Laugardagur, 9. febrúar 2008
Hvað með að skera þá á háls?
Hæstiréttur í Nebraska hefur ákveðið að ekki sé leyfilegt að nota rafmagnsstólinn lengur til að myrða fólk. Aftaka í rafmagnsstól mun stangast á við ákvæði sjónarskrárinnar sem bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar. Nebraska var eina ríkið þar sem rafmagnsstólinn var eina aðferðin við að taka dauðadæmda menn af lífi.
Áður en lengra er haldið. Hver er það á Mogganum sem aftur og aftur kallar dauðadæmda menn "dauðamenn"? Þetta hljómar eins og á meðal okkar gangi full af dauðadæmdum mönnum sem hafa fengið þetta samheiti. Eins og öryrkjar, rafvirkjar, dauðamenn og Baadermenn. Er þetta eitthvað nýtt eða hefur þetta farið fram hjá mér? Það væri þá ekki það fyrsta.
Nú, þar sem ég er þekkt fyrir hjálpsemi þá vil ég koma hérna með nokkrar venjulegar aðferðir við að myrða fólk, sem hafa tíðkast t.d. í USA í langan tíma. Þær eru jafnvel minna "grimmilegar" en stólinn og alls ekki sjaldgæfar.
1. Stilla viðkomandi upp við vegg og láta nokkra valda byssumenn skjóta þangað til sá dauðadæmdi fellur dauður til jarðar. Löng hefð fyrir því í Bandaríkjunum og víðar.
2. Skera á háls, mjög vinsæl aðferð við útrýmingartilraun Bandaríkjamanna á Indíánum í denn.
3. Hengja. Stundað af USA í Írak, við að taka Hússein og kó til Allah, operation Hraðferð. Hengingar hafa alltaf verið óhemjuvinsæl skemmtan í USA. Minni á Ku Klux Klan.
4. Drekkja þessum dauðadæmda. Löng hefð fyrir því og tekur fljótt af, en er vont rétt á meðan það gengur yfir.
5. Taka Mafíuna á þetta og skjóta viðkomandi í hausinn við gagnaugað. Maður dauður áður en hann veit af.
Sko, það eru til alls konar aðferðir til að myrða fólk. Stundum er það löglegt og stundum ekki. Munurinn er enginn. Morð er morð. En tvískinnungur Bandaríkjamanna, sem vilja telja sig til menningarþjóða er slíkur, að það er að vefjast fyrir þeim, hvernig myrða megi fólk, án þess að blóð renni og viðkomandi sýni sársauka og mikil sársaukaviðbrögð, enda áhorfendur til staðar. Ef "dauðamaður" á skilið að drepast er þá bara ekki í fínu að gera það þannig að blóð fljóti, innyfli detti út um allt og áhorfendur æli?
Það er svo mikið af föngum sem eru að ræstitæknast. Þeir þrífa upp efir bróður sinn.
Þetta skrifa ég í þeirri vissu að ég sé ekki á leið til Nebraska.
God bless America
Úje
Rafmagnsstóllinn brot gegn stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 2987260
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hæ...Miss Mengele
Heiða B. Heiðars, 9.2.2008 kl. 21:01
F... you Mr. Marquee De Sade muhahahahah
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2008 kl. 21:16
Oj
Ragnheiður , 9.2.2008 kl. 21:19
Bjakk !!
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:42
Sko þessi færsla var ekki skrifuð til að fá útrás fyrir ógeðslegt innræti mitt heldur var ég að kalla eftir umræðu á löglegum morðum og svo hinni gerðinni, Fyrir mér er munurinn enginn, nema ef vera skyldi að þessi sk. löglegur eru djöfullega planeruð og undirbúin.
Tilgangurinn færslunnar er sum sé dauðarefsing. Með og á móti?
Hver er munur á morði og morði?
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2008 kl. 21:56
Góðir hálsar! Og aðrir kokhraustir
Kjartan Pálmarsson, 9.2.2008 kl. 22:06
Ég hef aldrei getað fellt mig við þessi lögleiddu morð sem stunduð eru í hinum ýmsu löndum heims. Bandaríkjamenn sem eru sjálfskipaðir löggæslumenn heimsins fara kannski fremstir í flokki dauðarefsinga en eru ansi duglegir miðað við þá stöðu þeirra að vera meðal menningarþjóða. Sennilega eru Kínverjar einna duglegastir við að taka fólk af lífi fyrir hinar ýmsu sakir og fast á hæla þeirra eru sennilega Arabaþjóðir, þó ég sé kannski ekki sérfróður um þessi mál. Ég veit um fullt af fólki hér á Íslandi sem finnst allt í lagi með dauðarefsingar, en ef við gæfum okkur það að dauðarefsingr væru viðhafðar hér á Íslandi enn þann dag í dag, værum við jafnsátt við þá refsingu ef einhver sem við þekktum til ætti að líflátast á fimmttudaginn í næstu viku?
Og talandi um Bandaríkjamenn og þeirra refsigleði, þetta gera þeir allt í nafni Guðs og með biblíuna í hægri hendi.
Gísli Sigurðsson, 9.2.2008 kl. 22:16
Ég er alfarið á móti dauðarefsingum, finnst það ekki í verkahring réttarins að gera menn að morðingum. Böðlar sem framfylgja dauðarefsingum eru ekkert annað en morðingar í boði réttlætisins? Sé ekki mun á drullu eða skít í því samhengi.
Ester Sveinbjarnardóttir, 9.2.2008 kl. 22:32
Ertu bloddí í dag JFB ?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:49
Ojbarasta!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:53
Stundum kafna ég af hlátri þegar ég les færslurnar þínar. Stundum langar mig að knúsa þig. Nú er ég bara hrædd þegar ég les (logandihræddurkarl). Viltu vera svo væn að vera fljót að skrifa nýja færslu. Það er nóg að ég sé hrædd við vonda veðrið hérna fyrir utan gluggann minn
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:15
Þetta með hengingarnar hjá þér er ekki rétt.
Þeir sem hafa verið hengdir í Írak síðustu árinn er dæmdir af írökum lögum og þetta er íraska-leiðin.
Aftur á móti hafa hengingar sem framkvæmdar eru oft án dóms og laga verið stundaðar í USA og er KKK gott dæmi um það
Rúnar (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:27
Ég verð að viðurkenna að ég er að vissu marki hlyntur aftökum þeirra sem hafa sannarlega verið fundnir sekir um glæpi gegn mannkyninu. Ég myndi ekki vilja að menn eins og t.d. Hitler og Saddam (hvað þá Mengele og Marquee De Sade) væru dæmdir til lífstíðar, en fengju svo reynslulausn eftir svo og svo langan(stuttan) tíma í fangelsi.
Ég myndi ekki vilja fá mikla mannhatara út í samfélagið aftur eftir ákveðinn tíma á bakvið luktar dyr - hugsanlega mun verri en áður, bara væri ekki til í að taka áhættuna á að fá þá brenglaðari til baka.
Með því að taka svona menn úr færslum og þurrka þá burt, er hægt að horfa fram og reyna að endurbyggja og skrifa framtíðina betur en var gert hjá/af þeim.
Kannski verð ég einn um þessa skoðun en ég verð víst að taka því, ég styð aflífun sannarlega seka fundna stórhættulega glæpamenn sem t.d. ítrekað hafa sýnt fram á skýlausan brotavilja/glæpi/vonsku gagnvart fólki. Þá er ég ekki að meina hinn ótýnda eins manns morðingja eða mann sem drepur hjón eða fimm stúdenta í skóla í einhverju brjálæðiskasti. Er að tala um menn sem lesa upp fórnarlömb sín að vel skipulögðum áætlunum hins brenglaða fjöldamorðingja. Mann/konu sem kann til verka (Marquee De Sade) og nýtir sér kunnáttu til að myrða saklausa.
Æi, ég vil ekki drepa flugu - en styð samt aftökur eins og ég sagði hér að ofan.
Tiger, 9.2.2008 kl. 23:49
Ég er á móti dauðarefsingum. Punktur. Ekki orð um það meir.
Bjarndís Helena Mitchell, 9.2.2008 kl. 23:53
Æi, átti að vera Mengele(læknir SS nazista ekki satt?) en ekki Marquee De Sade(mannæta i think?) - í sviganum hérna neðst í commentinu fyrir ofan - í sambandi við að nota sér læknisfræðilega kunnáttu til illra verka.
Tiger, 9.2.2008 kl. 23:55
Anna mín: Róleg, ég er ekkert blóðugt á höndunum
Ég er heitur andstæðingur dauðarefsinga, það er fátt sem geir mig eins reiða og þegar fólk er myrt með góðu leyfi og af starfsmönnum ríkisins. Ég vildi kalla fram viðbrögð við því sem raunveruleg er að gerast þegar fólk er tekið af lífi.. Þess vegna skrifaði ég ógeðislistann í færslunni.. En einhver heldur að rafmagnstólsaftaka, hengingar, sprautur og annað slíkt, sé mannúðlegra,þá ættu þeir að lesa sér til um það.
En umræðuna vil ég taka. og Tigercopper, enginn hefur leyfi til að taka líf annarrar manneskju, enginn.. Það er ekki okkar að dæma.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 00:00
gamla min, fadu ther einn sjuss og hættu þessu tuði alltaf. Sumir menn eiga skilið að vera teknir af lífi. Margir sem vildu sjá slíkar refsingar hér, barnaperrar og annar ósómi. En ég segi bara skál, í guðana bænum fáðu þér einn kaldan, ekki veitir af.
jemin (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:11
Ég get vel skilið þitt sjónarmið Jenný og virði það fullkomlega. Þó ég sé fylgjandi því að það eigi að taka svona glæpamenn af lífi þá er ég samt líka sammála því að enginn ætti að geta tekið aðra manneskju af lífi. En hvað eru þessir glæpamenn að gera? Aftur og aftur og aftur...
Ég myndi sjálfur vilja taka í gikkinn ef ég væri þess fullviss að ég væri að bjarga þó ekki væri nema ein saklaus sál - hvað þá tugir, hundruðir eða þúsundir af saklausum sálum sem falla fyrir hendi svona manna. Það leyfði þeim heldur enginn að taka fjöldann af fólki af lífi, pynta það og limlesta - því finnst mér það ekki alvarlegt mál að leyfa þeim að fá réttláta meðferð í gegnum dómskerfið og svæfa þá svo endalega.
Kannski er ég bara svona fljóthuga vegna hins stóra okkar þarna uppi - fyrir að leyfa svona mönnum að deyða fjölda fólks án þess að grípa inní. Kannski er það þess vegna tel ég það lítilræði að brjóta það sem hann boðar í "þú skalt ekki annan mann deyða" eða eitthvað þannig.
Mér þætti nú gaman að vita hvað raunverulega væri annað hægt að gera við svona menn eins og t.d. ef Hitler væri uppi í dag eða við Saddam. Leyfa þeim að njóta gistingar og fæðist á kostnað afkomenda þeirra sem þeir slátruðu án þess að blikka auga, nei ég get ekki sætt mig við það.
Tiger, 10.2.2008 kl. 00:19
jemin (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:11 ...
Þetta var ótrúlega ljótt af þér að segja. Ég vona að þú hafir sagt þetta í stundarbrjálæði því fátt finnst mér eins ljótt eins og að fela sig á bakvið IP-tölu í nafnleysi og henda svona ljótum orðum frá sér. Virtu viðmælendur þína og láttu frekar ósögð en sögð svona ljót orð!
Tiger, 10.2.2008 kl. 00:22
Jenný afhverju í andsk. ertu alltaf að senda á mig þessa vírusa?
Heiða Þórðar, 10.2.2008 kl. 00:22
Ragnheiður , 10.2.2008 kl. 00:38
raðmorðingjar og barnaníðingar eiga ekkert betra skilið en að vera hengdir upp á pungnum (ef hann er að finna á þeim) og dúsa þar til sýnis öllum almenningi...kannski drepast þeir, kannski ekki, þá verðum við að skyrpa í heilan hring í kringum óþverrana eða eitthvað. Æ, oj, ég verð eitthvað hættulega dómhörð þegar kemur að þessum níðingum.
Jenný hlustaðu ekki á að fá þér annað en t.d. perusæder í glas
Eva Benjamínsdóttir, 10.2.2008 kl. 00:43
Morð er morð er morð. Ekkert annað. Hver sem fremur það og á hvaða forsendum sem það er framið. Ég skal hins vegar ekki fullyrða - ef einhver myndi myrða barnið mitt - hvort mig myndi langa til að drepa viðkomandi eða láta drepa hann. Ævilangt fangelsi á Íslandi er 16 ár, þeir sleppa gjarnan út eftir 8 ár sem er ekki langur tími. Hvernig liði mér við að mæta morðingja barnsins míns á götu? Veit það ekki og vona að ég þurfi aldrei að komast að því.
Ég man fyrst eftir orðinu "dauðamaður" í titlinum á kvikmyndinni "Dead man walking" sem útlagðist á íslensku "Dauðamaður nálgast". Á enskunni þýðir "dead man" dauðadæmdur maður á amerísku fangelsis- og réttarfarsslangri. Líklega var verið að reyna að búa til íslenskt slangurorð yfir "dauðadæmdur maður". Það kom mér einkennilega fyrir sjónir þá og gerir það enn, en ég hef séð orðið víðar síðan. Maður getur hnotið endalaust um orð sem einhvern vegin passa ekki inn í málkenndina.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.2.2008 kl. 01:01
Ekkert ket í þessari færslu fyrir mig.
Alveg sammála þér.
Ekkert skemmtilegt....
Steingrímur Helgason, 10.2.2008 kl. 01:29
Æi þetta er erfitt. Stundum verður heimurinn betri staður við aftöku. Þegar illmenni eru tekin af lífi. En það er enn að gerast að saklaust fólk er tekið af lífi. Og það gengur ekki. .
Jóna Á. Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 01:30
Er Steingrímur að snapa fæting?
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.2.2008 kl. 01:34
HL: Steingrímur er bara mitt norðlenska krútt og hann hefur þann heilaga rétt að vera á móti. En stundum er hann aðeins minna á móti og ef ég þekki hann rétt þá er hann algjörlega sammála mér núana.
Jimin:Mér finnst þú nú bara hjákátlegtur að segja mér að fá mér í glas, ég tek það ekkert nærri mér hvað nafnlaus fífl út í bæ eru að tuða um. Skrifaðu undir nafni og vertur kurteis, annars loka ég á þig. Það má nefnilega skrifa nafnlaust ef fólk er málefnalegt. Og megirðu kafna í eigin ælu esskan. Ekkert persónulegt.
Jóna: Nei hann verður ekki betri staður þrátt fyrir að maður sé tekinn af lífi. En það er hægt að geyma menn inni þannig að þeir komist aldrei í tæri við ný fórnarlömb.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 09:48
Margir hafa einnig verið grillaðir saklausir ekki má gleyma því.
svo eru bandaríkjamenn búnir að drepa meira en eina miljón Iraka síðan 2001-2008 !!!
Hversu margir af þeim ætli hafi verið svokallaðir hryðjuverkamenn.
http://youtube.com/watch?v=mCSx7eTlc00
Andri (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:00
Jenný skrifar "Nei hann verður ekki betri staður þrátt fyrir að maður sé tekinn af lífi. En það er hægt að geyma menn inni þannig að þeir komist aldrei í tæri við ný fórnarlömb"
Og hvað mun það kosta okkur skattgreiðendur?
Mín skoðun er sú að það fer eftir tegund glæps hvort það ætti að taka menn/konur af lífi.
Ég vill ekki td. borga brúsann fyrir einhvern/einhverja sem hefur misnotað börn þannig að sá/sú hafi það notalegt á hrauninu eða kvíabryggju.
Morðingjar, nauðgarar og fólk sem misnotar börn EIGA að rottna í helvíti og vera tekið af lífi sem fyrst.
Takk fyrir mig.
Einar
Einar (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 12:34
ég ætla ekkert að skammast. Bara segja: Sammála og ég er enn að jafna mig á "dauðamenn"!!! Ætli það sé í orðabókinni?
Laufey Ólafsdóttir, 10.2.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.