Þriðjudagur, 11. mars 2008
Bálillar bloggfærslur
Hvað er það með mig og jólagardínuna í eldhúsinu mínu?
Ár eftir ár tek ég hana niður með hljóðum, en þó ekki fyrr en páskarnir eru að detta í hús.
Þetta skrifast ekki á reikning frestunaráráttunnar frægu sem ég er að taka á nánast á hverjum degi, nei hér er eitthvað annað og meira undirliggjandi.
Ég var að velta fyrir mér hvers vegna ég væri haldin þessum perrahætti, að hafa jólagardínur í eldhúsinu fram á vor. Kommon, þær eru orðnar frekar dræsulegar í lokin. Eins og liðið sem verður eftir í partíinu og vaknar einhversstaðar, rýkur út í sólina, svo sjoppulegt að höfuð snúast. Þannig eru jólagardínurnar á hverju ári hjá mér. Algjört stílbrot.
Fyrir meðferð 2006 náði þó tímabil jólagardínunnar sögulegu hámarki. Í nóvember kom Ibba vinkona mín í heimsókn og sagði: "Ji en þú dugleg, búin að setja upp jólagardínur!" Ibba meinti þetta sko. Þá skammaðist ég mín smá en greinilega ekki nóg.
Nú í þessum töluðu orðum hanga þessar fínu jólagardínur fyrir eldhúsglugganum. Þær eru hvítar með krúttlegum jólafuglum og rauðu silkibandi. Enda snjórinn fyrir utan gluggann og stemmingin svona frekar jólaleg.
Vorgardínurnar liggja hér á stofuborðinu og grjóthalda munni, en ég á eftir að strauja þær.
Nú opnast hreinlega augu mín upp á mitt enni. Ég veit hvers vegna ég drolla með þetta ævinlega. Ég vil ekki strauja, hef hreina andstyggð á því húsverki.
Svo er ég að þjást af dasssi af leti og innbyggðri andstyggð á húsmóðurhlutverkinu, sem eru leifar frá því í denn og þess vegna algjör tímaskekkja. Það er gaman að stússast heima hjá sér.
En nú er ég búin að kryfja gardínuvandann til mergjar.
Farin að skipta um. Straujárnskrúttið sem mamma og pabbi gáfu mér hérna um árið, er um það bil að fara í noktun!
Lífið er unaður.
Úje
P.s. Ég er ansi hrædd um að þetta sé dagur hinna bálillu bloggfærslna. Ég er að springa á limminu, með ásetninginn um að blogga ekki um þjóðmál af alvöru. Ég finn að það er að hefjast gos í Vulkaníu Jenný Önnu.
Omægodd!
Jólaljósin á Austurvelli að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 2987164
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Búkolla: Góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 08:27
ARG já...það gaus upp pirringur mín megin. Það er þó ekki venjulegt ástand mín megin.
Þú ert krútt.
Ég setti ekki upp jólagardínur, ég átti ekki nema eina og var komin með 2 eldhúsglugga. Nennti ekki að kaupa og allt fór í fár. Ég hinsvegar fæ mikið óþol fyrir jóladóti og spæni það allt niður á þrettándanum
Ragnheiður , 11.3.2008 kl. 08:28
Blessuð farðu með gardínur, rúmföt og annað slíkt í þvottahús - algjörlega þess virði! Þeir hjá A. Smith rukka örfáar krónur fyrir svona lagað og þú sparar hellings tíma - og pirring!
Erla (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 08:36
Ragga: Búin að lesa bloggið þitt og veit hvað þú ert að tala um.
Erla: Í alvöru? Af hverju hefur enginn minnst á þetta fyrr. Þú ert ekki að djóka í mér er það? Tékka á þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 08:39
Gvöð hvað ég er fegin að vorgardínurnar halda k.j. Enga ekki þeirra staður að rífa kjaft skiluru. Straujárn er einna helst tekið fram á mínu heimili þegar Nick þarf að strauja skyrtu. Þá læt ég hann stundum strauja eitthvað fyrir mig í leiðinni. Eitthvað sem hefur beðið eftir sléttun í marga mánuði kannski.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 09:02
Æ, mér heyrist þetta mjög heimilislegt og notalegt.
Steingerður Steinarsdóttir, 11.3.2008 kl. 09:24
Þoli ekki straujárn og fer upp á tillidögum fyrir eina og eina skyrtu. Á vinkonu sem straujar viskustykki, boli og gallabuxur af allri familyunni. Nýhætt að strauja naríurnar !! Sumir leita uppi leiðindarverkefnin.
Set aldrei upp jólagardínur af því ég nenni því ekki.
Letikveðja
M, 11.3.2008 kl. 09:33
Hvað er straujárn?
Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 09:38
Huld tók orðin úr munni mér Sjálf læt ég gardínur þorna á stönginni eftir að ég þvæ þær og þær koma út svona rennisléttar. Jú, svo annað, er með svona heilsársgardínur... gasalega sniðugt! Wash'n'go
...með þjóðmálin... ég veit!
Laufey Ólafsdóttir, 11.3.2008 kl. 09:59
Leiðinlegast sem ég geri það er að strauja.
Ekki vera pirruð plís.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 10:18
Hallgerður er hægt að panta tíma í síma ?
M, 11.3.2008 kl. 10:20
Tek undir með Erlu, barasta beint með allt saman í þvottahús, kostar kúk og kanil og forðar manni frá meiriháttar pirringskasti. Straujárn eru verkfæri djöfulsins!!!
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:26
Mér sýnist þetta vera mynd af mér með blogginu þínu. Strauja ekki nema í neyð og minnir mig á að það er komið að því að strauja skyrtu af kallinum fyrir helgina. Ég er skúringa- og moppukerling, ef lífið verður mjög erfitt og mig langar að leggjast í rúmið, tek ég fram skúringargræjurnar og djöflast á gólfunum. Vinir mínir nota það sem viðmið hvernig mínu andlega ástandi líður með því að kíkja reglulega á gólfin hjá mér.. ekki mig..hehe. Les bloggið þitt reglulega og hef gaman af. Finnst alkarnir skemmtilegustu bloggararnir, er sjálf ein af þeim. Baráttukveðjur.
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:02
Bráðum koma blessuð JÓLINN aftur og aftur!
það þarf ekkert að skammast sín fyrir jólagardínur eða jólaljós. Fyrirhöfnin við að koma öllu þessu skrauti fyrir er gífurleg og í sumum tilfellum alveg svakaleg, svo það er mín skoðun að þetta fær of skamman tíma til að njóta sín. Hver tildæmis sér hvort að það séu jólagardínur fyrir gluggunum? Jú kanski Gluggagjægir! og hví skildum við ekki hafa jólaljósin lengur logandi, þó ekki væri til annars en að lýsa upp myrkrið og mesta skammdegið.
Kær kveðja Kertasníkir jólasveinn,
Jón Svavarsson, 11.3.2008 kl. 11:21
Þú átt bara að búa í kúluhúsi Jenný mín, þar sem enginn gluggi er ferkantaður og ég er bara með storisa hvernig sem það er nú skrifað, fyrir þeim, þ.e. gluggunum, tvisvar á ári tek ég þá niður og þvæ, og set upp aftur, án þess að strauja, því þess þarf ekki. Búið, finido, slut finish hehehehee....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 11:24
Nei nei Jenný, ég er alls ekkert að grínast. Ég læt elskurnar hjá A. Smith sjá um það að ég sofna með slétt og fín sængurföt á sænginni minni. Hafið þið prófað að strauja tvöfalt sængurver? Tekur óratíma! Ef manni finnst húsmæðrastimpillinn eitthvað mást af við þetta þá notar maður bara einfalda formúlu til að líða betur: Kostnaður / tíma "not wasted" = algjörlega þess virði
Erla (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:43
Mér finnst hrikalega gaman að strauja!! Sendu þær bara yf'rum
Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 12:43
Hahaha, ég læri og læri af kommentakerfinu.
Nú veit ég að Hallgerður og Hrönn eru straufíklar, hélt reyndar að það væri ekki til fólk sem straujar af nautn.
Erla er líka búin að koma með lausn á málinu sem ég er mjög skotin í og ætla mér að prófa ekki seinna en fyrir páska. Takk Erla.
Og takk almennt og yfirhöfuð fyrir ógissla skemmtileg komment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 13:43
Ég hef aldrei getað skilið þá áráttu sumra kvenna að setja upp jólagardínur í eldhúsið. Til hvers? Er ekki nóg af jólaglingrinu í kringum mann samt þó að maður bæti ekki gardínum við og þeirri aukavinnu sem það skapar við að þvo og strauja? Bara hengja skraut á hvunndagsgardínurnar og málið er leyst.
Strauja... Mikið svakalega finnst mér leiðinlegt að strauja. Geri það ekki nema í algjörri neyð og ætlast til þess að aðrir fjölskyldumeðlimir sjái um sléttingu á sínu taui. Kenndi syni mínum að strauja þegar hann var 12 ára og gerði hann þar með ábyrgan fyrir eigin fatnaði, ekkert múður. En þá sjaldan ég neyðist til að strauja geri ég það djö... vel en mikil ofboðslega sem ég er lengi að því!
Mottó: Betri er smáskítur í hornum en hreint helvíti. Yfirfærist auðveldlega á ýmislegt annað.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:49
Ég straujaði um daginn og systur spurðu mig í einlægni hvað ég væri eiginlega að gera. Þær höfðu víst ekki séð þetta áður.
Ég reyni að ímynda mér að ég hafi hingað til straujað á kvöldin, eftir að þær voru sofnaðar. En man reyndar ekki eftir neinu straukvöldi, nema kannski einu á aðventunni.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 11.3.2008 kl. 13:50
Lára Hanna: Það er svo mikið liff í jólagardínufyrirkomulaginu. Svo mikil stemming.
Ragnhildur: Á aðventunni sést líka reglulega til mín straujandi, lítið og illa reyndar, en straujandi samt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 14:14
Lára Hanna, ég nota tækifærið með jólagardínur í eldhúsið til að taka hinar niður og þvo, það myndi örugglega ekki gerast á hverju ári, annars :>
En A. Smith, hmm, rétt hjá mér, meira að segja. Sææængurfötin...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.