Fimmtudagur, 6. mars 2008
La´det svinge
Ég rankaði við mér áðan fyrir framan sjónkann og mér varð ljóst að þar hafði ég setið nánast hreyfingarlaus í rúman klukkutíma og horft á sænska ríkissjónvarpið.
Halló Jenný!!
Hvað ertu að gera þér??
Ekki nóg með að ég sæti í hroðalega öflugri nostalgíu, sem náði til Svíþjóðaráranna, ónei.
Ég var farin að hugsa stíft um Olof Palme og skelfileg örlög hans.
Þrátt fyrir að ekki væri minnst á Olaf né nokkuð annað sem gæti komið mér á fortíðarflipp út af löngu liðnum tíma.
Ekki var það sænskunnar vegna. Hana tala ég reglulega. Pabbi hennar Jennýjar er Svíi. Ég á eðalvinkonur sem eru sænskar og ég er í heitu sambandi við, þannig að tungumálið triggeraði ekki þessum heiftarlega afturkipp í heilanum á mér.
Ég hef þess vegna verið að hugsa... hm.. alveg af alefli..
...eru þetta fyrstu mörkin um elliglöp?
Að maður bara smellist aftur á bak í tíma og gleymi sér þegar minnst varir?
Ég fer ekki vestur í bæ á næstunni.
Ég gæti frosið við Hringbrautarróló. Það má ekki gerast.
Nei, nei, nei, nei, nei,
La´det svinge!
Og Péess næturinnar kemur frá Jenný Unu Eriksdóttur sem í dag sagði við mömmu sína, þegar þær voru á leið heim: Mamma hér hefur verið sóði, það er "blerblot" á götunni.
Krúttkast og góða nótt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góða nótt og ljúfa drauma
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 22:39
Það væri nú ekkert vitlaust að skella sér á Hringbrautarróló og nostalgerast svolítið... og í portið á Öldugötuskólanum... og Melaskólanum... kirkjutröppurnar í Neskirkju þar sem maður norpaði við að reykja í den... og, og, og...
Bara gaman!
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:44
Hanna Lára: Var eimitt í kirkjutröppunum einu sinni með krökkunum og sr. Frank kom askvaðandi. Þau földu sig á bak við mig (veit ekki hvernig, ég er ekki mjög stór kona) og Frank tók mig á trúnó eftir næstu kennslustund. Lét mig bera möppurnar með sér í geymsluna og ræddi þar við mig um hættur heimsins. Elsku karlinn.
Ég má ekki falla í þennan pytt, gæti fríkað út, það var oft svo gaman að lifa. Þyrfti eiginlega að blogga um svona nostalgíuflipp.
Omg
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 23:13
Séra Frank er eini kennarinn sem hefur hent mér út úr tíma í Hagaskólanum. Það var af því ég neitaði að samþykkja hans útgáfu af trúarjátningunni. Hann vildi segja: "...píndur undir Pontíusi Pílatusi..." en ég vildi segja: "...píndur á dögum Pontíusar Pílatusar..." og ég gaf mig ekki svo hann vísaði mér á dyr.
Taktu endilega eitt gott nostalgíubloggflipp, það væri gaman!
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:17
knús á þig inní nóttina ég bjó líka í vesturbæ.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.3.2008 kl. 23:17
OG ég lenti á svona trúnó hjá Jónu Hansen....
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:18
bara svo framarlega sem þú festir þig ekki á tungunni við róló-staurana...
Það er gott að ná einu krúttkasti fyrir svefninn yfir Jenny Unu.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.3.2008 kl. 23:44
Þið köstuðuð mér aftur í tímann - ég fór að telja á fingrunum - og halló! Það eru 33 ár síðan Frank kenndi mér!
Þurfti ég á þessari fingraleikfimi að halda? ?? Rétt fyrir svefninn??? NEI!!!
Góða nótt og sofiði vel, trúnóvinkonur...
Kolgrima, 6.3.2008 kl. 23:51
Hehehehe god natt og sov godt min vän
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 23:53
Mamma lék sér líka á Hringbrautarróló og svo seinna ég og amma og afi bjuggu á Hofsvallagötunni, beint á móti róló og voru alltaf kölluð amma og afi á róló af barnabörnunum. Ég hreinlega elska bloggið þitt Jenný mín, en ég er eins og ég er og kvitta alltof sjaldan hjá öllum.......les samt yfirleitt alltaf. Kannski að ég komi bara líka með svona nostalgíu blogg einhvern daginn........ég skrifaði nostalgíu ritgerð íslensku sem ég fékk 10 fyrir og skelli henni kannski inn á bloggið mitt einhvern daginn......hver veit. Soldið persónulegt samt.......Kíktu á nýustu færsluna mína, þar minnist ég á þig...hí hí...Knús á þig félagi.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 7.3.2008 kl. 00:21
Er ekki gott að gleyma sér í minningunum og uppgötva hvað lífið hefur nú verið yndislegt, þrátt fyrir allt. Góða nótt og dreymi þig vel.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.3.2008 kl. 01:48
Svona fortíðarflipp og flashback er æðislegt. Það er svo hollt og yndislegt fyrir okkur að geta flogið svona á milli tímabila, sérstaklega þegar maður stendur í erfiðum sporum og þurfum t.d. á því að halda að muna góða tíma til að sækja okkur styrk og ljós. Dagdraumar og flashback er sko ekki merki um ellikerlingu eða ellikarl, gæti allt eins verið bara skemmtilegar minningar sem ósjálfrátt leita á kollinn.
Pesssið þitt er æði. Svona gullmola á maður að skrifa niður og muna, okkur sjálfum og börnunum til gamans seinna á lífsleiðinni. Það er oft svo yndislegt að heyra í þeim blessuðum, sérstaklega eins og þinni litlu sem greinilega hefur ekki náð valdi á öllum bókstöfunum.. bara ljúft.
Tiger, 7.3.2008 kl. 02:18
Blerblot! Snilld!
Varúð! Ég reyndi einmitt að setjast í rólurnar á Barónsborg og rassinn á mér festist.
Ég er áskrifandi að BBC Prime því ég verð að horfa á Eastenders svo ég sé viðræðuhæf við Bresku vini mína. Fortíðarþrá hvað? Eastenders mi luv mi eastenders...
Laufey Ólafsdóttir, 7.3.2008 kl. 04:29
Þið eruð krútt - báðar saman Jennýjurnar.....
Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 07:34
Takk öll.
Lára Hanna: Frank og Jón Thor voru í hatrammri baráttu um orðfæri trúarjátningarinnar. Einu fermingasystkini mínu var hent út af fræðslunni hjá Jóni af því að hann fór með trúarjátninguna ens og Frank hafði kennt honum. Ekkert annað en ofbeldi á börnum. Híhí.
Lífið er alltaf yndislegt, bara með ýmsum varíasjónum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 08:14
Nei Jenný mín þetta eru ekki fyrstu merki um elliglöp, því ef svo væri.....þá er ég búin að þjást af þeim síðan um tvítugt..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.3.2008 kl. 08:37
Ef þetta eru merki um elliglöp þá eru elliglöp ekki svo slæm
Ha det bra
Dísa Dóra, 7.3.2008 kl. 09:46
Jón Thor var minn prestur og dálítið spes karlinn en held að hann hafi bara einu sinni lent í því að fermingabarn lagðist endilangur fyrir framan gráturnar þegar prestur ætlaði að blessa yfir honum. Tek það fram þetta var ekki ég en eitt af fermingasystkinum mínum. Sá hafði lítið sem ekkert gengið til prests fyrir ferminguna og vissi ekki betur, var líka fyrstur í stafrófinu svo engin var fyrirmyndin. Elliglöð eða ekki, maður er þó ekki alveg búin að gleyma bernskunni.
Ía Jóhannsdóttir, 7.3.2008 kl. 11:35
Sko; vandamálið er ekki að maður sé farin að GLEYMA gömlum tímum heldur það, að maður er farin að muna hann OF vel.
Ingibjörg: Góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.