Leita í fréttum mbl.is

Og þarna er Maysan mín líka

 

Á tískuvikunni í Köben hlaut ungur íslenskur fatahönnuður verðlaun fyrir sína hönnun.  Til hamingju með það Laufey.

En aðalmálið er auðvitað að þarna er hún Maysa mín í nýju stöðunni sinni hjá Arrogant Cat.

Nú verur mín á ferð og flugi bara og kannski fær maður nánari upplýsingar um lýsingu á nýja djobbinu með vorinu.  Só bissí þessar stelpur.

Annars get ég upplýst í leiðinni að ég gargaði af græðgi þegar ég skoðaði eina af búðina þeirra. AC sum sé.  Þvílík föt, þvílík hönnun og þvílíkir prísar.  Fékk þó einn kjól í ammó frá Maysu.

Ég er greinilega alveg hryllilegt fatasnobb og yfirborðskennd með afbrigðum.  En ég skammast mín ekki neitt, ég á litasjónvarp, ekki tréklossa, enga lopapeysu, finnst Nallinn hundleiðinlegur, nenni ekki að flokka rusl, nota ekki endurunninn klósettpappír eða kaffipoka.  Þannig að ég er kannski ekki hin týpíski græni vinstrimaður,sem tel mig þó vera.

Ég er á því að maður verði að eiga lesti.

Ég hef t.d. engan áhuga á húseignum, vill bara eitthvað sætt með veggjum og þaki.

Húsgögn eru úr sitt hvorri áttinni.

Ég kann ekki að falda, eða sauma og laga nokkuð sem þarfnast nál og tvinna.

Ég á ekki sög eða mæliband.

Ég hendi miskunnarlaust úr ísskápnum, til að rýma fyrir nýju.

Mig langar bara að vera sæl innan í mér með mínu fólki og vinum og það er ég oftast.

EN

Ég er snaróður femínisti og vinstri græn þar að auki.

Haldið þið að ég sé eitthvað að misskilja?

Úje

 


mbl.is Verðlaun fyrir fatahönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég held að þú sért ekkert að misskilja.....þú ert bara mannleg og frábær manneskja að auki !

Til hamingju með dóttur þína !

Sunna Dóra Möller, 10.2.2008 kl. 19:09

2 identicon

Til hamingju með skvísuna.  Það er afskaplega femínískt að fíla flott föt.

Þurr föt fara nefnilega konum vel!

Elisabet R (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Ragnheiður

Hún er næstum eins falleg og mamman...

þú ert hálfbilaður VG en það er allt í lagi  ég elska þig samt

Ragnheiður , 10.2.2008 kl. 19:38

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl frú Jenný Anna og til hamingju með dóttur þína!

ég kýs ekki VG, samt er ég með flokkunartunnu fyrir mestallan úrgang, elska náttúruna og bæin minn, dái börn og fagrar konur og vill að konur taki helst bara yfir öll völd!

Ein mesti fjármálaspekingurinn sem ég þekki og ákafur áhugamaður um að drýgja tekjur sínar, er vinkona mín sem er gegnheil VG kjósandi!

Lífið er bara einn stór misskilningur!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.2.2008 kl. 20:09

5 Smámynd: Tiger

Sturlaðir grænir feministar sem eru áhugalausir hvað fasteignabrask varðar og hálf klikkaðir í afstöðu sinni til hálftómra ísskápa sem innihalda hvorki sög, nál né samsett húsgögn eru náttúrulega ekkert annað en æði. Þrátt fyrir það að þeir eigi til að garga upp ef þeir sjá fallega svarta kjóla eða æla í fötu ef einhver ætlar að neyða þá í úlpu og troða á þá húfu.

Viss um að ísskápurinn þinn er fullur af ævintýrum sem forvitnilegt væri að glugga í. Staðfesta þín sem feministi er bara aðdáunarverð og sannarlega eigum við öll að standa fast á okkar - þrátt fyrir það að vera stundum misskilin..

Ég reikna með að Maysa sé dóttir þín og óska henni til hamingju með nýjan starfsvettvang. Eru þessar búðir til á Íslandi? Eru þær þess virði að maður fari að senda konurnar sínar þangað í leiðangra(ódýrar eða dýrar)? Annars segi ég bara pazz. 

Tiger, 10.2.2008 kl. 20:12

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nú, þetta eru sumsé föt, en ekki snjósleðar.

Lífið er eintóm vonbrigði.

Hins vegar mætti nú taka persónulýsínguna þar á eftir & kenna hana öllum einstæðum konum sem að detta inn í ógáti á einhverja netvirka 'makaleitarþjónustu' en virkilega vilja ekkert annað en fá að verða gamlar einar í friði með kettinum sínum.

Steingrímur Helgason, 10.2.2008 kl. 20:15

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með Maysuna hún er náttúrleg flott þessi stelpa.
Enda á engin von á öðru.
Góð upptalning hjá þér og vertu bara þú sjálf.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2008 kl. 20:40

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Stundum skil ég þig ekki og ég er ekki viss um að mig langi til þess heldur.  Farðu á skíði drengur.

Það er eitthvað til af vörum frá AC i Kúltúr.

Takk annars fyrir falleg orð í garð dóttur minnar.  Hún er ein af þrem yndislegum konum.  Ég er svo hepin.  Lalalalal

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 20:43

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Dóttir þín er gullfalleg og greinilega hæfileikarík ung kona, til hamingju með hana. Fáar tilfinningar jafnast á við það að vera stoltur af börnunum sínum!

En ég hjó eftir því í upptalningunni að þú minntist ekki einu orði á úlpu!

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.2.2008 kl. 21:45

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með stelpuna addna snaróði femmi.

Augun maður minn, ég á tvö svona brún og falleg augu í einum 3ja ára haus.

Þröstur Unnar, 10.2.2008 kl. 21:55

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ertu ekki bara Jenný Anna Baldursdóttir, með ullinni og öllu saman?þarf eitthvað að vera að definera sig eitthvað frekar?

 En þú færð örugglega mörg skamm skamm  í vinstrigrænakladdanum fyrir það hversu grænkan í þér er farin að fölna í Wc pappírsmenningunni og því.

Ég er ekki vinstri grænn, en samt spái ég í þessu, og er bölvanlega við að henda úr ísskápnum ótilneyddur. Greinilega fleiri að misskilja eitthvað.

Maður er það sem maður er eins og Quinten Chrisp sagði.Hmm eða var það Sókrates...... einhver bölvaður Villi í mér.

Anyveis. Vinstri græn eða vintstri væn jú are fæn.

Einar Örn Einarsson, 10.2.2008 kl. 21:58

12 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Til Lukku

Guðjón H Finnbogason, 10.2.2008 kl. 22:18

13 identicon

Verð að taka undir með magnúsi geir: Þú ert ekkert að misskilja, það er lífið sem er stundum dálítill skilmisingur - þú fittar bara alveg fullkomlega inn í þessa veröld

EN

Mikið svakalega er þetta falleg stúlka og fótógenísk með afbrigðum - til hamingju með hana

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 22:59

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Afkvæmin þín maður minn......svo falleg

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:01

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hún er náttúrlega svo gullfalleg þessi stelpa sem þú átt þarna. Reyndar eins og allar þinar... allavega þær sem ég hef séð. Skil ekkert hvaðan þær hafa þessa fegurð alla...

til hamingju Maysa

Jóna Á. Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 23:17

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þvílíkt bjútí, ekki skrítið að þú átt fallegustu barnabörn í heimi. Til lukku með Maysu þina.  Þú ert lang flottust bara eins og þú ert VG or not.  Green  Green

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 23:33

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hún er ofsa falleg stelpa.

Heiða Þórðar, 11.2.2008 kl. 02:23

18 Smámynd: Júlíus Valsson

Áttu Rauða kverið?

Júlíus Valsson, 11.2.2008 kl. 08:19

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk aftur krakkar mínir, allar stelpurnar mínar eru hver annari fallegri, bæði að utan og innan, sem skiptir mestu máli.  Ég er vinstri græn með svokölluðum tilbrigðum.

Júlíus: Einu sinni átti ég rauða kverið en mér fannst það hundleiðinlegt en sagði ekki nokkrum lifandi manni frá því.  Ergó: Gerði ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir mig,

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2008 kl. 09:22

20 identicon

Falleg stúlka og enn fallegri live.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:08

21 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

eeuw, endurunninn klósettpappír, fær ekki að koma nálægt viðkvæmri slímhúð hér á bæ. Prentsverta og alls konar jakk...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.2.2008 kl. 12:40

22 Smámynd: Hugarfluga

Svaðalega er stelpan þín falleg!!!

Hugarfluga, 11.2.2008 kl. 13:14

23 identicon

Þú ert flottust.  Það mættu vera fleiri svona eintök í þjóðfélaginu eins og þú.  Ég er sannfærð um að þá væri veröldin betri :)

Sigga (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.