Leita í fréttum mbl.is

Amy tók það með glans

Fyrir utan hvað ég er hrifin af röddinni hennar Amy Winehouse, þá snertir hún einhvern streng í mér, svona móðurlegan kannski.  Hún er svo ung og í svo vondum málum.  Kafaldsfíkill, sem hefur virst óstöðvandi í sjálfseyðingunni.  Ég er döpur yfir því.  Og svo hugsa ég, hvers lags þrumu listamaður þessi stelpa verður, fái hún að vaxa og dafna án dóps og áfengis.

Í gær fékk hún fimm Grammy verðlaun, en var að sjálfsögðu ekki viðstödd þar sem hún fékk ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.  Því var reddað á þann máta að hún söng lag með hjálp tækninnar, allt hægt.  Hún var sum sé á verðlaunaafhendingunni, en samt ekki.

Maður getur rétt ímyndað sér hverju þessi stelpa myndi áorka, nái hún að  verða edrú.  Röddin hennar er ótrúleg, það er eins og það séu samankomnar í barka hennar margar af bestu söngkonum heimsins.

Hún er á bænalistanum mínum þessi dúlla.

Svo vonar maður hið besta.

Cry me a river

Ójá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - hún er þrusugóð! Spurning hvort hún hefur náð sínum botni. Ég er hrædd um ekki........

Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Hún er svona dæmi um að mann langi að hrista hana og segja "snap out of it kid" .   En það hættir víst engin neyslu - nema hann/hún vilji það sjál(ur)......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 11.2.2008 kl. 09:21

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, maður fyllist alltaf sorg þegar ungt og hæfileikaríkt fólk missir fótanna á þennan hátt. Vonandi nær hún sér á strik því þá er mikils að vænta frá henni.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.2.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: Beturvitringur

skrýtið en ánægjulegt að sjá ykkur skrifa eiginlega nákvæmlega það sem ég hugsa; hún hefur sérstök áhrif þessi stelpa. Er það ekki líka að næmt fólk sem smýgur inn og er listin sjálf, er líka viðkvæmt (næmt) fyrir umhverfinu og leitar styrks þar sem glundroðinn reynist svo vera. Mér þykir vænt um það sem þú segir Jenný - að hún sé á bænalistanum þínum.

Beturvitringur, 11.2.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Garún

Alveg er ég sammála þér eins og svo oft áður reyndar! Það eru til fullt af góðum söngvurum, en hverri kynslóð kannski fylgir ein/einn sem ber af. Nær til manns og það er hún Amy. Ég vona innilega að hún nái sér á strik og verði ekki saga af manneskjunni sem lifði of hratt. Hafið þið heyrt hana syngja "Will you still love me tomorrow". Það er geggjað

Garún, 11.2.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ólafur, ég ætla ekki að sjá Clapton, og ætla að blogga um hversvegna.

Hann er bara ekki skemmtilegur lengur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Tiger

Persónulegt mat - ég er ekki hrifinn af "listamönnum" sem hafa gífurleg áhrif á milljónir áhrifagjarnra ungmenna - þegar þeir eru á kafi í slæmum málum eins og t.d. neyslu eiturefna - hafa nóg af pening og allar ástæður til að leita sér bata en nenna/vilja ekki standa í því heldur bara líða áfram í lífinu í sælu"vímu". Pazz.

Tiger, 11.2.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2986904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband