Leita í fréttum mbl.is

Að vera heiðarlegur - líka þegar það er ekkert til að hrópa húrra fyrir

Ég er búin að vera að velta því fyrir mér í nótt (já ókei maður á að sofa á nóttunni), hvort ég ætti að fara með það sem er að gerast hjá mér á bloggið.  Já, nei, já, nei og já.  Það er voða gaman að vera heiðarlegur þegar maður er í góðum málum, en erfðara þegar maður sýslar með eitthvað það sem kallar ekki á uppklapp.

Ég lofaði sjálfri mér að vera heiðarleg þegar ég bloggaði um alkahólisma, í þeirri von að ég myndi aldrei þurfa að vera annað en skemmtilega heiðarleg.

En mér varð á.

Ég datt ekki í það, tók ekki svefntöflur, en undanfarinn hálfan mánuð eða svo, hef ég verið að lauma í mig eini og einni róandi tölfu, af ástæðum sem ég gæti bent á þangað til ég yrði blá í framan.  En það eru ekki aðstæðurnar sem fengu mig til þess.  Einhversstaðar hef ég ekki verið að vinna rétt í mínum bata, fundasókn t.d. afspyrnuléleg.  Og ég dúndraðist í pillurnar.

Ég er svo heppin að vera búin að fá inni á Vogi svona áður ég en ég komst á fullt skrið, enda stóð aldrei neitt annað til.  Hugarfarið er eins, ég vil vera edrú.  Hafi ég ekki verið viss um það, þá er ég það núna.

Svona er alkahólisminn lúmskur andskoti og svo spilar maður með.

Nú vitið þið að næstu 10 daga, reikna ég með, verð ég á Vogi að ná eitrinu úr hausnum á mér og ná mér í bata hjá því fólki sem best getur læknað klikkhaus eins og mig.

Ég er komin í gallann, á eftir að mála mig og þið skuluð rétt muna eftir að heimsækja síðuna mína, því hún Jóna vinkona, mun skrifa fréttir af mér af og til.

Hugsið til mín.  Fallega sko. Ég þarf á því að halda.

Allir edrú í boðinu.

Æðruleysi og allt það, búin að pakka því niður.

Elska ykkur öll.

Í gleði og sorg

Jenný Anna áfengisfrömur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hrópa ferfalt húrra fyrir því hvað þú ert heiðarleg og þú átt allar mínar hlýustu hugsanir og bataóskir næstu dagana og miklu lengur

Jónína Dúadóttir, 16.2.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Signý

Þú ert snillingur... Gangi þér bestast!

Signý, 16.2.2008 kl. 08:33

3 identicon

Sæl vertu ! sannleikurinn er sagna bestur :) GAgnvart sjálfum sér er það mikill ávinningur og þó maður ljúgi er það fyrst og fremst skaði í sínum eigin garði  og hver er það svo sem þarf að gróðurstja aftur og laga til sóðaskapinn ?? ef ekki maður sjálfur hehe já ég þekki þetta. ég er að verða búin að ná 3 árum edrú þó tíminn segi ekki allt en þá segir hann samt eitthvað.ÉG er blessunarlega "laus" :) ég óska þér góðs bata og alls hins besta í framhaldinu .

baráttukveðja

Helga

Helga (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 08:39

4 Smámynd: Ragnheiður

Að blogga um sigur er heiðarlegt, að blogga um bakslag er enn heiðarlegra.

Hafi einhver einhverntímann efast um vilja þinn til að sigrast á ókindinni þá hlýtur sá efi að hverfa útum gluggann nú.

Ég hef ekki nógu sterk orð til að lýsa aðdáun minni á þér. slík orð eru bara ekki til.

Hissa, nei

Sátt við þig, já

Love you forever

Ragnheiður , 16.2.2008 kl. 08:39

5 identicon

Til lukku með að fara inn Jenný.

Það sem þeir segja sem ná hvað bestum batanum og gæðunum í edrumennskunni. Farðu á fund með lausnina með þér , farðu til trúnaðarmanns/konu með vandamálin.

Ég segi fyrir mig, sumt á heima í samtali með trúnaðarfólki okkar.

Hef tekið eftir því að það fólk sem er að bæta við reynslu sína og kemur inn aftur í prógrammið hefur 99% sömu söguna. Engin fundarsókn og ekkert AA.

Það að tala gerir mann ekki edru, það að blogga gerir mann ekki edru, gáfur, greind, vitsmunir ekki heldur..

Að mæta á fundi , hafa trúnaðarmann/konu og síðast en ekki síst að hjálpa öðrum alkoholistum gerir mann edru. það segir reynsla milljónanna sem eru edru, hamingjusöm, glöð og frjáls. Ergo: framkvæma :)

Það eru milljónir manns sem eru að deyja úr þessum sjúkdómi á hverju ári. Ég segi fyrir mig ég þori ekki öðru en að fara eftir því sem mér er ráðlagt af þeim sem hafa reynslu og bata.

Jenný þú ert frábær manneskja,eins og þú birtist mér, ég tengi feitt við þig og okkar sameiginlega óvin. Færð alla mína hvatningu og mínar allra bestu óskir með þér þarna inn. Hlakka til þegar þú kemur aftur.

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 08:52

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gangi þér alveg rosalega vel!   

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.2.2008 kl. 09:06

7 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Gangi þér vel

Svanhildur Karlsdóttir, 16.2.2008 kl. 09:34

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég tek hatt minn ofan og hneigi mig djúpt.....gott hjá þér að stíga þetta skref.....gangi þér vel elskan.hlakka til að fá þig aftur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.2.2008 kl. 09:36

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku sterka duglega Jenný mín, þú ert hjartahlý, frábær, opinská, beinskeytt, skemmtileg og minnir mig á besta vininn minn ever hann þurfti ekki að segja mörg orð, en maður hlustaði.
Þannig ert þú Jenný mín ég veit að þér mun ganga vel.
Mun senda þér ljós og kærleika á hverjum degi, ekki bara í þessa tíu daga heldur um alla framtíð.
                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2008 kl. 10:01

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Batnandi konu er best að lifa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.2.2008 kl. 10:11

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Oft hefurðu sýnt hvern mann þú hefur að geyma Jenný mín, en þetta er skýrasta dæmið um hve heilsteyp þú í rauninni ert.  Gangi þér allt í haginn og Guð blessi þig.  Megi allir góðir vættir vaka yfir þér og vernda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 10:18

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eins & dæmin sanna, þetta kemur fyrir hjá lángbesta fólki...

Gangi þér vel...

Steingrímur Helgason, 16.2.2008 kl. 10:30

13 identicon

Hugrakka Jenný, stórkostlegt að þú skulir opna þig með þetta. Í leyndarmálunum leynast draugarnir, hreinsaðu þig á Vogi og út með alla (fíla) pennsla, drauga fyrir fullt og allt. Gangi þér vel! Þurí 

Þurí (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 10:33

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel Jenný

Huld S. Ringsted, 16.2.2008 kl. 10:36

15 identicon

Elsku Jenný mín: Ég er búin að hugsa mikið til þín undanfarna daga og er svoooo fegin að heyra að þú þurftir ekki að bíða lengur eftir plássi.

Ég held áfram að hugsa til þín oft á dag og finnst alveg frábært að þú skulir deila þessu með okkur eins og þú gerir hér. Heiðarleiki í öllum orðum og gjörðum er grundvöllur bata, það þekkjum við sem höfum kynnst honum sem aðstandendur. gangi þér allt í haginn elsku Jenný mín 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 10:39

16 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Öllu því besta sem ég á til í mér og mínum tærustu hugsunum beini ég til þín. Gott gengi er vitað mál og ég bíð með eftirvæntingu eftir að sjá þig hér aftur.

Ingi Geir Hreinsson, 16.2.2008 kl. 11:14

17 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Gangi þér vel í baráttunni...... ég tek undir orð Ragnheiðar hér fyrir ofan... " Að blogga um sigur er heiðarlegt...að blogga um bakslag er enn heiðarlegra.."..... Ég ber mikla virðingu fyrir þér, ég hef staðið hinu megin við borðið..... er sem sagt meðvirkur aðstandandi...en þó í bata...... þar sem ég hef stundað fundi og unnið í sporunum mínum.... en en.... betur má ef duga skal...... gangi ÞÉR vel í ÞINNI baráttu....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.2.2008 kl. 11:27

18 identicon

Gangi þér vel elsku vinkona.  Hugsa hlýtt til þín.

Elisabet R (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 11:41

19 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Gangi vel,

Agnes Ólöf Thorarensen, 16.2.2008 kl. 11:42

20 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Fyrirgefðu..ein svolítið fljót...átti að vera...Gangi þér vel vinan..

Agnes Ólöf Thorarensen, 16.2.2008 kl. 11:43

21 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gangi þér vel. 

Ía Jóhannsdóttir, 16.2.2008 kl. 12:05

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það þarf sterk bein til að viðurkenna.....

Knús og kossar

Hrönn Sigurðardóttir, 16.2.2008 kl. 12:10

23 Smámynd: Einar Indriðason

Gangi þér vel í þessu!

Einar Indriðason, 16.2.2008 kl. 12:22

24 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Jenný. Þú ert einstök hetja. Óskar þér alls góðs í meðferðinni, mun hugsa til þin oft á dag.   Jeanie  Jeanie

Ásdís Sigurðardóttir, 16.2.2008 kl. 12:23

25 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á þig elskan - þú ert bara best - svona á maður vera en ekki öllum gefið því miður. Þú ert sér-stök.

Edda Agnarsdóttir, 16.2.2008 kl. 12:29

26 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gangi þér vel Jenný mín. Þú ert hetja.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.2.2008 kl. 12:29

27 Smámynd: M

Baráttukveðja

M, 16.2.2008 kl. 12:32

28 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Guð blessi þig fyrir auðmýktina.

kv sj 

Sigríður Jónsdóttir, 16.2.2008 kl. 12:37

29 identicon

 Dugleg stelpa

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 12:38

30 Smámynd: Ibba Sig.

Þú rokkar Jenný!

Ibba Sig., 16.2.2008 kl. 12:56

31 Smámynd: Hanna

Gangi þér vel kæra Jenný og takk fyrir að deila þessu með okkur :)

Hanna, 16.2.2008 kl. 13:40

32 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert hetja Jenný, til hamingju með allan þinn dugnað og baráttuvilja.

Gangi þér vel.

Marta B Helgadóttir, 16.2.2008 kl. 14:09

33 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Gangi þér sem allra best.

Björg K. Sigurðardóttir, 16.2.2008 kl. 14:11

34 Smámynd: Unnur R. H.

Gangi þér vel Er einmitt að vinna í mér sem er andsk...erfiðara en hefst

Unnur R. H., 16.2.2008 kl. 14:20

35 Smámynd: Tiger

  Mun ætíð taka ofan fyrir þeim sem þurfa á hjálp - og leita sér hjálpar frekar en að láta hlutina hanga í lausu lofti. Guð gefi þér styrk og megi styrkur bloggvina þinna líka létta þér þessa þrautaleið. Hlakka til að sjá þig aftur við skriftir og lesa þig. Big hug and lot of respect...

   

Tiger, 16.2.2008 kl. 14:34

36 Smámynd: Kolgrima

Gangi þér vel elsku Jenný  Þú ert megatöffari.

Kolgrima, 16.2.2008 kl. 14:42

37 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég dáist að þér, elsku hetjan mín. Gangi þér vel og ég mun hugsa hlýlega til þín. Milljón knús!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2008 kl. 14:50

38 Smámynd: Sigrún Óskars

Góðan bata, Jenný - sendi þér hlýjar kveðjur.

Sigrún Óskars, 16.2.2008 kl. 14:52

39 identicon

Þakka þér fyrir skemmtilegt blogg.

Gangi þér allt í haginn.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:49

40 Smámynd: Helga skjol

Frábær ákvörðun hjá þér jenny og gangi þér sem allra best,hlakka til að heyra frá aftur.

knús og klemm

Helga skjol, 16.2.2008 kl. 15:52

41 identicon

Gott hjá þér!  Til hamingju með kórrétta ákvörðun!  Hlakka til að lesa um alla á Vogi þegar þú kemur út aftur .... hahahah .. djók!!!

Maddý (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 16:48

42 Smámynd: Hugarfluga

Elsku besta Jenný mín. Fyrirgefðu hvað ég kommenta seint; ég er lítið búin að vera on-line. Guð og allar góðar vættir gefi þér krafta til að takast á við fíknina. Flottust að blogga um þetta og viðurkenna veikleika þinn. Lovjú, vúman.

Hugarfluga, 16.2.2008 kl. 17:11

43 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þú ert sönn hetja að fara strax af stað og vinna í þínum málum og ennþá meiri hetja ertu að geta sagt frá því hér á blogginu. Ég bið Guð um að vaka yfir þér og gefa þér styrk til að komast yfir þetta og verða sterkari á eftir!

Baráttukveðjur

Sunna Dóra Möller, 16.2.2008 kl. 17:20

44 Smámynd: halkatla

gangi þér rosavel

halkatla, 16.2.2008 kl. 17:47

45 Smámynd: Yngvi Högnason

Gangi þér vel, manni líður ávalt þegar fyrsta sporið tekið.

Yngvi Högnason, 16.2.2008 kl. 17:49

46 Smámynd: Yngvi Högnason

vel,átti að vera þarn með.

Yngvi Högnason, 16.2.2008 kl. 17:49

47 Smámynd: Bara Steini

Hetja... ekkert annað en hugrökk hetja. Maður sendir þér góðar hugsanir.

Bara Steini, 16.2.2008 kl. 19:10

48 identicon

Mundu að ef þú gerir ekki neitt þá gerist ekki neitt. Eftir afeitrum hefst hið raunverulega líf.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 19:41

49 identicon

Baráttukveðjur til þín dugnaðarforkur.    Ótrúlega hugrökk að vera svona hreinskilin, frábært hjá þér!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 20:17

50 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ester Sveinbjarnardóttir, 16.2.2008 kl. 20:19

51 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gangi þér vel Jenný mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.2.2008 kl. 21:37

52 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Gangi þér best

Kjartan Pálmarsson, 16.2.2008 kl. 22:18

53 identicon

Flott  hjá þér, Jenny Anna.  Er  bloggið þitt  ekki líka liður í baráttunni!? Og þú stendur við þitt  eins og sjá má, hreinskilin og einlæg. Gangi þér allt í haginn.  

Auður (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:40

54 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Gangi þér vel Jenný mín, þú stenur þig vel, ég sendi góða strauma frá Ísafirði.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 16.2.2008 kl. 23:01

55 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Flott hjá þér vúman, umbúðalaus og sterk. Gangi þér rosalega vel og taktu nú eftir hehehehe og reyndu líka að hætta að reykja líka í þessu verndaða umhverfi....allt í góðu kv.

Ps. gekk 6km í Heiðmörkinni í dag, rosa áreynsla en þess virði, reykti ekki á meðan, andaði bara að mér súrefninu með áfergju, nice.

Eva Benjamínsdóttir, 16.2.2008 kl. 23:36

56 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hetja, hetja, hetja, gangi þér rosalega vel duglega Jenný. Risastórt knús á þig   

Svala Erlendsdóttir, 17.2.2008 kl. 00:08

57 identicon

Ég þekki þig ekki mikið, óska þér hinsvegar alls hins besta í verkefni þínu. Mikið er fólk samt dramatískt hérna, væmni.is!! Næstum eins og 12 ára gelgjur séu að skrifa um að hafa ekki hisst í 6 klst svo mikil er tilfinningasemin:)

Tóti (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 00:41

58 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég vil bara senda þér velfarnaðaróskir. Ég veit að þú ert sterk og munt vinna á þessu. Og bráðum verðurðu komin hress og kát til baka, farin að blogga, og búin að ná úr þér eitrinu. VIð stöndum öll með þér.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.2.2008 kl. 07:57

59 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Tojtoj, hugsum til þín. Um að gera að taka á svona áður en það fer úr böndunum...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.2.2008 kl. 12:51

60 identicon

Sæl Jenný leiðinlegt að heyra að þú hafir fallið, ég hjó eftir því að þú talaðir um að það væri lélegri fundarsókn sennilegast að kenna að það fór sem fór sem er kannski að hluta rétt en ég hef mikla reynslu af því að fara þessa göngu sem við alkarnir þurfum að fara og lengi vel gekk mér erfiðlega að halda mér edrú, stundaði ég samt fundi grimmt en gerði svo sem ekki mikið meir en það.

Síðan kom að þeim tímapunkti að mér var bent á af AA konu að ég þyrfti að gera eitthvað svo mikið meira en fara bara á fundi til að halda mér edrú, hún benti mér á að grundvöllur AA samtakanna eru 12 reynslusporin og að þau ein gætu orðið til þess að ég gæti öðlast gott edrú líf.

Ég ákvað að fara eftir hennar ráðleggingum og sé ekki eftir því, ég vann reynslusporin heiðarlega og einarðlega, gerði upp líf mitt sem varð til þess að ég fékk að sjá hver ég var í raun og veru og hvert mitt vandamál var og við það að sjá það öðlaðist ég ótrúlegan kraft, kraft til að vera edrú og vera hamingjusöm.´

Í dag veit ég að fundirnir eru bara til þess gerðir að við sem höfum farið í gegnum AA prógrammið getum deilt reynslu okkar, styrk og vonum með nýliðunum og vonandi hjálpað þeim að fara sömu leið sem sagt hjálpað þeim að vinna 12 reynslusporin.

Ég ætla ekki að lýsa þig hvað það er mikill munur á því að vera edrú og vinna sporin og vera edrú og mæta bara á fundi það er svakalegur munur og reyndar eru voðalega fáir alvöru alkóhólistar eins og lýst er í AA bókinni sem eru edrú bara með því að fara á fundi.

Ég hvet þig eindregið Jenný að lesa AA bókina, fara á fund fá þér sponsor og biðja hana um að lesa bókina með þér og leiða þig í gegnum AA prógrammið sem hefur gert hundruðu alkóhólista edrú.

Með ósk um góðan bata.

AA kona (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:13

61 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ég tek ofan fyrir þér fyrir að vera svona opinská og heiðarleg. Vona að þú náir góðum bata og snúir fílefld til baka.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 17.2.2008 kl. 13:36

62 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara að láta vita að þú ert í huga mér,
það stendur það sem ég sagði hér áður.
         Knús á þig stelpaMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 14:54

63 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Gangi þér vel

Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.2.2008 kl. 14:57

64 identicon

Flott hjá þér:) Ég er sjálfur alki og var göturóni í mörg ár, er búin að eyða 6 árum æfi minnar í meðferðum, er búin að fara svo oft í sama farið og alltaf í sama farið. En ég er líka búin að vera edrú í 11 ár núna:) Gangi þér vel og Drottinn fylgi þér alla leið.

alki (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 16:36

65 Smámynd: Steinn Hafliðason

Gangi þér vel Jenný

Steinn Hafliðason, 17.2.2008 kl. 16:51

66 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það þarf stóran og sterkan karakter til að koma svona heiðarlega fram með þetta mál.
Gangi þér vel mín kæra

Heiða B. Heiðars, 17.2.2008 kl. 18:15

67 identicon

 

Óska þér alls hins besta og sendi þér fallegar hugsanir.

Baráttukveðja!

Begga.

Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 18:18

68 Smámynd: Eygló

Gangi þér vel frænka...

Eygló , 17.2.2008 kl. 19:39

69 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðar kveðjur til þín, gangi þér vel.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.2.2008 kl. 19:55

70 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Gangi þér vel!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 17.2.2008 kl. 20:53

71 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Gangi þér vel. Ég dáist að fólki sem þorir að vera það sjálft og ekkert helvítis kjaftæði.

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 17.2.2008 kl. 21:20

72 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Gangi þér allt í haginn. Frábært framtak hjá þér að segja frá þessu ég held að það eigi eftir að gefa þér styrk þegar þú kemur aftur út.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 17.2.2008 kl. 22:09

73 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég dáist að þessum heiðarleika hjá þér,margir hefðu nú bara grafið þetta niður.Ég óska þér alls hins besta Jenný mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.2.2008 kl. 22:22

74 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þúsund sinnum og oftar ef þarf!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.2.2008 kl. 23:43

75 identicon

Frábært hjá þér... dáist að þér!

Björk (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:48

76 Smámynd: Karl Tómasson

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 18.2.2008 kl. 00:05

77 identicon

Gangi þér vel

Sólrún J (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 08:55

78 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Baráttukveðjur til þín Jenný mín, þér gengur vel,
ég bara veit það.
                 Ljós og orkukveðjur.
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2008 kl. 10:10

79 Smámynd: Halla Rut

Gangi þér vel. Er ekki einmitt partur af "prógrammet" að koma hreint fram og viðurkenna veikleika sinn? Sá sem gerir það verður sterkari og breytir veikleikanum í persónulegan styrk.

Mínar bestu kveðjur. 

Halla Rut , 18.2.2008 kl. 10:12

80 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Maður skreppur frá blogglestri eina helgi og á meðan bara snýst allt við! Elsku elsku elsku Jenný! Ég mun daglega senda þér hlýja, jákvæða strauma og hugsa til þín Hlakka til að heyra frá þér aftur Hafðu það sem allra best mín kæra!

Laufey Ólafsdóttir, 18.2.2008 kl. 10:16

81 Smámynd: Blómið

Gagni þér vel.   Batakveðjur

Blómið, 18.2.2008 kl. 10:53

82 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel elsku Jenný.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.2.2008 kl. 11:12

83 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bara að láta vita af mér og ég er hérna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 13:59

84 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Duglega Dísa!!  Gangi þér allt í haginn!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 18.2.2008 kl. 14:30

85 Smámynd: lady

gangi þér innilega  vel Jenný takk að deila þessu með okkur já alkólistin er lúmskur ,ég man hvað þú reyndist mér   vel  á sínum tíma,þú kannski mannst ekki eftir mér ,en ég man eftir þér maður gleymir ekki þeim sem reyndust manni vel á  sínum erfiðum tímum ,en og aftur gangi þér vel Jenný mín Guð gefi þér styrk og bata

lady, 18.2.2008 kl. 15:32

86 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Þetta er lúmskur andskoti. Gangi þér vel.

gerður rósa gunnarsdóttir, 18.2.2008 kl. 15:42

87 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Bestu kveðjur!

Kristján Kristjánsson, 18.2.2008 kl. 18:14

88 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Gangi þér vel

Þóra Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 19:32

89 identicon

Gangi þér vel elsku Jenný mín, gott að vita að þú ert að taka á þínum málum.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:21

90 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég tek ofan fyrir þér. Gangi þér vel þarna inni, komdu svo hress út aftur til okkar. Knús frá mér

Bjarndís Helena Mitchell, 18.2.2008 kl. 22:05

91 Smámynd: Fríða Eyland

Kæra Jenný baráttukveðjur þú ert flottust...

Fríða Eyland, 18.2.2008 kl. 22:52

92 identicon

Hugsa fallega til þín. Gangi þér vel.

katrín anna (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:09

93 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bestu batakveðjur! Ég er ánægð með þig.

Sigrún Jónsdóttir, 19.2.2008 kl. 00:15

94 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fjandinn maður er farin að sakna þín Jenný mín.  Gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2008 kl. 08:47

95 identicon

Virðing! Gangi þér vel.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:38

96 Smámynd: Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir

Baráttukveðjur til þín Jenný mín.

Hlakka til næstu færslu frá þér

Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir, 19.2.2008 kl. 12:51

97 identicon

Gangi þér vel

Guðbjörg V. (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:06

98 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég hugsa til þín elskan,veit þó að vel er hugsað um þig

Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.2.2008 kl. 15:14

99 identicon

Einn dagur í einu.  Heiðarleikinn er víst það sem heldur manni edrú.  Ég hef upplifað á minni 29 ára fjarveru frá áfengi að maður er misheiðarlegur - halli á heiðarleikann þá er stutt í flöskuna.  Gangi þér vel í þínu heiðarleikaprógrammi.

Gangi þér vel á Vogi.

lettfimmtug (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:58

100 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Gangi þér vel. :)

Svala Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 00:04

101 Smámynd: Linda litla

Ég tek ofan fyrir þér Jenný, gangi þér vel. Það verður víst alveg örugglega hugsað vel um þig þarna á Vogi.

Mundu bara Jenný mín, að fall er fararheill.

Linda litla, 20.2.2008 kl. 02:05

102 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Bara áfram stelpa, þú ert sannarlega að bregðast við á besta hátt, húrra fyrir þér.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 02:07

103 Smámynd: Tiger

   Að hafa þig ekki hérna með okkur. We miss you so much. Held ég fái mér rjómavöfflur þegar þú kemur til baka - og kakó - en ég býð ekki Hall... Steingrímma Znitti - bara þér ljósið okkar.

  Damn, það var ekki til strákur sem missed you - svo ég sendi þér bara stelpuna í mér...

Tiger, 20.2.2008 kl. 02:35

104 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

bara að láta þig vita að þú ert í bænum mínum og ljósi
elsku Jenný mín.Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2008 kl. 13:24

105 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Megi sá/sú er öllu ræður vera með þér Jenny.

Jón Bragi Sigurðsson, 20.2.2008 kl. 19:40

106 Smámynd: Hugarfluga

Er að hugsa til þín, vúman.

Hugarfluga, 21.2.2008 kl. 10:32

107 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jenný mín - gangi þér vel í meðferðinni. Þín er sárt saknað hér á blogginu. Knús til þín.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.2.2008 kl. 12:23

108 Smámynd: Dísa Dóra

Gangi þér vel

Dísa Dóra, 21.2.2008 kl. 12:24

109 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég bara fattaði það ekki fyrr en nú hvað þú ert stór hluti af morgninum hjá mér, ég fer inn á síðuna þína, og það er sama hvort þú ert að láta gamminn geisa eða ert með diplómalist lítillæti sem maður les nú á milli linana með hvað þú ert að fara. Eða rita um hina
yndislegu fallegu fjölskyldu þína. Eða hvað eina.
Þá fjandinn hafi það stelpa, maður hefur unun af því að lesa þig.
Ég veit að þér gengur vel hlakka til að fá þig aftur, í fullum ham.
                    Orku og ljósa kveðjur.
                            Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 13:37

110 Smámynd: Tiger

  Og ég bíð og ég bíð og ég bíð og ég ......

Tiger, 21.2.2008 kl. 14:27

111 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hugsa til þín daglega - oft á dag. Reyni að senda góða strauma... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 15:02

112 identicon

Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálum sér er hvers manns bani. Þetta tauta ég yfir sjálfri mér daglega þvi að mér hættir til að ljúga stöðugt að sjálfri mér. Ég þekki þig ekki neitt elsku Jenný en er alveg óumræðilega stolt af þér. sendi þér góðar hugsanir. Dís

Dís (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:35

113 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Sigríður Hafsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 10:13

114 Smámynd: Linda

Jenní þú átt hrós skilið fyrir að tala um þessi mál hér svona opinskátt, fíknin er ömurleg trúi því að þetta fari allt vel og ég stið þig í þessu heils hugar. Gangi þér sem allra best.

Linda, 22.2.2008 kl. 23:04

115 identicon

Þú ert æðisleg.  Gangi þér vel og góðan bata.

Sigga (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2987343

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband