti ég bara að búa í tjaldi. Og það versta er að maður er alltaf eins og hálfviti til fara þegar þetta á sér stað. Skemmtilegt blogg hjá þér Jenný
Dísa (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 09:23
Kemur fyrir á bestu bæjum Síðast þegar ég læsti mig úti á náttfötunum var næsta lyklasett læst inni í bíl í kópavogi, eigandi bílsins við stúdíóupptökur í RÚV og ég á náttfötunum. Enginn nágranni svaraði og ég þurfti að grafa upp hlífðarföt í geymslunni og labba niður laugaveginn í náttbuxum og peysu merktri ÍBV (don't ask!) ...en ég þurfti náttúrlega að komast í vinnuna. Það var hún dóttir mín sem var svo indæl að skella á eftir sér á meðan ég var í þvottahúsinu og hún auðvitað lyklalaus líka
Ein leiðinleg spurnig... varstu með sígó í vasanum en ekki lykla?
Laufey Ólafsdóttir, 13.3.2008 kl. 09:28
Laufey: Mig langaði í sígó var auðvitað ekki með hana á mér vúman.
Ég er í kasti hérna yfir ykkur krakkar mínir.
Love u guys
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 09:33
Ha ha ha ha ha! Þú ert snilld, kona!
Heiða (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:07
Ég er líka að pæla í veggjunum heima hjá þér. Annaðhvort eru þeir bólstraðir eða þú alltaf blá og marin út af öllum þessum veggjaköstum.
Helga Magnúsdóttir, 13.3.2008 kl. 11:04
Sorrý Jenný mín hef lesið þetta eikkvað vitlaust í gegnum morgunglætuna! Auðvitað sé ég það núna
Laufey Ólafsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:12
Mér finnt hugmynd heittelskaða góð nema ég myndi hengja dótið um mittið með síðri hippalegri þunnri leðuról ...fyrir lykla og sígóhylki - o so kveikjara audda líka !!
Marta B Helgadóttir, 13.3.2008 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.