Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Kjánaprik í bílaleik?
Fjórir menn í sjálfheldu í Esjunni. Björgunarsveit á leið upp til að bjarga þeim. Ef mennirnir hafa verið þarna í eðlilegum tilgangi, við vinnu eða eitthvað, þá biðst ég afsökunar, en mér finnst ólíklegt að svo sé.
Ég er satt að segja orðin þreytt á fullorðnum smástrákum sem leika sér að hættunni með bílaleikjum uppi um fjöll og firnindi og svo fara dauðþreyttir björgunarsveitarmenn að bjarga þem úr vitleysunni. Svo tala þessir óábyrgu við fjölmiðla þegar þeir eru komnir til byggða heilir á húfi og tala eins og þeir séu einhverjar sérstakar hetjur.
Ég er ekki að tala sérstaklega um þessa menn sem í fréttinni eru nefndir. Veit ekki hverra erinda þeir voru uppi í Esjuhlíð í gær. Bara alla þessa kalla sem sífellt eru að þvælast þvert ofan í aðvaranir frá lögreglu og björgunarsveitum.
Ég er á því að í þannig tilfellum borgi þeir reikninginn.
ARG sumir eiga ekki að vera með bílpróf á veturna.
Í sjálfheldu í Esjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 10
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987272
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Er ekki allt í lagi? Hver helduru að fari uppá esjuna á jeppa? :D Þeir voru í fjallgöngu!
Siggster (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 11:36
Bíddu og er það í lagi að fara í fjallgöngu sí svona, við þessar geðveiku veðuraðstöðu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 11:41
þeir foru upp á fjall kl 2 um daginn, að þeir voru ekki að leggja af stað upp á fjall í brjáluðu veðri.. aðeins gáfaðri en það ;)
bara hér til að svara. (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 12:07
Tek heilshugar undir þetta og vil bæta við fólki eins og talað er um hér og hér þar sem stendur: "Þrátt fyrir að Hellisheiði hafi verið lokað ákváðu nokkrir ökumenn að leggja á heiðina og sitja þeir nú fastir í Kömbunum."
Fólk má skaða sjálft sig ef það endilega vill, en ekki þegar það þarf síðan að bitna á samferðafólki eða björgunarsveitum - hvort sem það er akandi eða gangandi - sérstaklega þegar vitað er fyrirfram um veður og færð.
Drengirnir sem bjargað var úr Esjunni í gærkvöldi lögðu björgunarmenn einnig í lífshættu vegna snjóflóðahættu á svæðinu. Þetta finnst mér óafsakanlegt, einkum í ljósi þess hvernig veðrið hefur verið undanfarið og þeir máttu vita um aðstæður.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.2.2008 kl. 12:10
bara hér til að svara, það var alveg komin spá um afleitt veður klukkan 2...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 13:04
þeir lögðu af stað klukkan 2 og venjuleg esjuferð tekur ekki nema 1-2 klukkutíma og það átti ekkert að vera komið vont veður fyrr en seint um kvöldið, þannig að þeir bjuggust við að vera löngu komnir niður þegar veðrið ætti að byrja, en svona gerist bara..ég hef allaveg sárasjaldan farið í útkall þar sem ég þurfti að bjarga fólki sem var uppi á fjalli í einhverjum nauðsynlegum erindagjörðum. Þeir voru bara óheppnir og björgunarsveitin er til þess að hjálpa fólki sem lendir í svona aðstæðum.
Björgunarsveitarmaður (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 13:14
Nú þá er þetta ekki vandamál. Hér kemur afstaða björgunnarsveitanna til málsin fram og hvað erum við óbreyttir borgar að tjá okkur um það sem við höfum ekki hundsvit á.
Þetta er sem sé allt eins og vera skal.
Betra væri að björgunarsveitamaðurinn skrifað undir nafi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 13:27
En hvað með þegar fólk er að leggja á heiðar og fjöll og firnindi sem búið er að loka? Heldur fólk að þjóðvegum landsins sé lokað bara upp á grín eða bara til að pirra fólk? Svo eru dæmi þess að menn séu að leggja sig í lífshættu til að bjarga svona vitleysingum sem annað hvort kunna ekki að lesa, skilja ekki mælt mál eða er gjörsamlega fyrirmunað að fara eftir boðum og bönnum. Halló.....við búum á Íslandi þar sem er allra veðra von.....
Sigga (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 13:48
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/10/logdu_a_lokada_holtavorduheidi/
Sigga (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 13:49
Ég er hjartanlega sammála þér Jenný hér!
Sunna Dóra Möller, 10.2.2008 kl. 13:53
Ég er sammála þér með að þeir sem leggja út í óvissu og ófærð vitandi að spá fagmanna sé mjög slæm - borgi sjálfir brúsann. Þeir sem æða af stað í "ævintýraferð" á fjallajeppa sínum eða bara æða út í blindbil á lokaða staði (sem hafa sannarlega verið auglýstir lokaðir vegna veðurs eða slæmra aðstæða) - þeir ættu að bera kostnað af því að fólk sé sent út í óvissuna á eftir þeim.
Þeir sem æða svona af stað hugsa greinilega ekki um að með fávitaskap sínum koma þeir björgunarfólki sínu líka í lífshættu. Ég gruna nú að það sé engin "björgunarsveitamaður" á bakvið athugasemd "björgunarsveitamannsins" hér að ofan, hugsanlega bara sami maður og kom með annað komment ofar sem "bara hér til að kvitta" ... *Hux*
Fólk kemur manni alltaf á óvart með svona óráðsíu eins og að ana út í ófærð og óvissu. Áttar fólk sig ekki á því að það gæti endað líf sitt með þessum látum? Áttar það sig ekki á því að vegna þessa kjánaskapar þeirra gætu björgunarmenn þeirra líka lent í lífsháska? Nei, greinilega ekki. Látum það fólk sem æða af stað í fyrirframvitandi skelfilegar aðstæður borga undir rassinn á sér sjálft.
Tiger, 10.2.2008 kl. 14:02
"ég hef allaveg sárasjaldan farið í útkall þar sem ég þurfti að bjarga fólki sem var uppi á fjalli í einhverjum nauðsynlegum erindagjörðum." segir björgunarsveitrmaðurinn. Vá hvað ég hef misskilið störf björgunarsveitanna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 14:09
Mér finnst það orðið alltof algengt að fólk taki ekki mið af veðri og veðurhorfum þegar það ákveður að fara í ferðalög. Með því leggur það, eins og Lára Hanna bendir réttilega á, ekki bara sjálft sig í hættu heldur líka björgunarsveitafólk.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:53
Jamm - þetta er svolítið tvíbent.......
.....ef láta á fólk borga fyrir björgun. Þá hringir það kannski ekki eftir þeirri hjálp sem það nauðsynlega þarf á að halda. Hef ekki trú á að fólk fari í ferðir með það að markmiði í upphafi að láta bjarga sér! Hvort sem það leggur á lokaða fjallvegi eða fjallgöngu þegar spá er slæm.
Ég hinsvegar gæti það. Ég gef björgunarsveitarmönnum nefnilega alltaf tómar dósir og því inni hjá þeim svona eins og eina eða tvær bjarganir
Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 14:54
Ég sló þessu fram svona í bríaríi Hrönn, því mér finnst það svo ótrúlega ábyrgðarlaust þegar fólk er að leggja í svona ferðir, vanbúðið og ókunnugt oft, bara til að leika sér. Auðvitað á að bjarga öllum, en það er tabú að ræða það að þetta fólk er að valda bæði kostnaði, hætta lífi annarra og halda ástvinum í skefjalausum ótta.
Mér finnst að það verði að fara að skóla þetta lið til.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 15:04
Ég verð að segja að þessi umræða um að menn borgi sjálfir er afskaplega varhugaverð og margir kasta steinum úr glerhúsi þar. Hvað með reykingamenn sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda vegna reykinganna, eiga þeir þá ekki að borga það sjálfir?. Hvaða heilvita maður reykir vitandi að það er stórhættulegt. Hvað með alkóhólista, eiga þeir að borga sinn reikning í meðferðinni?, eða kyrrsetufólk (sem ekki stundar útivist) á það að greiða reikninginn fólkinu í heilbrigðisgeiranum sem kemur því til bjargar.
Ég segi, höldum áfram að styðja björgunarsveitirnar og hikum ekki við að leita hjálpar þeirra ef þess þarf. Menn eru í björgunarsveitum af fúsum og frjálsum vilja og telja ekki eftir sér að fara í útköll. Auðvitað eiga menn þó að sýna skynsemi og að mínu mati var ekki óskynsamlegt að fara á Esjuna kl. 2 í gær (ég fór sjálfur þangað í gær í blíðskaparveðri) en að fara á Holtavörðuheiðina þegar búið er að merkja hana lokaða er óskynsamlegt. Það er þó möguleiki á að það hafi farið framhjá því fólki að heiðin væri lokuð svo við skulum ekki dæma þau strax.
Jón (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.