Mánudagur, 10. mars 2008
Lyktandi minningar
Vorið kemur með grásleppunni og rauðmaganum sem karlarnir selja við Ægisíðuna.
Það er eins víst og það kemur nýr dagur á morgun.
Ég man eftir að hafa verið í fylgd með fullorðnum við kaup á umræddum fiski og ég skildi aldrei af hverju grásleppan var svona "bitótt" þar sem hún hékk og beinlínis blakti í vorvindunum, sem voru auðvitað skítkaldir.
Það var hryllileg lykt af grásleppunni og rauðmaginn var ekki mikið skárri. Mikið sem ég hata sjávarfang af ýmsu tagi.
Spikfeitar fiskiflugur héldu heilu ráðstefnurnar á grásleppunni og ég gat ekki skilið hvernig nokkur maður gat látið þennan óþverra ofan í sig.
Mig langaði hins vegar mikið til að smakka fasana og lynghænu.
Þetta stílbrot í matarsmekk gerði vart við sig þegar ég var smábarn og dreymdi um að smakka konunglegar steikur og villta sveppi á meðan öll vesturbæjarelítan át ýlduna úr fjörunni.
Ég hef verið af konunglegum ættum í fyrra lífi.
Í raun þarf ekki fyrra líf til, ég er konungborin. Í alvöru sko, langa, langa afi minn var danskur konungur sem flekaði þessa ömmu mína. Hann var reyndar mesti sukkari allra konunga í Danmörku og fannst að lokum dauður í ræsi í miðborg Kaupmannahafnar eftir næturslark.
Þeir segja að alkahólismi gangi í erfðir
..líka sá konunglegi.
Hm..
Hér við hirðina erum vér á leið til rekkju,
en fyrst kíki ég á bloggið.
Vorið kemur svo sannarlega með grásleppunni.
Allir edrú að lúlla.
Æmsóexætid!
Úje
Græjað á grásleppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hm, konungleg , hef ekki heyrt þetta áður með þig, en man eftir einum hér á landi sem er systursonur Margrétar Þórhildar!
Edda Agnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 23:15
Góða nótt, yðar konunglega hátign
Jónína Dúadóttir, 10.3.2008 kl. 23:21
Ég hneigi mig því ég er kurteis við Kóngafólk góða nótt
Brynja skordal, 10.3.2008 kl. 23:30
Iss mitt kóngaslekti er flottara, írskur kóngur sko og fannst ekki í ræsi -hann hefur hinsvegar örugglega verið rekinn í gegn fyrir uppivöðslusemi og almennt vesen. Það virðist líka ganga í erfðir.
Þú er flottust, vinkona mín og mér þykir vænt um þig...
Bið að heilsa sjúkling
Ragnheiður , 10.3.2008 kl. 23:32
Það lá við að ég fyndi lyktina við lestur færslunnar Góða nótt yðar konunglega hátign (hneigikall)
Huld S. Ringsted, 10.3.2008 kl. 23:46
Mmmmm, ég fékk nokkra Rauðmaga að gjöf um daginn & einhverjir skarkolar slæddus með.
Nammerí.
Steingrímur Helgason, 11.3.2008 kl. 00:00
Góða nótt yðar hátign og sofið þér vel.
Linda litla, 11.3.2008 kl. 00:01
Ha ha ha ha....þú drepur mig kona....ég meina yðar hátign
plís skrifa bók svo ég hafi eitthvað að skemmta mér yfir næstu árin enda ört hrörnandi kona.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.3.2008 kl. 00:02
Á maður þá að ávarpa þig Yðar hátign framvegis Jenný mín ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 00:04
Talandi um grásleppuna og rauðmagann (svona af því ég á líka minningar frá Ægisíðunni) þá hef ég aldrei pælt í þessu með fisknöfnin nema hvað sonur minn bað mig að kaupa rauðsprettu (ekki rauðsleppu reyndar) ... svolítið litrík þessi nöfn. - Mmmm fasani, fæ varla betri mat, nokkurs staðar, nokkurn tíma.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 00:25
Yðar háverðugheita hátign... hehe Mitt bláa blóð kemur frá Melrakkasléttunni... eða þannig
Jóna Á. Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 00:27
Jenný mín eðalborna, fasanar og lynghænur, ja segir það ekki svolítið?
Ég var líka ein af þeim sem fór með pabba og afa að kaupa allskonar fisk á ægissíðunni, Rauðmagi með kartöflum og ediki, og vel sigin grásleppa, Herramanns-matur.
Guð hvað það er langt síðan.
Hallgerður þú borðar ekki ljótan mat, en hvað með skötusel, steinbít
besti fiskur sem ég fæ.
Knús Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 07:23
Þetta hefur verið uppgrip hjá körlunum á Ægissíðunni hér í den. Sé ekki betur en flest allir hér að ofan muni eftir slepjugumsinu sem sett var í dagblöð og borið í hús. Ég telst líka til þeirra sem fór með föður mínum að kaupa rauðmaga. Grásleppa kom aldrei til greina því móðir mín var skild Haraldi Hárfagra og hann át ekki Grásleppu.
Góð kveðja inn í daginn.
Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 07:31
Góðan daginn
Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 08:24
Ía: Við eðalbornu borðum auðvitað ekki hvað sem er. Ég skil mömmu þína. Það er svo erfitt að vera perla á skítahaug.
Milla: Það eru bara allir skemmtilegustu bloggvinir mínir úr Vesturbænum. Við rottum okkur saman og deilum reynslu, styrk og von. Við eru best.
Hallgerður: Einhver sagði mér, fyrir ekki svo löngu síðan, að enn væru grássleppukarlarnir að dunda sér við Ægissíðuna. Veit það ekki, það er svo mikið rok þarna við sjóinn að ég fer þangað ekki ótilneydd.
Anna: Þú skilur auðvitað hvað ég meina. Og við erum sennilega báðar með blátt blóð nöfnurnar. Enda frábærar
Ásthildur: Ég bíð þér auðvitað dús.
Krumma: Það er bók í pípunum. Þú munt að sjálfsögðu fá áritað eintak. Ekki spurning
Jóna: Melrakkasléttu? Hm... tengi ekki við það. En mig grunaði að það væri í þér eitthvað blátt. Þú ert svo tígulleg.
Steingrímur: Gat verið
Allir hinir: Ég svaf eins og engill og vonandi þið líka. Takk fyrir kveðjurnar
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 08:26
Lang-langa-amma mín fór til kongsins í Köben í denn.Hún var send heim fljótt.Það datt á hana þýskur prins í kongsins og lítil prinsessa afleiðing þess.Sú prinsessa komst á spjöld sögunnar fyrir að vera alþyðleg og góð við fátæka.Hehehehehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:13
Hjú, hvað ég skil þig með þetta illa lyktandi sjávarfang. Sigin grásleppa þótti mikill herramannsmatur heima hjá mér og ég flúði að heiman þegar hún var elduð, mér fannst lyktin svo vond. Ekki get ég hreykt mér af bláu blóði og ekki einu sinni af því að vera úr Vesturbænum. Er ættuð frá Súðavík og alin upp í Vogahverfinu.
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.