Leita í fréttum mbl.is

Hver liggur á bćn og spilar einhver Bingó?

01 

Ég er í víđtćku rusli.

Ég má ekki spila Bingó 24/7 á ákveđnum tíma um páskana og vćntanlega ekki leggja kapal heldur.

Ég efast meira segja um ađ ţađ megi gera ţađ í Dymbilvikunni.  Allt bannađ.

Ég man eftir ađ hafa smyglađ mér inn í Glaumbć í páskavikunni í denn og ţá voru stólarnir uppi á borđum og lokađ kl. 23,30.  Ţađ mátti ekki dansa.  Ţađ mátti liggja á barnum en alls ekki dansa.  Ţađ hefur örugglega veriđ bannađ ađ spila Bingó en ţađ var í lagi, ţađ voru ekki Bingóspilandi ungmenni ţá frekar en nú.

Spilar einhver Bingó núförtíden?

Ćtli ađ ţađ sé reiknađ međ ţví ađ meirihluti fólks liggi hýsterískur á bćn, heima hjá sér yfir páskana?

Úff hvađ ţetta er mikil tímaskekkju reglugerđ.

Ólafur F getur sett ţetta sem forgangsverkefni, ađ laga ţessar hallćrislegu reglur um opnunartíma skemmtistađa yfir "hátíđarnar".

Ekki ţađ ađ ég sé á leiđ á djammiđ.

Ónei, verđ heima ađ lesa.

Mér er bara uppsigađ viđ svona skinheilagheit.

Afsakiđ á međan ég garga.

Má ekki láta fólkiđ sem fćr greidd laun fyrir ađ biđja, sjá alfariđ um ţađ og halda ţjóđfélaginu í eđlilegum rythma á međan ţessi ósköp ganga yfir?

Annars góđ,

Later

 


mbl.is Bingó bannađ á ákveđnum tímum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţetta er alveg međ ólíkindum.  Sem betur fer hafa veriđ rýmri reglur hér en víđa annarsstađar út af Skíđavikunni.  En ég ćtla örugglega ađ leggja kabal, ćtli megi ráđa krossgátur ?

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 5.3.2008 kl. 15:09

2 identicon

amma mín spilar bingó!

Elín (IP-tala skráđ) 5.3.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir

Ţetta er skrýtin frétt leiksýningar, hafa sko alltaf veriđ bannađar,  í kringum páska, nema á Skírdag og  Annan dag páska, og verđur ađ ljúka fyrir kl: 11 á Skírdag, svo allir séu komnir heim fyrir miđnćtti.  Ţessvegna tók Eyvindur Erlendsson hinn mćti listamađur upp á ţví ađ flytja Passíusálmana á Föstudeginum langa, svona til ađ stytta sér  og öđrum daginn, í Hallgrímskirkju.  Og nú eru Passíusálmarnir lesnir hér og ţar í kirkjum landsins af öllum ţeim sem vilja og langar ađ lesa upphátt fyrir sjálfan sig og ađra.  Og  ţađ er mjög  skemmtilegt og mikil stemmning, ađ taka ţátt,  í svona dagskrá, hvort heldur sem er, ađ lesa eđa hlusta, ţví Hallgrímur Pétursson var ekkert smá skáld.  En svo máttu líka "skrabbla" ţađ getur enginn bannađ ţér ţađ.

Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, 5.3.2008 kl. 15:33

4 identicon

Helstu baráttumál ţjóđkirkju eru: Hommar, vinaleiđ & bingó.

DoctorE (IP-tala skráđ) 5.3.2008 kl. 15:39

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ćtli mađur gapi ekki á sjóvarpiđ eđa glugga í bók.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.3.2008 kl. 16:12

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held ađ hún dóttir mín toppi allt međ athöfnum sínum um komandi páska. Í fyrra ţurfti hún ađ mćta í tíma á föstudaginn langa (hún er ađ lćra lćknisfrćđi í Ungverjalandi) svo ég spurđi hana í sakleysi mínu hvort hún ţyrfti ekki ađ mćta í tíma á föstudaginn langa núna ţetta áriđ. Hún svarađi: ,,Ţađ er enn betra, viđ eigum ađ kryfja!"

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2008 kl. 16:57

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Og ég sem ćtlađi ađ spila Bingó, heima sko, ţađ hlýtur ađ vera bannađ líka?? Nćst banna ţeir lestur, svo um ađ gera ađ lesa nógu mikiđ ţessa páskana!

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 16:59

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ţetta hefur nú skánađ mikiđ, man sko ţegar föstudagurinn langi stóđ einum of vel undir nafni. Viđ fjölskyldan ćtlum ađ  flýja skinhelgina og vera í London um páskana eins og í fyrra, ţađ var sko fínt.

Helga Magnúsdóttir, 5.3.2008 kl. 17:45

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ţessi skinhelgi er leifar af ţví ţegar lúterskunni var trođiđ upp á Íslendinga áriđ 1550 og allt sem veitti fólki gleđi var bannađ, til dćmis ađ dansa og syngja.

Ég man vel eins og Helga ţegar föstudagurinn langi var leiđinlegasti og lengsti dagur ársins. Og heima hjá mér mátti ekki einu sinni taka í spil - hvorki á ađfangadagskvöld né föstudaginn langa - ađ minnsta kosti ekki á međan amma bjó hjá okkur.

Ég man líka eftir ţegar öllu var skellt í lás klukkan 23:30 á skírdag og viđ tóku langir dagar - en ég gat alltaf gleymt mér í bókum. Ţađ mátti ţó lesa.

Enn eimir eftir af ţessari stjórnsemi kirkjunnar en margt hefur breyst og á eftir ađ breytast ennţá meira.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.3.2008 kl. 18:15

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég man líka svo eftir ţessum ömurlegu og löngu dögum sem skírdagur og einkum föstudagurinn langi var.  Ţeir ćtluđu aldrei ađ líđa og auđvitađ las mađur sér til óbóta.  En hann leiđ ekki fyrr fyrir ţađ.

Auđvitađ er ţetta breytt, en ég skil ekki ađ ţađ skuli ţurfa svona reglugerđir til ađ stjórna hegđun fólks og útstáelsi, ţessa daga fremur en ađra.  Meiri forsjárhyggjan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2008 kl. 18:21

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég elska helgidagafriđ......sem kann kannski ekki ađ koma á óvart hahahahahhaha.....geng um međ sorgarvip á föstudaginn langa, klćdd svörtu međ blćju međ blikandi tár á auga ! Á sjálfan páskadagsmorgun fćrist bros yfir varir og upprisugleđin tekur viđ og ţá fer ég í regbogans liti og fagna fjölbreytileika sköpunarinnar  !

Annars finnst mér Bingó leiđinlegt ţannig ađ mín vegna má ţađ vera bannađ allan ársins hring, ég myndi ekki sakna ţess neitt feitt !

Sunna Dóra Möller, 5.3.2008 kl. 20:48

12 identicon

Hehehehehe.Skil ekki af hverju ţarf ađ loka "öllu"en ég ćtla ađ bara njóta páskana og borđa Nóa.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 5.3.2008 kl. 20:50

13 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Ţađ tilheyrđi bara hérna í gamla daga ađ láta sér leiđast á föstudaginn langa, eins og ţađ vćri skylda. Undanfarin ár hefur ţetta veriđ dásamlegur frídagur, góđur matur, lestur og slíkt, en sjitt ađ mađur skuli ekki geta spilađ bingó ...

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2008 kl. 21:55

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nei hér vantar alla bingó menningu. Í Englandinu er hún svo svćsin ađ til eru samtök bingó fíkla....Hć ég heiti Krumma og er bingó fíkill...sé ţađ einhvernvegin ekki gerast. Annars elska ég páskana..ekkert tilstand bara bókalestur og góđur matur međ stöku göngutúr...get varla beđiđ.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.3.2008 kl. 22:07

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ćtli ţađ megi spila póker? - Kannski bjargar Birkir Jón ţessu! 

Haraldur Bjarnason, 5.3.2008 kl. 22:09

16 Smámynd: Heiđa  Ţórđar

Kjaftćđi...ţú mátt sko allt sem ţú vilt. Góđar kveđjur til ţín min kćra.

Heiđa Ţórđar, 5.3.2008 kl. 23:27

17 Smámynd: Tiger

  Amen. Nei, á mínu heimili liggur engin á bćn, ţó Guđhrćtt sé allt heimilisfólkiđ. En ef á ađ fara ađ banna hitt og ţetta á opinberum stöđum ţá mun fólk bara flykkjast undir niđur og stunda sín spil, bingo og lestur ţar ...

 Ég hélt einmitt ađ ţađ vćri veriđ ađ rýmka ţessar lokunarreglur, bođ og bönn. Hélt ađ nú vćri opiđ á jólum og nýársdag og fleiri tyllidögum mun lengur en var hér áđur. Sannarlega skref í ranga átt. Allavega getur mađur gert ţađ sem manni sýnist á eigin heimili, held ég.

Tiger, 5.3.2008 kl. 23:49

18 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

sjitt má ég virkilega ekki spila bingó  nei hingađ og ekki lengra hehehe.

Eyrún Gísladóttir, 6.3.2008 kl. 00:12

19 Smámynd: Brynja skordal

Já ţađ er vandlifađ sko iss ćtla sko ađ spila alskonar spil og kannski Bingó líka alla páskana viđ fjölsk í sumarbústađ um páskana

Brynja skordal, 6.3.2008 kl. 00:29

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Ćtli ég verđi ekki bara ađ vinna um páskana, ţađ er ekki hćgt ađ hafa allt lokađ, vegna túristanna og ţeirra sem vilja skreppa á barinn, ţó ţađ sé bara til ađ fá sér kaffisopa og vínarbrauđ međ ţví.

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 6.3.2008 kl. 01:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.