Leita í fréttum mbl.is

Alkinn ég...

 ..vaknaði á mínútunni átta og skondraði augunum um mitt sérhannaða svefnherbergi, þar sem stækkaðar myndir af Mér prýða alla veggi.

Taka tvö..

..ég vaknaði kl. 08,00 eins og ég hef fyrir sið og fann að ég var í flottu formi.

Flottari en ég á skilið, miðað við aldur, reynslu og fyrri iðjur. 

Ég fékk mér te og sígó.

Las blöðin og var ánægð eins og geðgott ungabarn.  Agú!

Ég las..

..um ný-útnefndan kandídat Rebúplikana og Bush þegar þeir fóru í sleik fyrir utan norðurdyrnar (þær eiga að vera bigtæm important) í Hvíta húsinu.  Alltaf gaman að sjá liff í öldungunum.W00t

..að Gilzenegger ætli að koma út úr skápnum hjá Jóni Ársæli fljótlega.  Og ég brosti og hugsaði blíðlega (ok, ekki blíðlega, en skilningur tók sig upp); æi dúllan, þetta skýrir margt, ef réttt reynist.Devil

..um þetta leiðinlega fokk í Júróvisíjón, sem alla jafnan kemur út á mér pirrunum.  Ég reyndar las það ekki til enda, (þannig að þið verðir að klikka á fréttina ef þið hafið áhuga) og hugsaði:  Æi dúllurnar í Júró og nærri klappaði skjánum.

..það var þá sem það rann upp fyrir mér, að í dag, amk. væri ég í andlegu jafnvægi og ég ætla að halda því áfram þar til ég leggst á koddann minn í kvöld.

Annars er þetta einn dagur í einu, í jafnvæginu og edrúmennskunni.

Ekki að ég stefni að Nirvana hérna.  Ég verð aldrei svo þroskuð að ég hætti að verða reið og  misþyrma lyklaborðinu reglulega, en það er dásamlegt að geta lesið í gegnum búllsjittið án þess að verða svo pirraður að maður reyni að berja sig til blóðs með ullarpeysu, ef ekkert haldbærara barefli er innan seilingar.

Annars er mælikvarðinn á jafnvægi hjá mér þessa dagana, Bandið hans Bubba.  Nenni ekki að segja hversvegna núna en það verður spennandi að sjá hvort ég lifi það af, annað kvöld.

Er í önnum.

Bara góð.

Farin í göngudeildina, ljósin mín.

Bætmítúðebón.

Úje!

 

 


mbl.is Eurobandið fær uppreisn æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

What a way to begin the day

Steingerður Steinarsdóttir, 6.3.2008 kl. 08:58

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Svona eiga dagar að byrja, minn var ekki alveg svona bjartur hahahaha....byrjaði eitthvað að pirrast með sjálfri mér, vona að það brái fljótt af !

Eigðu áfram góðan dag !

Sunna Dóra Möller, 6.3.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Minn byrjaði á því að ég sá að þa var bjartara en vanalega á þessum tíma sem ég vakna..sem er snemma!!! Og það gerði mig glaða. Og gott að þú ert glöð Jenný mín. Tvær glaðar konur geta nú afkastað töluvert mikilvægum straumum ..ha??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 09:54

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fór líka réttu megin framúr í morgun.  Kveðja inn í daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 6.3.2008 kl. 10:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég er bara svo glöð að sjá þig aftur hér Jenný mín, hvort sem þú hamrar lyklaborðið til blóðs, sallaróleg eða ironisk, fyrirgefðu kaldhæðin, þú ert bara svo skemmtileg og mikil manneskja, með tilfinningar og þorir að hafa þær og tjá þig um þær.  Það er eitthvað sem ekki er öllum gefið.  Takk bara fyrir að vera til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það bara gott í dag Jenný mín

Kristín Katla Árnadóttir, 6.3.2008 kl. 11:46

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvernig er það... ætli hægt sé að fara báðu megin framúr á morgnana...? Það ætti að tryggja stöðugt jafnvægi milli himneskrar jákvæðni og gagnrýninnar neikvæðni.

Best að prófa í fyrramálið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 11:55

8 Smámynd: Ragnheiður

Aha Lára Hanna, þetta ætla ég að prufa á morgun. Ég segi bara við kallinn ef hann kvartar yfir umferð yfir hann að ég sé að gera rannsókn LOL

eigðu góðan dag Jenný mín

Ragnheiður , 6.3.2008 kl. 12:02

9 identicon

Góðan dag.Góð hugmynd að veggfóðra íbúðina með sjálfsmyndum.Eða allaveganna herbergið sitt.hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 12:12

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ha stefnirðu ekki á Nirvana kona gott að heyra að  það er fátt sem raskar þinni andlegu stóískri ró....nema hlutir sem skipta máli.

Ég vissi að þú ættir lopapeysu í fórum þínum, ég að vísu geng í minni.....eigðu góðan dag gæskan. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.3.2008 kl. 12:35

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég takst áðan á eitthvað varðandi að SAMFOK vilji banna teknó-böll.

Á þá að banna Gillz? Er hann ekki teknó-böllur?

Brjánn Guðjónsson, 6.3.2008 kl. 13:52

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Eina sem ég veit um Gillz er að hann skrifaði um konur á viðbjóðslegan máta á bloggsíðuna sína.  Hefði getað verið án þess, get ég sagt þér.

Krumma: Á ekki lopapeysu en flotta ullarpeysu sem ég nota í pyntingar á sjálfri mér.

Birna Dís: Já ýtum undir egóið með myndum út um allt.

Lára Hanna og Ragga: Við förum í málið.

Takk öll elskurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 14:05

13 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Bandið hans Bubba?!?!!???? SAY IT ISN'T SOOOOOOOOO

Ingi Geir Hreinsson, 6.3.2008 kl. 14:57

14 Smámynd: Tiger

  Gilzinn og félagar hafa örugglega tekið sig saman í því að koma svona sögum af stað til að fá meira áhorf á þáttinn sem þeir/hann kemur fram í hjá Jóni Ársæli. Þetta er hans húmor í gegn, að skapa læti til að koma sjálfum sér í sviðsljósið - athyglisýki á háu stigi eiginlega, held ég.

  Gott að þú rataðir framúr réttu megin. Guð gæti þín og leiði þig áfram á þessari góðu braut sem þú ert búin að koma þér á.

Tiger, 6.3.2008 kl. 15:36

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona að þinn dagur hafi verið góður - minn hefur verið annasamur en góður

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2008 kl. 16:40

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð tillaga frá Láru Hönnu

Marta B Helgadóttir, 6.3.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.