Leita í fréttum mbl.is

Rebellar og skortur á frjórri hugsun

11

Hvað foreldrar geta beinlínis verið illa innrættir þegar kemur að nafngiftum á afkomendurna.  Sumir kannski, vita ekki betur, en að skíra/nefna börnin sín augljósum "stríðnisnöfnum", sjá hreinlega ekki fyrir sér að viðkomandi reifastrangi verði einhvertímann að gangandi manneskju með félagsþörf. og einstaklingsþarfir.

Auðvitað gerir fólk þetta ekki að gamni sínu.

Svo eru nöfnin í ættunum, verið að afbaka nöfn til að hægt sé að skíra í hausinn á hinum og þessum.

Svo eru það foreldrarnir sem koma með nöfn sem þykja skrýtin, en venjast svo fallega með tímanum.

Og ekki má gleyma foreldrunum sem ætla að láta barnið sitt verða einstakt meðal jafningja og fara illilega út fyrir væntanlegan þægindaramma barnsins, að því forspurðu.  Jesús minn.

Auðvitað væri best að leyfa börnunum sjálfum að velja á sig nafn, en það getur reynst erfitt þar sem viðkomandi korn hefur ekki áhuga út fyrir móðurbrjóstið.

Þegar ég var 10 ára eignaðist ég systur nr. 5.  Hún var skírð Hilma Ösp.  Þetta var á tíma Guðrúnar, Þorgerðar, Margrétar, Sigríðar og þeirra stelpnanna.  Ég hélt ég myndi deyja.  Einkum vegna Hilmunafnsins.  Mér fannst það svo skelfilegt.  Þetta var staðfest af móður vinkonu minnar, hennar Guðrúnar, sem sagði milli samanbitinna tanna; Hilma Ösp!! Ekki nema það þó!! Hvað er fólk að hugsa, sem treður svona ónöfnum á börnin sín?

Hilma Ösp er með fallegri nöfnum sem ég veit um, þó ég gæti ekki sagt það upphátt til að byrja með. 

 Annars voru foreldrar mínir rebellar í nafngiftum miðað við mikinn skort á frjórri hugsun, svona almennt, í nafngilftadeildinni hjá íbúum Reykjavíkurborgar þess tíma.

Fóru ekki alltaf troðnar slóðir þar.  En þau nöfn eru öll frábær og þá er ég ekki að grínast.

En að máli dagsins...

...að skíra barnið sitt Brooklyn vegna þess að það er nafn þess borgarhluta í New York, þar sem barnið var getið?

Halló!! Það er hægt að halda dagbók til að leggja getnaði á minnið, það þarf ekki að klína adressunni á saklaust barnið.

En hann breikaði í afmælinu sínu hann Brooklyn.

Voða gaman.

Jájá!

Á að ræða þetta eitthvað nánar?


mbl.is Brooklyn breikaði í eigin afmælisveislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert krútt

Hilma Ösp Baldursdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk lúsin mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 12:52

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það var einmitt gert mikið grín að þeim hjónunum þegar drengurinn fékk nafnið. Þau voru talin heppin að hafa skroppið til Brooklyn fyrir getnaðinn því "Peckham Beckham" hefði t.d. verið bömmer tek fram að Peckham er slömmhverfi í Lundúnaborg og þetta þótti ákaflega fyndið...

Hilma er mjög fallegt nafn og ekkert að hugmyndaauðgi innan skynsamlegra marka. Staðanöfn meika auðvitað ekki nokkurn sens á íslensku... Reyðarfjörður Pálsson, Súðavík Jóhannsdóttir... neinei.

Laufey Ólafsdóttir, 7.3.2008 kl. 13:25

4 identicon

Brooklyn er ekki einnefni í bandaríkjunum of ég held meira að seigja að það sé nokkuð algengt. Þau hjónin hafa tekið það fram að hann hafi alls ekki komið undir í Brooklyn heldur hafi þau verið þar þegar hún komst að því að hún væri ólétt (hann kom reindar undir í danmörku)

Gunna (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jenný þú er snilld, góð pæling.  Kannski að það verður bráðum farið að gera þetta á Íslandi, Brygguhverfis Halla eða Breiðholts Jenný,  hafðu það gott um helgina elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 13:27

6 Smámynd: Tiger

  Ohmyyy.. samkvæmt svona skilgreiningu myndi ég líklega kallast "Gatáverju Jónsson" ... ekki kostuleg nafngift það.

Mér finnst Brooklyn flott nafn - eins með nokkur staðarnöfn sem hægt er að nota sem mannanöfn. En mér finnst dásamlegt þegar fólk leitar til fortíðar eftir fallegum nöfnum afa og ömmu eða annarra skyldmenna. Íslensk staðarnöfn myndu þó ekki útleggjast fallega sem mannanöfn, ekki yfir höfuð allavega. Þó er t.d. Njarðvík og Hella ekki svo slæm sem eftirnöfn: Guðrún Njarðvík eða Þórdís Hella... *hux*. You are brilljand woman..

Tiger, 7.3.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ef ég hefði ekki vitað að aumingja Brooklyn væri litli gaurinn hans Beckhams og þarna hvað hún nú heitir Posh.. þá hefði ég haldið að Brooklyn sjálf hefði átt afmæli og mannfagnaður það mikill að allt hefði leikið á reiðiskjálfi.

Ía Jóhannsdóttir, 7.3.2008 kl. 13:38

8 Smámynd: Kolgrima

Hvað með Hlíðar?!

Þrátt fyrir Heklur, Kötlur og Eskju, hafa sum nöfn sem hafa orðið örnefni horfið eins og Rauðfeldur og önnur horfið af einskærri tillitssemi við börn, sbr. Lambi og Órækja (sem allir muna eftir úr Njálu)!

Kolgrima, 7.3.2008 kl. 13:40

9 Smámynd: M

Gatáverju góður !!!   Eða Áttiaðfaraílakið Sigurðsson

M, 7.3.2008 kl. 14:18

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Betur að sumir foreldrar vissu þetta:

Dívaninn er þarfaþing
þreyttum værðir gefur
efni í margan Íslending
í hann lekið hefur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 14:30

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þó margir hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar dóttir mín fékk nafnið Katrín, það var sem sé algjörlega út í loftið, þá veit ég að enginn hefði þó viljað að hún héti Grenivík Stefánsdóttir....

Jónína Dúadóttir, 7.3.2008 kl. 14:45

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Langa, langa amma mín var sú fyrsta sem skýrði dóttir sína Harpa.  Allt ætlaði að vera vitlaus, hún gat ekki skýrt barnið eftir hljóðfæri.  Nú þykir það frekar normal nafn.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:50

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður og Jónína:  Það er eitthvað heillandi við "kvenmannsnöfnin" Vestmanneyja og Grenivík

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 16:50

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna: Þú ert frábær.  Hm.. góður skáldskapur!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 17:09

15 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Mannanafnanefnd samþykki ekki alls fyrir löngu karlmannsnafnið "Skíði"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:47

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Akranesi Einarsson ... Reykjavík Haraldsdóttir. Bíddu, hét ekki annars einhver kona Almannagjá ... eða var það kannski viðurnefni?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:15

17 identicon

Bíddu við!!!!

Var ég ekki rétt í þessu að lesa á vefnum að sjarmörinn Matthew ætlaði að skíra ófæddan son sinn eftir uppáhalds bjórtegund sinni...hummm

altso Bud

Get svarið það!

knús á þig kona og líka á skólasystur mína sem er kvittari hjá þér..

Valdís

Valdís (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:25

18 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þú ert kostuleg kona... ég veit um unga konu sem heldur því fram að hún sé glasabarn.....jú foreldrarnir voru nefnilega í glasi þegar hún var búin til.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:31

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Mamma sagði mér frá gömlu manni sem hún þekkti og hann hét Dósatheus Tímóteuson frá vestfjörðum að mig minnir.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:32

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

segðu hratt: ekki sparka í hann Ian

Jóna Á. Gísladóttir, 8.3.2008 kl. 00:10

21 identicon

Skíði er reyndar ekki nýtt nafn, það er maður í mínu byggðarlagi sem er eitthvað á milli sextugs og sjötugs sem heitir Skíði.

Brynhildur Reykjalín (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:16

22 identicon

Hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:55

23 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dósótheus Tímóteusarson var frændi minn alveg eins & Semíngur Semíngsson.  Ég er þvílíkt ánægður með þann frændlegg minn úr Ófeigsfirði,  frekar en að ég læt mér núverandi hálf amerísk-íslensk barnanöfn 'nýíslensk' létt um lundu liggja.

Fyrir minn part hef ég nú frekar kosið að kjósa að skýra mín börn kjarnyrtum íslenskum nöfnum, sem að ég veit að þessir frændur mínir yrðu glaðir með,

Steingrímur Helgason, 8.3.2008 kl. 01:05

24 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, ef farið yrði eftir þessu myndu strákarnir mínir heita: Höfn, Nairobi og Grafarvogur.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.3.2008 kl. 01:24

25 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Almannagjá heitir kona, og var alltaf kölluð Alma,  þegar hún  fermdist  fékk hún að setja annað nafn fyrir framan.  Eins var það með hana Þjóðbraut, hún fékk líka að setja annað nafn fyrir framan Þjóðbrautar nafnið.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:30

26 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skíði er gamalt nafn og ekki slæmt. Dósi og Tími frændur okkar Steingríms burðuðust með leiðindanöfn. Man vel eftir Dósótheusi. Persónulega hef ég valið eldgömul íslensk nöfn. Stefán Íslandi er dæmi um mann sem bar nafn þess staðar er hann var getinn á (valdi sér það sjálfu) En stúlkan sem getin var um borð í Gullfossi flúði land, hét Gullfoss Minning. Mannanafnanefnd er sú nefnd sem mig virkilega langar að sitja í.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2008 kl. 01:57

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það ætti að gefa ykkur út hérna, þið eruð svo skemmtileg.  Rosalega eru nafngiftir skemmtilegt umræðuefni.

Jóna: Ég reyndi

Valdís: Sá sem er ekki með frjórri hugsun en svo að honum finnist ákjósanlegt að skíra barnið í höfuðið á uppáhaldsalkóhólinu ætti að fara í meðferð. Eigum við að skrifa Matta?

Takk öll.  Frábær lesning að vakna við.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.