Leita í fréttum mbl.is

Vei, vei, hér sé stuð út í eitt!

 

Útlegð minni úr eldhúsinu, með lappan er hér með lokið.  Óþægilegi eldhústólinn verður ekki notaður nema á matmálstímum og ég hef nóg pláss fyrir sígó, vatn og kaffi. Svo má ekki gleyma kókinu.  Ég er mjög þyrst týpa.  Líka eftir að það rann af mér. 

En hvað maður er fljótur að venjast nýjum hlutum.  Borðtölvan virkar svo hryllilega klossuð og stór, eins og hún er nú fagurlega hönnuð og af fínustu og bestu gerð, og ég á í mesta basli með lyklaborðið, en ég verð nú ekki lengi að kippa því í liðinn.

Nú er ég laus við að vera með hausinn upp í skjánum, af því stafirnir í þessari eru af eðlilegri stærð fyrir konu á mínum aldri og ég mun sennilega hætta að lenda í illdeildum við bloggvini mína af því ég misles þá stöðugt (smá ýkjur svona).

Ekki má gleyma öllu myndasafninu mínu, sem ég hef komið mér upp, mér þykir nefnilega smá gaman stundum að myndskreyta færslurnar mínar.

Ég lokaði á IP-tölu eins Moggabloggara í dag og það var góð tilfinning.  Sumir eiga ekki erindi inn á bloggsíður manns enda allt löðrandi í bloggum hér á Mogganum, að velja um.  Er nokkuð brostinn á rosa fjöldaflótti?

Ég fékk viðurstyggilega góðar fréttir í dag, en þær eru leyndó, enn sem komið er, svo þið fáið bara forvitnina til að orna ykkur við.  Nananabúbú.

Lífið er gott í borginni ef þú ert ekki sjálfstæðismaður í sorginni.

Úje - újeje

Later


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Til hamingju með að vera laus úr útlegðinni í eldhúsinu og fréttirnar viðurstyggilega góðu!

Kolgrima, 12.2.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segi þér það Kolgríma að þær voru óegeðsgóðar.  Hreinn hroðbjóður

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Hugarfluga

Eru fréttirnarr svo góðar að maður myndi gubba ef maður vissi þær?

Hugarfluga, 12.2.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei fluva mín þær eru voða sætar og miklar dúllur, en ég vildi bara leggja ÁHERSLU á hversu viðbjóðslega góðar þær væru.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Garún

Er bara ekki verið að bæta í hópinn?  Ekki er það utanlandsferð (flughrædd), það hlýtur að vera barn.....Börn eru alltaf góðar fréttir

Garún, 12.2.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Aha gerir mann forvitin græn! Æðislegt að vera með stóra tölvu þó að lappi sé ágætur að þá eru stóru betri.

Edda Agnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 18:03

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Engin mynd?

Þú verður að fara að breyta linknum á þetta glottandi tungl þarna. Það er hætt að vera búmmerang

Þröstur Unnar, 12.2.2008 kl. 19:09

8 identicon

Ertu að fara í framboð?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:10

9 identicon

Gott að það fer betur um þig. Maður verður forvitinn með góðu fréttirnar.

Spennan magnast.

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:39

10 identicon

Nú fer að verða tími á heimsókn að skoða aðstæður

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:54

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko þarna er ykkur rétt lýst ormarnir ykkar, heil færsla full af djúpum og ljóðrænum sannindum og það eina sem þið hafið áhuga á er einhvert ógeðis gleðidæmi.  Á fjórum hjólum.  Atvinnutæki, sem ég kem ekki nálægt.

Og hana nú

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 21:14

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún: Hætt að vera flughrædd, ekki ólétt fcol, ekki í framboð. Dúa má má fara að skipta út túnglinu.  Hún er töluvert þokkalegri í eigin persónu.

Að því sögðu

Toodelou

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 21:33

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gott að heyra að tölvan reddaðist og til hamingju með nýja bílinn... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:58

14 Smámynd: Kolgrima

Til hamingju með nýja bílinn Svo kem ég og fletti á tveggja tíma fresti...

Kolgrima, 12.2.2008 kl. 23:05

15 Smámynd: Tiger

Ég kem svo seint inn til ykkar að ég segi bara pazz... er svo óhemju ræðinn í kvöld eitthvað. Er þó sammála þér með að sumir moggabloggarar eiga bara alls ekkert heima á netinu bara yfir höfuð.

Tiger, 13.2.2008 kl. 01:01

16 identicon

Til lukku með fréttirnar Jennsan mín, kem inn 4 sinnum á dag til að frétta þær héðan af, líklega næ ég að vinna miljón í leiðinni

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987302

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.