Leita í fréttum mbl.is

Að horfa á dvd í blakkáti er ekki alveg ónýtt

72375293

Þegar ég var í áfenginu og pillunum, leigðum við okkur oft myndir á kvöldin, stundum fyrir okkur bæði og stundum fyrir mig eina.  Og ég drakk og horfði og skemmti mér konunglega stundum, grét stundum og engdist af sorg, allt eftir efn myndarinnar.

Svo rann af mér fyrir 16 mánuðum síðan og oftar en ekki hefur komið mynd í sjónvarpinu sem mig hefur langað til að sjá.  Húsband: Já en við/þú ert búin að sjá hana, manstu, hún er um sóandsó og sóandsó, og endar einhvernvegin sóandsó.

Ég tóm í framan:  Er það, kannast ekki við hana, ætla að kíkja og þá man ég strax hvort ég hef séð hana eða ekki.

Í flestum tilfellum hef ég ekki nokkurt minni af myndinni, ekki einu sinni bergmál, og horfi glöð í sinni.  Bandið alltaf jafn hissa.  Manstu virkilega ekki eftir þessu atriði.  Þú flippaðir út?  Ég nei, alveg á hreinu, alveg nýtt fyrir mér.

Í kvöld var svona mynd. Minn heittelskaði svoleiðis með það á hreinu að ég myndi amk. gloppur úr  henni.

Fyrir mér var myndin ný ógissla spennandi frá upphafi til enda, ég komst ekki einu sinni til að pissa og band spurði legulega; manstu í alvörurunni ekki eftir þessu.  ÞÚ GETUR EKII HAFA TAPAÐ ÞESSU MAGNAÐA ATRIÐI ÚR HÖFÐINU Á ÞÉR.

Ég:  (orðin all svakalega pirruð. Á efir skal ég flytja fyrir þig fyrirlestur um hvaða áhrif það hefur á heilan, að blanda saman áfengi og svefnpillum í töluvert miklu magni. 

Ég er eiginlega fegin að þetta er bara spurning um bíómyndir hjá mér, hugsið ykkur ef ég væri ofbeldishneigð.

Þannig að ég hef nóg að horfa á næstu 10 árin eða svo.  Að vísu í annað sinn en það fyrra er týnt í fyllerísbankanum og á ekki þaðan afturkvæmt..

Það er ljúft að vera edrú.

Farin að lúlla allsgáð.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég fer virkilega að íhuga að bjóða Vilberginum & Gretchinum hans í Eyfirskt húsfeðraskjól  frítt fyrir konum með áunnið geðvont valkostamisminni.

7enderinn myndi máske vakna úr kassanum ....

Steingrímur Helgason, 9.2.2008 kl. 00:57

2 identicon

Ég þekki eina sem fekki alltaf símaæði í glasi, móral og niðurbrot daginn eftir.  Kallinn tók á það ráð að fela alla símana, frúin dó ekki ráðalaus, talaði bara í fjarstýringuna, hvíslaði stundum þegar kallinn nálgaðist of mikið því að hann mátti ekki taka fjarstýringuna líka.  Símreikningarnir lækkuðu og mórallinn hvarf.  Núna er runnið af henni og við getum endalaust hlegið að þessu. 

Maddý (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er svona líka, man engar myndir, ég hef nú skrifað það á áhugaleysi og aldur! En kannski er fjandinn að eiga við dópamínið í hausnum á mér!

Edda Agnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 01:12

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert auðvitað alger draumur í dós Jenný.

Heiða Þórðar, 9.2.2008 kl. 01:30

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er nú svona í minninu - ófull og ódópuð. Man ekki neitt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 01:33

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mitt minni er verulega slæmt á bíómyndir, sérstaklega nöfnin á þeim og mundi örugglega ekkert skána ef ég færi að rugla í því með einhverjum efnum Þú ert flott

Jónína Dúadóttir, 9.2.2008 kl. 06:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur, minn heittelskaði hefur eignast vin í þér, en af hverju er mér ekki boðið?  'Eg er ekk vond, bara þykist vera það.  Knús á þig dúllan mín

Vó fór sjaldan í símann, en það er bara heppni, ég mundi ekki eftir honum

Edda: Sumir eru með of litla eða of mikla dópamínsframleiðslu ert þú ein af þeim?

 Heiða mín: Elska þig líka

Lára Hanna: Leiðindi, að vera ekki einu sinni full til að muna ekki neitt

Ásdís Helga: Þekki málið mín kæra

Jónína:Það er þá eins gott að þú haldir þér edrú, ef þetta er svona slæmt nú þegar

Góðan daginn dúllurnar mínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2008 kl. 08:20

8 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég er svoleiðis að ég man ekki eftir bío myndum, um daginn var ég að horfa á mynd á stöð2 og maðurinn minn sagðist ekki nenna að horfa á hana því við vorum búin að fara á hana í bíó, en ég mundi ekkert eftir því það var eins og ég væri að sjá hana í fyrsta skipti, samt er ég ekki drykkfelld

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.2.2008 kl. 08:40

9 Smámynd: Ásgerður

Gaman að geta séð spaugilegu hliðarnar á þessu.  Þú hefur svo skemmtilega sýn sjúkdóminn, yndislegt að lesa þig.

Þessi með fjarstýringuna, finnst mér ansi góð

Ásgerður , 9.2.2008 kl. 08:51

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Haha Jenný.

Þetta er ekki amarlegt, þú getur farið í góða hirðirinn og keypt þér gamlar videospólur og "frumsýnt" þær heima í stofu.

Þetta er afar umhverfisvænt og vinstri grænt

Mig vantar heilu vikurnar inn í minnið, það á við um fólk, staði, aðstæður og alles.  Er enn að hitta fólk sem segir: Manstu þetta og hitt , og ég fæ hnút í magann. Eftir tæp 9 ár.  Er reyndar hættur að reyna að ljúga því að ég muni. Þá fer fyrir manni eins og Villa gamla, verður bara vandræðalegra og vandræðalegra.

Edrúkveðja á þig mín kæra!

Einar Örn Einarsson, 9.2.2008 kl. 09:32

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Laufey Ólafsdóttir, 9.2.2008 kl. 09:57

12 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er svo skrýtinn að ég man betur eftir bíómyndum og leikurum en raunverulegu fólki sem ég hitti dags daglega. Segir þetta eitthvað um mitt líf?

Ingi Geir Hreinsson, 9.2.2008 kl. 10:25

13 Smámynd: Hugarfluga

Algjörlega brill að taka Pollýönnudrusluna á þetta og sjá þetta sem óendanlega uppsprettu listrænna kvikmynda, sem þú átt eftir að sjá (en samt búin að sjá).

Pssst, ég er svona minnislaus á myndir, þó ég drekki ekki áfengi í óhófi, þannig að þetta getur verið blanda af ólyfjan og óminni. 

Hugarfluga, 9.2.2008 kl. 11:29

14 identicon

Hehehehehehehehehe. Ég á fáránleg atvik líka nú verð ég flissandi í allan dag takk

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 11:47

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á þig elskan - er að fara senda þér mail!

Edda Agnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 11:57

16 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er svo glöð fyrir þína hönd að þú skulir vera allsgáð og skemmtileg og leyfa okkur hinum að taka þátt í því.....það er nefnilega ekki sjálfgefið....sko að vera skemmtileg...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:09

17 Smámynd: Þröstur Unnar

Snilld.

Ég nenni alls ekki að góna á sjónvarp eftir einn.

Yndislegt hve allir eru ástfangnir hérna.

Þröstur Unnar, 9.2.2008 kl. 12:11

18 Smámynd: Tiger

Góðan dag Jenný. Þinn fyrrum húsbóndi hefur sannarlega ekki verið þér góður yfirmaður. Yfirmenn sem taka frá manni í stað þess að veita manni eru ekki yfirmenn sem maður kærir sig um að vera undir settir.

Til hamingju með að hafa sagt upp fyrir 16 mánuðum - hjá þessum skelfilega húsbónda. Einnig vil ég óska þér til mikillar lukku með nýja húsbóndann. Þennan sem er að gefa þér góðar og gildar ástæður til að vera þakklát á hverjum einasta degi sem þú ert í hans liði.

Sannarlega máttu vera stolt af því tímabili sem þú hefur staðið á nýjum vettvangi og skiljanlega ferðu nú að sjá ýmislegt í nýju og ferskara ljósi en áður. *tilhamingjuknús*.

Tiger, 9.2.2008 kl. 14:41

19 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Um daginn sá ég myndina Bagdad café, sem er ekki í frásögu færandi nema að mig minnti að þetta hefði verið mín uppáhalds 5 stjörnu mynd og vildi sannprófa minnið. Myndin stóð algerlega eftir með sínar fyrrnefndu fimm stjörnur en ég gat ekki munað að hún væri á þýsku, hélt að hún hefði verið á ensku. IIÆ am calling you

Eva Benjamínsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:11

20 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þetta er nú ekki alltaf bundið við einhverja neyslu á meðan á áhorfi stendur: Ég man aldrei bíómyndir stundinni lengur. Það kemur fyrir að ég man að myndin er frábærlega góð og spennandi, en söguþráðurinn er mér samt algjörlega hulinn. Svo skil ég ekkert í því af hverju Kata nennir ekki að horfa með mér. Hún vísar kannski til þess að við höfum horft á myndina nokkrum mánuðum fyrr og hún muni hvert atriði, en ég geta horft aftur. Og aftur....

Ragnhildur Sverrisdóttir, 11.2.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.