Mánudagur, 10. mars 2008
Aldursmartröð
Ég eldist og eldist. Ég veit ekki með ykkur en á hverju ári á ég afmæli. Ofsóknir og samsæri, ekkert annað.
Ég hef aldrei sloppið og þess vegna tengdi ég rosalega við þessa frétt um að Íslendingar eldist.
Leið eins og ég væri komin heim.
Þegar ég varð tvítug grét ég smá á milli gleðilátanna yfir að geta farið á eigin vegum í ríkið. Fram að því hafði þetta verið endalaust basl fyrir utan ríkið á Lindargötunni þar sem við vinkonurnar díluðum við rónana, um að kaupa fyrir okkur. (Fyrirgefið mamma og pabbi, ég skammast mín og það niður í tær). En þennan afmælisdag grét ég smá yfir að æskan væri að eilífu horfin.
Á þrítugsafmælinu mínu vaknaði ég upp við vondan draum og ég var svo miður mín að ég gat ekki einu sinni grátið. Hin raunverulega ferð mín á öldrunarvegferðinni var í alvörunni hafin og blákaldar aldurstaðreyndirnar sem ég horfði fram á slógu mig rokna löðrung beint í andlitið. Ég hafði lesið um það í sænsku Feminu að manneskjan byrjaði að rotna upp úr þrítugu. Mér leið eins og ósmurðu líki.
Fertugsafmælið rann upp og ég lagði svo mikið í lokapartíið að tæplega 200 manns var safnað saman í þetta endanlega uppgjör við lífið, enda ekki seinna vænna, búin að vera rotnandi í tíu ár. Það gat ekki verið langt til endalokanna.
Ég tórði og varð fimmtug. Ég var örugglega í dauðateygjunum. Ég sló upp afmæli fyrir börnin í fjölskyldunni. Þau eru mörg. Aðstandendur barnanna voru boðnir velkomnir í fylgd þeirra. Það var mikið af nammi í þeirri veislu og ég velti fyrir mér hvort ég myndi lifa það að sjá börnin stækka, enda ekki nema von, hrörnunin hlaut að vera að nálgast hámark. Sko hrörnunin sem ég las um í sænsku Feminu um árið. Ég sá fyrir mér ellina, sem ég játa að hafa mikla fordóma fyrir, endalausa og tíðindalitla, þar til yfir lyki.
Svo varð ég fimmtíuogfimm og ég gerði ekki neitt, nema að fara á fund mér til uppörvunar. Mér reiknaðist til að það tæki því ekki að slá upp gleðskap. Fannst að það væri hægt að taka viðkomandi gleðilæti með jarðaförinni. Slá atburðunum saman. Praktískt og gott.
Hér hætti ég að telja, enda ekki nema ár frá síðasta stór viðburði. Það rann svo upp fyrir mér um daginn að ég er á almennum aldri. Það eru allir sem ég þekki á aldri sem passar svo vel við minn. Ég lagði hugsununum um hrörnunina á kantinn og ætla að reyna að bera mig saman við meðalkonuna á Íslandi sem lifir í 82,8 ár.
Miðað við meðalkonuna er ég kornung.
Ég þarf að endurnýja kynni mín við sænsku Feminu.
Tala yfir hausamótunum á helvítis ritstjóranum.
Arg
Later!
Úje
Íslendingar eldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góðan dag stúlka mín Minnsta málið ef þú bara hættir að horfa á hvaða ár þú fæddist og nýtur þess að vera alltaf á besta aldrinum sem þú hefur verið á... það er að segja, akkúrat þeim aldri sem þú ert á núna Það er ekkert alltaf sniðugt að vera flinkur í hugarreikningi
Jónína Dúadóttir, 10.3.2008 kl. 10:03
Ég segi alltaf maður er baraþað sem við erum skítt með aldurinn
Eigðu góðan dag unga kona.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.3.2008 kl. 10:13
Frábær pistill
Loki (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:14
hahahahahahahaha... rotnandi í tíu ár.. ég skal sko segja þér það Jennslan mín að við byrjum að ''rotna'' eftir 23 ára aldurinn. Þú hafðir því verið rotnandi í 17 ár þegar þú hélst 200 manna veisluna. Djö held ég að þú hafir verið flott í partýinu
Jóna Á. Gísladóttir, 10.3.2008 kl. 10:19
Þegar ég var um tvítugt taldi ég ómögulegt - gjörsamlega vonlaust - að ég yrði nokkurn tíma fimmtug. Það var svo GAMALT. Fullkomlega fornt.
Nú er ég orðin það og tveimur árum betur og hreint ágætlega ern.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 10:19
Dulræn kona sagði mér að ég yrði í blóma um fimmtugt. Hvað ég hlakka til Ætli það verði ekki allt niður á við eftir það og verkirnir byrja
Annars skemmtileg pæling hjá þér Jenný.
