Leita í fréttum mbl.is

Leiðindabæli

Ætli það sé eftirsóknarvert að búa í friðsælasta bæ í heimi?  Nú veit ég ekkert hvar Solund í Noregi er, en svo friðsæll er sá staður, að eina ofbeldið þar í fyrra voru slagsmál tveggja hunda.  Það er búið að loka sýsluskrifstofunni, ekkert að gerast. 

Allt með KYRRUM kjörum.

Það getur ekki verið mikið liff á staðnum.

Ég myndi drepast úr leiðindum.

Það væri lærdómsríkt að horfa á lókalfréttir í bænum.  Hvernig ætli gangi fyrir sig að halda úti fréttastofu í svona dauðabæli?

En að kjarnanum...

..sem er af hverju ég er að blogga um þetta.  Ég var í sakleysi mínu að lesa fréttirnar eftir ég kom heim af fundi og ég festist í sunnudagstilfinningunni sem greip mig við lesturinn.

Sunnudagstilfinning er einhvernveginn svona...

Ekki kjaftur á götum og sólin skín.  Bónlykt og sími sem hringir og hringir en enginn er til að svara.  Það eru allir í berjamó eða andskotans lautarferð.

Ég er ekki í lagi.

En stundum er erfitt að koma orði að því sem maður vill segja.  En mér leið strax svona sunnudagsbömmerlega þegar ég las fréttina og ég ætla ekki til Solund á næstunni.

Ég ætla ekki til Noregs einu sinni.

Það er á hreinu. 

Hvað hét bónið aftur sem notað var í denn?

Einhver???


mbl.is Friðsælasti bær í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

,,Pólitískir flóttamenn" frá Selfossi (af öllum stöðum) ættu kannski að setjast þarna að í stað þess að húka í flóttamannabúðum í Danmörku
Matthias

Ár & síð, 9.3.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ertu að spyrja um gólfbón eða bílabón?

Þórbergur Torfason, 9.3.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ár og síð: Ég kem af fjöllum.  Hvaða pólitískir flóttamenn?

Þórbergur: Gólfbónið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Matti er að vísa í þessa frétt, Jenný.

Það mætti eitthvað á milli vera, þessara gífurlegu rólegheita og svo svallsins í miðborg Reykjavíkur um helgar.

Ekki get ég upplýst þig um bón. Mér er meinilla við slíkt fyrirbæri, það lyktar illa og maður rennur á því, dettur og meiðir sig!

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg frábært Lára!..hehe.

Óskar Arnórsson, 10.3.2008 kl. 00:08

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég myndi líka drepast úr leiðindum.....þarf líf og fjör í kringum mig svo ég þrífist.

En ha ha er að reyna sjá fyrir mér lókalfréttirnar......2 kíló af berjum voru týnd í dag af.......  

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.3.2008 kl. 00:39

7 identicon

Alveg finnst mér þetta lýsandi fyrir heiminn í dag    fólk vill bara fréttir um ofbeldi eða hundeltar Hollywood-stjörnur. Annað telst ekki fréttnæmt.
Ég hugsa að það sé virkilega gott að búa þarna og þau fá alveg örugglega nóg af ofbeldisfréttum annarsstaðar að.

Halldóra (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 01:01

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Mmmmm, friður á jörð og rólegheit, eitthvað fyrir mig. En mig langar ekki að flytja til Noregs.

Bjarndís Helena Mitchell, 10.3.2008 kl. 02:34

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mjallarbón?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2008 kl. 03:21

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mjallarbón heillin, mjallarbón var notað á mínu heimili og það var borið á og bónað með höndum, hrikalegt, fæ hroll við tilhugsunina.
Kannski hefur það ekki verið til, er ég var mjög smá, en ekki man ég eftir því, en einu man ég eftir.
Þegar úr mér voru teknir fjandans kirtlarnir, var ég 12 ára og lá á
Landakoti í 10 daga, ég var víst eitthvað óþekk, það blæddi alltaf.
já það var þetta með bónið, sko nunnurnar notuðu súru mjólkina til að bóna spítalann, og það glansaði og glansaði.
                                 Knúsý kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 07:43

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna:  I´ll get it.

Hallgerður: Það var bleikt og ég held að það hafi heitið Mjallarbón eins og Milla og fleiri benda á.  Mér er stórlega létt.  Dagurinn hefði verið ónýtur ef ég hefði þurft að halda inn í hann án þessarar vitneskju.

Jón Frímann: Ert þú kominn aftur, gleðipinninn sjálfur en þetta er mitt blogg og ég blogga um það sem hentar mér (með góðum vilja getur þú sungið þessa setningu við lagið "It´s my party and I cry if I want to").

Takk villingarnir ykkar.  Hef ekkert á móti þessum bæ annars, fékk bara þessa tilfinningu þegar ég las fréttirnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 08:03

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já ætli það hafi ekki verið Mjallarbón, en mér gæti ekki verið meira sama um hvað það hét.  Vona að húsbandið sé að braggast. Kv. Ía. 

Ía Jóhannsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:04

13 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Jæja, ma´r er að skella sér til Norvegs í apríl, kanski maður leiti uppi þennan bæ til að sjá hvernig svona fyrirbæri funkerar.

En blessuð haltu þér frá bóninu, það er stórhættulegt. Ekki sjaldan sem ég endaði útí glugga eftir að hafa (reynt) að hlaupa niður stífbónaðan kjallarastigann heima í denn,  runnið á rassinn og endað útí glugganum góða

Svala Erlendsdóttir, 10.3.2008 kl. 09:10

14 identicon

 Dásamleg færsla og kommennt.Mjallarbón,ég var búin að gleyma því eins og svo mörgu öðru.Góðan dag annars

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 09:38

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir stelpur þið fáið mig til að skella uppúr.  Svei mér þá.

Húsbandið er að skríða saman, takk fyrir að spyrja Ingibjörg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 09:57

16 identicon

Og á eynni Sulu er  bær sem heitir Harðbakki.  Dásamlegt nafn á litlu þorpi. 

Ingibjörg Þ.Þ. (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:38

17 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

bón nútildags gerir gólf stöm, ekki sleip :D

Og bærinn hljómar eins og versta svefnbæjarúthverfi. Neitakk.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:35

18 Smámynd: Svanbjörg Sverrisdóttir

Ég er búin að hlæja mikið, skemmta mér alveg í drep....hversu mörg ykkar vita hvar og hvað Sólund er ?  Hversu margir hafa kannað trúverðugleika fréttarinnar varðandi staðhætti í Sólundum? Og mikið er nú gott að fólk langar ekki þangað sakir skorts á glæpum/ofbeldi....'Ibúar eylandsins Sólunda reyna að veita ferðamönnum góða þjónustu, en það er eiginlega "too much" að byrja að stunda glæpastarfsemi til að uppfylla þeirra kröfur. (eru þeir staðir sem eru lausir við morð og misþyrmingar kallaðir "svefnbæjarúthverfi"?  Það vissi ég ekki).

Ég geri ráð fyrir að ég eignist samúð margra, ég bý nefnilega í Sólund, bý á Harðbakka. Þar hefi ég haldið til í átta ár og hlýt að teljast góður og gildur "borgari", því hvorki hefir mig langað til að berja né myrða. Hugsast getur að það stafi af skorti á fórnarlömbum: 'I þorpinu búa nefnilega uþb 300 manns.

En aldrei er að vita hvað framtíðin ber í skauti sér , bráðum fæ ég fólk í heimsókn. Áður en gestirnir koma ætla ég að bóna gólfið á ganginum með glerhálu hágljáabóni......

Svanbjörg Sverrisdóttir, 11.3.2008 kl. 17:02

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svanbjörg: Hahahaha, gott að það vantar ekki húmor í bæinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 17:06

20 Smámynd: Svanbjörg Sverrisdóttir

Hefi ekki orðið vör við að hér vanti nokkurn skapaðan hlut...nema þá kannske möguleikana að kalla sveitina okkar hérna "bæ". Máltilfinning mín er sennilega farin að láta á sjá, ég á í erfiðleikum með að kalla búsetusvæði mitt bæ:  Nokkur hús á stangli, falin milli kletta og kræklóttra hrísla

Hingað flutti ég með þrjú börn fyrir átta árum og ég get svoleiðis guðsvarið það að umhverfið og ...já....bara allt var eins og draumaland. Ungviðinu leið sem væri það í stöðugu sumarfríi. Guðdómlegt fyrir stráklinga að truttast um víkur og voga á smábátum, tjalda á hólmum og skerjum....

Ég hefi ekki bara búið í þessu útlandinu, ég er kona sem gert hefir víðreist um veröldina, hefi í mér einhver ókyrrðargen svo núna fer mér að finnast kominn tími til að flytja....og það er ekki út af glæpaskorti. Hér fer fólki fækkandi rétt eins og gerist í smábyggðum 'Islands. Allir vilja búa í þéttbýlinu...nema kannske furðuskepnur eins og ég. Mér finnst gott að búa í hæfilegri fjarlægð frá þéttbýlissvæðum, mér finnst ekki mikið mál að hendast um borð í snekkjuna og þeysa til næstu borgar til að fara á bíó eða bara til að kynna sér glæpamenninguna.

(Hér er lögregla, við höfum líka sýslumann sem situr í nágrannasveitarfélaginu.... Ég hefi lesið fréttina á norsku og íslensku, hún er mikið stytt í íslensku útgáfunni og þar er ákaflega sérkennilega farið með staðreyndir....Ég vissi t.d. ekki að núna væri farið að kalla sveitarfélag/hrepp bæ...hm...ég verð greinilega að skreppa til míns gamla heimalands að læra nýjustu brúkun orða...eða kenna blaðamönnum norsku)

- Búin að bóna með Johnson háglans...bónaði mig inni á skrifstofunni minni, svo hér neyðist ég til að dúsa í tuttugu mínútur

Svanbjörg Sverrisdóttir, 11.3.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2986652

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.