Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Heitir það nauðgun?
Árið var 1964, fallegt sumarkvöld í vesturbænum. Tvær vinkonur, á 13. ári, gengu brosmildar niður götuna sína, á leið í barnapössun, hjá ungri konu, sem stundum bað þær um að gæta drengsins síns. Það var svo fullorðinslegt að fá að vera einar að kvöldi til að heiman, og þeim leið eins og þær sigldu hraðbyri inn í unglingsárin. Þær voru áþekkar þessar stelpur, nema önnur var ljós en hin dökk. Nærri því jafn stórar, eða smáar, allt eftir því hvernig á það er litið.
Þegar þær komu á áfangastað var mamman farin, yngri bróðir hennar var inni í herberginu sínu með tveimur vinum sínum og þeir voru að spila Rolling Stones. Það var leyndarmál, en þær voru báðar laumuskotnar í einum af strákunum,þessum sem kallaði sig Hannes, þeim fannst hann allavega spennandi og nærri fullorðinn, hann var 15 ára. Sá litli var sofnaður og þær settust inn í stofuna og biðu eftir að strákarnir færu út.
Þeir komu og buðu þeim upp á kók en voru allir skrýtnir í augunum og það var vond lykt af þeim. Já takk sagði sú dökkhærða, af því hún var hálf hrædd við þessa stráka sem hún þekkti samt svo vel.
Hana, sagði einn, súptu á. Hún ætlaði að kasta upp, það var brennivín í kókinu. Sú ljóshærða prufaði líka og stökk fram á klósett til að æla.
Það gerðist snögglega. Sú dökka var tekin af þremur stórum strákum, þeir rifu niður um hana og Hannes sem hún hafði verið soldið skotin í fór á milli fóta hennar með alla höndina og djöflaðist þar og á meðan hlógu þeir allir og sögðu ógeðslega hluti. Hún var viss um að hann væri að rífa hana og slíta að innan.
Hún var svo hrædd. Ætlaði þessi martröð aldrei að taka enda? Hún fann svo til. Hún lokaði augunum og fór aðeins út fyrir sjálfa sig og hlustaði á lagið sem var á spilaranum inni í herberginu. Let´s spend the night together. Aftur og aftur.
Svo endaði það jafn skjótt og það hafði byrjað. Þeir fóru. Hún sá að hún lá í blóðpolli og vinkonan var farin. Lengi sat hún í horni stofunnar, án þess að hræra legg eða lið, dró fæturnar bara upp og lagði höfuðið á hnjákollana. Hún var ekki til, í langa stund. Hún var bara sek, hún hafði verið skotin í honum, það hafði hann auðvitað séð langar leiðir. Svona henti bara druslur.
Hægt og rólega reis hún á fætur, fór og reyndi að þrífa sig en það blæddi stöðugt.
Hún sat og beið komu mömmunnar, sem borgaði henni.
Pollurinn var sýnilegur á gólfinu og mamman sagði, svona byrjar þetta hjá okkur stelpunum en við erum aldrei undir það búnar. Það liður mörg ár áður en sú dökka áttaði sig á því að hún var ekki að tala um atburðinn sem átt hafði sér stað.
Vinkonurnar minntust aldrei á þennan atburð einu einasta orði. Skömmin var jafn mikil hjá báðum.
Í raun lá þessi saga í þagnargildi þangað til mörg,mörg ár voru liðin og þeirri dökku var ljóst að hún var ekki ein um þessa reynslu.
Allan þennan tíma hefur hún fylgst með Hannesi úr fjarlægð. Ekki til neins svo sem, hún er enn að reyna að átta sig á að eitt sumarkvöld fyrir löngu, framdi hann sálarmorð á smástelpu sem hafði ekkert til unnið annað en að vera á röngum stað á röngum tíma.
Þetta er saga úr lífinu krakkar mínir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Femínistablogg, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég finn til í hjartanu.
Atvikið sem þú lýsir hér er skelfilegra en orð fá lýst.
Minnsta svipting á líkamlegu frelsi getur haft skelfilegar sálrænar afleiðingar. Atvik nokkuð líður mér aldrei úr minni, en þá var ég um 11 ára og var stoppuð af 3 strákum sem ég kannaðist við. Þetta var rétt við heimili mitt. Tveir héldu mér á meðan sá þriðji gerði sogblett aftan á hálsinn á mér. Ég man eftir skömminni og hversu skitug mér þótti ég. Í þessu tilviki voru strákskammir að skemmta sér á kostnað jafnaldra stúlku og gerðu sér enga grein fyrir áhrifunum. Held ég. En ekki þurfti nu meira til en þetta. Að finna fyrir ofureflinu og vanmættinum var ótrúlega slæm reynsla. Og ekki sagði ég ömmu frá. Ekki misskilja mig. Ég er ekki að bera þetta tvennt saman.. aðeins að benda á að ofbeldi á sér svo margar myndir og hversu vanmetin áhrifin eru af þjóðfélaginu og ekki síður dómsvaldinu. Og hafandi þótt þessi lifsreynsla mín svo skelfileg.. hvað má þá segja um þá sem þú lýsir hér.
lovjúhonní.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.2.2008 kl. 00:59
Almáttugur. Veslings barnið.
Ég verð nú að segja það að ég gat ekki lesið þetta í einu lagi. Tár skal ég segja þér Jenný, tár.
Mannskepnan er hrikalega vond á köflum. Og já, þetta er nauðgun.
Guð minn góður, ég vona að veslings barnið hafi fengið einhverja hjálp.
Ég bið allavega fyrir henni.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 01:00
Hjarta mitt grætur og bænir mínar fylgja hinni (48ára) gömlu stúlku sem í þessari skelfilegu martröð lenti. Guð fyrirgefi drengjunum sem týndu þarna sakleysi unglingsins, misstigu sig grimmilega og fóru yfir í harðan heim nýðinga sem fremja slíka verknaði. Það er að segja ef þeir voru þá ekki þegar farnir þangað yfirum - og séu þeir enn á sömu braut - þá vona ég að það sé einhver þarna úti sem vinnur í því að stöðva þá..
Tiger, 12.2.2008 kl. 01:40
Já, það heitir nauðgun.
Nú grætur hjartað mitt. Ég vona að stúlkan sem lenti í þessu hafi fengið hjálp og að í dag sem fullorðin kona líði henni vel í sálinni.
Að vera yfirvegaður með valdi er alltaf hræðileg tilfinning og skilur eftir sig ör, sum ör gróa betur en önnur.
Sporðdrekinn, 12.2.2008 kl. 03:12
Nauðgun og ekkert annað..... Ég verð svo reið....
Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 06:04
Og enn og aftur segi ég....þekki því miður alltof margar svona sögur....það ætti að vera undantekning en er það því miður ekki, einungis 2 þeirra sem ég þekki hafa leitað sér hjálpar á fullorðinsárum hinar lifa áfram með afleiðingunum. Knús á þig elskan og gott hjá þér að koma með sögur, það vonandi vekur hina upp sem ekki vita hversu víðtækur þessi hryllingur er.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.2.2008 kl. 07:54
voðalega er þetta sorglegt ! þetta gerist því miður allsstaðar alltaf, og gerir þar til við mannkyn förum á æðra vitundarstig !
Blessun fylgi öllum fórnarlömbum illsku, hvort sem er sá sem fremur eða sá sem líður !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 08:27
Hlerinn: Mig langar ekki í orðaskipti við þig, en hef það eins mikið á hreinu og hægt er að þetta er sannleikur.
Og varst þú í svona partíum, þar sem var verið að misnota 12 ára gamla krakka. Þú gerðir mér stóran greiða að taka ekki þátt í þeirri umræðu sem ég er að reyna að skapa hérna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 08:43
Hallgerður: Þannig er það, þögnin ríkir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 08:43
Sorgleg saga fyrir hvern sem lendir í svona hremmingum. Það eru margar svona sögur sem konur blokkera alveg af. Sísus ég mindi kæra þennan Hannes. Strákar eru stórvarasamir í hóp undir áhrifum áfengis og annara vímuefna. Þetta er glæpur hvort sem það er leikur eða ekki. Hef verið mikið í Afríku en þar er Nauðgun eins og í Ameríku max glæpur.Hér er þetta Ja ja þetta er bara svona. 'eg fæ oft gæsahúð þegar ég les dóma hér á landi fyrir þessi brot. Ég hef innilega samúð með þessari stúlku og öllum sem lenda í þessu.
Valdimar Samúelsson, 12.2.2008 kl. 08:58
Þarna var henni í rauninni nauðgað af þremur,og ekki er ósennilegt að fleiri litlar stúlkur hafi orðið fórnardýr hans, eða þeirra, kannski hefur Hannes eignast litla stúlku, hvernig hefði honum liðið ef að hún hefði orðið fyrir þessari ljótu lífsreynslu.
Heiður Helgadóttir, 12.2.2008 kl. 09:18
Þetta er sorgarsaga mikil!
Skammast mín fyrir kyn mitt, þegar ég heyri svona sögur, þar sem kynbræður mínir eru gerendur.
Finn virkilega til með aumingja stelpunni sem og öðru fólki sem verður fyrir svona.
Kjartan Pálmarsson, 12.2.2008 kl. 09:22
PS: JÁ ÞETTA HEITIR NAUÐGUN
Kjartan Pálmarsson, 12.2.2008 kl. 09:24
Ég fyllist alltaf máttvana reiði þegar ég heyri svona sögur og ég skil ekki þá sem trúa því að einhver nenni að ljúga svona upp. Hvaða hag ætti manneskja að hafa af því? Hér er ekki einu sinni um kæru að ræða aðeins verið að segja frá lífsreynslu. Ég var einu sinni stödd í tuttugu kvenna hópi og farið var að ræða kynferðislega misbeitingu. Í ljós kom að átján af tuttugu höfðu orðið fyrir slíku, misalvarlegu. Þetta var allt frá margra ára misnotkun meðan þær voru börn og upp í káf yfirmanns sem gekk sífellt lengra. Mér verður óglatt þegar ég hugsa um sumar sögurnar.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.2.2008 kl. 09:25
Þetta er ljót saga Jenný! Og því miður saga svo alltof alltof margra.
Hrönn Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 09:37
Þetta heitir sko nauðgun og ekkert annað. Stórt knús á stelpuna , bæði þá sem varð fyrir þessu ógeði og þeirri sem kom sögunni svo vel til skila.
Laufey Ólafsdóttir, 12.2.2008 kl. 09:41
...og eigðu góðan dag elsku Jenný.
Laufey Ólafsdóttir, 12.2.2008 kl. 09:41
Veit ekki hvort ég er meira kjaftstopp og skelkuð yfir þessari hræðilegu frásögn eða kommentinu frá manninum sem kallar sig Hlerann.
Hugarfluga, 12.2.2008 kl. 09:42
...og ég verð að bæta við að þessi stúlka er jafngömul dóttur minni. Skelfileg tilhugsun! Ég vona að þagnarmúrarnir hafi lækkað síðan 1964...
Laufey Ólafsdóttir, 12.2.2008 kl. 09:44
hræðilegt ég er sammála öllum (nema Hleranum) sem skrifuðu á undan mér og hef engu við að bæta
halkatla, 12.2.2008 kl. 09:49
Hleri nafnlausi, heitirðu nokkuð Hannes?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 10:13
Á vinkonu sem hefur lent í svona hræðilegum aðstæðum. Frétti það í gegnum aðra. Hefur aldrei viljað ræða þessa hluti, né vildi kæra á þeim tíma. Því miður held ég að fórnarlömbum svona glæps finnist þetta skömm og erfitt að horfast í augu við að aðrir viti um þá. Betra að kæfa orðinn hlut. Svo er annað hvort hún hafi nokkur tímann unnið úr þessu.
M, 12.2.2008 kl. 10:20
Maður situr bara lamaður eftir að hafa lesið þetta. Þetta er ekkert annað en viðurstyggilegt ofbeldi. Jafnvel enn óhugnanlegra þegar árásarmennirnir eru svona ungir, vita samt alveg hvað þeir eru að gera. Hvað verður um karlmenn sem byrja ævina svona?
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:26
Átakanleg en sönn lýsing. Gæti verið umræðuefni hjá unglingum í lífsleikni. Og enn hefur heimurinn harnað og hannesar fleiri.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:48
Ég fékk hnút í magann við lesturinn, þekki því miður svona sögu einum of vel.
Huld S. Ringsted, 12.2.2008 kl. 10:59
Þetta er ljót saga , þetta er nauðgun og ekkert annað
Svanhildur Karlsdóttir, 12.2.2008 kl. 11:00
Sumir ættu ekki að vera að tjá sig um svona gjörðir þegar þér hafa ekkert um það að segja nema einhverja bölvaða vitleysu eins og hlerinn t.d. Og í mínum huga er þetta bara nauðgun og þarf ekkert að ræða annað.Takk fyrir frásögnina Jenný þú ert greynilega frábær.
KV.Albert
Albert (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 11:25
Úfff fæ alveg sting í hjartað,,,og já þetta er nauðgun, að sjálfsögðu. Þarna er verið að ráðast inn á prívat svæði stúlkunnar, án hennar samþyggis.
Hlerinn gæti alveg heitið Hannes,,,eða verið svipaður karakter og hann og hans vinir
Ásgerður , 12.2.2008 kl. 11:27
Þetta er hræðilegt að heyra og svo allof algengt. Ég þekki persónulega svipuð dæmi bara í kring um mig. Ég verð svo reið af að heyra um svona níðinga. Og ég vona svo sannarlega að þessi Hannes lesi bloggið þitt og geti skammast sín þó seint sé.
Elsku Jenný mín, þögnin er versti óvinurinn. Knús.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2008 kl. 11:33
Tárin renna niður vanga minn,sorgina finn ég í hjarta mínuég græt í þögninni minni,því þetta er svo sárt,því miður eru svona atburðir en að ske í dag og hvað getum við gert,jú tala um hlutina við börnin okkar,ekki vera með neitt pukur og feimni,þau þurfa,þegar upp er staðið að verja sig sjálf,ef svo kæmi fyrir,ekki rétt?Takk Jenný fyrir þessa miklu og sársaukafullu sögu
Hlerinn-Þú ættir virkilega að skammast þín.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.2.2008 kl. 11:36
Ætli Hannes muni þetta eins vel og stúlkan? Væri ekki gott að minna hann á - sérstaklega ef hann á dóttur á unglingsaldri - þó ekki nema til að vara hana við svona aðstæðum..........
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 12:08
Hlerinn segir:
"Æ, ég veit ekki hvað svona saga er mikill sannleikur. Voru þetta ekki bara krakkar komnir með hvolpavitið. Það birtist oft í ærslafullum látum og sýndarmennsku. Þannig man ég þessi ár í svokölluðum partíum þar sem fólk var að fá náttúruna."
Þetta var alveg bráðnauðsynlegt innlegg í umræðuna því þarna kemur einmitt fram í hnotskurn það viðhorf sem var til nauðgunarmála til skamms tíma - og eimir eftir af enn þann dag í dag.
Það þótti ekkert tiltökumál að strákar sem voru að fá hvolpavit réðust á næstu stelpu og gerðu það við hana sem þeim sýndist. Þeir þurftu að prófa sig áfram, greyin. Áhrifin á stúlkurnar hirti enginn um. Þær áttu bara að gleyma þessu og þegja.
Sem betur fer hefur viðhorf til nauðgunarmála breyst mjög mikið en engu að síður á þjóðfélagið ennþá talsvert langt í land með að gera sér grein fyrir afleiðingum nauðgunar á konur - konur á öllum aldri. Um það vitna t.d. ýmist sýknanir eða fáránlegir dómar í nauðgunar- og barnaníðingsmálum.
Það þykir ekkert tiltökumál að leggja líf og sál manneskju í rúst á meðan þeir sem stela peningum með ýmsu móti fá þunga dóma.
Er ekki eitthvað athugavert við þessa forgangsröð?
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 12:30
Sæl Jenný!
Þetta er skelfileg frásögn um ömurlegan hlut og sýnir hlið á mannlegu eðli sem er því miður til. Fyrir þá dökkhærðu er mjög svo nauðsynlegt að konfrontera svokallaðan Hannes, hann á ekki að sleppa við þær kvalir sem hún hefur þurft að bera. Hjá Stígamótum er svo hægt að fá andlega aðstoð til þess að reka út þennan gamla draug. kv. Þuríður
þurí (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 12:38
Fullkomlega sammála Lindu hér á undan. Opnari umræðu á heimilunum - ekkert pukur.
Þetta er sár lífsreynsla og það erfiðasta er að gerandinn er enn til staðar og fórnarlambið sér hann stundum í gegn um tíðina.
Elsku Jenný það þarf kjark og góða lífsreynslu (sem þú hefur) til að skrifa svona, en það sýnir bara hvað þú ert frábær penni með tilfinningarnar á réttum stað. Love you.
Edda Agnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 12:46
Ef þú veist hver þessi maður er, Jenný, þá ættirðu kannski að senda honum þessa færslu í pósti. Það er ekki útilokað að hann líti svipuðum augum á þennan atburð og Hlerinn - sem ærslafullan leik krakka með hvolpavit.
Ekki þar fyrir, flestar þekkjum við svipaðar sögur.
Kolgrima, 12.2.2008 kl. 13:09
Þetta er átakanleg lýsing. En vonandi er hún ekki bara sett fram til að vekja viðbjóð á Hannesi og hans líkum. Umræðan þarf að beinast að samskiptum kynjanna. Hvernig getum við kennt börnum okkar að bera virðingu fyrir lífinu og tilfinningum. Láta ekki heim hvata og ofbeldis ganga hömlulaust fram.
Ég hef samúð með Hleranum. Hann kann ekki að taka þátt í umræðum um tilfinningar og veit ekki hvort að skammir og formælingar hjálpi honum úr helli sínum. Hver veit nema að hann hafi líka það innbyggt í sitt forrit að í sökkvandi skipi séu það "konur og börn fyrst í bátana" mottóið. Bíta á jaxlinn og láta allt yfir sig ganga.
Kjartan, þú þarft ekkert að skammast þín fyrir kyn þitt. Það má ekki innleiða slíka múgsefjun að helmingur mannkynsins, karlar, séu ýmist óeðlismenn eða ofbeldissinnaðir. Auglýsing femínistafélagsins fyrir áramótin var á þeim nótum og var þeirra góða málstað til minnkunar.
Það er svolítið merkilegt að stundum finnst mér eins og konur vilji ekki að karlar séu þátttakendur í tilfinningaumræðu. Þær vilja hafa þá í helli sínum. Ég er frekar opinn tilfinningalega og hláturmildur í samskiptum. Man að faðir minn sem var frekar lokaður túlkaði það oftast sem barn að ég væri montinn með mig! Sem var alls ekki.
Nú hefur það nokkrum sinnum gerst að konur, samstarfsmenn hafa sett það fram að ég sé hommalegur! Sem er náttúrulega bara fyndið og ég hef nægjanlegt sjálfsöryggi til að taka ekki nærri mér. En ég velti því svona fyrir mér hvort karlar hafi fengið minna af úthlutað af kvóta fyrir tilfinningalíf af samfélaginu.
Kynlífsreynsla barna og ungmenna er alltaf viðkvæmt mál og auðvitað eiga margir einhver sárindi tengt fyrstu skrefunum á þessu sviði, þó þau séu ekki eins skelfileg og hér er rakið. Ég man eftir því sem ungur drengur að vera leiddur inn í kyntengda hegðun af mér eldri stúlkum, sem ég lokaði á og hafði skömm á í nokkur ár.
Þessi umræðu þarf nærgætni, án alhæfinga um eðli kynjanna og jafnvel að muna eftir því að ofbeldismennirnir eru líka manneskjur.
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.2.2008 kl. 13:22
Átakanleg saga. Nauðgunarglæpir ættu aldrei að fyrnast. Svona menn þarf að taka úr umferð.
Brynja Hjaltadóttir, 12.2.2008 kl. 13:46
Ég er svo innilega ánægð með þessar umræður sem hafa skapast og með karlana (mínus Hlerinn greyið) sem hafa tekið þátt af alvöru.
Það var þessi málefnalega umræða sem ég sakna svo oft í tengslum við svona mál. Þess vegna sagði ég ykkur söguna mína. Hún er persónuleg og ákafaflega erfitt að fara út í skítkast um sögu sem sögð er eins og hún kemur fyrir af skepnunni,
Ég hef enga þörf fyrir að konfronta þennan mann,/menn hef fyrir löngu afgreitt það, leiðirnar til að lifa með slíkri lífsreynslu eru jafn margar og þeir sem í þeim lenda.
Enn og aftur, takk fyrir frábæra umræðu og Gunnlaugur, þín færsla opnar alveg nýja vídd inn í hugarheim karlmanns, það gerist ekki oft að þeir treysti sér til slíkrar einlægni. Þökk fyrir það.
Þið eruð hreint frábær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 14:12
Þetta er hræðileg saga það hrundi tár úr augun mínum elsku Jenný.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.2.2008 kl. 15:07
Mjög margar konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og þegja það í hel. Ég veit nokkur dæmi þess að þegar kona/stúlka fór af stað og kærði að fólk snerist gegn þeim, trúði ekki því sem þær sögðu og nauðgarinn var allt í einu orðinn fórnarlamb. Veit um tilfelli þar sem ungri stúlku var nauðgað í bæjarfélagi úti á landi og undirskriftarlistar gengu um bæinn til stuðnings nauðgaranum. Stúlkunni var ekki vært í bænum, flutti burt og hefur ekki viljað eiga þarna heima síðan.
Knús til þín Jenný. Þú ert frábær
Sigga (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:47
Hvolpavit, strákar á 16 ári? Þú ert greinilega ekki í lagi. Hvað fegurðarlýsingar þínar á innrætinu varðar þá gef ég ekkert fyrir þær. Svo mæist ég kurteisislega til að þú haldir þér frá þessari síðu. Kapíss?
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 16:49
Maj
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 16:50
Man eftir þessu máli Sigga á Húsavík, ef ég man rétt. Það var nú með því ógeðfeldara sem ég hef lesið um svei, mér þá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 16:51
Ofboðslega flott innlegg hjá Gunnlaugi. Hann kemur þarna inn á að hafa sjálfur orðið fyrir reynslu sem honum þótti allt annað en góð og er það afar athyglisvert í ljósi þess að staðalímyndin er sú að ungir strákar séu alltaf spenntir fyrir hvers konar kynnum af kvenfólki, jafnvel á hvaða aldri sem sú kona kann að vera. Og staðalímyndir eru afar afar sterkar. Ég get vel ímyndað mér að ungur drengur sem verður fyrir miður fallegri kynlífsreynslu og líður fyrir hana, haldi jafnvel að ''það sé eitthvað að honum'', því staðalímyndin segir að honum eigi ekki að líða þannig. Þetta er einmitt umræða sem karlmenn þurfa að sjá til að verði opnuð. Ég held og vona að við séum komin langt á leið með að gera fórnarlömbum kynferðisofbeldis ljóst að þau beri ekki skömmina, heldur gerandinn. En ég er líka hrædd um að það sé lengra í land að uppræta skömm karlkynsfórnarlamba.
Er ég að meika einhvern sens hérna?
Jóna Á. Gísladóttir, 12.2.2008 kl. 18:11
Það er svo fátt hægt að segja. Nema Kaupa vikuna á fimmtudaginnknús og klemm á þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 18:22
Þetta eru bara smástrákar, 16 ára gamlir. Svona eins og kærustunnar hans Hefner vita þær ekkert hvað þær eru að gera, þær eru nú bara 20 ára. Eða varst það ekki þú sem sagðir það Jenný ?
Ef að þessi saga er sönn þá eru strákarnir að mínu viti líka fórnarlömb. Það er greinilega búið að troða einhverjum hugmyndum um kynlíf í huga þessara barna. Þeir eru fórnarlömb klámsins og börn afskiptalausukynslóðarinnar sem elur börnin sín upp með tölvum og sjónvarpi. Samfélagið er búið að heilaþvo þá að þetta sé í lagi, svona eins og smástelpurnar sem glenna sig fyrir framan ljósmyndara á skemmtistað. Þeir vita því miður ekki betur af því að samfélagið og foreldar þeirra hafa ekki sagt þeim það.
Bjöggi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:09
Ég seigji bara eins og fleiri,hér koma bara tár og fleiri tár.
klemm.Helga.
Helga skjol, 12.2.2008 kl. 19:55
Ef fólk hefur sömu sýn á hvolpavit og sumir þá væri hræðilegt að vera unglingur í dag. Hvolpavit legg ég aldur á 10-13 ára, þarna er klárlega verið að nauðga stúlkubarni af 15-16 ára gömlum dreng og þeir sem halda henni eru jafnsekir og sá sem nauðgaði. Ég vona svo innilega að Hlerinn eigi ekki dóttur, þá vorkenni ég þeirri dóttur. Bjöggi ætti að fá sér gleraugu þar sem atburður er sagður frá 1964, ekki voru til tölvur og sjónvörp á heimilum landsmanna á þeim tíma. Kynlíf var ekki rætt á þeim tíma eins opið líkt og er í dag. Skil ekki tregðu sumra,,,,, en það er bara ég. Takk fyrir mig Jenný mín
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:00
Það sem þú lýsir í færslunni þinni heitir nauðgun í minum huga. Þarna er ráðist með ofbeldi að 13 ára gömlu barni og því misþyrmt kynferðislega. Hvað er það annað? Ég held að Gunnlaugur hafi hér komið með afskaplega verðmætt framlag í umræðuna sem opnar augun fyrir fleiri vinklum á svona mál. Æi- það er svo margt sem við þurfum að laga til að koma í veg fyrir að framin séu sálarmorð á börnum í dimmum skúmaskotum úti um allt land. Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt að lesa þessa átakanlegu sögu þá þakka ég þér elsku Jenný fyrir að deila henni með okkur hér á blogginu , það þarf að hrista upp í þessari umræðu reglulega, hún má ekki gleymast.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:50
Ok, það voru kannski ekki til tölvur en það voru víst til sjónvörp árið 1964, allaveganna hjá okkur borgarbörnunum.
Svo er commentið kannski ekki svar við þessari færslu, kannski meira verið að benda á léleg rök sem fólk kemur fram með. Bæði jenný og aðrir bloggarar. Þið sjáið það kannski ekki en mér finnast þetta bara vera krakkar sem er við að tala um og þau hafa líklegast ekki vit á því hvað þau eru að gera. Svör eins og var þetta nauðgun? finnst mér benda sterklega til þess að bæði strákarnir og stelpan vissu ekki hvað þau voru að gera.
Mér hefur líka fundist á sumum að strákar séu fyrr til að átta sig á svona hlutum, þeir hafi meira vit á því hvað er að gerast en stelpurnar. Mér finnst Jenný allaveganna meina það hérna, stelpan vissi ekki hvað var í gangi en strákarnir vissu það. Svo talar hún um 20 ára smástelpur í annari færslu sem hafa ekki vit á því hvað þær eru að gera af því að þær eru svo ungar og samfélagið hefur alið þær svona upp.
Er samfélagið aðeins fært um að ala upp stelpur þannig að þær viti ekki hvað þær eru að gera ? Getur ekki verið að nauðgari sé afurð sömu framleiðslu og þeirr sem elur upp dætur okkar ?
Bjöggi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:39
Bjöggi. Auðvitað vissu strákarnir hvað þeir voru að gera. Þeir plönuðu þetta, þeir framkvæmdu athæfið. Þeir vissu vel hvað þeir voru að gera.
Einhver léleg afsökun um tölvukynslóðina og uppeldi, og bla bla bla kemur þessu máli ekkert við. Þarna voru þrír strákar á 16. ári sem ákveða að brjóta kynferðislega á einni stúlku. Þeir skilja hana eftir í blóði sínu. Hvernig í ósköpunum er hægt að verja svona með einhverju tali um tölvur og afskiptaleysi?
Guðrún (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:05
Það er enginn hérna að verja þennan verknað, mér finnst það lýsa þínu innsæi frekar en mínu að þú teljir svo vera, Guðrún. Ég mun aldrei reyna að verja nauðgun en ég er tilbúin að verja bæði fórnarlömbin, geranda og þolanda ofbeldisverka. Ég held nefninlega að geranda líði ekkert betur en þolenda og ég get sýnt samúð með öllum sem líður illa, ekki bara konum.
Einhverjum finnst kannski skrítið að vorkenna nauðgara, en sá sem nauðgar er annaðhvort veikur eða hefur verið skemmdur(t.d. af samfélagi) að honum finnst hann þurfa að gera þetta. Ég vorkenni veiku og skemmdu fólki.
Svo finnst mér líka asnaleg umræðan að þegar konur gera það sem samfélagið þrýstir þær á að gera þá eru þær fórnarlömb en þegar strákar eru skemmdir á sama máta þá eru þeir glæpamenn.
Bjöggi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:40
mögnuð frásögn.
ég segi það og skrifa; guð sé með þeim sem voga sér að meiða stelpuna mína. þeir munu þurfa á honum að halda.
Brjánn Guðjónsson, 13.2.2008 kl. 00:10
Ó já... það heitir nauðgun!
Ömurlegast við þetta allt saman er að það er enn til fólk sem flokkar svona sem bernskubrek
Heiða B. Heiðars, 13.2.2008 kl. 10:16
Sæl Jenný.
Þetta er vægast sagt hörmuleg saga sem þú greinir frá hér á vefnum þínum. Þessi atburður verður augljóslega að heita nauðgun. Kynlíf án samþykkis er alltaf nauðgun - einkum og sér í lagi þegar um er að ræða einstaklinga sem ekki hafa fullan þroska til að veita samþykki.
Nauðganir eru því miður andstyggilegt fyrirbæri sem erfitt virðist að losna við úr samfélaginu.
Það sem aukinheldur veldur mér persónulega áhyggjum, er hversu unglingar í dag (svo ég hljómi svoldið eins og afi minn) virðast hafa lágt sjálfsvirði. Endalaust heyrir maður sögur af ungu fólki sem leiðist út í allskyns kynferðislega hegðun sem þau hafa ekkert nauðsynlega þroska til að skilja eða gera sér grein fyrir afleiðingum þessa.
Mér finnst persónulega staðan vera orðin sú í ljósi 'hinnar kynferðislegu byltingar' að hægt sé að tala um aðrar útgáfur af nauðgun.
Bara til þess að nefna dæmi sem ég hef heyrt frá fólki í mínu nánasta umhverfi, þá heyrði ég af stórauknum straumi ungra stúlkubarna (hvað annað á maður að kalla stúlkur um og undir fermingaraldri) í apótek til þess að kaupa deyfandi krem. Ástæðan spyrjið þið? Til þess að minnka sársaukann þegar þær stunda endaþarmsmök. Þær standa frammi fyrir því að þurfa að láta undan þrýstingi drengja á sínum aldri og vilja því minnka sársaukann. Þær geta ekki neitað, því annaðhvort verða þær úthrópaðar sem druslur og upp á þær logið allskyns rugli eða þær hætta á það að verða skildar út undan - þ.e. verða félagsleg úrhrök.
Kynferðisbyltingin er alls ekki allskostar slæm, en við erum að tala um hegðun sem þarfnast þroska til að skilja hvað um er að ræða, og aukinheldur til þess að geta samþykkt að taka þátt í álíka. Kynlíf snýst þegar á öllu er á botninn hvolft um þroska og samþykki. Eins og þú tekur fram Jenný þá á hvorugt við í dæminu sem þú nefnir og því um augljósa nauðgun að ræða.
Afsakaðu málæðið, en kynferðislegt ofbeldi - einkum gagnvart börnum - gerir mig afar reiðann og því verð ég að blása.
Haukurinn, 13.2.2008 kl. 10:40
Hrikaleg þessi saga! Eflaust ekkert einsdæmi, því miður. Góð umræða sem ekki sést nógu oft hér í bloggheimum.
Ég mun alltaf vera þakklát bóndakonunni í sveitinni sem bjargaði mér frá káfandi 15 ára vinnumanninum með því að hundskamma hann. Mér hafði tvisvar tekist að fæla hann á brott með því að umla og þykjast alveg vera að vakna ... Hún sá að ég var með bauga undir augunum og ég sagðist hafa vaknað við að hann hefði komið til að leita sér að lesefni sem var geymt í skápnum í herberginu. Þarna var ég 12 ára og skammaðist mín alveg hryllilega fyrir þetta, sagði sko engum frá. Krakkar í dag eru held ég opnari á ýmsan hátt en á móti kemur að klámvæðingin hefur verið svo mikil á undanförnum árum að þeim finnst kannski eitthvað sjálfsagt sem er það alls ekki!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.2.2008 kl. 13:31
Þetta er ekki spurning um hvort þetta sé nauðgun eða ekki. Viðbjóðslegur verknaður. Það er eitt þegar einn aðili framkvæmir svona, þar er einn sjúkur einstaklingur á ferð, en mér finnst alltaf jafn ótrúlegt þegar hópur tekur sig saman og gerir slíkt. Hvernig fer þetta fram? Sitja menn í alvörunni saman og skipuleggja að fremja sálumorð...bara að gamni sínu? Þegar ég heyri/les svona þá skammast ég mín næstum því fyrir að vera karlmaður.
Óskar, 14.2.2008 kl. 10:39
Mér finnst þetta skrítin umræða, er virkilega verið að reyna að gera upp hvort um sé að ræða glæp eður ey?? Auðvitað er þetta glæpur en ég tek líka undir orð Gunnlaugs hér að ofan en þar tekur hann upp þráð að kennslu og leiðbeinslu sé ábótavant. Við þurfum að fræða börnin okkar, 15 ára er líka barn sama hvað hver segir. (á þessum árum varð maður lögráða 16 ára).
Á þessum árum voru tímar aðrir eins og einhver benti á, þ.e.a.s. svona mál lentu nánast öll í einhverri kyrrþey, menn tjáðu sig ekki um þessa hluti. Í dag er það gert miklu opinskárra en áður, samt virðist sem vandinn hafi ekki minkað. Ég tek nefnilega undir það að opinskárra myndefni, tölvuleikir og fleira sé auðvitað ekki til að bæta það. En svona er Ísland í dag og við verðum að halda þessari góðu umræðu áfram og fræða fólk sem best við getum.
Nauðgun er viðbjóður!
Garðar Valur Hallfreðsson, 14.2.2008 kl. 12:39
Mig langar til að setja hérna inn quote af bloggi sem ég les stundum, collegecallgirl.blogspot.com. Í október setti hún inn færslu þar sem hún fór í gegnum öll þau skipti sem brotið hafði verið gegn kynferðislegu frelsi hennar, og þessi setning opnaði augu mín (fyrir hinu augljósa??):
"Now I realize that the following occurrences are not hazy or ambiguous. They are assaults, crimes that come to a specific number. No matter what mistakes I made before or after. I have gotten drunk many times. I have had many boyfriends and gotten into many cars. The only times I was raped were when the man I was with was a rapist."
Fyrir þá sem vilja lesa færsluna er hún hér: http://collegecallgirl.blogspot.com/2007/10/number-is-eight.html
Þetta er ljót saga Jenný og gerir mig svo sorgmædda.
ester (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.