Leita í fréttum mbl.is

Ekki kúl að skrifa miða

 

Mynduð þið fara ótilneydd til að versla í matinn í þessu veðri? Nei ég hélt ekki.  Það dæmdist á bandið að fara með sjálfum sér og auðvitað skrifaði ég miða.  Hann veit ekkert hvað ég er að hugsa hvað varðar matargerð og hreinsiefni og aðrar nauðsynjar.  Hann notar þær bara.

Nú ég settist niður með A-4 örk.

Hann: Vá er Þorláksmessa?

Ég (utan við mig) er vond lykt af ganginum?

Hann: Halló miðinn, af hverju er hann eins og handrit að skáldsögu.

Ég (pirruð) ég minnka hann þegar ég er búin að skrifa og farðu og hringdu í mömmu þína eða eitthvað, þér finnst gaman að því.

Hann sest á móti mér við borðið þrátt fyrir að hann viti að ég vilji vera í friði með mínar miðaskriftir,  þær eru vandasamar, en ég ákvað að þegja.

Hann: Rosalega ertu að skrifa mikið.  Drög að handriti?

Þögn, ísköld þögn.

Hann:   Er ég að fara að kaupa fyrir helgina, vikuna eða mánuðinn?  Hann var brosandi ég er ekki að ljúga.

Ég: Fyrir daginn í dag. Það krimtir í mér.

Hann: Má ég sjá, tekur miða, lesí, lesí, lesí, kjúklingabringur æi, hvernig er með þennan aspas? Þú kaupir búnt á hverjum degi og engar sætar kartöflur á listanum?  Hvernig hefurðu hugmyndaflug í þetta allt?

Ég: Nú fer ég og klæði mig og geri þetta sjálf.

Hann: Ég er að fíflast í þér kona, ég er að flippa á veiku blettunum þínum, hlægja, liffa lífinu.

Ég: fáðu mér listann?  Ég er ekki búin.

Neðst skrifaði ég:

Stór dós af Arseniki og poka af Haltukjaftibrjóstsykri.

Hann fór syngjandi glaður með miðann í búðina.

Sá veit ekki hvað bíður.

En ég elska hann samt.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið skemmtistund hjá Einari þínum, nauðsynlegt að láta gera grín af sér af og til.  Vona að hann kaup allt sem þig vantar.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Fríða Eyland

eimingja kaddlinn

Fríða Eyland, 8.2.2008 kl. 16:40

4 identicon

Spúsi þinn er velgiftur

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 17:30

5 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha, góð! Ég skrönglaðist í búð áðan til að kaupa það allra lífsnauðsynlegasta og ég get svo svarið að ég hélt ég yrði úti í rafmagnsdyrunum. Þrýstingurinn var svo mikill að þær opnuðust ekki nema í "hálfa gátt" og ég festist þar með gömlum manni með lambhúshettu. Lovjú.

Hugarfluga, 8.2.2008 kl. 17:31

6 Smámynd: M

Hér verður pöntuð pizza.

Góða helgi

M, 8.2.2008 kl. 18:00

7 Smámynd: Tiger

Hahahaha ...  Mikið held ég að ég væri hamingjusamur ef ég væri venjuleg húsfluga á vegg - og ætti heima í þínu húsi. Ég gruna þó að þú myndir fljótlega útrýma mér ef þú kæmir auga á mig. Ég er viss um að ég myndi upplifa ný og ný æfintýri á hverjum degi. Gruna þó að þú myndir samt ekki finna mig því þú hefur of mikið að gera í því að vera herstjóri, skipstjóri og bústjóri.

Ég sé alveg í anda hvernig heimilisliðið þeytist í kringum pilsfaldinn þinn þegar þú tekur uppá því að láta sem þú sért örg, pirruð og geggjuð. Mikið held ég að þitt lið sé nú ánægt með að það skuli vera líf í tuskunum - þó ekki sé það úlpunni þinni að kenna - sko úlpunni sem þú átt ekki...

Allavega er gott að vita að ástin er alltaf til staðar og þó haltukjaftibrjóstsykur sé í kvöldmat með dassi af Arzenik útá - þá hef ég lúmskan grun um að liðið þitt fari glatt í bólið í kvöld eftir líflegan dag með hressilegri forustukind. Sé þig fyrir mér horfandi yfir gleraugun á Arzenikfórnarlambið - með ástúð og væntunþykju í augum.

Tiger, 8.2.2008 kl. 18:26

8 Smámynd: Linda litla

Ég ætla nú bara að panta pizzu

Hvar fær maður annars Arsenik ???