M, 10.3.2008 kl. 10:36
Fann aldrei fyrir þessu, fannst æði að verða þrítug, ekki verra að verða fertug en nákvæmlega upp úr fertugsafmælinu hófust miklar ofsóknir á hendur mér vegna hárrar elli ... að núna í fyrsta sinn kvíði ég fyrir næstu tímamótum. Á bara nokkra mánuði eftir í að verða fimmtug og finnst það hræðilegt! Samt hefur mér verið markvisst útskúfað í ein tíu ár! Ætti að vera orðin vön. Var greinilega ekki nálægt neinu aldursfordómafólki undir þrítugs- og fertugsdæmið.
Það var ekki fyrr en karl á áttræðisaldri sagði við mig eitt árið: „Unga kona!“ Þarna var ég komin á fimmtugsaldurinn en karli þótti ég algjör stelpuskott. Það var ágætis tilbreyting frá hinu og það opnaði augu mín. Vissulega var ég "gömul" miðað við 18 ára skutlur, en ég var ung miðað við karlfauskinn. Upp úr þessu fór ég að mótmæla þessu gamalmennatali sem hefst þegar maður er c.a. 38 ára. Allir hamast við að kalla mann miðaldra frá þeim tíma eins og tölustafir eigi að setja mann í "ómögulega hólfið" ... æ, ég ætla ekki að fara að blogga á blogginu þínu ... missi mig bara alltaf. Man eftir því þegar Ellý Q4U fór í stefnumótaþáttinn Djúpu laugina, var einmitt 38 ára, algjör skutla, elst í hópnum, hinar c.a. 35 ára, og stjórnandi þáttarins sagði í viðtali í blaði að Djúpa laugin væri ekki bara fyrir unga fólkið, heldur hefði miðaldra fólk hefði fengið að taka þátt. Hún átti við þáttinn með Ellýju. Ekkert illa meint en henni fannst þetta greinilega svo eldgamalt fólk, komið í kör ,að Djúpa laugin gerði góðverk á þessum ellibelgjum. Þetta var reyndar mjög fyndið en samt!!! Ætti ekki að vera meira gaman að eldast? Allur þroskinn, maður! Virðingin eykst fyrir fólki t.d. í Japan eftir því sem það eldist, en hér minnkar hún jafnt og þétt og það er óþolandi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2008 kl. 11:33
Elsku Jenný mín ég er 63 ára og enn á uppleið, hlakka enn til jólanna, og get varla beðið eftir sumrinu og páskarnir eru við næsta horn. Þetta er ljúft líf, meðan hugurinn er ungur þroskast líkaminn seinna, og litlu frumurnar endurnýja sig oftar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 11:35
Hæ skvís Mér fannst verst að verða þrítug, frá þeim tíma hefur þetta bara verið gott, nú er ég orðin fimmtug og hætt að telja, mæli bara heisluna og geðslagið og bæði er þokkalegt þessa daga, þó geðið betra en heilsan en só what? þetta reddast
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 11:44
Bloggellibelgjir júnæted ?
Steingrímur Helgason, 10.3.2008 kl. 11:59
skemmtileg pæling hjá þér Jenný! ég er nú svo skrýtin að mér kveið fyrir 20, 30 og 40 ára tímamótunum en núna hlakkar mér til að verða fimmtug (bara 4 ár eftir), kannski er ég að ganga í barndóm
Huld S. Ringsted, 10.3.2008 kl. 12:03
Ég varð fertug í desember s.l. og fannst það erfitt,en ekki þegar ég varð tvítug eða þrítug,ég hélt ekki neina veislu ,hvorgi þá eða nú,er meira fyrir að gera eitthvað með manninum mínum og dætrum.kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.3.2008 kl. 12:36
Ég er ekki degi eldri en 17 + að vísu virðisaukaskattur.. en það nennir aldrei neinn að reikna hann út þannig að það skiptir engu.
Annars finnst mér þú ekkert líta út fyrir að vera orðin 55 ára, og hvað þá að það sé hægt að sjá það á því hvernig þú skrifar. Mér finnst þú bara töff... !! Enjoy life
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:40
Þú kannt að koma þessu svo skemmtilega frá þér!
Mitt aldurstengda sjokk kom þegar ég var rétt skriðin yfir 20 árin og heyrði einhvern unglingsstrák segja við vini sína: Fljótir, verum á undan "kerlingunni" þarna!
Sigrún Jónsdóttir, 10.3.2008 kl. 12:44
Mmmm varðstu ekki tuttugu og eins ??
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:49
Ég hélt því alltaf fram að aldur skipti ekki máli... þangað til ég lenti í að verða þrítug. Þá fékk ég svo slæmt panic-attack að ég var flutt á spítala ...og vissi ekki einu sinni að ég væri byrjuð að rotna!!!
Ég hef annars alltaf haldið meira upp á "litlu" afmælin en þau "stóru". Hélt upp á 23 ára, 26 ára og 32 ára Þá sjaldan maður lyftir sér upp! Hver veit nema ég fagni 34 ára afmlinu í ár....
Koss til þín unglambið mitt
Laufey Ólafsdóttir, 10.3.2008 kl. 14:29
Allur aldur hefur sinn sjarma
Ía Jóhannsdóttir, 10.3.2008 kl. 15:29
Eða segir maður að hver aldur.......... Ok skiptir ekki máli
Ía Jóhannsdóttir, 10.3.2008 kl. 15:32
Erum við ekki öll á ákveðinn hátt eins og góð vín - því eldri því yndislegri, þú virðist allavega tengjast því án þess að hafa náð miklum aldri. Ég hugsa aldrei um aldurinn þannig lagað, eldist bara og þroskast, held ég..
Tiger, 10.3.2008 kl. 15:55
Það er nú svo skrýtið með mig að eigin afmælisdagur líður tíðindalaust og án þess að ég eldist að ráði. Svo kemur að afmælisdögum barnanna minna og ég stóð skyndilega á grafarbakkanum núna í janúar þegar yngra barnið mitt varð tvítugt. Gersamlega hræðilegt að finna ellina hellast svona yfir sig úr fullri fötu.
Steingerður Steinarsdóttir, 10.3.2008 kl. 16:32
Aldur er afstæður. Þegar ég var yngri fannst mér það algert svindl að ég yrði orðin 46 ára um aldamótin og gæti þar af leiðandi ekki tekið þátt í öllu því djammi sem þá yrði. Um aldamótin fannst mér ég svo bara bráðung og djammaði fram undir morgun.
Helga Magnúsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:23
allir að fara á savvy.com/isshehot og kjósa Ásdís Rán til að fara í ástralskan veruleikaþátt!!
Maður þarf að skrá sig inn til að kjósa:)
anna Berglind (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:51
Eina afmælið sem ég fékk smá-panic attack yfir var fertugsafmælið. Paník-kastið varði frá 23:55-00:00 - ekki mínútu lengur. Síðan hefur BARA verið gaman að eiga afmæli. Þau hafa öll verið jafnstór einhvern veginn og jafnlítil einhvern veginn líka.
Knús til þín
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:52
Dásamleg færsla
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:25
Skemmtileg pæling eins og konan sjálf sem skrifar hana.
Mér fannst erfitt að verða þrítug, það afmæli var eitthvað tákn um óhjákvæmilega fullorðin og æskan búin fannst mér...en öll önnur afmæli bara skemmtileg hingaðtil. Núna er ég orðin svo gömul og vitur að ég kann að meta að fá að eiga afmæli og vera til síðan að vinkona mín dó í slysi bara 49 ára gömul.
Knús á þig Jenný mín
Marta B Helgadóttir, 10.3.2008 kl. 22:21
Þið eruð ótrúlega skemmtileg og gefandi hérna í kommentakerfinu. Ég á ekki orð yfir ykkur skammirnar ykkar. Þið fáið mig til að hlægja og allt, jafnvel eftir að ég horfði á maraþonædólið í sjónvarpinu og hélt ég myndi sofna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 22:47
Veistu Jenný, maður er bara nákvæmlega á þeim aldri sem manni sýnist hverju sinni...enda ekki árin sem telja heldur hugurinn...þess vegna er maður alltaf ungur....Afmælin eru bara til að hitta skemmtilegt fólk og hafa gaman... Annars lenti ég í þeirri skemmtilegu reynslu í fyrra að miðbarnið mitt var að fermast og átti að kaupa ákveðna bók fyrir fermingarundirbúninginn.Ég fór því í bókabúð að kaupa þessa bók, en flaskaði á því að bókin sem elsti sonur minn hafði notað árinu á undan var ekki lengur í notkun, bað því um RANGA bók, svo konan í bókabúðinni leiðrétti mig kurteislega og spurði: Heyrðu vinan, átt ÞÚ ekki að nota.....!!!!Skiluru af hverju ég er ennþá brosandi?????
Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:57
Frábær pistill hjá þér, eins og allir sem ég hef laumast til að lesa. Þegar ég varð fertug í fyrrasumar þá bara leið mér líkamlega illa og ákvað að verða fertug í kyrrþey. Er enn að jafna mig og bætist einn við þessi 40 sem fyrir voru. Ég verð búin að jafna mig fljótlega, þarf bara á smá áfallahjálp að halda. Held að ég sé í sjokkinu því ég er ekki alveg á þeim stað sem ég ætlaði mér um fertugsaldurinn. En þetta kemur.
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 10:22
Jenný! Þú ert algjör snilld! Algjörð æði!
Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.