Sunnudagur, 9. mars 2008
Sunnudagsblogg - zzzzzzzz
Klukkan í kirkjunni, hérna neðar í götunni er að gera mig hálfgalna. Hún hringir og hringir og mér finnst nánast eins og hún sé að rukka mig um kirkjuferð. Sem er auðvitað út úr kortinu. Ég hef aldrei hitt þessa klukku og er alls ekki tíður gestur við messur.
En..
Ég er búin að vera á fullu alla helgina. Tæpast getað kíkt á bloggið í önnum mínum.
Hef unnið sem sjálfboðaliði um helgina við að hjúkra mínum heittelskaða, sem kom sér upp lungnabólgu. Greyið.
Hjúkrunin fólst í að bera í hann sítrónute og sýklalyf. Tók ekki tímann sinn, er bara að reyna að gera mig merkilega.
Ég hef ekki séð sjónvarp og missti af að jafnvægismæla mig með því að horfa á "Bandið hans Bubba". Sennilega er það þroskamerki og sönnun þess að ég er í fínu jafnvægi. Það er, að nenna ekki að tékka á því hvort ég fengi pirringskast yfir þessum fáránlega þætti.
En ég hef áorkað ýmsu.
Verið með hana Jenný Unu sem fór í bíó með mömmu sinni að sjá merkilegan hund, núna áðan.
Ég hef bakað..
..og eldað..
..og sofið helling..
..og leiðbeint Maysu minni í eldamennskunni yfir hafið til London.
Maturinn heppnaðist frábærlega og auðvitað tók hún sínar varíasjónir á uppskriftina.
.. og þess utan hef ég dinglað mér og verið.
Það tekur á.
En mikið svakalega létti mér að Diri er fundinn.
Ég hélt að henni hefði verið rænt.
Farin í hjúkrunarkirtilinn.
Ójá.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég heyri í kirkjuklukkum tveggja kirkna, fer eftir vindáttum hve hátt þær hljóma. Mér tekst fullkomlega að leiða hjá mér trúarlega merkingu þeirra og tek hljóminn ekki til mín eða inn á mig.
Í mínum eyrum hljómar þetta sem fögur tónlist sem ég hef ekkert á móti, nema síður sé. Prófaðu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 14:19
Er það bara ekki notanlegt að heyra í kirkju klukkunni Jenný mín.
Vonandi lagast þessi veikindi hjá Húsbandinu þínu fljótlega.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 14:23
Svakalega ertu dugleg í hjúkrunarstörfunum - húsvitjarðu?
Hver er Diri? Hverju er ég að missa af?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 14:26
Ertu viss um að hundurinn hafi ekki verið undarlegur ?
Sendi bónda þínum bata kveðjur og veit að það er dásamlegt að eiga ástvin sem er við hliðina á manni þegar maður er veikur og lítill í sér. Knús á þig frú Nightingale.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2008 kl. 14:33
Batakveðjur til eiginmannsins
Huld S. Ringsted, 9.3.2008 kl. 14:34
Lára Hanna: Ég er að hlusta á blús vúman. Þessi klukka er algjört törnoff. Híhí.
Takk fyrir kveðjurnar og Hrönnsla: Diri skrifaði Eyðimerkublómið, hefur barist gegn umskurði kvenna og átti að halda fyrirlestur í París en hvarf eftir djamm. Úff, tékkaðu á fréttum í gær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 14:56
Uss jamm. Ég bjó um tíma við hliðina á nunnunum í Hafnarfirði - endalaust verið að hringja inn í messur og bænagjörðir, klukkan 6, í morgunmat, í morgunkaffi, í hádegismat, í miðdegiskaffi, síðdegi og kvöldmat og kvöldkaffi og miðnæturhringing .. endalaust áreiti - þangað til ég hafði náð að útiloka þetta sem pirrandi glamur og fór svo bara allt í einu að hætta aðtaka eftir þessu. Oft á tíðum þegar gestir voru þá var ég spurður hvort ég væri ekki að verða brjálaður á þessum sífelldu hringingum, en þá var ég hættur að taka eftir þeim - maður er víst ekkert annað en vaninn og hægt að venja sig bæði á eitthvað og af einhverju.
Húsbandið þitt er lánsamt, að eiga svona fjölhæfa og ljúfa að - það er að segja þig náttúrulega Jenný. Þegar maður er eitthvað lasinn er ekkert eins ljúft eins og að hafa þá sem maður elskar frekar en ókunna - í kringum sig. Og svo hefur þú bara staðið í ströngu alla helgina, knús á þig duglega woman. Og já, mikið gott að hún skildi finnast, maður átti hálfpartinn von á að hún myndi ekki koma aftur ljós nema látin - mikið gott að þetta var bara allt einn heljar misskilningur og djammerí..
Tiger, 9.3.2008 kl. 15:26
Tigercopper: Þær eru þagnaðar núna sem betur fer.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 15:30
Það er verið að kalla á ÞIG Í MESSU.Hehehehehehehehe.Undanlegur hundur væntanlega í bíó.Hvar eru hjúkkugallinn keyptur?hahahahaha
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 15:37
Ég er lasin.....
....nenni ekki að lesa hvað sem er.........
Geturðu séð um að koma með svona punkta áfram og svo held ég bara áfram að vera ljóska?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 15:43
Blús er flott tónlist, en kannski frekar með gítar en kirkjuklukkum...
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 16:02
Æði, er ekki bara málið að: þú veist, næst þegar klukkur klingja. Ég skal ganga í málið fyrir þig dásamlega kona ef þú vilt, just wistle and im yours! Knús á þig!
Tiger, 9.3.2008 kl. 16:42
Upss.. það átti sko ekki að vera að skjóta einhverjum í vegg - heldur að koma fyrir sprengju sko í þú veist ákveðnu húsi sem hefur ákveðinn bjölluhljóm innanborðs...
Tiger, 9.3.2008 kl. 16:53
Í sex ár bjó ég ofan í Hallgrímskirkju og ég bókstaflega þoli ekki kirkjuklukkurnar þar! Þeir Hallgrímskirkjustarfsmenn halda greinilega að af því þetta er stærsta kirkja landsins þurfi þeir að vera á bjöllunni á korters fresti frá níu á morgnanna til níu á kvöldin, spilandi lög á heila tímanum (kirkjuklukknaútgáfa af "Ísland ögrum skorið? Really??) og bara á allan hátt eru brjálaðir á bjöllunni! Að sjálfsögðu vandist maður þessu svona yfirleitt, en ég gat t.d. ekki lært undir jólaprófin í Háskólanum heima hjá mér, vegna þess að þeir hreinlega sleppa ekki höndinni af klukkunum allan desember mánuð... *andvarp* ... fyrr má nú rota en dauðrota svona í miðju þéttbýlu íbúðarhverfi...
Evil monkey, 9.3.2008 kl. 17:10
Gvöð hvað þetta smælí-drasl sem tröllríður kommentakerfum hjá fólki fer í taugarnar á mér!
En heyrðu... ætli hringjarinn sem var fastur í köðlunum í Hallgrímskirkju og engum þótti nógu vænt um til að bjarga sé fluttur í þitt hverfi! :)
Heiða B. Heiðars, 9.3.2008 kl. 18:27
Ég get ímyndað mér að kirkjuklukknahljómur geri mann pissed til lengdar. Ég þurfti meira að segja að hætta að láta þessa fínu forláta veggklukku sem mér var gefin hætta að ganga því að ég gat ekki sofnað fyrir henni.
En annað óskylt - þessi mynd sem fylgir færslunni er dásamlega víruð eitthvað
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:29
Þetta hlýtur að vera alvarlegt, fyrst þú notar hjúkrubarkirtil. En vonandi hressist bítillinn.
Gvöð hvað ég er sammála Heiðu, þetta fígúrudrals er að gera mig veggjakasthæfan.
Þröstur Unnar, 9.3.2008 kl. 18:40
Ég er líka alveg hrikalega sammála Heiðu!!!
Alveg hrikalega - svo er ég líka geðvond. Veit ekki um hana.......
Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 18:43
Gling gló, klukkan sló ... heyri aldrei í kirkjuklukkunum á Skaganum, held að eintómir heiðingjar búi hér ... og séra Eðvarð Ingólfsson sitji bara við skriftir á unglingabókum þegar hann á að vera að messa ... Nei, djók, hann er víst voðalega vinsæll prestur og messurnar hans yndislegar.
Sendi þér kirkjuklukkusamúðarkveðjur, snúllan mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2008 kl. 18:49
Hér klingdu klukkur um tólf, vissi að þá var messan búin svo ég sleppti samviskubitinu og fór bara upp í aftur. mætti halda að ég væri lasin, hef bara legið og lesið bækur og blöð í dag og dottað á milli. Ég er að spá í hvort ég ætti ekki að heimsækja Hörnnslu á morgun og færa henni kjúklingasúpu eða panodil te, hún var voða raddlaus í gær þegar ég talaði við hana elskuna. Hafðu það gott og vona að bóndanum batni sem fyrst.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 20:16
Hugarfluga, 9.3.2008 kl. 20:34
Ég naut þess nú í dag að hlusta á kirkjuklukkuna í minni kirkju í dag enda fór ég í messu með fjölsk og glæsilegt kökuhlaðborð þar eftir messu
Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 20:38
bata kveðjur á húsbandið
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.3.2008 kl. 21:45
Ég bý í Seljahverfi og heyri í klukkum Breiðholtskirkju, Seljakirkju og Maríukirkjunni. Einhverjar þeirra hringja frá korter í sex til sex og korter í átta til átta alla virka daga. Um helgar tekur fyrst steininn úr. Þá djöflast þeir eins og vitleysingar og hringja þessum bjöllum sem mest þeir mega. Þá er verið að kalla guðsvolaðan almúgann til messu bæði fyrir hádegið og eftir hádegið. Opinberar reglur um klukknahringingar á Íslandi eru engar til, og finnst mér ansi frjálslega farið með hér í hverfinu. Þetta klukknahringl er ekkert annað en umhverfismengun og er alveg að gera mig brjálaðan. Það ætti að setja bann við svona yfirgangi. Hvernig ætli nágrannar mínir brygðust við ef ég tæki upp á því að liggja á bílflautunni í tíma og ótíma ? Ég er hræddur að einhver myndi gera athugasemdir við það háttarlag mitt.
Ólafur (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:03
Það er heilmikið til í þessu hjá Ólafi...
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:08
Ólafur: Ein af þessum kirkjum sem þú nefnir er að gera mér lífið leitt. Við þjáumst því bæði. Þetta er gjörsamlega óþolandi.
Heiða: Ætli hringjarahelvítið sé ekki kominn í Seljahverfið?
Annars er ég að drepast úr hlátri. Þið eruð svo skemmtileg.
Smælínotkunin mætti vera minni, það segi ég satt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 23:20
Jenfo. Hef ég einhvern tíma sagt þér að ég ólst upp í húsinu á móti Langholtskirkju. Og svaf um tíma í herberginu sem var í beinni sjónlínu við kirkjuklukkurnar. Það heyrðist ekki mannamál á sunnudagsmorgnum. Afi blótaði þessu í sand og ösku á meðan amma dásamaði klukknahljóminn og skokkaði glöð yfir götuna til messu eða á kvenfélagsfund.
Jóna Á. Gísladóttir, 10.3.2008 kl. 00:19
Ég bý beint fyrir neðan Akureyrarkirkju og það pirrar mig ekki vitund að heyra hana hringja.......er svo svakalega æðrulaus....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.3.2008 kl. 00:35
Jóna og Hrafnhildur: Við þjáumst saman. Það hefur verið fjör hjá þér Jóna mín í helv... látunum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.