Linda litla, 8.2.2008 kl. 18:32

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha þú drepur mig. Er Einar kominn til baka? Ég spyr því í Árbænum er þakið að rifna af húsinu held ég.

Fluva er fyndin eins og venjulega í kommentakerfunum.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.2.2008 kl. 18:39

10 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe ég er svo heppin að geta nákvæmlega séð fyrir mig svipinn á honum, skilaðu kveðju til hans frá mér.

Ragnheiður , 8.2.2008 kl. 18:44

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég fór bara í frystinn og fann eitthvað þar til að elda.....hér fer enginn út fyrr en storm lægir....viðbúnaðarstigið er hátt og við sitjum öll á miðju stofugólfinu, fjarri öllum gluggum og bíðum af okkur veðrið á bæn!

Eigiði gott kvöld og vonandi komst húsbandið þitt heill með varninginn !

Sunna Dóra Möller, 8.2.2008 kl. 19:15

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Því meira sem ég les bloggið þitt, því vænna þykir mér um konuna mína...

Takk...

Steingrímur Helgason, 8.2.2008 kl. 19:57

13 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég hætti lífi og limum út i þeta veður í dag til að gera innkaup á lífsnauðsynjum. Litli kútur er með háan hita og ég neyddist hvort eð er í apótek hans vegna. Varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að spónaplata fauk á bílinn minn, en var heppin þar sem ég náði að forðast árekstur frá 3 til viðbótar. Reyndist svo sjálf komin með hita þegar heim var komið . Ég vona að húsbandið hafi komið heim, heill á húfi og klyfjaður öllu nema arsenikinu á listanum,

Bjarndís Helena Mitchell, 8.2.2008 kl. 20:02

14 identicon

Hmm.. ég skrapp í búðina og stórskemmti mér yfir því að komast allt sem ég vildi fara.. enda á fjallabil sjáðu.

Kallinn minn fer ekki út í svona veður.. hann er nebblilega ekki vatnsheldur greyið.

Gott að fá svona innkaupalista .. geturðu smellt einum inn fyrir mig ? Plís honn !! 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:32

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held að Steingrímur sé alltaf að verða fyndnari og fyndnari......

Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 20:49

16 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 21:09

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Steingrímur er náttúrulega megakrútt, Hrönn. Ætti fyrir löngu að vera búið að sæma hann nafnbót Jennýjar Önnu - dúllurass vikunnar... jafnvel mánaðarins!

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 21:33

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Maðurinn var á bíl,kommon,ekkert að honum.  Hann fór og keypti i matinn for crying out loud. Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 21:49

19 identicon

Ef ég og þú og húsböndin okkar færum saman í bústað er alveg ljóst hverjir yrðu ekki sendir í búð saman að versla í matinn fyrir geimið (þú og húsbandið mitt) það yrði alvarlegur matvöruskortur í stórmarkaðnum næstu vikurnar á eftir

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:25

20 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og farðu og hringdu í mömmu þína eða eitthvað, þér finnst gaman að því....  er uppáhaldssetningin mín! Hvah! Hlýðir hann engu? Þetta er eins og að tala við börnin mín... ég elska þau samt líka

Kom hann með allt á listanum?

Laufey Ólafsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:35

21 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Djöf, rosa luxus er annars að hafa svona lipran svein sér við hlið. Hann bara græjar þetta og hringir líka í mömmu....svo varð ekkert mikið úr þessu veðri...og eins gott að keypi ekkert í matinn, fordekruð á fimm stjörnu matarúri annarsstaðar...og ætlast ekki til neins, er ég ekki í lagi svona sjálfbjarga og sifjuð?

Eva Benjamínsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:52

22 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

að ég keypi ekkert í matinn, átti það að vera og matarbúri annars, úri er maður ekki alltaf að passa upp á matartímann og éta eitthvað. Góða nórr

Eva Benjamínsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:57

23 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hvað er að mér Keypti...sorry.

Eva Benjamínsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:59

24 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

átti að vera nótt, nú er ég að springa

Eva Benjamínsdóttir, 9.2.2008 kl. 00:01

25 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég get ekki keypt inn nema vera með lista. Ef ég fer listalaus í Hagkaup snýst ég í hringi, veit ekkert hvað ég þarf að kaupa og kem heim með tóma vitleysu.

Listar eru kannski ekki kúl - en þeir eru lífsnauðsynlegir!

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 2987261

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband