Miðvikudagur, 5. mars 2008
Tveggjalúserabandalagið með blönduðum kór
Ég trúi því varla að Ólafur F. sé raunverulegur í nútímanum.
Ekki skrýtið, þar sem mér finnst ekki raunverulegt þetta ástand í borgarmálum og samsuðan milli hans og Villa Vill. Tveggjalúserabandalagið með blönduðum kór. Jesús!!
Nú á að draga konurnar heim að eldhúsvaskinum og hlekkja þær þar niður með börnin í pilsfaldinum og til þess að fá þær heim er boðið upp á "heimgreiðslu" til foreldra meðan beðið er eftir leikskólaplássi. Íhaldsmenn hafa alltaf verið hrifnir af þessari hugmynd. Að láta kjéddlingarnar vera heima með börnin, einkum og sér í lagi, þegar samdráttur verður á vinnumarkaði.
Nú á sum sé að hoppa aftur til fortíðar og stinga dúsu upp í fólk, í staðinn fyrir að byggja með hraði þá leikskóla sem þarf.
Hvað verður það næst?
Verður boðið upp á "heimgreiðslu" til foreldris þegar kennaraskorturinn fer að verða óviðráðanlegri?
Kva!
Vér foreldrar erum öll fæddir kennarar.
Á öllum grunnskólastigum, hvorki meira né minna.
Og þegiðu svo kérling og vaskaðu upp.
Arg.
„Konurnar heim“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Margar konur vilja kannski fá að vera heima með börnunum sínum meðan þau eru lítil og þá ættu þær að fá að velja það sjálfar. Og mér finnst að þær ættu þá ekkert að vera kauplausar á meðan.
Jónína Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 09:25
Alveg rétt Jónína, sjálfsagt að fólk fái að velja að vera heima með börnunum. En við erum ekki að ræða neitt val hérna. Það er einfaldlega skortur á leikskólaplássum og sumir hafa því ekkert val hvort þeir eru heima eða ekki.
Steinn Hafliðason, 5.3.2008 kl. 09:34
Þetta er bara djók Vildi að ég gæti bara hlegið að þessu en það er kominn svo mikill afturkippur í jafnréttisbaráttuna að það er sorglegt.
Kolgrima, 5.3.2008 kl. 09:45
Jónína: Fyrir mér er leikskóli, jafn mikill skóli og grunnskóli auðvitað og menntun er ekki val. Menntun er sem betur fer skylda. Mér finnst hinsvegar allt í lagi að fólk ráði því hvort það vill hálfan eða heilan dag á leikskóla eftir þörfum og löngunum. En þetta er greinilega stórt spor afturábak í jafnréttisbaráttunni svo ég ekki tali um sjálfsagðan rétt barna til að njóta menntunar til samræmis við þroska sinn hverju sinni.
Sveinn og Kolgríma: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2008 kl. 09:50
Jónína og Steinn... En hvað um þá foreldra sem kæra sig ekki um að vera heima en verða að gera það af því að borgin sér ekki sóma sinn í því að sjá börnum fyrir leikskólaplássi? Hvort foreldrið haldið þið að sé líklegra til að neyðast heim??
Heiða B. Heiðars, 5.3.2008 kl. 10:01
Nýi meirihlutinn er að reynda að mála sig bleika litnum en tekst það heldur illa. En... bleiki dagurinn 8. mars nálgast!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:26
Nákvæmlega. Fólk talar alltof mikið um það að það sé kvöð að þurfa að hugsa um börnin sín.
Afhverju er það svo líklegra að konan fari heim? Fer það bara ekki hvað fjölskyldar ákveður sjálf. Alltaf 50/50 líkur.
K. Bergmann (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:41
Alveg er það dæmigert að snúa þessu upp eins og þetta snúist um það hvort fólk vilji njóta samvista við börnin sín eða ekki. Þetta snýst ekki um það heldur það að fólk þarf að fá dagvistun fyrir börnin til að það geti sinnt sinni vinnu og börnin geti hlotið menntun á meðan.
Ekki síður dæmigert er að þykjast koma alveg af fjöllum og þykjast ekkert kannast við að þetta séu mæðragildrur..
Hildur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:00
Útburðavælið í Samfóliðinu er orðið frekar falskt.
Villi er nú ekki meiri lúser en það, að hann bjó til annann meirihluta og bar Krataliðið ÚT úr valdastólum, eftir einungis 100 daga. Dagur vælir út í eitt, líkt og mey sem svikin hafði verið í tryggðum. ´ÞEg nefni það útburðavæl.
Um leikskólaplássin er það að segja, að nú víkur svo við, að hún dóttir mín er á svonefndum biðlista að koma dóttur sinni í leikskóla.
Ekki er lengur hverfaskipt og fjölskyldur sem búa í úthverfunum eru á sama lista og hún dóttur dóttir mín.
Þegar Laufásborg var sett í rekstur Hjallastefnunnar, var sagt, að allt væri eins og listar látnir halda sér.
Það var nú svo satt, að nokkur fjöldi barna ,,þekktra" foreldra, svosem leikara og svoleiðis nokk, eru komnir inn, þrátt fyrir, að vera yngri en hun Lísbet mín og hafa EKKI verið á listanum að sögn.
Nú er mjög miil ásókn á leikskóla við og í Miðbænum, og eru það aðalega foreldrar, sem vinna niðurfrá og vilja skiljanlega koma börnunum sem næst vinnustað. ÞEtta gerir alla skipulagningu ómögulega og því væri ráð, að hverfaskipta aftur leikskólunum, llíkt og gert er með Grunnskólana.
Það eru öngvir biðlistar á suma leikskóla í úthverfunum en fólk úr þeirra nágrenni á biðlistum í 101. Þetta er óhagræði og því ætti það ekki að líðast, frekar en snobbið í leikskólakennurunum varðandi leikara og sjíonvarpsfólk.
Miðbæjaríhaldið
Afi fjögurra barna.
Bjarni Kjartansson, 5.3.2008 kl. 11:03
Ef þetta eru mæðragildrur þá er það af því að fólk leyfir þessu að vera mæðragildrur.
Fólk hefur alltaf val um það hversu miklið það vinnur og hversu miklu það eyðir. Snýst um forgangsröðun!
Afhverju þarf svo fólk alltaf verið að kvarta undan öllu. Þetta er lausn á meðan er verið að vinna í því að fá inn fleiri leikskólakennara.K. Bergmann (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:24
Kristín Katla Árnadóttir, 5.3.2008 kl. 11:25
Hallgerður.
Kannt þú ekki að lesa vina mín. Ég sagði þér í hvaða leikskóla þessi forgangur var veittur. Ég get svarað því heverjir nutu forgangsins en kann ekki við að gera það af kurteisi við þau því það er ekki sök þeirra sem njóta að aðrir eru ekki silgdari en svo, að brúka snobb.
Til upplýsingar um stutta eða enga biðlista er rétt hjá þér að snúa þe´r til viðeigandi skrifstofa, sem með ma´lið fara, þaðan eru þessar upplýsingar komnar, þegar ég leitaði eftir skýringum á, af hverju barnabarn mitt væri skilð útundan, þegar mun yngri barn/börn fengu inni.
Svo er afar skrýtið hjá þér, að fllyrða um hluti, (þó að sé innan sviga) sem þú hefur ekki nennu til að kynna þér.
ÞEtta blasir við þeim sem eru með börn sín á biðlistunum t.d. á Laufásborg.
Með tilhlýðilegri virðingu
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 5.3.2008 kl. 11:42
Ég get tekið undir með honum Bjarna, þegar ég beið eftir leikskólaplássi fyrir son minn (þá einstæð móðir) komst barn þjóðþektra einstaklinga á sama aldri og sonur minn, ári á undann mínum inn á sama leikskóla. Foreldra hans voru gift og talað var um að einstæðar mæður væru í forgangi þá. Það fanst mér heldur súrt.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:53
Vá, ég er sólgin í svona skoðanaskipti eins og nú fara hér fram.
Meira, þetta er áhugavert umræðuefni.
Komasho.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2008 kl. 12:29
Ætlaði einmitt að segja það, þú kannt að hræra upp í fólki Jenný
M, 5.3.2008 kl. 12:41
Eitt af því vonda við þessa ömurlegu hugmynd, er að það eru bara "vel giftu" konurnar sem geta nýtt sér þetta. Þessi greiðsla kæmi aldrei til með að vera nógu há fyrir venjulegar konur sem þurfa sjálfar að sjá fyrir sér og sínum börnum.
Laufey B Waage, 5.3.2008 kl. 12:53
Þá færu væntanlega að börn þeirra hjónu fer úr leikskólunum og pláss myndast þá fyrir börn einstæðra mæðra.
K. Bergmann (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:29
Vá, svona fer þegar maður klárar ekki að skrifa allt á sama tíma og breytir án þess að lesa yfir setningarnar sínar
K. Bergmann (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:30
Verð að taka þátt í þessum fæting!
Varðandi það að kippa fram yfir biðlista, lenti ég sjálf í þessu í gamla daga. Það vildi þannig til að ég var búin að bíða lengi eftir plássi fyrir dóttur mína, sat bara prúð heima og beið. Vinkona mín sem var gift embættismanni flutti í bæinn og sótti um, drengurinn þeirra (jafnaldri dóttur minnar) komst inn tja... liggur við daginn eftir. Ég hætti þá að vera sæt og prúð og hringdi reið í dagvistunarfulltrúann og daginn eftir var mín dóttir komin inn á leikskóla! ..
Kannski er fólk hætt að gera þetta en.... hvað veit ég ? Samfélagið hjá okkur er potsamfélag. Sá sem hringir oftast á læknastofuna kemst fyrst/ur að, sá sem vælir mest í sjúkraþjálfanum kemst fyrstur að. Hinir þægu bíða og bíða. Ef við höfum öll hátt og látum illa þá fer það kannski að hafa áhrif. Verður ekki bara að fara í kröfugöngu eða eitthvað álíka ?
p.s. Mér finnst nú alltílagi að styrkja foreldra á meðan beðið er eftir plássi og bara fordómar í Degi að segja að þetta sé ávísun á það að konurnar fari heim, það er úreltur hugsanaháttur og gamall og konur láta ekkert bjóða sér slíkt í dag. Hann getur bara sjálfur farið heim! ..
Hraðlas fréttina og sá bara að þetta var haft eftir Degi. Var það einhvers staðar í tillögunni að þessu væri sérstaklega beint til kvenna ?
Ef að um sambúð tveggja kvenna með barn er að ræða fara þá báðar konurnar heim ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2008 kl. 13:57
Góðar umræður - búin með kvótann og á engin börn hér í leikskólum eða á leikskólaaldri því miður.
Edda Agnarsdóttir, 5.3.2008 kl. 14:12
Loksins heyrir maður í konu sem stekkur ekki strax á kynjamisréttisspilið.
Ánægður með þig Jóhanna.
K. Bergmann (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 14:31
Hallgerður, vilt þú vera svo góð að kíkja á ,,mailið" þitt.
Þar er lítið lettersbréf til þín, þar sem ég skýri þessi mál og nefni nöfn í því sambandi.
Eins og ég hefi áður sagt, er mér óljúft, að la´ta þeirra getið sem nutu opinberlega, það er ekki þeirra, að hafa notið, heldur hinna sem gerðu notin kleyf.
Punktur að sinni.
Miðb´jaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 5.3.2008 kl. 14:49
Hver efast um að konur verði í stórum hóp þeirra sem heim fara ef einhver þarf að gera það yfirhöfuð? Það ríkir launamisrétti í þjóðfélaginu, ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum. Það hlýtur að vera á hreinu.
Þetta er stórt skref afturábak, svo einfalt er það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2008 kl. 15:02
Sko þegar ég heyrði viðbrögðin, þá hugsaði ég með mér, af hverju dettur fólki strax í hug að konan verði endilega heima ? Af hverju getur það ekki verið að pabbinn vilji vera heima hjá afkvæmum, og við erum jú að tala um börn sem ekki komast inn og eru á biðlistum ekki satt. Mágur minn var í mörg ár "mamman" meðan konan hans var að læra, hann var með tvo unga syni sína, og var alveg flottasta mamma ever. Það er nefnilega alveg dæmigert að láta sér strax detta í hug að konan verði að fórna sér. En hver er fórnin? ef þau eru hvort sem er að biða eftir plássi?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 15:17
og afhverju er það FÓRN! Það eru forréttindi að geta verið heima og hugsað vel um börnin sín.
Það yrði sko barist um það hvor fær að vera heima á mínu heimili. Ekki hvort fær að halda áfram að vinna.
K. Bergmann (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:50
Þegar yngri sonur minn fæddist ákváðum við hjónin að skiptast á að vera með hann. Fyrstu 20 mánuðina var ég heima og pabbinn á sjónum. Svo var hann heima í 6 mánuði og ég að vinna. Þetta hentaði okkur rosalega vel þótt það hefði kostað talsverð blankheit því þetta var sko löngu á undan feðraorlofi og mæðraorlof var bara 3 mánuðir. Undanfarin 7 ár hefur maðurinn minn verið heima, ástæðuna má sjá á helgamagg.blog.is og það er bara gott þó svo að við hefðum það eflaust mun betra fjárhagslega ef við værum bæði að vinna.
Helga Magnúsdóttir, 5.3.2008 kl. 17:52
Kvitta fyrir mig Jenný mín.
Marta B Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 21:41
Fyrirsögnin þín hérna er ein mesta snilldarfyrirsögn sem ég hef lengi lesið! Og svo mikið rosalega heil og sönn, held ég! Glæsilegt... En, karlana heim - konurnar í Geim.
Tiger, 5.3.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.