Leita í fréttum mbl.is

Konur til sölu

Trúir einhver því að vændiskonur séu í djobbinu fyrir ánægjuna?

Ég trúi því ekki.

Merkilegt, að á sama tíma sem danskir karlmenn taka sig saman gegn vændi þá sá sjónvarpið ástæðu til að taka viðtal við skyggða konu, fyrrverandi hjúkrunarfræðing, sem skipti yfir í vændi og líður svona svakalega vel í djobbinu.

Ég leyfi mér að fullyrða, að alltaf þegar umræður snúast um baráttu gegn vændi þá kemur einhver úr stéttinni og segir ævintýralegar sögur af því hvað vinnan sé skemmtileg, vel borguð og að eigin vali.  Konurnar sem talað er við eru alltaf með stórgóða menntun, man eftir lögfræðingi, lækni, félagsráðgjafa og núna var það hjúkka.

Maður þarf að vera illa blindaður af löngun til að normalisera sjúkt ástand, til að trúa þessu.

Allir rannsóknir sem gerðar hafa verið, benda til að stór hluti vændiskvenna séu með laskaða fortíð, þær hafa verið beittar ofbeldi oft kynferðislegu og félagslegt umhverfi þeirra hefur verið slæmt, með afbrigðum.

Ég var ákaflega hissa á þessum vinkli sem Kastljós tók á þetta mál á mánudagskvöldið en þó bættu þeir úr í gærkvöldi.  Sjá hér.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, frjálshyggjufrömuður, er hins vegar ekki sammála því að vændi skuli gert refsivert.  Hún heldur því fram að þessi "atvinnugrein" snúist um frjálst val einstaklingsins til að fá sér vinnu að eigin vali.

Ég spyr bara; er það réttlætismál að karlar geti keypt sér líkama kvenna (og barna) eins og þeir fjárfesta í sunnudagssteikinni fyrir helgar?

Vill samfélagið að þessi þjónusta sé á boðstólnum?

Spyr sá sem ekki veit.

Jájá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég trú því ekki heldur að vændiskonur gera þetta af ánægju.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 13:45

2 identicon

Afhverju ættu karlar sem að kaupa sér blíðu kvenna hafa áhuga á börnum??

Karlremba (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:50

3 identicon

Þú ert semsagt að leggja til þöggun - að ekki sé talað við konur sem selja sig og segja það af fúsum og frjálsum vilja vegna þess að þær hljóti að vera að ljúga að þínu viti?

Borat 

Borat (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Garún

Fyrir mér snýst það ekki um að vera "frjálslyndur" að finnast "ALLT" alltaf í lagi...

æi ég nenni ekki að svara þessum hér fyrir ofan....nenni ekki að eyða orku minni á svona 

Garún, 12.3.2008 kl. 14:33

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sammála þér elsku Jenný. Hef þekkt nokkrar konur úr stéttinni um ævina og allar voru laskaðar á sálinni á einn eða annan hátt. Man vel eftir því sem ein sagði: "Yeah, you feel like shit while it's going on but it feels good when you get your money."

Auðvitað á að refsa þeim sem kaupa sér slíka neyð. Mér er alveg sama í hvaða tilgangi. Fólk leitar sér hjálpar vegna kynlífsfíknar en það gæti verið lausn fyrir marga. 

Laufey Ólafsdóttir, 12.3.2008 kl. 14:40

6 identicon

Sem betur fer eru ekki allir eins, það er til fólk, konur, karlar sem eru að fíla þetta.
Að banna þetta leysir ekkert, sá sem segir það leysa eitthvað þarf ekki annað en að horfa í kringum sig, sá sem segir bann leysa þetta er að fylgja tilfinningu frekar en staðreyndum.

Plís ekki gleyma að karlar/ drengir eru líka í þessu.

Þetta á að leyfa með skilyrðum: Á einyrkja basa, reglulegar læknisskoðanir + vottorð.. .etc

DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 14:40

7 identicon

Af hverju ætli hún vilji ekki koma fram án skyggingar úr því að hún er svona ánægð í nýja starfinu?  Skyggingin og nafnleyndin segir allt sem segja þarf um 'sátt' hennar við stöðu sína.  Þetta er bara vörn hennar og réttlæting til að hún geti horfst í augu við sjáfan sig. 

Björk (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 15:24

8 Smámynd: Tiger

Ég verð að viðurkenna að ég er alfarið á því að ef konur/menn kjósa að vinna við vændi finnst mér það hið bestasta mál. Auðvitað eru það fordómar sem reka vændi undir borðið og vændi undir borðinu skapa vandamálin, tel ég. Vændi sem grasserar undir borðinu (í felum) skapar öll vandamál heimsins, sjúkdóma, mannsal, peningagræðgi, ofbeldi og mikla misnotkun. Það tel ég ekki ganga upp hjá þeim sem eru ofanjarðar í friði fyrir fordómum.

Konur/menn sem stunda "löglega" vændi eru einhverjar hreinustu og sjúkdómalausustu kynlífsverur sem hugsast getur, enda sjá þær/þeir sjálfar/ir um að öll öryggisgæsla sé að fullu tryggð. Konur/menn sem stunda vændi undir niðri hafa hins vegar engar tryggingar um hreint og heilbrigt kynlíf og þar myndi sori þjóðfélags heimsins birtast í sinni verstu mynd (er það reyndar til staðar víða held ég)...

Ég gruna að allir sem stunda vændi löglega eða með "hreinan skjöld" séu bara mjög ánægðir með það að geta stundað vinnu sem skilar vel í aðra, eru jafnvel að stunda vinnu sem það hefur mikla ánægju af - því næsta víst er að margir sem stunda svona vinnu eru alls ekki á kúpunni í fjármálum og engin að ýta þeim út í þetta starf.

Kveðja í daginn til þín Jenný.

Tiger, 12.3.2008 kl. 15:49

9 identicon

Björk..Step outside your box for one moment.
Hún er að verja sig gegn fordómum, svona fólki eins og þú ert að sýna mér að þú sért... svo er hún að hugsa um að fjölskylda hennar lendi ekki í fordómapésum líka.
Step back into your box now Björk, if thats what you want

DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 15:51

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jæja Jenný mín, þá eru umræðurnar byrjaðar og afneitunin með. Alltaf sami áhuginn á klám-og vændisvæðingu í bloggheimum.

Það sem er merkilegast við þessar umræður er, að það skuli vera til fólk sem skrifar og vill láta taka mark á sér en hvorki les né kannar þær staðreyndir sem eiga sér stað í vændisheiminum í dag. Mansal, ofbeldi, eiturlyf, morð og meiri fíkn sem endar oft í börnum. Það fólk sem telur að það eigi að vera hægt að kaupa sér kynlífsþjónustu, ætti hugsa um hvort ekki væri sniðugra að geta keypt sér leikföng til þess í staðin fyrir lifandi fólk og þá börn meðtalin.

Svo langar mig að minna á þennan pistil sem er fyrnagóður enda manneskja sem vanari betri fréttamennsku en við eigum að venjast hér á landi. http://erlasig.blog.is/blog/erlasig/

Edda Agnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 16:14

11 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þessi umfjöllum þarf ekki að koma neinum á óvart.  Kaupendur kláms og vændis munu að sjálfsögðu verja "rétt sinn og annara" til að runka sér á  "frjálsum" manneskjum fyrir greiðslu.  

Það er eðlilegt og sjálfsagt að taka viðtöl (og sýna) við þá sem eru hamingjusamir í vændi.  Það er aftur á móti sérstakt að þetta viðtal sé sett fram sem hin hliðin gagnrýnislaust í Kastljósinu.  Þetta hefði verið fínt innlegg í umræðuna ef þetta hefði verð hluti af annarri gagnrýni.  Það er alveg sama frá hvaða hlið ég skoða þetta mál, umfjöllunin var léleg og varpaði litlu ljósi á stóru myndina.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 12.3.2008 kl. 16:29

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tigercopper:  Hvaðan kemur þú?

Takk fyrir frábær innlegg stelpur í umræðuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 16:50

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dr. E: Þú þarft alltaf að vera á móti.  Trúir þú þessu virkilega?  Ég meina að það sé eitthvað frelsi falið í vændi?  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 17:06

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Vændisfólk á rétt á læknisþjóustu eins og allir aðrir og það hefur ekkert að gera með hvort vændi er löglegt eða ólöglegt. Vildi bara skjóta þessu inn.

Laufey Ólafsdóttir, 12.3.2008 kl. 17:10

15 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

það er til fólk sem finnst gaman að limlesta á sér kynfærinn og senda það á netið tildæmis bmevideo.com svo já auðvitað er til fólk sem fílar að gera þeta.

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.3.2008 kl. 21:18

16 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er Gaman að sjá femikommunistana missa vitið

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.3.2008 kl. 21:19

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Skil ekki afhverju hún þurfti að vera skyggð svona hamingjusöm, fyrrum líknandi hjúkka, gift, fjölskyldumanneskjan.  Og hversvegna á RÚV?  Getur að verið, vegna þess að þetta varði hagsmuni Íslenskra dólga?  -  Þennan sama dag voru Danskir karlmenn að stofna samtök til að berjast fyrir að það sett verði í lög Danmörku, að bannað sé að kaupa vændi. - Hvað varðar ungu "frjálslyndu" lögmannskonuna, sem þarf að auglýsa sig hvað sem það kostar. - Þá segi ég eins og Garún hér fyrir ofan:  Fyrir mér snýst það ekki um, að vera "Frjálslyndur" að finnast "ALLT" alltaf í lagi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.3.2008 kl. 00:20

18 identicon

Jenný: Ég er mótvægisbloggarinn, það verður einhver að vera á móti :)
Ég er bara að segja að lífið er ekki svarthvítt og að bönn munu ekki leysa neinn vanda, bann mun auka á vandann... hefur ekkert með rúnk að gera og eða klámmyndakaup.
Ef við segjum að einhver ykkar verði vændiskona, hvað myndi tryggja ykkar öryggi betur: Að vændi væri bannað eða að það væri leyft með skilyrðum um reglulegar læknisskoðanir, einyrkja dæmi...
Málið hefur ekkert með frjálslyndi að gera, en hefur all að gera með að játa að þetta er til staðar og taka á því á vitrænan máta.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 09:57

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég á rosalega erfitt með að trúa að margar konur stundi vændi af fúsum og frjálsum vilja. Það getur samt verið að þær séu til, það er til svo margvísleg brenglun. Þetta hlýtur líka að vera stórhættulegt starf því margir karlmenn sem til þeirra sækja eru alls kyns perrar sem taka út á þeim þær hvatir sem þeir þora ekki að bjóða "venjulegum" konum upp á.

Helga Magnúsdóttir, 13.3.2008 kl. 11:22

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Erla: Þetta mál er mér líka í fersku minni.  Það var sorglegra en tárum taki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 13:51

21 identicon

Ég tel að flestir sem stunda vændi séu til þess að fjármagna t.d. fíkniefnaneyslu eða af e-h ástæðum vilja ekki vinna hefðbundna verkafólks vinnu sem ekki krefst menntunar. Það er hugsanlegt að margir velji vændið fram yfir glæpi en hver veit??

Það hafa flestir hér á Íslandi val og vald til þess að komast í hinar lægst launuðustu stöður þar sem ávalt er ónógt vinnuafl við lýði. En fíkniefnaneysla og vinnuástundun fer ekkert of vel saman.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband