Leita í fréttum mbl.is

Ekki er ráð....

..nema í tíma sé tekið og allur sá ballett, börnin góð.  Bubbi veit a.m.k. hvað hann verður að gera þ. 18. október n.k., þ.e. að svo miklu leyti sem maður ræður sínum næturstað.

Ég hef, hins vegar, ekki græna hugmynd um hvað ég verð að gera þennan dag og mér finnst það fúlt.

Annars er ég enn í flensubarningi og það er hálf slökkt á mér.

Samt er ég algjör snjóruðningabíll.

Bensínlaus snjóruðningabíll.

Bensó næsta.

Ég get ekki einu sinni verið með attitjúd út í Bubba, þessa dagana, úr mér allur vindur. 

Bubbi er líka dúllurass, þannig að ég óska honum til hamingju með þ. 18.10.08.

Lofjúgæs.

 ..í framhjáhlaupi og nokkurs konar péessi.

Hvað á það að þýða að fara svona með ungar manneskjur eins og gert er í "Bandinu hans Bubba" sem ég því miður, horfði á s.l. föstudagskvöld, í eymd minni og veikindum.  Fólkið syngur og fær svo niðurrífandi gagnrýni sem þarf ansi sterk bein til að þola.

Ég fékk alveg sting í hjartað vegna þessarra krakka sem voru tekin fyrir þarna. 

Hefur enginn heyrt talað um uppbyggjandi gagnrýni?

Og hvern andskotann meinar maðurinn með "grafhýsi frægðarinnar"?

Ég kem af fjöllum!

Gat verið, gat ekki haldið aftur af mér.

Mér er greinilega að batna.

Sjúkkit og úje. 


mbl.is Bubbi með tónleika í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Bata kveðjur héðan

Helga skjol, 3.3.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúllan mín - snjóruðningsbílar taka olíu......

Jú ég hef eitthvað heyrt af þessari jákvæðu uppbyggilegu gagnrýni! Held það kunni bara enginn að nota hana lengur!! 

Sorglegt...

...en ég elska þig samt

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andskotinn Hrönnsla, gat verið að ég klúðraði þessu með eldsneytið, ég sem var að reyna að vera pró.

Takk stelpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 11:44

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að Hallgerður hafi hitt naglann á höfuðið - þetta er lognið á undan storminum. Og í yfirfærðri merkingu má segja að batnandi konu sé best að lifa.

Það er nú fjári gott að fá þig aftur hingað, Jenný Anna! Farðu nú ekkert langt og vertu ekki lengi - svona alveg á næstunni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.3.2008 kl. 11:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Láttu þér batna Jenný mín.  Logn á undan stormi úff.   Ég fylgist ekki með þessum ákveðna manni, hef engan áhuga á því sem hann er að brasa, ég um mig frá mér til mín attitute, nenni ekki að fylgjast með svoleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 11:54

6 Smámynd: Kolgrima

Logn á undan storminum?! Það er þá til einhvers að hlakka

Kolgrima, 3.3.2008 kl. 13:23

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Vonandi kemur sumar á eftir þessum harða vetri.Tólf vindstig á Stórhöfða koma mér ekki í uppnám oft hef ég heyrt það á þeim stað og meira þó mælingar segi það ekki en í bænum er hann hægari.Bubbi er alltaf góður mig langar á tónleikana í Köben.

Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 13:23

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bara svo það sé á hreinu, þá fer ég ekki lönd né strönd á næstunni.  Komin heim úr óveðrinu og búin að skella á eftir mér, læsa og henda lyklinum.  Enda konu eins og mér ekki treystandi fyrir lyklum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 14:06

9 Smámynd: Brynja skordal

oh langar á þessa Tónleika Með Bubba ætla að skoða það af alvöru gott að hafa langtímaplön

Brynja skordal, 3.3.2008 kl. 15:07

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ertu bara alltaf lasin gæskan? Hef ekki komið inn á bloggið í langan tíma en byrja á þér. Það er ekki gott að vera sínkt og heilagt með þessa flensuáráttu þú verður að fara finna þér einhverja aðra áráttu til að fylgja inninu betur!

Góðan bata ljúflingur.

Edda Agnarsdóttir, 3.3.2008 kl. 15:14

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég horfði á þáttinn hans Bubba og ég tek undir það ,að mér fannst hann full harkalegur við krakkana og sárvorkenndi þeim þó sérstaklega stelpunni frá Austfjörðumhann er orðinn ansi stór með sig,blessaður kallinn,en hann er góður tónlistamaður,það má hann eiga,en hann má samt fara að passa sig hvað hann lætur út úr´sér,það er mín skoðun

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.3.2008 kl. 15:14

12 Smámynd: Tiger

  Ég er ekki hrifinn af Bubba... og enn síður af "Bandinu hans Bubba". Fari hann og veri mér og mínum að meinalausu... Ég er aftur á móti hrifinn af þér - punktur.

Tiger, 3.3.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband