Föstudagur, 15. febrúar 2008
Skoðanakönnun um áhorf í sjónvarpi
Ég var að lesa á visi.is að ný skoðanakönnun um áhorf í sjónvarpi væri að líta dagsins ljós og að RÚV bæri höfuð og herðar yfir hinar stöðvarnar í áhorfi. Til hamingju með það RÚV. Annars horfi ég svo lítið á sjónvarp, hætt að nenna Kiljunni og Silfrinu nema á netinu, þar sem ég get spólað yfir það sem er leiðinlegt. Þetta er kannski sinnisstemmingin hjá mér og hefur ekkert með gæði þáttanna að gera. Tek þetta til baka, það er alltaf verið að tala við sama uppskrúfaða liðið. Ég missi ekki af Fréttum og Kastljósi, né heldur Fréttum á Stöð 2, horfi á Loga, amk. með öðru og svona.
Allar stöðvarnar eru ánægðar með sína útkomu. Eins og vera ber. Könnunin er gerð með einhverju tæki sem mér skilst að fólk hafi hangandi á sér meðan það horfir. Jösses.
En það sem ég get ekki skilið er að Laugardagslögin skuli vera vinsælasti þátturinn. Mér finnst hann svo leiðinlegur að ég myndi frelar horfa á flatkökugerð undir rótum trjáa í Hallormsstaðarskógi að vetralagi, heldur en það fyrirbæri. Reyndar bíð ég eftir að hann komi á netið og horfi á Jón Gnarr og Sigurjón. En ekki segja neinum, það hangir ekkert um hálsinn á mér.
Skár 1 hvað? Horfi ekki einu sinni á House, hvað þá heldur annað. Læt mér nægja þessar tvær stærstu, en Sjónvarpið er að gera góða hluti ásamt ömurlegum í bland, sama gildir um Stöð 2.
Svo eru þær báðar hundleiðinlegar annars slagið en sem betur fer yfirleitt ekki á sama tíma.
Leiðinlegt með hann Egil, Eftir að ég fór að lesa bloggið hans þá stendur það mér fyrir þrifum að horfa á þáttinn hans.
En lífið er bölvuð tík.
Og svo er leiðinlegt með hana Jóhönnu ef hún sér sig knúna til að hætta vegna umfjöllunar um pabba sinn. Þar hafið þið þopsmenningu smálandsins í hnotskurn.
Dem, dem, dem.
Annars bara góð.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Sjónvarp | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr
Athugasemdir
Vonandi verður Jóhanna áfram, hún er snillingur.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.2.2008 kl. 09:16
Þetta segir á visir.is: Þrátt fyrir staðhæfingar þess eðlis að Jóhanna Vilhjálmsdóttir sé hætt í Kastljósi hefur Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri þáttarins, ekki gefið upp alla von um að fá hana til baka.
"Það stóð til að hún myndi hætta en ég er að vinna í því að finna nýja möguleika þannig að hún geti sameinað vinnuna og fjölskylduna," segir Þórhallur og bendir á að vinna í fjölmiðlum sé ekki alltaf sú fjölskylduvænasta.
Jóhanna sagði sjálf í samtali við Vísi í dag að það væri engin launung að hún vildi eyða meiri tíma með ungum syni sínum.
Markús frá Djúpalæk, 15.2.2008 kl. 09:21
Það er svo greinilegt að ekkert tæki var hengt á mig þegar þessar mælingar voru gerðar! Laugardagslögin horfi ég aldrei á, Spaugstofuna hef ég séð ca einu sinni síðasta hálfa árið, Gettu betur fer líka alltaf framhjá mér, ég hef ekki hugmynd um hvað The Librarian eða The Breakup er, hvað þá Brothers and Sisters, Taggart þekki ég en missi oftast af.....
Svei mér þá, ég veit ekki á hvað ég glápi eiginlega! Reyndar stóð ég mig að því um daginn að gleyma að borga Stöð 2 og ég hef bara ekki haft rænu á að laga það. Sakna þess ekkert. Er farin að sitja æ oftar með bók á kvöldin, án þess að kveikja á sjónvarpi.
Þetta eru áreiðanlega ellimerki hin mestu. En ég er samt ákaflega veik fyrir góðum sakamálamyndum.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 15.2.2008 kl. 09:50
Eftir að loftnetið fauk, hér um árið..... þá sé ég mjög takmarkað á sjónvarp, horfi enn minna og sakna þess svo lítið að það er ekki merkjanlegt í könnunum
Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 10:25
Ég er sammála þér, Laugardagslögin er svo leiðinlegur þáttur að það er blátt áfram sársaukafullt. Hvernig er það, er ekki að verða búið að velja þetta %$## júróvisjónlag?
Kolgrima, 15.2.2008 kl. 10:38
Ég er sjónvarpsglápari og finnst eins og það flokkist sem niðrandi athöfn hjá fólki, fer hálf hjá mér að segjast horfa á kassann. Margt þar gott og líka slæmt og glápi ekki á allt. Alveg sammála þér með Laugardagslögin, útþynntur þáttur. En Jóhönnu fíla ég ekki en það er bara mín skoðun og má hún alveg vera heimavinnandi fyrir mér.
Mín í föstudagsstuði
M, 15.2.2008 kl. 10:42
Sjónvarp er ágætt, en við megum ekki gleyma að lifa lífinu bara vegna þess að það er eitthvað í því.
Markús frá Djúpalæk, 15.2.2008 kl. 10:54
Ég horfi álíka lítið á sjónvarp þessa dagana.....hef samt horft á lördagslögin með öðru því að mín yngsta er forfallinn júró aðdáándi og þetta er hennar uppáhalds í viku hverri! Annars er þetta orðið frekar útþynnt og mér er eiginlega hálfpartinn sama hvaða lag fer út í þessi keppni vegna þess að við erum svo sem ekki að fara að slá í gegn frekar en fyrri daginn...
!
Ljósi punkturinn við þennan þátt eru einmitt Jón Gnarr og Sigurjón og mér finnst hann umferðar Einar snillingur
!
Annars er bara best að lesa bók og blogg frekar en að glápa á sjónvarp......
!
Sunna Dóra Möller, 15.2.2008 kl. 10:57
Horfi frekar lítið á sjónvarp, sest þó niður ef ég er stödd fyrir framan imbann og það kemur einhver þáttur sem er áhugaverður, þá yfirleitt breskir þættir, eins og með þorpslæknirinn feimna, veit ekki hvað hann heitir.
Laugardagslögin finnst mér líka frekar leiðinlegur þáttur, og lögin þó skárri en Gnarrinn og Sigurjón, er búin að fá nett ofnæmi fyrir Jóni Gnarr
Hvefur ekkert með hæfileika hans að gera. Fékk svipað ofnæmi fyrir Ladda á sínum tíma og hjónakornunum Bibbu á Brávallagötu og kaffibrúsakarlinum. Það má ekki ofnota skemmtikrafta í okkar litla samfélagi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 11:19
Við tengdum loftnetið í fyrradag í fyrsta sinn í tvo mánuði. Komst aðþví að við náum bara Omega og Rúv. Horfi stundum á Omega og verð svo áhrifagjörn að ég tala eins og predikari næstu klukkutímana (öskra og sveifla höndunum útum allt). Rúv horfi ég bara á þegar það eru fréttir og Kastljós. Fannst einu sinni plebbalegt að horga á kastljós, en núna finnst mér það nauðsynlegt, svona jafnnauðsynlegt og það er að taka þátt í gallup könnunum!
Garún, 15.2.2008 kl. 12:06
KLOVN er uppáhaldið mitt þessa dagana og svo finnst mér yfirleitt danskt efni dejligt! ... Fréttir við og við ef ég man og hef tíma, en tja.. lítið annað.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.2.2008 kl. 12:18
Horfi alltaf á allar fréttir og kastljós og einstaka þætti erum með svo margar sjónvarpsstöðvar að dagurinn myndi ekki endast þó ég reyndi að fylgjast með þessu öllu svo ég læt aðra um það á heimilinu geri eitthvað allt annað en að glápa endalaust á imbann en reyni samt að horfa á flest íslenskt efni sem er misgott að sjálfsögðu ekki hægt að gera öllum til hæfis í þessum efnum
en hafðu góða helgi
Brynja skordal, 15.2.2008 kl. 13:44
Ég verð að viðurkenna að ég horfi talsvert á sjónvarp. Hlusta og horfi á alla fréttatíma og oftast Kastljósið. Og Brothers and sisters, Aðþrengdar, Klovn (þetta er reyndar allt á fimmtudögum) Við erum ekki með stöð tvö og ég sakna þess ekki.
Með hana Jóhannu Vilhjálms þá hefur örugglega verið mjög erfitt fyrir hana að vera í vinnunni á meðan ósköpin gengu á. Það er náttúrulega ekki líft fyrir hana inn á starfstöð þáttarins því þar fara fram miklar umræður um þáttinn og hvernig á málum á að taka og það getur ekki verið gaman að vera þar þegar öll spjót standa á pabba þínum. Að sama skapi er ekki heldur hægt að ræða þetta ekki af því að pabbi hennar á hlut að máli.
Jóhanna er mjög góð og ég vona svo sannarlega að hún komin aftur. Að sjálfsögðu átti að gefa henni frí meðan ósköpin gengu yfir.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.2.2008 kl. 13:51
Ég horfi ekki mikið á kassann, en hann er samt oftast í gangi á kvöldin. Finnst gott að heyra svona mal í fjarska. Á mér ekki neitt uppáhalds núna, nema þá fréttir, Kastljós og Loga. Eigðu góða helgi Jenný mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 15:13
Mér finnst sko ekkert að því að horfa á sjónvarp. Mér finnst bara of lítið um heimildarmyndir, fréttatengdaþætti og góðar bíómyndir. Nenni ekki að hanga yfir hollywoddefni. Hundleiðinlegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 15:29
Garún; Þú er lethal.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 15:30
Tiger, 15.2.2008 kl. 15:35
Úpsss... með þessum syfjaða gaur átti að standa PAZZ. Hef ekkert álit á skoðanakönnunum og finnst þær ekki gera neitt annað en að hafa áhrif á framvindu hinna ýmsu málefna - án þess að sýna mikið meira en lítið úrtak, úrtak sem að mínu mati er á engan veg það sem hægt er að kalla "spegill þjóðarinnnar"...
P.s. i dislike Miss Vilhjálmsdóttir and think she´s a arrogant and rude TV bitch... esxúse mæ langvitch Frú Milljón.
Tiger, 15.2.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.