Leita í fréttum mbl.is

"Much to do about nothing"!!

Þar sem ég hef verið fjarverandi s.l. 11 daga eða svo, algjörlega fréttalaus, hef ég verið að kíkja yfir atburði síðustu daga, í Íslandsheiminum. 

Ef það er eitthvað sem vekur ekki áhuga minn, en hefur hjálpað mér margoft til að fá útrás fyrir pirrurnar, þá er það Júróvisjón.  Arg, hvað mér finnst það leim dæmi.  En ég er orðin svo þroskuð að ég er búin að ná þessu eftirsóknarverða hallokajafnvægi.  Ég held samt að þeir séu farnir að skrapa botninn í plebbisma nú nýliðin ár.  Sko, hér heima og í aðalkeppninni. 

Í fyrra nennti ég ekki að horfa nema á Eika nottla.

Núna hef ég séð tvo þætti af Laugardagslögunum, þann fyrsta og annan.  Það er Jóni Gnarr að þakka.

Svo fattaði ég að ég gat rúllað yfir allan pakkann á netinu daginn eftir og séð minn mann og látið hitt eiga sig.

Þegar ég sá "fréttina" um ummæli Friðriks Ómars, tékkaði ég á Kastljósinu og skoðaði um hver "ummælin" sem vöktu svona mikla athygli voru og allur styrinn stóð um.  Hélt kannski að FÓ hefði kallað einhvern ræðismann rasista eða þaðan af verra.

"Hæst bylur í tómri tunnu" sagði maðurinn!!! Er það nema von að allt verði vitlaust?  Þetta er með ólíkindum að láta þetta út úr sér.  Verra er að það er ekki alveg á hreinu hver átti sneiðina en það getur ekki verið Gilzenegger, hann er bæði orðvar og mjög greindur náungi.

Alveg er mér nákvæmlega sama hver fer í þessa keppni, hver vinnur hana, hver fær 16 stig eða engin.  Það truflar mig ekkert.

En þetta með tunnuna og sándið í henni verður lengi í minnum haft. 

Skelfilegt!

Hér kemur hins vegar ein af dásamlegustu tónsmíðum og príformansi Júróvisjónsögunnar.

Hlustið, horfið og njótið.

OMG

Friðrik Ómar hvað?

Súmí (þetta fer að verða ónothæft, einhver gæti tekið mig á orðinu).

Úje

 


mbl.is Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

No comment.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Selfyssingar eru sammála í dag 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Velkomin heim Jenný, það er gott að fá þig til baka svona hressa og káta. Gott að geta kíkt á bloggið og lesið þennan skemmtilega húmor sem þú hefur. Gangi þér vel í batanum.

Sigrún Óskars, 27.2.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Tiger

   Þetta myndband "diggilúdiggilei" er svo "gay"... og svo frábært. Pastellitir alls ráðandi og gullskór..

Veistu, ég hef ennþá ekki hugmynd um hvað það var sem sagt var í kringum allt þetta fár í kringum Friðrik Ómar og Gilz. Eina sem ég hef heyrt er "bylur hæst í tómri tunnu" eða álíka...

   Jenný ...

Tiger, 27.2.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Árbæingar bætast hér með í sammála hópinn !

Ég hef ekki alveg verið að fatta þetta ummæla óveður......alveg verið að gera mál úr smámáli !

Sunna Dóra Möller, 27.2.2008 kl. 21:12

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er löngu hætt að nenna Júró - en þessu gleymi ég aldrei. Enda ekki nema 21 ár síðan...

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það er kannski hálf hallærislegt að benda á að ekki er farið alveg rétt með í fyrirsögninni, ef þar var tilgangurinn að vitna í sjálfan Shakespeare. Í íslenskri þýðingu heitir leikverk hans, "Much Ado Nothing", fengið heitið "Ys og þys útaf engu".

Ágúst Ásgeirsson, 27.2.2008 kl. 21:54

8 Smámynd: Hugarfluga

Loksin hef ég eitthvað að lesa á þessu blessaða bloggi! Hef reyndar ekki undan þér, litla kona. Þú kæmist í naflann á mér miðað við höfðatölu en ert aktívari hér en Ástþór í starfskynningu hjá Hunts.  *hneygj*

Hugarfluga, 27.2.2008 kl. 21:58

9 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 27.2.2008 kl. 22:05

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er er ekki sammála að Friðrik Ómar sé vondi karlinn í þessu.  Ef þið hefið hlustað á það sem hann sagði um frammíköll út í sal, m.a. um móður hans, sem hann sagði ekki hafa verið hafandi eftir.  Ég hef líka heyrt frá stúlku sem var í salnum og heyrði frammíköllinn.  Það er von að hann hafi látið þetta út úr sér.

Og síðan hefur málið ekki batnað, því hann hefur lokað blogginu sínu hvað er að fólki eiginlega af hverju þurfa menn að vera svona grimmir ef þeir geta mögulega fundið veikan punkt á einhverjum, þá skal hnan hakkaður í spað eins og hvítur hrafn af svörtum.  Og svo tekur halelújakórinn undir og magnar allt upp.  Lúkas hvað ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 22:19

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það þorir enginn að segja neitt hérna á blogginu í kvöld...mikið er gott að þú ert komin aftu.

Fr. Ómar er ekki að virka fyrir mig.

Marta B Helgadóttir, 27.2.2008 kl. 23:36

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hef þegar tjáð mig um Eurobandið, ég hef ekkert á móti þeim nema þetta ömurlega lag sem þau eru að syngja, og veit þó að höfundur þess getur alveg samið góð lög.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2008 kl. 00:22

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, og eitt enn, Eiríkur rokkaði svo rosalega í fyrra, sammála þér um það, en þessi Evrópubúar skilja bara ekki rokk né Spock!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2008 kl. 00:32

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég fengi nú frekar í hnén yfir Eika en Friðriki Ómari af skiljanlegum ástæðum, þó sá síðarnefndi sé krútt .. ... en þetta er auðvitað lagakeppni en ekki flytjendakeppni svo ég á auðvitað ekkert að vera að kommenta um það .. fylgist alltaf með þessu svona með öðru auganu, sem betur fer get ég t.d. verið í tölvunni að vinna á meðan!

Hef næstum alltaf haldið að við myndum vinna - alveg frá því að Gleðibankinn fór - en þá vorum að sjálfsögðu heitust! Svona er mar grænn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.2.2008 kl. 07:07

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt í alvöru að Gleðibankinn yrði á toppnum.  Eða nálægt honum, enda var hann hvorki betri né verri en önnur framlög.  Kannski aðeins betri (þjóðarrembingur).

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2008 kl. 07:29

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held að það sé búið að segja allt sem segja þarf hér,
Kvitt, knús og kveðjur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2008 kl. 07:33

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Breitt bros handa þér inn í daginn

Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 08:08

18 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=lVdxwDT2ohY

Þetta eurovision lag er líka í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

Sigga (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 16:18

19 Smámynd: Laufey B Waage

Þetta var hreint unaðslegt myndband. Takk fyrir. Ég sá ekki eitt einasta af laugardagslögunum - og var á Þursaflokkstónleikum meðan aðrir horfðu á úrslitin.

Velkomin heim og góðan bata áfram. Gott fyrir okkur hin að þú skulir vera komin í bloggmaníu. 

Laufey B Waage, 3.3.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband