Mánudagur, 11. febrúar 2008
Moggastræk - á kona að hlaupa eða ekki?
Það sést undir iljarnar á hverjum bloggaranum á fætur öðrum út af bévítans auglýsingunni margnefndu. Margir bara farnir. Púmm. Hurðum skell, þung orð látin gossa. Sumir á ný bloggsvæði, aðrir heima í verkfalli, hvað veit ég?
En hvað með mig, ég blogga eins og mófó, ég sem alltaf er svo hrifin af stærkum, mótmælagöngum, réttindabaráttum og afdráttarlausri fyrirlitningu á auglýsingum, eins og sannri vinstri konu sæmir?
Þegar ég sá auglýsingarfjandann fyrst, inni á síðunni minni, fauk nú heldur betur í mig, skrifaði Árna Matt, heimtaði skýringar, prósentur og ég veit ekki hvað og hvað.
Nú ég fékk svar um hæl, með skýringum sem ég er ekkert endilega sátt við, en ég ákvað í beinu framhaldi eftirfarandi.
1. Að ég er vanafastur tækifærissinni, þegar kemur að blogginu (og í öðru samhengi líka, að sjálfsögðu). Mér finnst þetta vera mitt blogg, þó að Mogginn hafi tekið sér leyfi til að auglýsa á því, án þess að bera það undir mig eigandann.
2. Mér þykir undurvænt um síðuna mína (sem er strangt til tekið ekki mín en so fucking what?) og hef ekki nokkra löngun til að blogga á einhverju öðru bloggsvæði, sem er ekki eins heimilislegt og þetta.
3. Moggabloggið er notendavænt, og aðgangur að öðrum bloggurum greiður.
4. Mér þykir vænt um flesta meðbloggara mína, fyrir utan þessa örfáu sem ég hef skömm á og mættu blogga á grænlensku bloggsvæði mín vegna.
5. Svo vona ég að þeir sem stukku, sakni okkar svo skelfilega að þeir komi til baka einn af öðrum.
6. Ég er til í alls konar stræk, önnur en þetta. T.d. er ég til í að standa úti manndrápsgaddi til hagsbóta fyrir öryrkja og aldraða eða til að sýna fyrirlitningu mína á ákvörðun Villa villta og jafnvel gegn hækkuðu matarverði og reykherberginu í Alþingishúsinu, svo dæmi séu tekin.
Annars verð ég hér í hlýjunni á mínu eðalbloggi, með Nova auglýsingu blikkandi við hliðina á mér,en minn heittelskaði segir mér reglulega að ég sjái það sem ég vilji sjá og heyri það sem ég vilji heyra, þannig að þetta verður no prob.
Áddni, ekki reyna að bæta við auglýsingaörðu inn á síðuna mína, því þá súa ég þig honní.
Tækifærisnefndin í góðum fíling.
Súmíædíæsörvitt!
Úje
P.s. Bara svona ábending. Ég ber fulla og óskorðaða virðingu fyrir þeim sem stræka, endilega sýnið okkur sem gerum það ekki hið sama. Manni fer að líða eins og liðhlaupa sem hefur ekki hlaupið af stað með herdeildinni. Ef það er hernaðarlega mögulegt.
Lovfjúgæs
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 9
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 2987311
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér og komast að niðurstöðu: Þessi auglýsing pirrar mig ekki - punktur! Þeirri sannfæringu ætla ég að fylgja. En ég virði skoðanir þeirra sem eru ósáttir. Þeir gera bara eins og sannfæring þeirra býður þeim - ekkert að því.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:47
Sama hér, auglýsingin pirraði mig bara fyrst. Hún virkar að vísu gjörsamlega öfugt á mig, mun aldrei koma nálægt neinu eða styrkja neitt sem tilheyrir þessu NOVA dæmi. Hef flutt allt of oft .. og er hætt að flytja.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.2.2008 kl. 21:55
Ein auglýsing sigrar ekki held ég. Þau koma öll aftur. En þetta eru snilldargóðir punktir hjá þér, sér í lagi númer 6.
Bara Steini, 11.2.2008 kl. 21:57
Auglýsingin tekur sig svo flott út hjá mér....hehe
Sakna skessu og dúu...hef ekki tekið eftir brotthvarfi annarra...
Heiða Þórðar, 11.2.2008 kl. 21:58
Minni samkeppni, meira pláss
Júlíus Valsson, 11.2.2008 kl. 22:01
Nenni ekki að spá í þessa auglýsingu en get játað að blikkið þreytir mig. En vegna þess að ég er svipuð skilgreiningu húsbands á þér þá ætla ég bara að ignora þetta.
Skessan er flott og stendur með sínum skoðunum.
Ragnheiður , 11.2.2008 kl. 22:09
Mér er kalt
Jóna Á. Gísladóttir, 11.2.2008 kl. 22:11
Ég er Steypireiður og Góríllur, en er að hugsa um að láta þetta yfir mig ganga.
Þröstur Unnar, 11.2.2008 kl. 22:13
Jóna. Hvar er Bretinn?
Þröstur Unnar, 11.2.2008 kl. 22:13
Ha hvaða auglýsingar?
Brynja Hjaltadóttir, 11.2.2008 kl. 22:19
Auglýsingin hjá þér er HROFINN!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:34
átti að vera horfinn... en það var helv. tölvan sem fraus kominn aftur eins og svört tarantúlla.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:35
ha? hverjir eru farnir? Einhverjir sem ég þekki?
Ertu að segja að ég sé sljó?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 22:41
Blikkandi auglýsingin pirrar mig ekkert að ráði, en samt pínu. En ég réð bót á málinu. Náði mér í stíft bókamerki úr bréfi og kennaratyggjó og festi þetta á hægri síðu skjásins hehe, þá sé ég ekkert blikkið er bara með flott bókamerki.
Svala Erlendsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:00
Svala: Góð
Hrönn: Ég er að segja að þú sért grönn og spengileg.
Jón Arnar: Fer oft í fýlu, en alltaf hér, þannig að það má fylgjast með þegar hún skellur á. Svona er ég almennileg. Kíki á þig reglulega líka minn kæri Köbenhavnare
Gísli: Ojbarasta, skammastín
Þröstur: Góður
Jóna: Hættu þessu káláti og farðu yfir í steikur og sósur og þá hlýnar þér.
Ragga: Um að gera að standa með sjálfum sér.
Heiða: Prakkari.
Jóhanna: Fögur er hlíðin ég fer ekki rassgat.
Júlíus: Samkeppni, ha????? Hehe
Bara Steini: Þau koma, örgla sko.
Anna: Sammála.
Annars er Dúa ekki farin, hún er í boggpásu en hún á gamalt blogg inni áblogspot.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2008 kl. 23:12
Ég er búin að vera alsæl síðan þessi fallega auglýsing birtist á síðunni minni, lífgar bara helling upp á hana, svo er ég nú bara hætt að taka eftir henni. Pirrast akkúrat ekkert. Kær kveðja til þín Jenný mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 23:19
Já Jenný ég er búinn að auglýsa hana út um allt, og núna hótar hún mér lífláti.
http://www.bullaragydja.blogspot.com/
Þröstur Unnar, 11.2.2008 kl. 23:19
Æ
María Kristjánsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:40
Tók eftir þessari auglýsingu fór í augnabliks fýlu en.....ákvað að nenna því svo ekki, ég skal hins vegar taka þátt í annars konar mótmælum eins og þú taldir upp.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:40
María: Ekki æja ámig, ég er mannleg eða eitthvað á þá leið.
Hrafnhildur: Kenýa er flott málefni. Tökum það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2008 kl. 23:51
Það eiga bara allir að blokka hana þá sér hana enginn og enginn þarf að flýja
Huld S. Ringsted, 11.2.2008 kl. 23:58
Ég blokka auglýsinguna og sé hana því hvergi - sem betur fer.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 00:03
Jenný !! HVAÐA AUGLÝSINGU ERTU AÐ TALA UM EIGINLEGA ?? Ég sé ekki neitt.. bara skemmtilegt blogg
Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 00:27
Ég er náttúrlega ósammála ennþá, enda er víst valkvætt hvort að ég er vel óskilinn meira eða ekki minna, vel, eða ekki, eða hvort að fólk yfir höfuð vilji skilja, en ég á tvær vikur eftir á moggabloggi alltént til að brúka andmæli mín yfir.
Ég er ekkert búinn að búa mér varanlegt bloggsetur á eftir heldur enda fáir af mínum bloggvinum sem að skilja mín rök, eða mína framsetníngu á þessu, nú eða telja þau svaraverð yfir höfuð.
Fyrir mér þá neita ég að láta þetta yfir mig ganga mótmælalaust, af einhverjum grundvallarástæðum sem að sjá má á mínu auma bloggeríi.
Ég er nú bara þannig gerður að ég valkosta ekki mitt val í hvað skal gera eða gera ekki það í minni andstöðu, enda er sem að ég er innrættur til að mótmæla í mínu eðli & uppeldi öllu því sem að mér mislíkar, frekar en að súpa fjöruna súra, & þykjast finna hún sæt.
Gerir mig ekkert Frjálslyndari sjálfstæðiskomma fyrir vikið, eða eina Væna Vinstri Græna Framsóknarbelju.
Bara spurníng um einhver grundvallarlífsviðhorf sem að ég kýs að viðhalda fyrir sjálfum mér & mínum, snýst lítið um tækifærismennsku, eða einhverja trú á málstaðinn síhverfula.
Þeir sem að 'blokka' auglýsínguna & halda þar með að vandinn sé leystur minna mig dáldið á strúta í einfeldni sinni, hausinn í sandinn & hættan er frá.
En til leiðréttíngar,
Mér finnst þú Jenný vera einhver sá frábærasti bloggari sem að ég hef lesið, dona rétt við hlið Jónunna minna tvegga í því.
Þá er það á hreinu.
Steingrímur Helgason, 12.2.2008 kl. 00:29
Ó
Edda Agnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 00:40
Í upphafi tók ég ekki eftir þessari auglýsingu fyrr en allir fóru að tala um hana. Hún hefur ekki pirrað mig svo sem en ég fór að líta á hana oftar og oftar eftir því sem fleiri bloggarar fóru að blogga um hana.
Ákvað að útiloka hana úr huga mér og hef ekki séð hana síðan - enda fer ég inná þau blogg sem mér finnst áhugaverð og byrja strax að lesa þau svo blikkedíblikk til hliðar truflar mig ekki.
Væri sannarlega til í að taka þátt í einhverjum af öðrum strækum með þér og láta til mín taka á öðrum vettvangi - eins og einhver að ofan sagði - sérstaklega stræk númer 6 hjá þér. Er viss um að það sé sannarlega rétt að hægt sé að hafa áhrif með samstöðu. Samt óþarft að stinga svona marga af sem eru orðnir háðir þér vinkona góð. Moggablogg væri way to tómur staður án jenfo.blog - nó dábdt abátit...
Tiger, 12.2.2008 kl. 00:42
Auglýsingin "pirrar" mig ekki. Ég er ekki einu sinni að hafa áhyggjur af útliti og stíl bloggsins. Fyrir mér er þetta einfaldlega prinsipp mál. Auglýsingar eru gildishlaðnar og ég kæri mig ekki um að tjá skoðanir mínar í umhverfi sem ég hef enga stjórn á hvaða skilaboð eru spegluð inná.
Annað sem mér finnst vera áhyggjuefni er hvað fólk virðist sumt áhyggjulaust yfir auglýsingum í hinum opinbera rými, svona almennt. Hvar ætlum við að draga línuna? Eða á bara alls ekki að draga hana.
Þá dettur mér allt í einu í hug stúlkan sem seldi auglýsingapláss á enninu á sér.
Þó sumir vilja meina auglýsingar meinlausar er ekki að ástæðulausu að billjónum á billjónum ofan er eytt í auglýsingar - þær nefnilega virka. Hafa áhrif á val og skoðanir þeirra sem þær beinast að.
Þessar skoðanir mínir draga ekkert úr því að ég virði þá ákvörðun sumra að halda áfram að blogga á blog.is Fyrr mætti nú vera. Þó mér þyki mikilvægt að fólk sé samkvæmt sjálfu sér eftirlæt ég hverjum og einum um að meta það sjálfur hvort auglýsingar séu inná blogginu þeirra. Ég get verið svo góð og ljúf þegar ég legg mig fram!
Núna stend ég í því að flytja bloggvinalistann minn héðan yfir á nýja bloggsvæðið mitt. Það eru kostir og gallar við öll kerfi. Moggabloggið er afskaplega notendavænt, en ég, svona prívat og persónulega, einangraðist dálítið hérna. Fór bara yfir bloggvinalistann (blog.is mafíuna ) og gleymdi öllum hinum. Nú er ég miklu duglegri að heimsækja öll hin bloggin í hinum bloggborgunum. Það er heill heimur þarna út. Sakna helst broskallanna, en líklegast eru þeir líka fíkn sem best er að venja sig af.
Elisabet R (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 03:08
Ég tók ekki einu sinni eftir auglýsingunni fyrr en ég fór að lesa blogg sem kvörtuðu um hana. Kannski af því að það birtast alltaf auglýsingar hjá e-mail þjóninum mínum og ég er löngu hætt að taka eftir þeim. Svo ég fer ekki fet.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.2.2008 kl. 04:49
Dálítið gaman að skoða þetta með alkagleraugunum. Margir gramir, en gremjan er eitt það versta sem alkinn (eða fíkillinn, hinn meðvirki o.s.f.r.v.) getur leyft sér að rækta innra með sér. Gremjan er sprottin af eigingirni og sérplægni. Ég um mig frá mér til mín. Það að flýja þennan vettvang út af þessari auglýsingu, segir meira um flóttamanninn, en auglýsinguna.
Ég hef hvergi séð það skjalfest að ég EIGI þetta bloggsvæði. En ég fæ pláss og aðstöðu til þess að blogga hérna inni. Eitthvað kostar að reka þetta og í stað þess að greiða fyrir bloggið þá eru auglýsingar í viðmóti bloggsins.
Títtnefnd auglýsing pirraði mig í upphafi, þangað til að ég áttaði mig á því að sá pirringur var "ég um mig frá mér til mín" pirringur. Hehe er ekki allur pirringur þaðan sprottinn??
Það er einfaldlega þannig að það fæst ekkert fyrir ekkert.
Auglýsingar eru (því miður) veruleiki í okkar nútíma samfélagi. Ég reyni að útliloka allar auglýsingar hvort sem er, og það er mitt val. Þó ég ætti að vinna mér það til lífs að segja hvað þessi títtnefnda "viðkvæma" auglýsing gengur út á , þá gæti ég ekki svarað því.
Góðir punktar hjá þér Jenný. Tek undir þetta hjá þér.
Leitt að sjá á bak góðu fólki úr samfélaginu hérna.
Vitanlega eru auglýsingar gildishlaðnar, en hvort sem manni líkar betur eða ver, þá flæðir þessi ósómi yfir mann allstaðar í okkar samfélagi.Held að það sé erfiðara að snúa auglýsingaiðnaðinum við, heldur en að fá alþingi til að breyta kvótakerfinu.
Shipohoj af hafinu bláa.
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 05:11
Hlægilegra verkfall en þetta bloggstræk er vandfundið og grátbroslegt að sjá hvað þeir hörðustu neita að skoða möguleika eins og Adblock sem lokar á allar auglýsingar á netsíðum. Ég tek ekki eftir því, ekki frekar en fjárbóndi með 500 rollur, hvort eina eða tvær vantar í hjörðina. Hafi einhverjir hætt að blogga, fór það fram hjá mér. Þeir koma aftur til að svala athygliþorstanum.
Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 07:13
Ég fer ekki fet
Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 09:46
Mér finnst þessi auglýsing óþolandi. Okkur er bannað að auglýsa á síðunum okkar skv. skilmálum bloggsins, en svo ákveður mbl upp á sitt eindæmi að setja þangað auglýsingar sem þeir þiggja greiðslur fyrir. Af hverju er þá ekki bara samið um það að menn geti úthlutað auglýsingum á sínum síðum, og þar af hafi mbl ákveðinn hluta fyrir sig. Þeir sem engar auglýsingar vilja geta þá haft "hreinar" bloggsíður.
Grrrr ... þetta pirrar mig. En ég hef þó ekki gefið neinar yfirlýsingar um að hætta, og ætla að sjá til hvort ég get sætt mig við þetta. Sömuleiðis á eftir að koma í ljós hvort auglýsingunum fjölgar. Og ef það gerist ÞÁ TROMPAST ég.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.2.2008 kl. 09:58
Já Gísli. Ætli þetta dugi líka gegn grátandi börnum? Bara stinga blocker í eyrun á sér!? Barnið grætur þó líklegast jafn mikið þó þú heyrir það ekki?
En það er dálítið fyndið hvað sumir láta eins og fólk hafi horfið af sjónarsviðinu!? Kommon. Það flutti ekki einu sinni til útlanda. Er bara flest að blogga á annarri síðu í sömu tölvu. En kannski fellur þetta einmitt undir ummæli mín um einangrun sem virðist fylgja moggablogginu!?
Beta - svo aldeilis ekki hætt að blogga.
Elisabet R (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:02
Það sem ég skil barasta ekki er hvernig fólk getur tekið sér leyfi til að vera með skítkast út í fólk sem vill ekki sætta sig við auglýsingu á blogginu.... Verður ekki bara hver og einn að taka ákvörðun fyrir sig?
Mér myndi aldrei detta til hugar að labba um borgina í flíspeysu merkta Nova bak og fyrir, eða einhverju öðru fyrirtæki.
Ég hef alveg jafn lítinn áhuga á að vera snagi fyrir auglýsingar Morgunblaðsins
Ég hef skrifað fullt af persónulegu dóti á bloggið mitt... tek ekki sénsinn á því að Villi verður hengdur utan á mig þegar ég blogga um mín hjartans mál
Heiða B. Heiðars, 12.2.2008 kl. 10:51
Ég kalla það ekki skítkast þegar fólki er bent á hvernig hægt er að bregðast við auglýsingaflóðinu. Annað hvort stendur maður vælandi á hlaðinu eða gerir eitthvað sjálfur í málinu. Hvort er betra?'
Samlíkingin við börnin á ekki við í þessu tilfelli eins og viðkomandi getur ímyndað sér.
Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:00
Gísli, tja, jú, hún á pínu rétt á sér, ég get til dæmis ekki notað adblock hjá mér (hef ekki fundið góðan slíkan fyrir Safari, vil ekki nota IE (gaah!) og get ekki notað Firefox eða Camino af ástæðum sem ég nenni ómögulega að fara út í hér). Þannig að þó síðueigandi geti blokkað hjá sér, er hann samt með blikkandi auglýsingu hjá þeim lesendum sínum sem geta ekki eða kunna ekki að setja upp flash block. Barnið grætur semsagt áfram. En skítkast, nehei!
Ég fagna náttúrlega góðu fólki inn á blogger og wordpress og fleiri auglýsingafría miðla, dettur ekki í hug að fordæma þá sem vilja vera áfram, en finnst alltaf jafn fyndið að syrgja þá sem fara héðan annað, eins og það sé ekki nokkur leið að lesa skrif þeirra ef þeir kjósa að vera annars staðar.
Það er afskaplega einfalt að skrá sig á rss lesara, svo sem Google Reader eða Bloglines (mikkivefur er örlítið meira mál en mjög skemmtilegur), þar velur maður síðurnar sem maður vill lesa - mogga eða aðrar - hefur glugga opinn og sjá, maður missir ekki af neinu. Ég fylgist með 136 síðum, af þeim eru um 20 hér á blog.is. Nó prob...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.